Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn
rml IAUSAR STÖÐUR HiÁ
m REYKJAVIKURBORG
Mæöraheimili Reykjavíkurborgar óskar eftir starfs-
fólki í sumarafleysingar.
Upplýsingar gefur forstööumaður í síma 25881.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl n.k.
Umsóknum ber aö skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
ÖÖÖOSJÓEFNAVINNSLAN HF
Aöalfundur Sjóefnavinnsiunnar hf. veröur haldinn laug-
ardaginn 11. apríl n.k. á Glóðinni í Keflavík og hefst kl.
15.00.
Fóstrur
Fóstrur óskast til starfa á dagvistarheimilum ísa-
fjarðarkaupstaðar. Laun skv. 65. ifl. BSRB.
Allar nánari upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í
síma 94-3722, frá kl. 10-12.
Dagvistarfulltrúi
Bestu þakkir til allra sem glöddu mig á 85 ára afmæli
mínu hinn 24. mars s.l.
Guðmundur Björnsson
Akranesi
t
Úlför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa
Hjalta Kristjánssonar
Gyðufelli 4, Reykjavík
áður bóndi Stóru-Brekku, Fljótum
fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 31. mars kl. 13.30. Þeim
sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð frú Karólínu
Kristjánsdóttur.
Þorbjörg Pálsdóttir
Óskar Hjaltason Anna Gréta Arngrímsdóttir
Trausti Hjaltason Lilja Sigurðardóttir
Gurí Lív Stefánsdóttir Gunnar Vilmundarson
Ásta Hjaltadóttir Kjartan Þorbergsson
barnabörn og barnabarnabörn.
t Faðir okkar og tengdafaðir Ólafur S. Kristjánsson Hvassaleiti 155, Reykjavík
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 1-3.30.
Anna Ólafsdóttir Pálmi Gunnarsson
Einar Ólafsson Tryggvi Ólafsson Solveig Vignisdóttir
t
Útför mannsins míns
Sigurðar Sveinssonar
frá Sleggjulæk
sem andaöist 23. mars sl. fer fram frá Stafholtskirkju þriöjudaginn 31.
mars kl. 14.00.
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11.00 sama
dag. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð.
Halldóra Gísladóttir
~CX UMFERÐARMENNING^]-^
STEFNULJÓS skal jafna gefa
í tæka tíð.
IUMFERÐAR
RÁÐ
Laugardagur 28. mars 1987
MINNING
llllllll
Katrín Kristj ánsdótt i r
Fædd 19. janúar 1935
Dáin 14. mars 1987
Við erum oft minnt á að margt af
því sem við teljum sjálfsagt og
óhagganlegt, getur fyrirvaralaust
breyst í andhverfu sína.
Dauðinn er einn sá þáttur sem
raskað getur þeirri lífsmynd er við
okkur blasir.
Fregnin um að Kata væri að heyja
sitt dauðastríð kom mér í opna
skjöldu og það tók nokkra stund að
sannfærast um að þetta væri veru-
leiki. Þessi þróttmikla kona sem í
vitund minni hafði ætíð verið merk-
isberi hreysti og lífsorku, gat það
verið að hún væri horfin af sjónar-
sviðinu án nokkurs fyrirvara.
Dauðinn er sá dómari sem ekki
þýðir að deila við. Á slíkum augna-
blikum leitar hugurinn til baka og
staðnæmist við þær minningar sem
tengjast samskiptum við látinn vin.
í þessu tilviki eru þær minningar
margar og kærar. Sú fyrsta er um
unga stúlku sem afgreiddi gesti á
matsölustað sem ég vandi komur
mínar á, þessi stúlka vakti athygli
mína fyrir einbeitta framkomu og
hvað henni var eiginlegt að umgang-
ast fólk. Þá minnist ég þess þegar
einn vinur minn og vinnufélagi trúði
mér fyrir því að hún Kata á Miðgarði
væri kærastan sín og þannig heldur
atburðarásin áfram, með öllu því
amstri sem því er samfara að stofna
heimili og sjá fjölskyldu farboða.
Ég minnist þess er fjölskyldur
okkar fluttust í Árbæjarhverfið sem
þá var í uppbyggingu, við það urðu
samskiptin nánari.
Mér er minnisstæð ferðin um
hringveginn árið sem hann var opn-
aður. Upp í hugann koma ýmiss
atvik sem tengjast heimsóknum á
heimili beggja, þeim heimsóknum
fækkaði ekki þótt flutt væri í annað
byggðarlag. Ég rifja upp heimsóknir
í Barrholt 10 á mildum vorkvöldum
þar sem Kata og Árni sýna okkur
garðinn sinn sem hún Kata lagði svo
mikla alúð við, þeim heimsóknum
lauk jafnan með því að okkur voru
gefnir afleggjarar af fáséðu blómi
sem sett skyldi í mold í nýju um-
hverfi.
Ég minnist einnig margra ánægju-
stunda sem við áttum saman í
sumarbústaðnum við Langavatn.
Það var okkur ætíð tilhlökkunarefni
ef von var a fjölskyldunni í Barrholti
10.
Og frá nýliðnu ári er margs að
minnast. Þar skal fyrst nefna helgar-
ferð með viðkomu á Felli þar sem
hún fæddist og ólst upp og Haukadal
sem einnig tengist æskustöðvunum.
Stórbrotið landslag og gróska í jarð-
argróðri vekur hrifningu okkar. Það
er næstum eins og hún Kata hafi
verið sköpuð inní í þetta umhverfi,
því til staðfestingar var tekin mynd
þar sem við stöndum í samfelldri
blágresisbreiðu á milli hávaxinna
trjástofna.
Katrín fædddist á Felli í Biskups-
tungum og voru foreldrar hennar
Guðbjörg Greipsdóttir og Kristján
Loftsson, en þau hjónvoru síðustu
ábúendur í Haukadal og fluttust
þaðan að Felli. Katrín var næst yngst
af þrettán systkinum. Þrjú dóu ung
en sjö þeirra eru enn á lífi.
Katrín er komin af dugmiklu at-
hafnafólki sem naut virðingar í sínu
byggðarlagi, má þar nefna auk for-
eldra móðurbróður hennar Sigurð
Greipsson, sem er þekktur sem
þjóðkunnur íþróttafrömuður.
Katrín fluttist ung úr foreldrahús-
um. Hún stundaði nám í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni og nokkru
síðar lagði hún leið sína norður yfir
heiðar til frekari skólagöngu og nú
varð Húsmæðraskólinn á Löngumýri
í Skagafirði fyrir valinu.
Að lokinni skólavist á Löngumýri
var sest að í Reykjavík þar sem Kata
hóf störf á veitingahúsinu Miðgarði
á Þórsgötu 1.
Þar kynntist hún verðandi eigin-
manni sínum Árna Guðmundssyni
málara. Þau giftu sig árið 1963 og
hófu sambúð fyrst á Óðinsgötu og
síðan Skúlagötu. Árið 1966 fluttust
þau í nýja íbúð sem þau keyptu í
Hraunbæ 128. Þaðan lá leiðin í
Mosfellssveitina í einbýlishús í Barr-
holti 10 þar sem fjölskyldan býr.
Börn Katrínar og Árna eru fimm,
elstur er Hjalti fæddur 1963, Þórhall-
ur 1965 þá tvíburarnir Sigurbjörg og
Guðbjartur fædd 1967 og yngstur er
Kristján fæddur 1972 og er því 15 ára
gamall. Börnin eru öil til heimilis í
Barrholti 10 nema Hjalti sem hefur
stofnað heimili í Reykjavík með
unnustu sinni.
Stuttu eftir að þau hjónin fluttu í
Mosfellssveitina fór Katrín að vinna
á Reykjalundi en síðustu árin starf-
aði hún sem matráðskona í Gagn-
fræðaskólanum í Mosfellssveit.
Öll hennar störf hvort heldur voru
unnin innan heimilis eða utan þess
báru henni gott vitni og alltaf stækk-
aði vinahópurinn samhliða því að
vinnustöðunum fjölgaði.
Kvenleg reisn voru helstu per-
sónueinkenni Katrínar. Hún var
smekkleg og snyrtileg í klæðaburði
og virtist ætíð prúðbúin jafnt við
störf á heimili sem á mannamótum.
Hún bar svipmót ættmenna sinna
og það duldist engum sem til þekktu
að hún var gædd skapi og kjarki til
að setja fram skoðanir og fylgja
þeim eftir ef með þurfti, én henni
var ekki tamt að standa í útistöðum
við fólk og því síður að kveða upp
dóma af litlu tilefni. Hún var frjáls-
leg í fasi, hress og glaðvær í hópi
vina, spaugsöm og glettin í tilsvör-
um. Tryggð og tillitssemi voru ríkir
þættir í fari hennar þeir eiginleikar
skópu henni traust og virðingu þeirra
er hún umgekkst. Hún sýndi heimili
og fjölskyldu mikla alúð og um-
hyggju og allur heimilisbragur var til
fyrirmyndar. Það var fjölmennur
hópur ættingja og vina sem naut
gestrisni á heimili þeirra hjóna.
Hjónaband þeirra Kötu og Árna
var byggt á traustum grunni og
virðing og trúnaður var gagnkvæmur
í þeirra samskiptum. Slíkur lífsmáti
leiðir til samstöðu innan fjölskyldu.
Foreldrar og börn mynda þá einingu
er við köllum fjölskyldu og þar er
húsmóðirin í öndvegi innan dyra
heimilis. Það veldur því mikilli rösk-
un í lífi fjölskyldu þegar hún hverfur
af vettvangi.
Þetta blasir nú við heimilisfólkinu
í Barrholti 10.
Okkur sem álengdar stöndum er
vel ljóst hvað þið hafið misst og að
nú standið þið á erfiðum tímamótum
þar sem söknuður og sorg er ofarlega
í huga en þið eigið minninguna um
kæra eiginkonu og móður. Og þegar
betur er að gætt þá er það fleira sem
eftir stendur en minningin ein og sér.
Öll hennar störf við að ala upp
fimm hraust börn og skapa fjölskyld-
unni notalegt og vistlegt heimili að
hluta til framlag hennar. Á því
byggið þið nú framtíð ykkar.
Að eiga trausta og góða vini, er
meira virði en nokkur fjársjóður,
það lærum við að meta þegar aldur-
inn færist yfir. Þegar óvænt kemur
skarð í vinahópinn þá kemur upp
vandinn hvernig bregðast skuli við.
Að skrifa nokkur hlýleg orð til
minningar um hana Kötu virtist í
fljótu bragði ekki vandasamt verk,
en reyndin varð önnur. Það var svo
margt sem kom upp í hugann og
minningarnar þvældust hver fyrir
annarri og því torvelt að gera úr
þeim heildstæða mynd í stuttu máli.
Þetta orsakaði að þessi fátæklega
minningargrein er síðbúnari en ætl-
að var.
Ég og mín fjölskylda sendum
Árna og börnum hans hugheilar
vinar- og samúðarkveðjur. Megi
heill og hamingja fylgja ykkur um
ókomin ár.
Hjálmar Jónsson
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að
byggja útvirki aðveitustöðvar í Grundarfirði.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns-
veitna ríkisins við Hamraenda 2, Stykkishólmi og
Laugavegi 118, Reykjavík frá og með þriðjudegin-
um 31. mars 1987 gegn kr. 5.000 í skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins við Hamraenda í Stykkishóimi fyrir kl.
14:00, miðvikudaginn 15. apríl 1987, og verða þau
þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess
óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK
87001 aðveitustöð í Grundarfirði".
Reykjavík 27. mars 1987
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
ra utboð
^ Malbikun-Viðgerðir
Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í
yfirlagnir og viðgerðir á eldri götum sumarið 1987.
Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópavogs-
bæjar, Fannborg 2, frá og með 30. mars n.k. gegn
5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á
sama stað þriðjudaginn 7. apríl n.k. kl. 11.30.
Bæjarverkfræðingur