Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. mars 1987 Tíminn 9 Lánasjóðinn og húsnæðiskerfið trausts verður eins og faðir hans, Ágúst heitinn Þorvaldsson alþm. Þriðja sætið skipar ung kona, Unnur Stefánsdóttir frá Vorsabæ, áhuga- söm um félags- og menningarmál hvers konar og fylgin sér í athöfn og málflutningi. í Reykjaneskjördæmi er Stein- grímur- Hermannsson forsætisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins í efsta sæti. Það sæti verður ekki betur skipað, enda er Stein- grímur óumdeilanlega fremstur meðal íslenskra stjórnmálamanna nú og hefur hlotið lof fyrir störf sín sem forsætisráðherra langt út fyrir raðir flokks síns. í öðru sæti er Jóhann Einvarðsson í Keflavík, þaulreyndur sveitarstjórnarmaður með mikla þekkingu á atvinnumál- um og viðurkenndur drengskapar- maður. Á þessari hringferð um landið til kynningar á framvarðasveit fram- sóknarmanna í öllum kjördæmum landsins, blasir það við augum okkar Tímamanna, að Framsóknarflokk- urinn hefur í framboði einvalalið, sem sómi er að. Á þetta viljum við minna þegar kosningabaráttan er að hefjast fyrir alvöru. Við löstum ekki frambjóðendur annarra flokka, en við höldum fram okkar mönnum af því að við treystum þeim best. Ungt fólk í forystusveit f>að sem við erum að benda á, er einfaldlega það að Framsóknar- flokkurinn er ungur flokkur að mál- efnum og mannsliði. Þótt flokkurinn eigi í sjálfu sér langa sögu, þá breytir það engu um aldur hugsjónanna, þær eru síungar, endurnýjaðar og aðlagaðar samtímanum. Ungt fólk er í forystusveit flokksins um allt land. Konur eru komnar til áhrifa í Framsóknarflokknum ekkert síður en öðrum flokkum. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur barist fyrir og varið réttinda- mál unga fólksins, og eru málefni Lánasjóðs ísl. námsmanna þar gleggsta dæmið. Gildandi lög um Lánasjóð voru sett undir forystu ráðherra úr Framsóknarflokknum, og þingflokkur Framsóknarflokksins réð úrslitum í að verja Lánasjóð, UNGAR HUGSJÓNIR SPROTTNAR ÚR SAM- TÍMANUM þegar sjálfstæðismenn sóttu að honum. Ekki má heldur gleyma því að húsnæðislánakerfið hefur verið endurskipulagt frá rótum og stór- auknu fjármagni varið til húsnæðis- mála á þessu kjörtímabili, þegar ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefur verið við völd, og ráð- herra húsnæðismála er Alexander Stefánsson úr Framsóknarflokkn- um. Það þarf því ekki að seilast langt aftur í afrekaskrá Framsóknar- flokksins til að benda á pólitísk mál sem miklu varða fyrir almenning og unga fólkið sérstaklega. Framsókn- arflokkurinn er í fararbroddi í þeim málum sem varða unga fólkið, sam- tíðina og framtíðina. Albertsmálið Þótt við Tímamenn minnumst sér- staklega miðstjórnarfundar Fram- sóknarflokksins og birtingar kosn- ingastefnuskrár hans sem merkra viðburða síðustu daga þá verður varla fram hjá því gengið að „Al- bertsmálið" svokallaða hefur verið svo að segja eina áhugamál fjölmiðl- anna, einkum fréttastofu ríkissjón- varpsins, og aðalumræðuefni fólks. Þorsteinn Pálsson hefur orðið til þess að vekja upp nýtt fjölmiðla- glamur í kringum Albert Guð- mundsson, og það svo magnað að ekki er annað sýnna en að einhvers konar pólitísk móðursýki sé að flæða yfir landið. Gamlar sagnir eru til um það sunnan úr löndum að alls konar æði hafi gripið um sig, einkum dansæði, og breiðst út um löndin eins og eldur í sinu, og var þá engum vörnum við komið. Þetta nýja pólit- íska æði minnir helst á dansæði miðaldanna. Flokkur í samúðarskyni Svo magnað er æðið, að á síðasta skiladegi framboðslista til yfirkjör- stjórna er að því unnið að skrifa upp framboðslista nýs stjórnmálaflokks, sem byði ekki aðeins fram í einu kjördæmi, Reykjavík, heldur öllum kjördæmum hringinn í kringum landið, og safna milli 500 og 1000 meðmælendum með framboðunum. Enginn hafði hugmynd um að þessi flokkur væri yfirleitt til, fyrr en áhugamaður úr liði Alberts nefndi hann með nafni og kallaði Borgara- flokkinn í spjallþætti í Ríkisútvarp- inu um miðja vikuna. Þessi flokks- stofnun, sem orðið hefur til á alger- um mettíma, þ.e.a.s. „no-time“ eins og sagt er á nútímamáli, er sögð til þess gjörð að votta Albert Guð- mundssyni samúð, virðingu og traust. Sú er m.ö.o. stefnuskrá Borg- araflokksins, annað ekki. Þótt við Tímamenn séum engir aðdáendur aðfarar Þorsteins Páls- sonar að Albert Guðmundssyni, þá má á milli vera um viðbrögðin og hversu ákaft menn eiga að taka upp þykkjuna fyrir hann, þótt menn vilji sýna honum samúð. Frá almennu lýðræðislegu sjónarmiði er svona „no-time“- flokkur lítil úrbót á þeim annmörkum, sem vera kunna á flokkakerfinu. Móðursýki eða heilbrigð skynsemi? Ekki er það á valdi okkar Tíma- manna að hafa neins konar áhrif á framboðsæði Borgaraflokksins. Það verður að ganga yfir eins og hver annar faraldur. Hins vegar viljum við vara skynsamt fólk, sem enn er í jafnvægi, við þessu einkennilega fári. Við biðjum það að hugsa vel urn þessi feikn og átta sig á hvað hér er á ferðinni. Þetta Albertsæði nú er slík óhemjuvitleysa, að annað hvort eru þeir menn beinlínis helteknir af óskilgreindu fári, sem láta berast með því, ellegar að þeir hafa nautn af pólitískum afkáraskap. En þegar svona ósköp dynja yfir, þá er gott að vita til þess að enn eru gætnar manneskjur að fást við stjórnmál og bjóða sig fram til Alþingis um allt land, tilbúnar að taka þátt í heiðarlegum kosningaslag með góð málefni að vopni. Hitt er ekki síður ánægjulegt að langflestir kjósendur, hvar sem er á landinu, eru svo hyggnir, að þeir sjá í gegnum moldviðrin og láta sig pólitíska móð- ursýki engu varða. Guðni Agústsson Elín Jóhannsdóttir Pétur Bjarnason Unnur Stefánsdóttir Elín Líndal Níels Árni Lund Finnur Ingóifsson Sigríður Hjartar Þóra Hjaltadóttir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Guðrún Tryggvadóttir Guðmundur Bjarnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.