Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 20
20 Tíminrí Reykjavík Almennur stjórnmálafundur Fundur verður haldinn með Steingrími Hermannssyni á Hótel Sögu, þriðjudaginn 31. mars nk. kl. 20.30. Verið velkomin. Framsóknarfélögin Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður laugardaginn 28. mars kl. 15.00 í Nóatúni 21. Fundarsal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Mætið vel. Stjórnin. Reykvíkingar Guðmundur G. Þórarinsson er til viðtals á skrifstofu Framsóknar- flokksins í Nóatúni 21, á miðvikudögum kl. 10.00-12.00 og Finnur Ingólfsson er til viðtals á föstudögum kl. 10.00-12.00 á sama stað. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Utankjörstaðakosning Sérstakir starfsmenn vegna utankjörstaðakosninga eru Einar Freyr og Helgi Valur. Opið er frá kl. 9.00-22.00 alla virka daga. Kosningastjórar og aðrir trúnaðarmenn hafi samband sem fyrst. Skrifstofa Framsóknarflokksins Noröurland vestra Norðurland vestra Laugardaginn 28. mars kl. 15,00, Félagsheimilinu Skagaströnd. Sunnudagtnn 29. mars kl. 15.00, Laugarbakka Mtðfirði. Þriðjudaginn 31. mars kl. 17.00, Aðalgötu 14, Siglufirði. kl. 20.30, Félagsheimilinu Hofsósi. Komið og spjallið um pólitík og komandi kosningar. Frambjóðendur Skagfirðingar Sauðárkróksbúar Komið í morgunkaffi með Stefáni í Framsókn- arhúsið laugardaginn 28. þ.m. kl. 10,00 til 12.00 f.h. og spjallið um pólitík og komandi kosningar. Framsóknarfélagið * ýl»\ rti !§f m - ^ Noröurland-eystra Framsóknarfólk Húsavík Bæjarmálafundur verður í Garðari laugardaginn 28. mars kl. 16.00. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar Kosningaundirbúningur. Frambjóðendur B-listans mæta á fundinn. Framsoknarfélag Fjölmennið og takið þátt í kosningabaráttunni Húsavíkur Spilakvöld Framsóknarfélag Selfoss heldur spilakvöld mánudagskvöldiö 30. mars kl. 20.30 að Eyrarvegi 15, Selfossi. Leynigestur-góð verðlaun - allir velkomnir. Nefndin Laugardagur 28. mars 1987 Samsýnint FÍM að Kjarvalsstödum - síðasta sýningarhelgi Nokkrir féiagar ■ FiM vB uppsetningu sýningarinnar, - en nú stendur yfir síðasta sýningarhelgin. Að Kjarvalsstöðum austursal stendur yfir samsýning FÍM, Félags íslenskra myndlistarmanna. Á sýningunni eru um 100 verk 28 félagsmanna. Þetta er síðasta sýningarhelgi, opið er frá 14-22. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29. mars. Saga Vórubíl- stjórafélagsins Þróttar Vörubílstjórafélagið Þróttur hefur að undanförnu látið vinna að félagataii og sögu félagsins fyrir árin frá 1931 til 1987, og er útgáfan fyrirhuguð á þessu ári. Væri kærkomið að þeir sem enn hefur ,ekki náðst til svo og vandamenn látinna félaga hafi samband við Ingólf Jónsson á stöð félagsins milli kl. 13-15 sem allra fyrst. Síminn er 25300. Erindi um sögukennslu í Bandaríkjunum Samtök kennara og annars áhugafólks um sögukennslu halda fund í kennslumið- stöð Námsgagnastofnunar, Laugavegi 166, í daglaugardaginn28. mars. Fundur- inn hefst kl. 14. Þar flytur dr. Thomas Howell, prófessor í sagnfræði við Louisi- ana College í Bandaríkjunum, nú Ful- bright-sendikennari við Háskóla íslands, erindi um sögukennslu í Bandaríkjunum. Það ber heitið „Approaches to the teach- ing of history in the United States". Að erindinu loknu verða umræður. Fundurinn er öllum opinn. Myndlistarsýning í Slúnkaríki Halldór Björn Runólfsson listfræðingur og myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum á laugardag 28. mars kl. 14.00 í Slúnkaríki á Isafirði. Á sýningunni verða kola- og krítar- teikningar, vatnslitamyndir og akrýlmál- verk. Ennfremur mun Halldór Björn halda fyrirlestur um myndlist í Bókasafni Menntaskólans á Isafirði. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.00 á sunnudag. Laugardagsganga Hana-nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda-' hópsins Hana-nú í Kópavogi verður í dag laugardaginn 28. mars. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. „Vorið nálgast óðum. Markmið göngunnar er: Samvera, súrefni, hreyfing. Skemmtileg- ur félagsskapur. Nýlagað molakaffi á boðstólum," segir í fréttatilkynningu frá Hana-nú. Laugardagskaffi á Víkinni Hvernig skilgreina norrænir karlmenn ‘ sjálfan sig? Ingibjörg Hafstað svarar þess- ari áleitnu og spennandi spurningu í laugardagskaffi Kvennalistans á Hótel Vík í dag, laugard. 28. mars kl. 14.00. Kaffi og með því, að hætti Kvennalist- ans. Allir velkomnir. Málþing í Háskóla íslands Félag þjóðfélagsfræðinga og samfélag- ið, félag þjóðfélagsfræðinema við Há- skóla lslands boða til málþings laugard. 28. mars kl. 14.00 í stofu 101 í Odda. Yfirskrift málþingsins er: Staða félagsvís- inda á Islandi. - Fundarstjóri er Sigríður Jónsdóttir. Framsögu hafa Ólafur Ragnar Grímsson, Kristinn Karlsson, Birgir Her- mannsson og Nanna Úlfsdóttir, á eftir eru umræður. Selma Guðmundsdóttir píanóleikari. Píanótónleikar á Akranesi og i Keflavík Selma Guðmundsdóttir píanóleikari verður með tónleika í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi, í dag laugardaginn 28. mars. Tónleikarnir eru á vegum tónlistarskólans á staðnum og hefjast kl. 15.00. Á efnisskrá eru verk eftur Jón Leifs, Pál Isólfsson, Franz Liszt, Frederic Chop- in og Leos Janacek. Mánudaginn 30. mars kl. 20.30 mun Selma leika þessa sömu efnisskrá í Tón- listarskólanum í Keflavík á vegum tónlist- arfélagsins þar. Landsmót íslenskra barnakóra 6. landsmót íslenskra barnakóra verður haldið austur f Rangárvallasýslu helgina 28. og 29. mars. Um 20 barnakórar víðs, vegar að af landinu taka þátt í mótinu, sem lýkur mcð tónleikum að Heimalandi sunnudaginn 29. mars kl. 15.00. Norræna húsið: Sjálfsmyndir 22 sænskra Ijósmyndara Ný Ijósmyndasýning hefur verið sett upp í anddyri Norræna hússins, „Sjálfs- myndir 22 sænskra ljósmyndara". Að sýningunni stendurfyrirtækið DOG í Stokkhólmi, sem er í eigu sex Ijósmynd- ara, sem gefa út Ijósmyndabækur í háum gæðaflokki og gangast fyrir Ijósmynda- sýningum. Sýningin stendur yfir til 21. apríl og er opin á venjulegum opnunartíma Norræna hússins, kl. 09.00-19.00 á virkum dögum og 12.00-19.00 á sunnudögum. Aðgangur er ókeypis. t sýningarsölunum í kjallara Norræna hússins stendur enn yfir sýning á málverk- um tveggja norskra málara, Olav Strömme og Björn Tufta, og á skúlptúr- um eftir Sigurð Guðmundsson. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa sýningu, því að henni lýkur nú um helgina. Norðurland eystra Húsvíkingar Þingeyingar Guðmundur Bjarnason alþingismaður verðu til viðtals á kosningaskrif- stofunni í Garðari laugardaginn 28. mars kl. 13.00 til 16.00. Framsóknarfélag Húsavíkur Átthagafélag Héraðsmanna í Reykjavík heldur kaffiboð fyrir aldraða Héraðs- menn í dag, laugardaginn 28. mars kl. 14.00 í Furugerði 1. Spiluð verður félags- vist og Nágrannatríóið syngur með gítar- undirleik. Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 28. mars kl. 14.00 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Allir velkomnir. Neskirkja - félagsstarf aldraðra 1 dag, laugardag kl. 15.00, verður farið frá kirkjunni í Myntsafn Seðlabankans. Samtök heratóðvaandstæðinga efna til fundar á Hótel Borg sunnud. 29. mars kl. 15.00. Tilefni fundarins er að 30. mars nk. verða 38 ár liðin frá því að lsland var gert að aðila að hernaðarbandalaginu NATO. Fjölbreytt dagskrá verður á fundinum: Bubbi Morthens, Guðrún Hólmgeirsdótt- • ir oe Hjörleifur Valsson flytja tónlist, Aðalsteinn Bergdal leikari verður með upplestur og söng, en ávörp flytja Birna Gunnlaugsdóttir og Vigfús Geirdal. Þor- valdur örn Árnason stjórnar fjöldasöng. Fundarstjóri verður Jón Múli Árnason. Málfundafélag félagshyggjufólks heldur fund á veitingahúsinu „Gaukur á i, Stöng“ á sunnud. 29. mars kl. 14.00. t „Hvernig hyggst ég vinna að framgangi félagshyggju á næsta kjörtímabili,“ er spurning, sem fjórir frambjóðendur til Álþingis munu svara þar. Þeir eru: Jón Sigurðsson, Alþýðuflokki, Finnur Ing- ólfsson, Framsóknarflokki, Ásmundur Stefánsson, Alþýðubandalagi og Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista. Fundurinn er öllum opinn. Aðalfundur Félags Þjóðfélagsfræðinga verður haldinn í dag, laugard. 28. mars kl. 17.00 í stofu 101 í Odda. Venjuleg aðalfundarmál. Endurmenntunarmál eru til umræðu og fleiri mál. „Mimino" í MÍR Á sunnudag, 29. apríl kl. 16, verður sovéska kvikmyndin „Mimino“ sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð 1977 og er leikstjórinn Georgí Danelía, einn kunnasti kvikmyndaleik- stjóri Sovétríkjanna nú á dögum og einkum kunnur fyrir myndir í léttum dúr. Aðgangur að kvikmyndasýningum MlR er ókeypis og öllum heimill meðan hús- rúm leyfir. Sigurður Sigurðsson listmálari Yfirlitssýning í Listasafni íslands I Listasafni íslands stendur nú yfir sýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar listmálara sem spannar allan listferil hans allt frá skólaárum til þessa árs. Sýningin stendur til 20. apríl og er opin virka daga frá kl. 13.30-16.00 en 13.30- 19.00 um helgar. Námskeið Námskeið eru haldin í stjömukortagerð (Esoteric Astrology), þróunarheimspeki og sálarheimspeki. Stjðmukortaramsóknir, tftnl 686408. 26. mars 1987 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar ...39,050 39,170 Sterlingspund ..62,421 62,6130 Kanadadollar ..29,740 29,831 Dönsk króna .. 5,6625 5,6799 Norskkróna .. 5,6664 5,6838 Sænsk króna .. 6,1178 6,1366 Finnskt mark .. 8,7049 8,7316 Franskurfranki .. 6,4066 6,4263 Belgískur franki BEC .. 1,0295 1,0327 Svissneskur franki .... ..25,5646 25,6432 Hollenskt gyllini „18,8830 18,9410 Vestur-þýskt mark „21,3231 21,3886 ítölsk líra .. 0,02991 0,03000 Austurrískur sch .. 3,0324 3,0417 Portúg. escudo .. 0,2765 0,2773 Spánskur peseti .. 0,3027 0,3037 Japanskt yen „ 0,26144 0,26224 írskt pund „56,818 56,992 SDR þann 20.03 .49,7943 49^9476 Evrópumynt ..44,2554 44,3914 Belgískur fr. fin .. 1.0253 1,0285 Samt. gengis 001-018 ..2913510 293,19569

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.