Tíminn - 04.10.1986, Page 12

Tíminn - 04.10.1986, Page 12
12 Tíminn Laugardagur 4. október 1986 MINNING illlllllllllllllll lllllll illllllllllllllllllll: lllllllllllllll Ágústa Jónsdóttir Fædd 28. ágúst 1900. Dáin 25. september 1986. Ég hafði oft hugsað um það, hvernig ég myndi bregðast við, þegar elskulcg amma mín yfirgæfi þetta líf. Strax í bernsku fór ég að kvíða því. Einu sinni sem oftar var gestkom- andi mætur maður úr sveitinni hjá afa og ömmu á Vatnsleysu og var þeim tíðrætt um mann, sem var nýlega látinn. Hann var sjötugur, þegar hann lést. Setti ég þetta þá í samhengi, að þeir sem ekki dæju úr einhverjum sjúkdómi eða af slysför- um, dæju þá úr elli um sjötugt. Og amma átti aðeins þrettán ár eftir. Búin að burðast með þessar áhyggj- ur nokkra hríð, bar ég þetta upp við ömmu og leiddi hún mig í allan sannleikann, eins og hún átti eftir að gera ótal sinnum síðar. Nú þegar hún er farin 86 ára að aldri finn ég til þakklætis yfir að hafa fengið að hafa hana þetta lengi hjá mér. Þegar ég kvaddi hana nokkrum dögum áður en hún lést, þá var það hennar ósk að mega fá hvíld sem fyrst. Amma mín, Ágústa Jónsdóttir hús- freyja á Vatnsleysu í Biskupstung- um, ekkja Þorsteins Sigurðssonar bónda er lést 11. október 1974, lést 25. september s.l. á Sjúkarhúsi Sel- foss eftir nokkurra vikna legu þar. Hún var andlega hress og fylgdist ótrúlega vel með og var til hinstu stundar með hugann hjá börnum st'num og barnabörnum, og ekki gleymdi hún að gera að gamni sínu þótt máttfarin væri. Amma fæddist aldamótaárið, 28. ágúst í Laxárdal í Hrútafirði. For- eldrar hennar voru Jón Þórðarson og Hjálmfríður Árnadóttir. Þriggja vikna gamalli var henni komið í fóstur aö Gröf í Bitru. hjá Einari Einarssyni og seinni konu hans Jens- ínu Pálsdóttur. Fyrri kona Einars dó frá sjö börnum. Jensína átti eina dótturfyrir, Maríu Jónsdóttur. Hálf- bróðir Maríu var Hallgrímur Jóns- son skólastjóri Austurbæjarskólans. Hann orti um ömmu þessa vísu, þegar hún var á 19. ári. Alla ladar æskan þín eins og hlutavelta, gættu að þér Gústa mín Gvendar og Jónar elta. Fósturfaðir ömmu var bóndi í Gröf og einnig var hann fylgdarmað- ur Marinós Hafstein sýslumanns, bróður Hannesar Hafstein. Amma var mjög hrifin af fóstra sínum og talaði með hrifningu um hann, og eiginlega vildi hún ekki vita af öðrum föður en honum. Átján ára fór amma fyrst til Reykjavíkur, eftir að hafa verið kaupakona eitt suntar á Skriðnes- enni í Bitru. I Reykjavík bjó hún hjá Maríu Jónsdóttur fóstursystur sinni. Tvö sumur eftir það var hún kaupa- kona á Langárfossi á Mýrum, sem var útibú frá sr. Einari á Borg. Hún fékk hæsta kaup sem Einar hafði borgað, því ráðsmaðurinn á Lang- árfossi Þorleifur Einarsson, kvað ömmu svo duglega. Þaðan fór hún til Reykjavíkur og hnýtti m.a. net niðri í Völundi. Þangað kom Erlend- ur Björnsson, sem bjó á Vatnsleysu með unnustu sinni Kristínu Sigurð- ardóttur, til að kaupa amboð. Hann fór inn um skakkar dyr og þegar hann sér allar þessar ungu stúlkur, kemur honum til hugar, að hann á að útvega tilvonandi tengdaföður, Sigurði Erlendssyni bónda á Vatns- leysu, kaupakonu. Kallar hann yfir hópinn, hvort einhver hafi ekki áhuga að fara í sveit. Þá gellur í Þuru vinkonu ömmu: „Gústa þú vilt fara í sveit“. Amma svarar: „Hvur segir það?“ þegar Erlendur heyrir þetta gengur hann hart að ömmu að slá til, sem hún og gerði. Þá var hún 21 árs og örlög hennar ráðin. Er Sigurður faðir afa bað Erlend um að útvega sér kaupakonu, þá á afi að hafa sagt við hann: „Lindi minn, ég ætla að biðja þig um að hafa hana ekki mjög ljóta, það er svo leiðinlegt að vinna með Ijótu kvenfólki". Afa varð að ósk sinni, j>ví amma var falleg ung Vatnsleysu stúlka. Þessa vísu orti aðdáandi um ömmu: Langar fléttur fagra kinn fæ ég rétt að skoða, hjartað léttist hugurinn hleypur á eftir voða. Þegar amma kom að Vatnsleysu þá var afi búfræðingur frá Hvann- eyri, og búinn að vera eitt ár í Noregi, á lýðháskóla í Voss og við vinnu á bóndabýli. Hann var kominn undir þrítugt, myndarlegur og skemmtilegur maður, eins og eftir- farandi vísur bera vitni um. Þær setti saman Páll frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Amma fór með þær fyrir mig er hún sótti mig heim til Akur- eyrar fyrir ári síðan. Það brá fyrir glampa í augum hennar, þegar hún hafði þærýf ir. Önnurer á þessa leið: Allir telja hann góðan gest getið er víða mannsins, hans hefur röddin heil'.að mest heimasætur landsins. Og hin: Porsteinn mörgum vann í vil vanur að kókitera, túnum bænda bestu skil búinn er hann að gera. Eftir sumardvölina á Vatnsleysu fór amma aítur til Reykjavíkur. Þangað heimsótti afi hana oft um veturinn og næsta vor opinberuðu þau trúlofun sína. 18. nóvember 1922 , riðu þau í slagveðri frá Vatnsleysu að Torfastöðum, ásamt Kristínu systur afa og Erlendi, með brúðar- skart í hnakktösku, og þar voru þessi tvenn pör gefin saman í heilagt hjónaband. Fimmtíu árum síðar héldu þessi tvenn hjón upp á gull- brúðkaup sitt með fjölskyldum og svcitungum í félagsheimili sveitar- innar, Aratungu. Öll þessi ár bjuggu þau í tvíbýli að Vatnsleysu og var samgangur mikill milli bæjanna. Amma og afi cignuðust níu börn, Þorsteinn dó aðeins sjö ára að aldri. hin eru öll á lífi. Ingigerður, Sigurð- ur bóndi á Heiði í Biskupstungum, kvæntur Ólöfu Brynjólfsdóttur, móðir mín Stcingcrður, varð ekkja 1966 eftir Guðna Þ. Þorfinnsson, Einar Geir, kvæntur lngveldi B. Stefánsdóttur, Bragi bóndi á Vatns- leysu, kvæntur Höllu Bjarnadóttur, Kolbeinn, kvæntur Erlu Sigurðar- dóttur, Sigríður og Viðar, kvæntur Guðrúnu Gestsdóttur. Amma var sérlega falleg og ungleg kona. Ég furðaði mig oft á því, að hún skyldi hafa alið níu börn, því hún var svo lítil og nett. Það kom oft í hennar hlut að sjá um barnaskar- ann og búið, því afi var mjög virkur í félagsmálum og gegndi ntörgum trúnaðarstöríum fyrir sveitunga sína. í áraraðir var hann formaður Búnaðarfélags íslands. Það var ckki létt verk að fæða og klæða þennan stóra barnahóp. Það var nú farinn að vænkast hagurinn, þegar ég kom til sögunnar. Ég átti því láni að fagna að fá að vera hjá afa og ömmu á hverju sumri fram á unglingsár og stundum hluta úr vetri. Þegar fór að vora, fór ég að ókyrrast og gat vart beðið með að komast í sveitina. Amma minntist þess oft, þegar ég sem lítil hnáta á leið í sveitina, sönglaði nær alla leiðina í aftursæt- inu með andlitið klcsst á milli fram- sætanna, eina setningu: „ég er að fara austur". Mér er líka minnisstætt suðusúkkulaðið, sem afi geymdi í hanskahólfinu.Ég tala ekki um til- finninguna, sem gagntók mig, þegar við komum á Fellskotsholtið og við blasti hin fegursta sýn - sveitin mín - Vatnsleysa. Hér ætlaði ég að eiga heima á jörðinni hans afa. Mér fannst amma dásamlegasta mannvera sem ég þekkti þá, og alla tíð síðan. Alltaf tilbúin að taka mig á hné sér og róa með mig í fanginu og hughreysta, þegar eitthvað bját- aði á. Ég man aldrei til þess að hún hafi skammað mig né hreytt í mig ónotum. Hún kom alltaf fram við börn eins og fólk, talaði við þau, en ekki niður til þeirra. Hún hafði líka tíma til að hlusta og tala við þau. Það k var gott,aþ Jeita til ömmu um ráð og r.Wi.v.v.v.WJJ.vuu.r-r-*-'í.* « »-*• huggun. Hún dæmdi ekki. Hún reyndi alltaf að sjá góðu hliðarnar á öllu og hjá öllum. Er hún heyrði einhvern hneykslast á unga fólkinu, löngunum þess og ástríðum, varð ömmu þá að orði: „Enginn vill muna sína æsku“. Amma var kát og skemmtileg. Hló dillandi hlátri til- búin til að gantast, jafnvel tilbúin að taka nokkur dansspor á miðju eld- húsgólfi við tóna frá útvarpinu, milli þess sem við þvoðum upp og röðuð- um diskum í skápa. Jafnvel að þvo upp með ömmu var skemmtilegt. Amma hafði gaman af öllum kveð- skap og kunni ógrynni af vísum. Það var gaman að hlusta á hana fara með tækifærisvísur og segja frá tilurð þeirra. Amma var mjög ánægð með barnahópinn sinn. Henni fannst hún vera rík. Hún fylgdist líka mjög náið með barnabörnum sínum og tók þátt í lffi þeirra. Börn hennar og tengdadætur hugsuðu afskaplega vel um ömmu. Þau létu sér mjög annt um hana. Hún var aldrei ein. Þó henni fyndust dagarnir lengi að líða í seinni tíð vegna heilsubrests og þráði hvíld, þá var hún þakklát þeim fyrir umhyggju þeirra. Alveg fram til dauðadags hélt hún hcimili á Vatnsleysu ásamt Braga syni sínum og konu hans Höllu Bjarnadóttur og fjölskyldu. Þegar hún var búin að vera einhvern tíma í burtu hjá börnum sínum til skiptis, þráði hún alltaf að komast heim að Vatnsleysu, þar sem hún hafði búið í 64 ár. Ég þakka ömmu minni elskulegri fyrir samfylgdina og fyrir alla þá ást og umhyggju sem hún veitti mér. Þín dótturdóttir, Sigríður. Horfin ertu huliðsafli á vald, hrundin gifturíka ævi langa kveður. Sona þinna varstu stolt og hald, sakna munu ömmu hryggir meður. Ég man eftir því þegar amma stóð við koxeldavélina og hellti upp á kaffi í týru frá olíulampanum. Við sátum andaktug og hlustuðum á hana segja frá merkingu íslensku kveðjunnar og hún taldi ólíklegt að einlægari og fallegri kveðju væri að finna í öðrum tungumálum. En það var ekki einungis merking kveðjuorð- anna sem mér hefur þótt vænt um heldur hvernig hún setti þau ávallt fram í hjartahlýrri oggjöfulli kveðju sinni. Kveðjuna notaði hún til að votta umhyggju sína og væntum- þykju en umfram allt lýsti kveðjan lífsskoðun hennar að sælla væri að gefa en þiggja. Það er þess vegna sem ég veit að hún er sæl og blessuð nú þegar við kveðjum hana í hinsta sinni. Ég man eftir því þegar amma sat við saumavélina og ómur rafhlöðu- útvarpsins í eldhúsinu truflaði ekki samræður okkar um grundvallaratr- iði. Hún skildi þörf barnsins fyrir vitneskju og þreyttist ekki á að svara spurningu um lítilsnýt atriði. Það er sagt að sá viti ekki sem ekki spyr. Hún var sjálf óspar á spurningar í gegnum tíðina en spurningar hennar tengdust fyrst og fremst umhyggju hennar fyrir mönnum og lífi í kring- um hana. Amma var heilsteyptur persónuleiki. Hún gerði skýran greinarmun á réttu og röngu og var í öllu sanngjörn og réttlát. Amma var laus við allan hégóma og fánýti, hún var hrein og bein. Ég man eftir því þegar amma sat í eldhúsinu og sagði frá. Hún hafði gaman af að segja frá og eftirtekt vakti minni hennar og skýrleiki allt fram til hins síðasta. Hún sá jafnan skoplegu hliðarnar á hlutum og mál- efnum enda bjó hún yfir ríkri kímni- gáfu. Amma gladdist með glöðum. Ég man eftir því hvernig brá fyrir glampa í augum ömmu og hvernig hún sló á læri sér og hallaði undir flatt og glampinn varð að dillandi hlátri sem enginn stóðst. Ég man eftir því þegar afi kallaði mig ungan og nýgiftan mann á eintal. Hann sagði mér að ekkert væri mikilvægara í lífi hvers manns en lífsförunauturinn. Hann sagði mér að hlúa að því upphafi sem til hafði verið stofnað, hann sagði mér Sigurveig Ólafsdóttir Ijósmóöir frá Flatey Fædd 12. júlí 1894 Dáin 24. scptember 1986 Kvcðjustundin er komin. Sigur- veig Ólafsdóttir, frænka mín, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 24. þ.m. Langt og heilladrjúgt starf er að baki, hvfldar orðin þörf. Nú fækkar ört í gamla frændliðinu; aldamóta - kynslóðin safnast óðum til feðra sinna. En hvað er það sem við köllum dauða? Hvert getur í raun- svarað því? Ekki presturinn, læknir- inn né vísindamaðurinn. Við vitum aðeins að hann er skilnaður ástvina, lokapunktur jarðlífs okkar, lögmál sem allir verða að lúta. Við stöndum eftir, þakklát fyrir samfylgdina sem var okkur skóli, einnig fyrir trygg- lyndið og elskusemina, auðugri af minningum. Það þurfti áræði fyrir blásnauða sveitastúlku norðan úr Aðaldal á öð.um tug aldarinnar að taka sér ferð á hendur til Reykjavíkur og nema Ijósmóðurfræði, en þangað hélt Veiga ein síns liðs með bjartsýn- ina og kjarkinn í pokaskjattanum. Þá trúi ég að frænka mín hafi stigið fast til jarðar þegar sú ákvörðun var tekin. Henni fylgdi jafnan hressandi andblær svo allt virtist mögulegt í hennar návist. Skaprík var hún og gat verið gustmikil; henni veittist auðvelt að greina hismið frá kjarnan- um og fyrirleit úrræðaleysi. Én jafn- an réð hjartahlýjan og réttsýnin úrslitum. Heppin var hún og ham- ingjusöm í ljósmóðurstarfinu. Heima á Bjargi lærðu börnin snemma að vinna. Húsbóndinn, Hermann Jónsson, og synirnir sóttu sjóinn, jafnvel dæturnar líka. Sex börn komust upp og þrjú barnabörn ólust upp á heimilinu, allt atorku- fólk. Fyrstu minningar mínar um Veigu eru óljósar. Ég var barn að árum þegar hún kom í heimsókn að Skuggabjörgum, en hún var systir móður minnar, Jakobínu Kristínar Ólafsdóttur. Yfirleitt kom hún gang- andi, hafði farið sjóleiðis frá Flatey til Grenivíkur eða Akureyrar, síðan t.r.í.r *.*:* « *:«■* *"» * » * ■ tvtatr.v*’. fótgangandi á leiðarenda - eða þá „upp á Dal“ sem kallað var, í fylgd með póstinum yfir Flateyjardals- heiði. Alltaf kom hún færandi hendi í þessar heimsóknir. Kuðungar og skeljar féllu í hlut okkar barnanna. Þau barnagull urðu fjársjóðir okkar dalabarnanna sem þekktum aðeins sauðarleggi, völur og kjálka eða þá lurkana úr skóginum til leikja. Þá komu svuntuefnin, prjónaðar herða- slár eða þríhyrnur hétu þær víst - sem hún færði mömmu og móður sinni, ömmu minni sem hjá okkur var. Mér þótti ekki síður vænt um þær gjafir, því við krakkarnir höfð- um ekki öðru að miðla þeim en óþægð og fyrirhöfn. Á Þorláksmessu ’82 kom ég til þeirra hjóna, Hermanns Jónssonar útvegsbónda frá Flatey og Sigurveig- ar konu hans. Hann var þá orðinn rúmfastur í Sjúkrahúsi Húsavíkur, en hún bjo í ríki sínu eins og hún kallaði litlu íbúðina þeirra á Dvalar- heimilinu Hvammi sem sambyggt er sjúkrahúsinu. Hún var alltaf drottn- ing í ríki sínu hvar sem hún bjó, slík var reisn hennar í útliti, orðum og gerðum. Eftir áramótin kom hún suður í heimsókn. Þá var hennar æðsti draumur að fá að vera viðstödd fæðingu. Vilyrði hafði hún fengið fyrir því hjá ljósmóður á fæðingar- deild Húsavíkur. Hvítan slopp skyldi kaupa og mæta í fullum skrúða í síðasta sinn sem hún yrði vitni þess að nýtt líf kæmi í heiminn. Stolt og íbyggin sagði hún mér þessar fréttir og eftirvæntingin ieyndi sér ekki. Hvort af þessu varð veit ég ekki, enda búsett á öðru landshorni. En þetta skyldi verða innsiglið á lífsstarf hennar; þar þurfti ekki frekari vitna við. Mig langar að hverfa um stund í huganum norður að Grímshúsum í Aðaldal. Þetta er fyrir aldamót. í lágreistri baðstofu situr þreytuleg ekkja og hlúir að tveim dætrum sínum ungum. Einu auðæfi hennar eru nú ástin til dætranna og trúin á handleiðslu guðs. Hún hefur horfst í augu við dauðann er hann hreif burtu eiginmanninn, Ólaf Guðna- son, og son þeirra ungbarn. Nú er að horfast í augu við lífið. Ekkjan heitir Hildur Hansína Jóhannesdóttir. Hún er amma mín og móðir Veigu. Við flöktandi skímuna frá tólgar- kertinu á rúmstuðlinum biður hún bæn sem hún á oft eftir að biðja yfir barnabörnum sínum. Þessa bæn eig- um við öll; við höfum numið hana af vörum ömmu, svifið frá henni inn í svefninn. Hún er síðasta kveðja mín til Veigu frænku er ég óska henni fararheilla á vit hins óþekkta: „Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Þýdandi: Svcinbjöm Egilsson. Skyldmennum öllum og vensla- fólki sendi ég samúðarkveðju mína. Ég veit það margar góðar minningar frá langri ævi ættmóðurinnar sem alltaf var drottning í ríki sínu í mínum huga - drottning af veglynd- inu einu. Kristín Guðnadóttir. *A P

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.