Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 8
Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Padda undan steini Sjálfstæðisflokkurinn gengur nú klofinn til kosninga í fyrsta sinn í langan tíma. Fyrri klofningsframboð flokksins hafa hvergi nærri gengið eins nálægt flokknum og núna þegar Borgaraflokkur Alberts siglir úr vör með pústrum og sérkennilegum yfirlýsingum, eins og þeirri að Þorsteinn • Pálsson minnti á pöddu sem skriði undan steini. Sjálfstáeð isflokkurinn er stór flokkur og hefur sem slíkur haft áhrif í þjóðfélaginu. Nú þegar Albert Guðmundsson hefur yfirgefið hann og efnt til framboða víðast hvar á landinu, munu þessi áhrif minnka eins og eðlilegt getur talist, kokhreystin verður ekki alveg eins mikil og frjálshyggjan sem öllu átti að bjarga bíður fagnaðar síns um stund. Framsóknarflokkurinn hefur um margt átt ágætt sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn á liðnu kjörtímabili. Þó er því ekki að neita að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt vera fúsari til framkvæmda á sviði samneyslunnar, en eins og kunnugt er þá finnst þeim frjálshyggjumönnum annað ótækt en halda félagslegri samhjálp í lágmarki með ærnum erfiðleikum fyrir þá landsmenn sem minna mega sín. Sjálfstæðisflokkurinn þarf svo að búa við þau erfiðu örlög að þurfa að klofna út af einstaklingi, sem metur frelsi sitt ofar flokkshagsmunum. Hefði kannski mátt láta minna út af kenningunni um að guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir. Nú er hann að hjálpa Albert Guðmundssyni. Þær leikfléttur sem hafðar hafa verið uppi í svonefndu Albertsmáli eru svo kapítuli út af fyrir sig. Albert stóð frammi fyrir því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að hann bæðist lausnar gerði hann það ekki sjálfur. Hann kaus síðari kostinn og virðist þá hafa verið reiknað með að vinafullið væri í botn drukkið. Svo var þó ekki. Eftir var síðari kaleikurinn, efsta sætið á framboðs listanum í Reykjavík. Gætti mikillar eftirvæntingar um stund, þar sem ekki var ljóst hvort Albert ætlaði að játa ósigur sinn að fullu og segja sig af listanum og kljúfa flokkinn, eða hvort hann ætlaði að sitja í efsta sætinu áfram eins og hver annar pólitískur niðursetningur. Þrátt fyrir harmakvein og nokkrar yfirlýsingar um að nú væri allt orðið gott að nýju innan flokksins, varð Albert smám saman ljóst að með því að segja af sér ráðherraembætti var leiðinni lokað. Sá hluti forustu Sjálfstæðisflokksins sem kærði sig ekki um frekara pólitískt samneyti við Albert fagnaði sigri, en eftir stendur Sjálfstæðisflokkurinn klofinn í herðar niður, eins og sagt var á Víkingaöld. Til liðs við Albert er svo komin Helena dóttir hans, sem hefur marga hildi háð fyrir föður sinn. Hún hefur óbilandi trú á föður sínum, fremur en hún sé baráttukona fyrir ákveðnum málstað. Þreytt eftir langa flugferð og ekki alveg nógu kunnug málavöxtum sagði hún að formaður Sjálfstæðisflokksins minnti sig á pöddu sem skriði undan steini. Miðað við undirtektir fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins í fyrrakvöld eru flokksmenn ánægðir með aðgerðir Þorsteins í málinu. Hins vegar virðist það ekki hafa legið alveg nógu ljóst fyrir vegna þess að fulltrúaráðið fann sig knúið til að samþykkja stuðnings yfirlýsingu við formanninn. Albertsmál hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið og eiga eftir að verða það fram að kosningum. Um úrslit er engin ástæða að spá. Vandamál koma upp í öllum flokkum, en Albertsmál hafa á sér þann svip, að þau leiða til gruns um að á bak við tímasetningar og yfirlýsingar hafi verið skipulag, sem gat ekki leitt til annars en brottfarar Alberts Guðmundssonar úr ráðherrastól og af framboðs- lista. Framsóknarmenn höfðu bent á lausn málsins á síðastliðnu hausti. - - - * - • - 8 Tíminn Halldór Ásgrímsson Valgerdur Sverrisdóttir Davíð Aðalsteinsson Stelnunn Sigurðardóttir Guðmundur Búason Laugardagur 28. mars 1987 FRAMSÓKNI FARARBRODDI UM MÁLEFNI UNGS FÓLKS: Vikan sem nú er senn á enda hefur veriö býsna viðburðarík. Miðstjórn- arfundi Framsóknarflokksins á Sel- fossi lauk á sunnudaginn. Þar var gengið frá kosningastefnuskrá flokksins fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl nk., og var hún birt í Tímanum sl. þriðjudag. Af stefnu- skránni er ljóst að Framsóknarflokk- urinn fylgir fast eftir einkunnarorð- um sínum um að vera frjálslyndur félagshyggjuflokkur, eins fjarri því að vera bundinn af pólitískum kreddum frá 19. öld og frekast er hægt að vera. Ekkert er nauðsyn- legra nútímastjórnmálaflokkum en að losna undan kenningafargi fortíð- arinnar. Stjórnmálakenningar og félagsleg viðhorf frá síðustu öld og fyrri hluta þessarar aldar hafa gengið sér til húðar og hafa yfirleitt ekki annað gildi en sagnfræðilegt. Framsóknarmenn gera sér fylli- lega ljóst að þeir geta ekki lifað í ljóma frá afrekum forystumanna sinna, og baráttusveitar fyrir 50-70 árum og þó við skemmri tíma væri miðað. Þeir sem þá voru á dögum og dugðu sinni samtíð svo að aðdáun vekur, eiga heiður skilinn í minning- unni um sig. En til þess er ekki hægt að ætlast að nútíminn lifi í eða á fortíðinni einni saman. Eins og þess- ir gömlu bardagamenn Framsóknar- flokksins voru virkir í að kljást við vanda sinnar samtíðar á framvarða- sveit flokksins í dag að einbeita sér að málefnum nútímans og framtíð- arinnar með þeim aðferðum sem hæfa okkar tíð og í samræmi við þekkingu og viðhorf samtímans. Eldhress baráttusveit Það er álit okkar Tímamanna að kosningastefnuskrá Framsóknar- flokksins við þessar kosningar svari fyllilega kröfum samtíðar og fram- tíðar. Það er einnig sannfæring okk- ar að framvarðasveit flokksins bæði í toppstöðum og í öllum kjördæmum landsins sé skipuð dugmiklu fólki, konum og körlum, og að endurnýjun á forystuliði, jafnt sem pólitískum áhersluatriðum, hafi farið eðlilega fram. Hvert sem litið er til kjördæma landsins eru mikilhæfir fulltrúar í framboði á vegum Framsóknar- flokksins. Ungt fólk með starfsþrek og baráttuvilja prýðir framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Af þessu fólki er alls góðs að vænta. Listi flokksins í Reykjavík þar sem Guðmundur G. Þórarinsson, reyndur og hugkvæmur stjórnmála- maður, maður á besta aldri, skipar efsta sætið, nýtur þess að þar eru í næstu sætum glæsilegir fulltrúar ungu kynslóðarinnar, Finnur Tng- ólfsson, Sigríður Hjartar og Halla Eiríksdóttir. í Vesturlandskjördæmi er enn í forystu Alexander Stefáns- son félagsmálaráðherra, sem verður metinn fyrir verk sín því meir sem Þórunn Guðmundsdottir menn kynnast þeim og Davíð Aðal- steinsson, ungur maður með farsæl- an starfsferil sem alþingismaður og félagsmálamaður á ýmsum sviðum. Hringferð um landið Á Vestfjörðum sækja fram fyrir Framsóknarflokkinn þeir Ólafur Þ. Þórðarson, duglegur og harðsækinn sem hann er og Pétur Bjarnason fræðslustjóri, nýr maður í framboði, sem miklar vonir eru bundnar við. í Norðurlandskjördæmi vestra er Páll Pétursson í efsta sæti, maður sem gegnt hefur formennsku í þingflokki Framsóknarflokksins síðustu 7 ár við mikinn orðstír og vaxandi álit í kjördæmi sínu og um allt land og nýtur virðingar langt út fyrir flokk- sraðir. f öðru sæti listans er Stefán Guðmundsson alþingismaður, dugn- aðarmaður að hverju sem hann gengur og kunnur af störfum sínum í iðnrekstri og framkvæmdastjórn útgerðarfyrirtækis og áhugamaður í íþrótta- og æskulýðsmálum. f þriðja sæti listans er Elín Líndal á Lækja- móti í Víðidal, ágætur fulltrúi ungra kvenna og æskufólksins almennt. í Norðurlandskjördæmi eystra er aðeins ungt fólk í efstu sætum: Guðmundur Bjarnason, ritari Fram- sóknarflokksins, Valgerður Sverris- dóttir á Lómatjörn, Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum,Þóra Hjaltadóttir, forystumaður í laun- þegahreyfingunni, og Bragi Berg- mann kennari og ritstjórnarfulltrúi á Akureyri. Öllu þessu fólki er treyst til góðra verka, enda reynslumikið í félagsmálum og stjórnmálum, þótt ungt sé að árum. Að austan og suður í Austurlandskjördæmi er einnig valinn maður í hverju rúmi hjá Framsóknarflokknum. Þar á unga kynslóðin m.a. mikilhæfa forystu- menn, Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, sem hefur talsverða sérstöðu sem óumdeildur maður fyr- ir ráðherradóm sinn, Jón Kristjáns- son alþingismann, sem er nýr maður í þingmannaliði, ungur að árum en hefur getið sér hið besta orð, og Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði, þekktur sem dugandi framkvæmda- maður og fyrrverandi bæjarstjóri, maður með mikilsverða reynslu í atvinnumálum og félagsmálum. í Suðurlandskjördæmi skipar lista Framsóknarflokksins hið ágætasta fólk. Þar er Jón Helgason landbún- aðarráðherra í forystu, gætinn og hygginn bóndi, sem tekið hefur að sér erfitt hlutverk á því umbrota- skeiði se'm óneitanlega á sér stað í landbúnaðarmálum. í öðru sæti er Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum, staðfastur og málefnalegur og mikils Jón Kristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.