Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 24. febrúar 1987 ÍÞRÓTTIR illllll! Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Stórsigur KR-inga í stórgóðum leik - lögðu Keflvíkinga að velli með 25 stiga mun, 86-61 Skömmu eftir að leikur KR-inga og Keflvíkinga í úrvalsdeildinni hófst á sunnudaginn virtist fátt benda í átt til stórsigurs þeirra fyrrnefndu, bæði lið léku mjög vel en Keflvíkingar voru yfir. Síðast var jafnt 19-19 stuttu fyrir miðjan hálf- leik en þá breytti heldur betur um og þar til tæpar tvær mínútur voru til leikhlés skoruðu KR-ingar 20 stig gegn 8. Sunnanmönnum tókst aðeins að laga stöðuna og í leikhléi leiddu KR-ingar 42-31. Eftir hálfleik var sem lok hefði verið sett á aðra körfuna, fyrstu tíu mínúturnar skor- uðu Keflvíkingar 8 stig en KR-ingar • 28. Þá tók Guðjón Skúlason til sinna á þessari skemmtilegu mynd sem Pjetur tók í Hagaskólanum á sunnudaginn. Ólafur Guðmunds- son KR er allavega búinn að missa af boltanum. ráða og var sá eini sem skoraði fyrir ÍBK lengi vel, 14 stig í röð. KR-ingar svöruðu reyndar jafn harðan svo staðan breyttist lítið. Lokatölur urðu 86-61, 25 stiga munur. Mestur varð munurinn 31 stig, 77-46. Leikurinn var stórvel leikinn og bráðskemmtilegur. Keflvíkingar voru einnig góðir, svo undarlega sem það lítur út ef miðað er við úrslitin. Þeir spiluðu góða sókn, létu boltann ganga hratt og vel og leituðu að opnu færi. Oftast fannst það en þá brást hittnin og KR-ingar áttu frákastið. Þetta gerðist hvað eftir annað í leiknum og var sérstaklega áberandi á kaflanum í upphafi síðari hálfleiks. Eftir miðjan hálfleikinn misstu Keflvíkingar þolinmæðina og fóru að skjóta í tíma og ótíma með litlum árangri. Sókn KR-inga var mjög góð og batnaði eftir því sem leið á leikinn ef frá eru skildar síðustu mínúturnar sem voru lakasti kafli leiksins af beggja liða hálfu. Það sama var uppi á teningnum og hjá ÍBK, boltinn gekk vel og síðan lauk sókninni með skoti úr opnu færi. Munurinn var bara sá að skot KR-inga fóru ofaní. ! Bæði lið léku góða vörn, sérstak- lega var svæðisvörn KR-inga góð og vel hreyfanleg. Besti maður KR var Guðni Guðnason sem átti stórleik bæði í vörn og sókn. Það eina sem skyggði á var slök vítahittni hans. Ástþór Ingason barðist eins og ljón og þeir Garðar Jóhannsson, Guð- mundur Jóhannsson og Ólpfur Guðmundsson léku allir vel. Liðið náði mjög vel saman og heiðurinn er liðsheildarinnar. Hjá Keflvíkingum var enginn einn sem stóð uppúr. Liðið lék ágætlega eins og fyrr var getið en hittnin brást þeim algerlega á kafla, kafla sem KR-ingar nýttu sér til fullnustu. Leikurinn skipti kannski ekki mjög miklu máli fyrir Keflvíkinga sem þegar eru öruggir í úrslitakeppnina en KR-ingar urðu að vinna og það gerðu þeir svo sannarlega með stæl. Stigin, KR: Guðni Guðnason 30, Garðar Jóhannsson 19, Ólafur Guðmundsson 12, Ástþór Ingason og Guðmundur Jóhannsson 9 hvor, Matthías Einarsson 5, Þorsteinn Gunnarsson 2. ÍBK: Guðjón Skúla- son 16, Hreinn Þorkelsson og Sig- urður Ingimundarson 11 hvor, Gylfi Þorkelsson 8, Ingólfur Haraldsson 5, Jón Kr. Gíslason og Matti Ó. Stefánsson 3 hvor, Ólafur Gott- skálksson 2. Dómarar voru Bergur Steingríms- son og Kristinn Albertsson og höfðu þeir ekki góð tök á leiknum. AtlitilFram Atli Hilmarsson landsliðsmaður vera. Mörg félög voru á eftir Atla í handknattlcik hefur ákveðið að en hann valdi semsagt sfna gömlu snúa til baka úr atvinnumennsku' félaga í Fram. Ekki er vafi að Atli en hann leikur nú sem kunnugt er verður Framliðinu mikill styrkur, í V-Þýskalandi. Hann hefur þegar hann er þekktur fyrir sín þrumu- valið sitt nýja félag, Fram skal það skot. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Framarar stóðu upp í hárinu á Valsmönnum Ekki náðu Framarar að næla sér í sín fyrstu stig í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsi Selja- skóla á sunnudagskvöldið. Vantaði þó aðeins herslumuninn. Mótherj- arnir voru Valsmenn sem sigruðu 76-69 í jöfnum og skemmtilegum leik. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, Jóhann Bjarnason og Símon Ólafsson sáu um stigin fyrir Fram en Valsmenn skiptu stigunum bróðurlega á milli sfn. Staðan 26-26 þegar Valsmenn taka kipp, leika pressuvörn út um allan völl og Tómas Holton gerir sjö stig í röð. Valur leiddi í hléi 38-30. Framarar náðu ekki að vinna upp muninn í síðari hálfleik, voru þó ekki langt frá því á köflum. Þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir var t.d. aðeins þriggja stiga munur 66-63 en þá settu mistækir Valsmenn í gír og náðu að tryggja sér sigur. Símon Ólafsson, Þorvaldur Geirs- son og Jóhann Bjarnason báru uppi lið Framara og léku allir vel. Símon greinilega æfingalítill en leikur af stakri snilld. Hjá Val átti Tómas Holton ágætan leik svo og Leifur Gústafsson og Björn Zoega sýndi takta þann stutta tíma sem hann lék. Mikil breidd er í liði Valsmanna og fengu allir leikmennirnir að spreyta sig á sunnu- dagskvöldið. Flestir þeirra hafa þó leikið betur. Stigin: Valur: Tómas Holton 25, Leifur Gústafsson 14, Einar Ólafs- son 12, Sturla Örlygsson 8, Torfi Magnússon 7, Páll Arnar 6 og Bjöm Zoega 4. Fram: Símon Ólafsson 27, Telja verður nær víst að Fram- stúlkur séu orðnar íslandsmeistarar í handknattleik eftir 27-16 sigur á ÍBV um helgina. Þegar 4 umferðir eru eftir hafa þær 7 stiga forystu á FH. Þær eiga eftir að leika gegn FH, Ármanni, Stjörnunni og Víkingi. FH á eftir Fram, Stjörnuna, KR og ÍBV. Fram dugir einn sigur til að ÍR-ingar tryggðu sér í gærkvöld rétt til að keppa í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik er þeir sigruðu Hauka 97-83 í Selja-. skóla. Haukar sigruðu í fyrri leikn- Þorvaldur Geirsson 18, Jóhann Bjamason 15, Auðunn Elíasson 5 og Jón Júlíusson 4. Ágætir dómarar voru Jóhann Dagur og Sigurður Valur. gulltryggja titilinn en hingað til hafa þær aðeins tapað tveimur stigum. Önnur úrslit um helgina urðu þau að FH og Valur gerðu jafntefli 16-16, Stjaman vann KR 25-19 og Víkingur burstaði Ármann 30-10. Fram hefur 32 stig, FH 25, Stjarn- an 22, Víkingur 17, KR 16, Valur 14, ÍBV 3 og Ármann 1. um með 5 stiga mun og ÍR því samanlagt með 9 stigum. Tveir leikir verða í bikarnum í kvöld, Valur-KR og Keflavík-Njarðvík. Handknattleikur - 1. deild kvenna: Fram nær öruggt IR í undanúrslit Kristján Arason Ieggur sig allan í þrumuskotin og hér er eitt slíkt á ferðinni. Boltinn lá líka í markinu augnarbliki síðar án þess að júgóslavneski markvörðurinn gæti rönd við reist. Tímamynd Pjetur. Hársbreidd frá jafntefli á móti heimsmeisturum Júgóslava - úrslitin 20-19 eftir gífurlega spennu í stórgóöum leik „Árangurinn í heildina í þessum leik er mjög góður þrátt fyrir að við höfum tapað með einu marki því leikurinn gat farið á hvorn veginn sem var,“ sagði Bjarni Guðmundsson leikreyndasti leikmaður ís- lenska landsliðsins í handknattleik í gær- kvöld eftir að landsliðið tapaði naumlega fyrir Ólympíu- og heimsmeisturum Júg- óslava, 20-19 í stórgóðum og æsispenn- andi leik í Laugardalshöll í gærkvöld. Og þetta eru orð að sönnu, leikur íslenska liðsins var stórgóður og tapið því kannski ekki alveg eins sárt. En litlu munaði að úrslitin yrðu hagstæðari, sigur- mark Júgóslava kom aðeins 26 sekúndum fyrir leikslok, mínútu eftir að Kristján Árason var rekinn af leikvelli, vafasamur dómur. Gífurleg spenna ríkti síðustu sekúndurnar og eftir að einn Júgóslavinn var rekinn af leikvelli fengu íslendingar tvö aukaköst. Það síðara tók Sigurður Sveinsson, stillt var upp fyrir hann og þrumuskot hans fór í gegnum vörnina en var varið og þar með rann leiktíminn út. Tap staðreynd en ótrúlega tæpt. íslendingar skoruðu fyrsta markið og voru yfir framanaf uns Júgóslavar náðu að jafna 5-5. Jafnt var á flestum tölum út hálfleikinn og staðan í leikhléi 11-11. Snemma í fyrri hálfleik kom slæmur kafli þar sem Júgóslavar gerðu 5 mörk í röð, staðan orðin 12-16. Var þar um að kenna slæmri nýtingu íslenska liðsins á færunum og það dugir ekki á móti heimsmeisturun- um. Ekki entist munurinn þó lengi því íslensku strákarnir jöfnuðu aftur með mikilli stórskotahríð, fyrst 17-17 en síðan 19-19 eftir að vera undir 17-19. Þá kom að lokakaflanum sem fyrr var sagt frá og úrslit sem fyrr sagði 20-19. „Júgóslavar leika mjög skemmtilegan og góðan handknattleik" sagði Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Þeir eru líkamlega mjög sterkir og spil- uðu fast en það gerðum við líka og við hefðum alveg eins átt að vinna þennan leik. Við misstum Kristján útaf ósann- gjarnt þegar ein og hálf mínúta var eftir en það hefði samt ekki átt að skipta öllu ef á heildina er litið. Júgóslavarnir spiluðu sérstaklega góða vörn, komu vel út á móti, trufluðu Kristján og lokuðu á sam- vinnu hans við Þorgils Óttar,“ sagði Bogdan Kowalczyk og bætti því við að það að fá ekki á sig nema 20 mörk á móti Júgóslövum yrði að teljast býsna gott. „Ég er vongóður með leikinn á morgun," sagði Bogdan. Það er líka ástæða til, liðin voru mjög svipuð að getu í þessum leik, sjálfir heimsmeistararnir geta alls ekkil bókað sigur gegn íslendingum á heima- velli. Kristján Arason var að öðrum ólöstuð- um besti maður íslenska liðsins í þessum leik. Hann lék mjög vel bæði í vörn og sókn og skoraði 7 mörk. Aðrir leikmenn áttu allir góðan leik, unnu gífurlega vel í vörninni og sóknin gekk eins vel og hægt er að búast við gegn mjög sterkri júgó- slavneskri vörn. Ekki er ástæða til að skýra nánar frá frammistöðu einstakra leikmanna, hún var mjög góð ef frá eru talin nokkur misnotuð færi sem e.t.v. hafa skipt sköpum fyrir úrslit leiksins. Mark- varslan hefur verið enn betri en ekki er alltaf hægt að ætlast til að Einar Þorvarð- arson skelli alveg í lás og hann varði mjög vel á mikilvægum augnablikum í seinni hálfleik. Sigurður Sveinsson fékk enn eina ferð- ina það erfiða hlutverk að koma af bekknum rétt í lokin bara til að skjóta í vonlítilli aðstöðu, mjög erfitt hlutskipti en hann gerði sitt besta og var mjög nálægt því að skora. Varla þarf að nefna frekar að júgóslavn- „Það var mjög gaman að spila þennan tvöhundruðasta landsleik, það er alltaf gaman að spila á móti Júgóslövum, þeir spila skemmtilegan handbolta. Ég vona samt að leikur nr. 201 verði árangursrík- ari,“ sagði Bjarni Guðmundsson eftir leik íslendinga og Júgóslava í gærkvöld. “Leikurinn hefði getað farið á hvorn veginn sem var, við stóðum okkur illa í upphafi seinni hálfleiks og misstum leik- inn niður í fjögur mörk en vorum búnir að vinna það upp aftur og það gat allt gerst. síðustu tvær mínúturnar. Dómararnir gerðu að vísu slæm mistök í lokin þegar þeir ráku Kristján útaf, það var svo augljóst að Júgóslavinn hélt hendinni á Kristjáni þannig að þeir duttu báðir enda hristi innri dómarinn höfuðið, greinilega ekki sáttur við frammistöðu félaga síns. Þetta var skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða, Júgóslavarnir eru mjög tekniskir, spila alltaf mjögnálægt vörninni og geta haldið boltanum bó mikið gangi eska liðið er sterkt, mjög sterkt. Bestu menn þess voru þeir Portner og Saracevic en liðið er ein sterk heild. Mörk íslenska liðsins gerðu: Kristján Arason 7(2), Alfreð Gíslason 4, Bjarni Guðmundsson, Páll Ólafsson og Þorgils Óttar Mathiesen 2 hver, Atli Hilmarsson og Guðmundur Guðmundsson 1 hvor. Mörk Júgóslava: Portner 5, Jarak og Saracevic 4 hvor, Uzeirevic 3, Perkovac og Smailagic 2 hvor. Liðin leika aftur í Laugardalshöll í kvöld kl. 20.30 og auðvitað verður aftur uppselt, áhorfendur í gærkvöld voru stór- kostlegir og eiga heiður skilinn fyrir frammistöðuna. Meðal áhorfenda í kvöld verður stuðningsmannahópur íslenska liðsins frá HM í Sviss og munu þeir ætla að gera allt vitlaust. á. Nú er bara að bæta sig aðeins fyrir morgundaginn og þá vinnum við þá. Bjami Guðmundsson var leystur út með gjöfum fyrir 200. landsleik sinn i gær- kvöldi og einnig veitti Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ honum gullmerki sambandsins. Tímamynd Pjetur. Nafn Varin skot bolta náð bolta tapað mín. inná Einar 6 - - 60 Brvniar - . . 0 Nafn mörk mish. skot. góðar send. bolta náð bolta tapað fiskuð víti mín. inná ÞorailsÓttar 2 - - 1 1 2 58 Biarni 2 2 - . . . 38 Karl - 1 - . - - 22 Alfreð 4 3 . 1 1 - 44* Páll 2 - 1 - 1 - 60* Guðmundur 1 2 - 1 - - 60 Kristián 7/2 5 _ _ _ . 60 Geir . . _ 1 . . 60* Siqurður - 1 . . . - 0:05 „Atli 1 _ _ _ 1 _ 38* * Páll spilaði aðeins sókn og Geir aðeins vörn allan leikinn. Það sama má segja um Atla og Alfreð hluta af leiknum. Bjami Guömundsson: „Vona að leikur nr. 201 verði árangursríkari“ Þriðjudagur 24. febrúar 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR lllllllllll: II1II11I1I1 Blak: w Þróttur og IS urðu deildarmeistarar ÍS tryggði sér um helgina deild- armeistaratitilinn í 1. deild kvenna í blaki, þær töpuðu að vísu 1-3 (14-16, 9-15, 15-5, 2-15) fyrir Víkingi en þessi eina hrina dugði þeim til að sigra. Svo jöfn var keppnin að ef Víkingur hefði unnið 3-0 hefði Vík- ingur orðið í 1. sæti en hinsvegar í því 3. ef þær hefðu tapað leiknum og þá Breiðablik í 2. sæti. f hinum kvennaleiknum um helgina vann Breiðablik KA 3-1. Lokastaðan í deildakeppninni í 1. deild kvenna varð þannig: fS................. 10 8 2 25-9 16 Víkingur.......... 10 8 2 24- 9 16 Breiðablik .... 10 7 3 25-11 14 Þróttur ........... 10 5 5 19-17 10 KA................ 10 1 9 6-27 2 HK................ 10 1 9 3-29 2 Efstu liðin fjögur leika svo um íslandsmeistaratitilinn í úrslita- keppninni, fS gegn Þrótti og Víking- ur gegn Breiðablik. Það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum fer áfram í úrslitaleikinn en hin leika um 3. sætið. HK sat eftir Þróttur varð deildarmeistari í kar- laflokki, hlaut 26 stig af 28 möguleg- um. Þeir unnu auðveldan sigur á Þrótti Neskaupstað í síðasta leik, 3-0 (15-4, 15-4, 15-12). HK tapaði 3-1 (14-16, 15-4, 16-14, 15-8) fyrir Víkingi og missti þar með af sæti í úrslitakeppninni. Önnur úrslit: Fram-KA 2-3 (14-16, 7-15, 15-11, 15-10, 5-15), ÍS-Þróttur N. 3-1 (15- 10, 10-15, 15-6, 15-5) og loks HSK- KA 1-3 (2-15, 10-15, 15-10, 6-15) Lokastaðan í deildinni: Þróttur .......14 13 1 41-12 26 Víkingur .... 14 9 5 31-19 18 Fram ............ 14 8 6 31-25 16 ÍS............... 14 8 6 31-28 16 HK............. 14 8 6 28-26 16 KA............. 14 6 8 27-30 12 Þróttur Nes. . . 14 3 11 19-39 6 Glíma: Ólafur og Lárusunnu Ólafur Haukur Ólafsson KR sigraði í flokki fullorðinna í Bik- arglímu íslands um helgina. Hann sigraði alla andstæðinga sína nema hvað jafnglími varð í úrslitaglímunni. Annar varð Jón Unndórsson Leikni og þriðji Helgi Bjarnason KR. í unglingaflokki varð sigurveg- ari Lárus Björnsson HSÞ en fé- lagi hans úr Þingeyjarsýslunni Arngeir Friðriksson varð annar. (slandsmótiö í handknattleik, 1. deild: Stjarnan hafði það Staðan: Víkingur . . . .. 13 11 1 1 312-266 23 Breiðablik . . . . 13 8 2 3 300-290 18 FH .. 13 8 1 4 325-294 17 Valur .. 13 7 2 4 326-293 16 Stjarnan .... .. 13 6 2 5 328-301 14 KA .. 13 5 2 6 300-310 12 KR .. 13 5 1 7 263-285 11 Það var öðru fremur tvennt sem varð til þess að Stjörnumenn sigruðu Hauka í leik liðanna í Hafnarfirði á laugardaginn. Annað var góð markvarsla Sigmars Þrastar Óskars- sonar en hitt var bráðlæti Hauka í sóknarleiknum. Þeir virtust lengst af ætla að skora tvö mörk í hverri sókn en slíkt gengur sjaldnast upp. Svo var heldur ekki í þetta skiptið, Haukar keyrðu hraðar en þeir réðu við, Stjörnumenn gengu á lagið og sigruðu. Varnarleikur beggja liða var góð- ur en sóknin síðri þó hún batnaði til muna hjá Stjörnunni er á leið. Haukar virtust í upphafi hafa alla burði til að sigra og voru yfir 5-2. Ekkert varð úr og Stjarnan hafði yfir 9-7 í hálfleik. Sá tveggja marka munur hélst lengi vel en þegar staðan var 15-17 gerðu Stjörnumenn 5 mörk gegn 1 og unnu 22-16. Besti maður Stjörnumanna var Sigmar Þröstur í markinu en Hannes Leifsson, Gylfi Birgisson og Skúli Gunnsteinsson stóðu allir vel fyrir sínu. Hjá Haukum var Gunnar markvörður góður en enginn úti- leikmanna áberandi betri en aðrir. Mörkin, Stjarnan: Hannes 7(4), Skúli 6, Gylfi 5, Einar, Hafsteinn, Páll og Sigurjón 1 hver. Haukar: Jón Örn 4, Pétur og Ólafur 3 hvor, Sigurjón 2(1), Helgi, Ingimar og Ágúst Sindri 1 hver. Dómarar: Guðjón L. Sigúrðsson og Hákon Sigurjónsson, slakir. HM á skíðum: Einar í 26. sæti Einar Ólafsson varð f 26. sæti í 50 km göngu á Heimsmeistaramót- inu í norrænum greinum skíðaí- þrótta sem lauk í Oberstdorf á sunnudag. Einar gekk á 2 klst. 22:16,6 mín. og var 11 mín. á eftir Maurilio de Zolt frá Ítalíu sem sigraði í göngunni. Alls luku 55 keppendur göngunni en 10 voru dæmdir úr leik. De Zolt frá Ítalíu sigraði sem fyrr sagði, Thomas Wassberg frá Svíþjóð varð í 2. sæti og Torgny Mogren landi hans varð þriðji. Svíar urðu sigursælastir á mót- inu, fengu 3 gull, tvö silfur og 3 brons, Norðmenn komu næstir (2- 4-4) og Finnar þriðju (2-3-0). íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Kláraði KR deildina? - þeir unnu FH og gerðu þar með því nær út um alla baráttu á toppi eða botni Ekki er fjarri sanni að KR-ingar hafi gert út um alla botn- eða toppbaráttu í 1. deildinni í hand- knattleik þegar þeir unnu FH á sunnudagskvöldið. FH varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á að ná Víkingum og KR hefði í verið í fallhættu hefðu þeir tapað, svo ekki sé nú talað um ef Haukar hefðu unnið líka en svo fór nú ekki. Að vísu eru 5 umferðir eftir í deildinni og ýmislegt getur gerst en miklar breytingar verða að teljast afar ólík- legar. Sigur KR á FH kom eftir mikinn hasar í lokin, jafnt var 24-24 en Héðinn Gilsson skoraði 25-24 fyrir FH þegar 1:45 mín. var eftir. Guð- mundur Pálmason jafnaði af línunni fyrir KR sléttri mfnútu fyrir lok og aftur allt í járnum. Hálfri mínútu Þau óvæntu úrslit urðu í B-Heims- meistarakeppninni í handknattleik á sunnudagskvöldið að Tékkar náðu aðeins jafntefli gegn Búlgörum 21- 21. Önnur úrslit í 2. riðli: Danmörk- síðar voru dæmd skref á FH, KR- ingar brunuðu upp og Sverri Sverr- issyni tókst að skora 26-25. Þá voru einar níu sekúndur eftir og FH-ingar drifu sig upp en Gísli Felix Bjarna- son varði glæsilega frá Gunnari Beinteinssyni á síðustu sekúndunni. Leikurinn var mjög jafn allan tímann, FH-ingar lengst af 1-2 mörk yfir en KR jafnaði alltaf öðru hvoru. Staðan í hálfleik var 12-11 FH í hag. Ekki var leikurinn mjög vel leikinn, mikið um mistök, sérstaklega í sókn- arleiknum, en spennandi var hann. Rauði liturinn setti svip sinn á leik- inn, þrír KR-ingar, liðsstjórinn og tveir leikmenn fengu kortið, liðs- stjórinn fyrir að vera ekki sammála dómurunum en þeir Páll Ólafsson og Þorsteinn Guðjónsson fyrir að vera sendir útaf þrisvar í tvær mínút- Bandaríkin 23-15, V-Þýskaland- Sviss 22-17. f 1. riðli: Rúmenía- Frakkland 27-19, Pólland-Noregur 34-24, Sovétríkin-Ítalía 27-12. ur. Dómararnir, þeir Rögnvald Erl- ingsson og Gunnar Kjartansson voru slakir og ekki nægilegt samræmi í því hvernig þeir dæmdu. Bestu menn KR voru þeir Sverrir Sverrisson sem þó hefði mátt nýta skotfærin betur og Þorsteinn Guð- jónsson sem er hreint ótrúlega fljót- ur í hraðaupphlaupin. Þá lék Gísli Felix ágætlega í markinu. Hjá FH voru þeir Gunnar Beinteinsson, Héðinn Gilsson, Þorgils Óttar Mat- hiesen og Magnús Árnason í mark- inu allir ágætir. Mörk KR gerðu: Sverrir Sverrisson og Þorsteinn Guðjónsson 6 hvor, Jóhannes Stefánsson 5(3), Konráð Olavsson og Ólafur Lárusson 4 hvor, Guð- mundur Pálmason 1. Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 6, Héðinn Gilsson 5, Óskar Helgason og Þor- gils Óttar Mathiesen 4 hvor, Óskar Ármannsson 3, Ólafur Kristjánsson og Pétur Petersen 1 hvor. íþróttir eru líka ábls. 12 Tékkar töpuðu stigi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.