Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. mars 1987 Tíminn 3 Með öflugu stálhnífahjóli og aðfærslubandi fyrir 6 -14 - 40 og 80 mm söxun. Þessir nýju saxblásarar eru með mjög ná- kvæma söxun. BÆNDUR! Vinsamlega bókið pantanir tímanlega KAUPFELOGIN OG ÁRMÚLA3 REVKJAVÍK SÍMI 38900 Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum: Konur búa við þukl og káf á vinnustöðum - segir í umfjöllun Vinnunnar Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum á íslandi erstaðreynd. Mánaðarritið Vinnan skýrir frá því í síðasta tölu- blaði að „íslenskar konur virðast ekki fá frið til að sinna sínum störfum á vinnustöðum án þess að þurfa að sæta káfi, þukli og niður- lægjandi athugasemdum". Nefnir blaðið nokkur dæmi, um þuklara á vinnustöðum. Ágengar hendur þukl- ara hafa jafnvel komið við sögu í borgarstjórn og segir orðrétt í frá- sögn blaðsins: „Einn borgarfulltrúi í Reykjavík situr um að káfa á kven- kynsborgarfulltrúum. Einu gildir hvort hann er beðinn um að láta af þessum leiða sið.“ Umfjöllun vinnunnar um málið er ítarleg og greint er frá mörgum dæmum og leitast við að skilgreina vandann og afleiðingar hans. Rétti- lega er bent á í blaðinu að ekki hefur verið gerð könnun á hversu þetta vandamál er viðamikið né öðrum þáttum þess hér á landi. í lok umfjöllunar sinnar hvetur blaðið trúnaðarmenn á vinnustöðum til þess að skrá hjá sér atvik, þegar kvartað er undan áreitni sem rætt er um hér að ofan. Einnig er mönnum bent á að afla vitna og taka síðan í framhaldi af því ákvörðun um fram- hald málsins. Kjaftshöggið á Borginni: Stjórn B.í. fordæmir atburðinn Stjórn Blaðamannafélags (slands kom saman í gær til þess að ræða atvik það sem átti sér stað á Hótel Borg á fimmtudag þegar Albert Guðmundsson sló ljósmyndara Þjóðviljans í andlitið. Var samþykkt ályktun á fundinum þar semverkn- aðurinn er fordæmdur. Jafnframt segir: „Stjórn Blaðamannafélagsins krefst þess að starfsréttur fjölmiðla- fólks sé virtur. Jafnframt bendir stjórn félagsins á að starfsvettvangur • fréttamanna er þar sem eldurinn brennur heitast hverju sinni og því hljóta þeir sem eru í eldlínunni að gera ráð fyrir miklum samskiptum við fréttamenn. Stjórnin lítur atburðinn á Hótel Borg alvarlegum augum og vonar að til slíks komi ekki aftur.“ Lokið er alþjóðlegri ráðstefnu jarðvísindamanna í Kamerún, þar sem ólíkar skýringar vísindamanna á þeim hamförum, sem urðu þegar banvænt gas losnaði úr gígvatninu Nyos og yfir 1700 manns fórust, voru ræddar. Að sögn Guðmundar E. Sigvaldasonar, forstöðumanns Norrænu Eldfjallastöðvarinnar, sem var aðalritari ráðstefnunnar og tók saman niðurstöður hennar, tókst að ná þokkalegri samstöðu um fram- setningu á meginatriðum. Sagði hann að þrennt hefði verið rætt. í fyrsta lagi hvaða gas þetta hefði verið og hvaðan það kæmi. í öðru lagi hvernig það barst upp á yfirborð- ið og út í andrúmsloftið. í þriðja lagi hvað ætti að gera til að fylgjast með aðdraganda svona atburða og hvern- ig mætti koma í veg fyrir þá. Guð- mundur sagði að menn hefðu al- mennt orðið sammála um fyrsta og þriðja atriðið, en 4 vísindamenn frá Frakklandi og Ítalíu teldu þó enn líkur á að orsökin væri eldsumbrot á botni vatnsins. Allir aðrir telja að röskun hafi orðið á jafnvægi kolsýr- uríks vatns á botni Nyosvatns og fersku vatni sem liggur í efri hluta stöðuvatnsins og afleiðingin orðið sú að kolýra streymdi út í andrúmsloft- ið með fyrrgreindum afleiðingum. Athygli vekur sú niðurstaða vís- indamannanna að þeir telja líklegt að koma megi í veg fyrir að harm- leikur eins og sá sem gerðist við Nyosvatn endurtaki sig, en þess má geta að fleiri svipuð vötn eru í Kamerún. Lausnin felst í því að „tappa burt“ kolsýrurfka vatninu á botninum, en þess jafnframt gætt að viðkvæmt jafnvægið raskist ekki, svo “kolsýru- harmleikurinn" endurtaki sig ekki. Nokkrir vísindamannanna settu fram hugmyndir um hvernig þetta mætti gera, en einna mesta athygli vakti lausn á þessu máli sem komin var frá íslenskum jarðvísindamanni, Níels Óskarssyni. Kosturinn við til- lögu Níelsar var fyrst og fremst sá að hún var einföldust og um leið lang Á efri myndinni má sjá húsið sem næst er Nyosvatni. íbúarnir létust allir af völdum kolsýrueitrunar. Á myndinni til hliðar má sjá hvaða örlög biðu búfjárins. Myndir: Guftm. Sigvnldason ódýrust. Slíkir kostir skipta verulegu máli fyrir ríki eins og Kamerún þar sem hvorki erof mikið af tækniþekk- ingu né fjármagni, en ráðstefna vísindamannanna skilar sínunt niðurstöðum sínum til stjórnvalda þar í landi sem munu síðan sjá um útfærslu og framkvæmdir. Ólíkt þeim tillögum sem nokkrir vísindamannanna settu fram og gerðu ráð fyrir flóknum vélbúnaði til að „tappa burt“ kolsýruríku vatninu, lagði Níels til að náttúran yrði að mestu látin sjá um þetta, með örlítilli hjálp. Hann hefur sýnt fram á að jafnvægið myndi ekki raskast ef víðri pípu yrði stungið niður að botni vatnsins og efri endi hennar nemi við náttúrulega affallshæð vatnsborðsins. Þannig myndi nýtt ferskvatn, t.d. rigningarvatn sem bætist í stöðuvatnið þrýsta upp kol- sýruríku vatni gegnunt pípuna og vatnsborðið haldast óbreytt á sama tíma og kolýruríkt vatn á botninum væri í lágmarki. - BG SAXBLÁSARAR EBERL Original saxblásarar Hvernig má draga úr hættu á öðrum harmleik í Kamerún?: íslendingur með ódýrustu lausnina - Níels Óskarsson hjá Norrænu Eldfjallastöðinni kynnir athyglisverða hugmynd á alþjóðlegri ráðstefnu í Kamerún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.