Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. mars 1987
Tíminn 7
VETTVANGUR T- ''T' 'T': 'T ':!ir;
IHIII!IIIIIIIIII!
Jón Helgason landbúnaðarráðherra á fundi á Egilsstöðum:
„Landbúnaðurinn er
loks á réttri íeið“
- var sagt á fjölmennum fundi um landbúnaðarmál
í Valaskjálf
Um eitt hundrað manns sóttu
fund Jóns Helgasonar landbúnað-
arráðherra að Hótel Valaskjálf á
Egilsstöðum á þriðjudag, þó var
bylur og hríðarkóf svo nærsveitar-
menn áttu ekki heimangengt. Jón
Helgason mátti engu að síður
greiða úr fjölda fyrirspurna og
voru þær lagðar fyrir hann gegnum
síma frá þeim sem ekki komust
vegna ófærðar. Fundurinn hófst
stundvíslega klukkan 21 og lauk
ekki fyrr en 1:30 um nóttina þegar
mælendaskrá var loks tæmd.
Sjávarútvegsráðherra, Halldór
Ásgrímsson var viðstaddur fund-
inn og tók einnig til máls enda í
eigin kjördæmi. Auk ráðherranna
kváðu sér hljóðs Jón Kristjánsson
þingmaður og Guðrún Tryggva-
dóttir frambjóðandi á lista fram-
sóknarmanna á Austurlandi.
Fundarstjórar voru Þórhalla Snæ-
þórsdóttir og Vigdís Sveinbjörns-
dóttir, sömuleiðis á framboðslist-
anum.
Fyrirspurnir og ræðuhöld fóru
langmest fram úr ræðustól en tví-
vegis varð Jón Helgason að stíga í
pontu og svara eftir að hafa flutt
ávarp sitt.
Talsverðum tíma var varið í
umræður um eyðibýlastefnu. Staða
landbúnaðarmála, svo sem hún var
1983 var mönnum í fersku minni
og töldu fundarmenn að talsvert
hefði áunnist og horfði til framfara
í landbúnaðarmálum. „Árið 1983
voru markaðir landbúnaðarins að
hrynja, verðlag að lækka erlendis
en framleiðslan að aukast innan-
lands. Búmarkið frá 1980 var orðið
þriðjungi meira en markaðurinn.
Margir bændur voru komnir í þrot
fjárhagslega. Stefnuleysi ríkti í
landbúnaðarmálum." Svo hljóðar
útdráttur sem lagður var fyrir fund-
inn um ástandið þegar Jón Helga-
son tók við ráðherradómi. En aftur
á móti er bent á að nú fjórum árum
síðar hafi yfir 700 bændur breytt
lausaskuldum sínum í föst lán. Áð
landbúnaðarráðherra hafi komið á
hagfræðilegum leiðbeiningum
nokkrum hundruð bændum til
handa, að lánskjör stofnlánadeild-
ar hafi verið stórbætt, framleiðni-
sjóðurinn hafi aðstoðað fjölda
bænda við endurskipulagningu
búskaparins, greiðslustaða bænda
hafi stór batnað á síðastliðnum
fjórum árum, áburðaverð hafi hlut-
fallslega lækkað miðað við annað
verðlag síðastliðin fjögur ár, mark-
aðsnefnd landbúnaðarins hafi tek-
ið til starfa og að í kjölfar
markaðsátaks hafi neysla landbún-
aðarafurða svo sem mjólkur auk-
ist. „Það felst því stór þversögn í
máli þeirra sem telja Framsóknar-
flokkinn reka eyðibýlastefnu,"
sagði Jón Helgason í ávarpi sínu.
Hlaupið undir
skuldabagga
„Það lá framar öðru fyrir í upphafi
kjörtímabilsins að vinna sig á já-
kvæðan hátt úr þeirri kreppu sem
fyrir var og jafnframt að verja af-
komu bænda þannig að tekjur þeirra
lækkuðu ekki. Greiðslustaða fjöl-
margra bænda var þá bág og því
ákveðið að koma á skuldbreytingum
á lausaskuldum. Yfir sjö hundruð
bændur sem um hana sóttu fengu
þessa aðstoð og breytingu lána í föst
lán. Það eitt hefði þó verið skamm-
góður vermir ef ekki hefði tekist að
bæta afkomuna og tryggja rekstrar-
grundvöllinn. Þessvegna var öllum
bændum boðið að leita eftir hag-
fræðilegri úttekt og leiðbeiningum.
Það var gert með því sjónarmiði að
þeir yrðu aðstoðaðir með öllum
tiltækum ráðum við að bæta sína
stöðu,“ sagði landbúnaðarráðherra.
f þessu skyni var komið á breytingu
á lánakjörum landbúnaðarins, í
fyrsta lagi með því að færa lausa-
skuldalánin við Veðdeild Búnaðar-
bankans til Stofnlánadeildar og
lækka vexti úr tíu af hundrað niður
í tvo af hundraði. Einnig var lánstím-
inn lengdur á þessum lánum og
öðrum sem menn sóttu aftur um.
„Þegar þetta nægði ekki var ákveðið
að Framleiðnisjóður veitti bændum
Frá Egilsstöðum.
hagræðingarlán til að komast úr
tímabundnum erfíðleikum. Fyrir
þessa, eins og aðra bændur, skipti
auðvitað geysimiklu sú breyting sem
varð með nýjum búvörulögum um
staðgreiðslu búvara. Á síðastliðnu
hausti var varið 700 milljónum króna
af fjármagni ríkisins til að flýta fyrir
greiðslu til bænda, þannig að þeir
fengju fjármagnið strax í staðinn
fyrir að þurfa að hafa lánsfé á háum
vöxtum. Þetta eru einungis örfá
atriði í sambandi við það sem gert
var til að verja afkomu bænda og
það hefur sýnt sig í niðurstöðum
búreikninga að tekjur hafi farið
hækkandi að raunvirði frá 1982.
Stærsta stökkið var að sjálfsögðu
árið 1985 þegar áhrifa staðgreiðsl-
unnar fór að gæta og hefur verið
stígandi upp frá því sem betur fer.“
Ná tókum á
framleiðslunni
Jón Helgason tæpti einnig á ráð-
stöfunun ráðuneytis síns til upp-
byggingar og framleiðsluaukningar.
„Það var nauðsynlegt að ná tökum á
framleiðslunni. Til þess varð að
koma á lagabreytingum," sagði Jón.
Ennfremur benti hann á að þær
breytingar voru unnar í nánu sam-
starfi við Stéttarsamband bænda og
greindi frá þeirri stefnu sem mörkuð
var í samvinnu með því, að verja
vaxandi fjármagni til uppbyggingar
nýrra atvinnugreina í sveitum. „í
öðru lagi var bætt inn í lögin, að ósk
Stéttarsambandsins, að veita rfkis-
stjórninni heimild til að semja við
sambandið um að taka ábyrgð á
ákveðnu magni af búvöru. Þegar
eftir samþykkt laganna ákvað Stétt-
arsamband bænda að nýta þessa
heimild og óska eftir samningum við
ríkisstjórnina.“ Samningarnir sem
gerðir voru í ágúst 1985 og sam-
þykktir einróma á fundi Stéttarsam-
bands bænda voru að beiðni bænda
sjálfra. Þeir voru þá taldir hagstæðir
fýrir landbúnaðinn miðað við þá
aðstöðu sem þá var við að búa. „Það
leiddi síðan af þessum samningum
að þessu afurðamagni varð að skipta
á milli bænda og í samræmi við
ákvæði laganna var að sjálfsögðu
leitað eftir tillögu Stéttarsambands-
ins á hvern hátt það skyldi gert,“
útskýrði Jón en spyrjanda þótti sem
landbúnaðarráðherra hefði með nýj-
um lögum öðlast of mikið vald. „Það
verður ætíð starfað í nánu samstarfi
við félög bænda," svaraði Jón.
Áheyrendur töldu sumir að land-
búnaðarráðherra hefði sýnt linkind í
ýmsum málum en á móti kom að
sjálfsögðu að enginn fær stjórnað
gegn vilja meirihluta Alþingis.
Að selja ömmu sína
Jón Kristjánsson benti áheyr-
endum á í ræða að sér hefði komið
mjög á óvart viðhorf þingmanna í
Reykjavík til landbúnaðarmála, að
sú skoðun ætti fylgi að fagna að
hann skyldi allan sveigja undir
lögmál óheftrar markaðshyggju.
Hann benti á að Alþýðubandalag-
inu væri stjórnað úr Reykjavík og
því væri það ekki landsbyggðar-
flokkur og hvað varðaði Sjálfstæð-
isflokkinn hefði hann heyrt svo
komist að orði að hann myndi selja
ömmu sína ef markaður fyndist
fyrir hana.
í framhaldi af umræðu um hin
nýju lög taldi landbúnaðarráðherra
árangurinn af þeim ótvíræðan.
Lögin hefðu á fyrsta ári skilað
mörg hundruð milljónum króna til
landbúnaðarins. Til útskýringar
nefndi hann að meira fjármagni
hefði verið veitt til útflutningsbóta
en lög kveða á um að sé lágmark.
Það hefði tekist að ná til þessa
auka fjárveitingu úr ríkissjóði. Þá
voru niðurgreiðslur á búvöru stór-
auknar sem nam um 400 milljónum
króna umfram fjárlög. „Þetta fjár-
magn þori ég að fullyrða að fékkst
að stórum hluta til vegna þess að
ríkið bar orðið ábyrgð á þessu
magni afurða og nauðsynlegt var
að gera ráðstafanir til þess að sem
mest seldist á innlendum mark-
aði.“
Auglýsingaherferðin
Til þess að örva söluna innan-
lands réðist ríkið í fyrsta sinn í
umfangsmikla auglýsinga- og
kynningarstarfsemi. Árangurinn er
að neysla mjólkurafurða hefur
aukist verulega og sala á kindakjöti
tók fjörkipp sfðastliðið sumar þeg-
ar fjallalambið var sem mest aug-
lýst. „Einnig má benda á að Áburð-
arverksmiðju ríkisins var veitt mik-
ið fjármagn á árunum eftir 1980,
en þá var verksmiðjan rekin með
miklum halla. Honum var mætt
með erlendum lántökum sem stór-
hækkuðu í verði við hverja gengis-
fellingu sem voru margar á þessum
tíma.“ Núverandi ríkisstjórn hefur
tekist að ná niður verðbólgunni
sem rækilega var minnt á á fundin-
um og einnig hljóp ríkissjóður
undir bagga með áburðarverk-
smiðjunni til að létta skuldaklyfj-
arnar. „Skuldirnar hefðu lagst á
áburðarverðið ef ekki hefði varið
fé úr ríkissjóði til að lækka það,“
sagði landbúnaðarráðherra.
Samtals á síðastliðnum þremur
árum hefur verið varið 420 milljón-
um til verksmiðjunnar og hækkun
áburðar haldið í skefjum. „Þetta er
liður í þvf að reyna að draga úr
rekstrarkostnaði og þannig að sem
mest af afurðaverðinu geti orðið
eftir sem vinnulaun hjá bóndanum.
Það er nauðsynlegt að nýta það
fjármagn sem við fáum sem best.“
“Eyðibýlastefna"
„Við vitum að af afurðaverði er
ekki nema um þriðjungur kaup
bóndans. Það þýðir að fyrir það
fjármagn sem þarf til að borga með
afurðum frá til dæmis þrjátíu kúa
búi, eitt hundrað þúsund lítrum af
mjólk, þá þarf fjórar milljónir
króna á ári. Eftir árið situr aðeins
sá litli hluti sem er kaup bóndans í
því afurðaverði ef áfram er haldið
á sömu braut. Ef fjármagnið er
notað til þess að greiða bændum
kaup beint á meðan þeir eru að
byggja upp aðra atvinnustarfsemi
þá er hægt að greiða fjórum til
fimm bændum kaup með sömu
fjárupphæð og þarf til að greiða
einum nú. Þessi stefna að reyna að
hraða þannig búháttabreytingunni
hefur af sumum, m.a. af alþýðu-
bandalagsmönnum, verið kölluð
eyðibýlastefna. Þeir kalla það sem
sagt eyðibýlastefnu að vilja gefa
fjórum til fimm bændum mögu-
leika á að vera kyrrum í sveitinni
fyrir sama fjármagn og þarf til að
greiða einum bónda kaup með
útflutningi."
Hve margir
ánamaðkar í ærgildi
Landbúnaðarráðherra ræddi
auk þess um nauðsyn þess að
útrýma riðuveiki og lýsti sig fylgj-
andi landnýtingarstefnu. „Ég sé
t.d. engan tilgang í því að halda
áfram sauðfjárbúskap á Reykja-
nesi,“ sagði Jón. Þar væri margt
annað atvinnutækifæra. í fyrir-
spurn varðandi tilraunir til að
brydda upp á nýjungum í atvinnu-
háttum spurði Bragi Gunnlaugsson
bóndi á Setbergi um þær hugmynd-
ir landbúnaðarráðuneytis að rækta
mætti ánamaðka, hreindýr og hafa
tekjur af sölvatöku. „Hvað eru
margir ánamaðkar í ærgildi?“
spurði Bragi. „Það er óþarft að
hæðast að nýjum atvinnumöguleik-
; um og hugmyndum," svaraði land-
búnaðarráðherra og bætti við að
þó fjárfrekt væri mætti koma upp
skjólbeltum og koma upp nytja-
skóg. „Ég veit ekki til þess að
nokkur hér fyrir austan hafi verið
svo framsýnn að ætla að hér mætti
týna sveppi úti í skógi og selja
síðan. Það er markaður fyrir slíkt
núna.“
Halldór Ásgrímsson sló botninn
í fundinn og þurfti að yfirgnæfa
frammíköll fundarmanna er hann
sleit fundinum. Áður hafði hann
þó sagt á þessa leið. „Við viljum
auka söluna en framleiðsluna verð-
ur að skipuleggja eftir því sem
staðið er frammi fyrir hverju sinni.
Við þurfum á afurðasölunni að
halda gegn hinum frjálsu markaðs-
lögmálum. Hana vilja margir hinna
flokkanna afnema. En þá verða
bændur í hinum dreifðustu byggð-
um landsins undir í baráttunni.
Þeir maka krókinn sem búa næst
markaðnum. Landbúnaðurinn er
loksins kominn á réttar brautir og
það þarf að varðveita.“ þj