Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 12
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVIK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:...... 96-21715/23515
BORGARNES:............ 93-7618
BLÖNOUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: ... 95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489
HÚSAVÍK:....... 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: ....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303
interRerrt
¥lHáR&
MwysmHF
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
€0 Félagsráðgjafar
Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar óskar eftir
félagsráðgjafa til starfa. Um heildagsstarf er að
ræða. Umsóknarfrestur er til 10. apríl 1987.
Upplýsingar um stöðuna veitir félagsmálastjóri
Keflavíkurbæjar að Hafnargötu 32 3. hæð og í
síma 92-1555.
Félagsmálastjóri
PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða fólk til bréfbera-
starfa hálfan daginn í Reykjavík.
Upplýsingar hjá skrifstofu póstmeistara og hjá
útibússtjórum pósthúsanna í borginni.
12 Tíminn
lillilllllil
ÍÞRÓTTIR
Undankeppni ÓL í knattspyrnu:
Norður-Kóreumenn
dæmdir úr leik
Alþjóða knattspymusambandið
(FIFA) hefur dæmt Norður-Kóreu-
menn úr leik í undankeppni Ólym-
píuleikanna í knattspyrnu. Ástæðan
er sú að þeir hafa ekki mætt í neinn
af leikjum sínum í undankeppninni,
fjóra leiki alls.
Sérstakur dómstóll FIFA fjallaði
um málið undir forsæti Sovétmanns-
ins Viacheslav Koloschov. Komst
dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að
vísa bæri N-Kóreumönnum úr
keppninni eftir að þeir mættu ekki í
neinn af leikjum sínum í undan-
keppninni í Asíu-riðlinum.
Norður-Kóreumenn hafa mót-
Spænski boltinn
Einn leikur var í 1. deild spænsku
knattspyrnunnar í fyrrakvöld, Real
Madrid vann Atletico Madrid 4-1.
Staða efstu liða er þá þessi:
Real Madrid ..33 20 0 4 61-29 49
Barcelona .... 33 17 13 3 47-22 47
Espanol.......33 17 8 8 82-30 42
Real Mallorca .... 33 14 8 11 41-39 36
Atl. Madrid.. 33 13 9 11 37-36 35
mælt dómnum, þeir telja að sem
önnur af þeim tveimur þjóðlöndum
sem leikarnir fara fram í eigi þeir
þátttökurétt í úrslitakeppni knatt-
spyrnunnar sem gestgjafar.
Talsmenn FIFA segja að sam-
kvæmt reglugerð um undankeppni
Ólympíuleikanna teldust N-Kóreu-
menn hafa tapað leikjunum, væru
útilokaðir frá frekari þátttöku í
undankeppninni og þyrftu auk þess
að greiða Malasíumönnum fjárhags-
legan skaða sem þeir hefðu borið af
því að N-Kóreumenn mættu ekki til
leiks en undankeppnin í Asíuriðlin-
um fór fram í Kuala Lumpur í
Malasíu.
Alþjóða ólympíunefndin (IOC)
hefur undanfarna mánuði reynt að
komast að samkomulagi við N-Kór-
eumenn sem krefjast þess að fá að
halda Ólympíuleikana ásamt S-Kór-
eumönnum. Hefur IOC með þessu
reynt að koma í veg fyrir að kom-
múnistaríki sniðgengju leikana. IOC
og ólympíunefnd S-Kóreu hafa boð-
ið N-Kóreumönnum að nokkrar
íþróttagreinar fari fram í N-Kóreu,
þar á meðal hluti knattspyrnukepp-
ninnar.
v
Air*
W NBA
Úrslit í bandariska körfuboltanum á fimm-
tudagskvöld:
Atlanta-Dallas ..................120-112
NJ Nefs-Chicago . . . ...........109-107
Washington-Boston................106-103
Houston-Portland.................119-104
Denver-Seattlc . . . ............123-113
LA Lakere-Detroit . ............128-111
Sacramento-Phoenix ..............124-115
íþróttaviðburðir
helgarinnar
Kötlu-
knattleikur
ÍBK og Valur mætast í þriðja
sinn í úrslitakeppni úrvalsdeildar-
innar. Lcikurinn hefst í Keflavík
kl. 16.00. Það lið sem sigrar í
þessum leik keppir gegn Njarð-
víkingum um íslandsmeistaratit-
ilinn.
Úrslitakcppni yngri flokkanna
heldur áfram um þessa helgi. 15.
flokki verður keppt í Njarðvík og
hefst fyrsti lcikur kl. 11.00 báða
dagana. 3. flokkur karla keppir í
Keflavík og hefst fyrsti leikur þar
kl. 10.00 báða dagana. Þá keppir
2. flokkur kvenna í Seljaskóla og
hefst fyrsti leikur kl. 12.00 báöa
dagana.
E9
I, Fimleikar
Níu landa keppni í flmleikum
verður í Laugardalshöll um helg-
ina. Keppt vcrður bæði í einstakl-
ingskeppni og liðakeppni. Meðal
þátttakenda eru margir góðir flm-
leikamenn og iná nefna Norður-
landaineistara unglinga 1986,
Stefan Eriksson frá Svíþjóð og
Jessiku Lundgreen frá Svíþjóð
sem varð í 3. sæti á NM unglinga
1986.
ísland getur ekki teflt fram
sínusterkasta liði vegna meiðsla
hjá A-liði stúlkna. íslenska liðiö:
Linda Steinunn Pétursdóttir,
Fjóla Ólafsdóttir, Eva Úlla Hilm-
arsdóttir, Guðjón Guðmunds-
son, Jóhapnes Níels Sigurðsson
og Axel Bragason.
Laugardagur 28. mars 1987
Laugardagur 28. mars 1987
III!
Illllll
111
ÍÞRÓTTIR
Aaaaaaaaa, Jakob Sigurðsson svífur inn af línunni en Aðalsteinn Jónsson náði af honum boltanum áður en Tím»mynd Pjeiur.
hann náði að komast í skotstöðu. ___________________
íslandsmótið í handknattleik - 1. deild:
Blikar í sigurvímu
- sigruðu Valsmenn og eiga góða möguleika á Evrópusætinu
Leikmenn og aðstandendur Breiðabliksliðs-
ins urðu heldur betur kátir þegar flautað var
til leiksloka í leik Vals og Breiðabliks í
Seljaskóla í gærkvöldi. Leikurinn var nánast
einvígi um annað sætið, liðin voru jöfn að
stigum fyrir hann og aðeins ein umferð eftir.
Breiðablik á eftir að leika á heimavelli gegn
Ármenningum sem aðeins hafa fengið eitt stig
í vetur en Valsmenn eiga eftir að mæta
Stjörnumönnum á útivelli. Stjarnan er í 5. sæti
í deildinni. FH-ingar eiga ennþá fræðilegan
möguleika á 2. sætinu, ef þeir vinna báða sína
leiki og Valsmenn og UBK tapa.
Leikurinn í gærkvöldi var bráðskemmtilegur
og vel leikinn ef á heildina er litið þó hann hafi
dottið niður á milli. Jafnræði var með liðunum,
jafnt á flestum tölum en þau yfir til skiptis þess
á milli. Nokkrar tölur: 0-2, 2-2, 7-7, 8-12,
13-13, (14-14), 16-14, 18-16, 23-23, 23-24,
24-24, 24-25.
Lokamínúturnar voru æsispennandi og gekk
á ýmsu. Valsmenn fengu aukakast um leið og
leiktíminn rann út en Guðmundur Hrafnkels-
son varði vel og lokatölur 25-24 Blikum í hag.
Þeir fögnuðu sem fyrr sagði vel og lengi og
tolleruðu Geir Hallsteinsson þjálfara.
Blikarnir voru jafnir í leiknum og erfitt að
taka einn útúr. Hjá Valsmönnum voru þeir
sterkastir Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson og
Jakob Sigurðsson. Blikar voru utan vallar í 14
mín. en Valsmenn í 8.
Mörkin, UBK: Jón Þórir 11(10), Svafar 4,
Aðalsteinn og Björn 3, Kristján og Þórður 2.
Valur: Júlíus 6, Jakob 5, Stefán 5(2), Geir 4,
Valdimar 3, Þorbjöm 1.
Dómarar: Þorgeir Pálsson og Guðmundur
Kolbeinsson, mistækir.
Knattspyrnan um helgina:
Stoppar Juve Napoli?
- Arsenal og Everton mætast í toppslagnum á Englandi
ítölsku meistararnir Juventus fá kjörið tæki-
færi til að hægja á Napoli í ítölsku 1. deildinni
um helgina er liðin mætast í Napoli. Napoli
hefur 34 stig á toppi deildarinnar fyrir þessa
umferð, Roma hefur 31 stig en Inter Milano
og Juventus 30. Juventus verður orðið ansi
aftarlega á merinni í meistaraslagnum ef þeim
tekst ekki að bera sigurorð af Napoli en þeir
hinsvegar með pálmann í höndunum.
Juventus hefur verið að komast í sitt fyrra
form að undanförnu eftir misjafnt gengi,
sérstaklega hefur Platini sýnt skemmtilega
takta í ætt við þá sem hann er þekktastur fyrir.
Juventusmenn ætla sér að setja „yfirfrakka“ á
Maradona, „ef hann fær boltann þá getur
maður alveg eins gleymt þessu" segja leikmenn
Juventus. Leikurinn getur þrátt fyrir það orðið
Juventus erfiður, í lið þeirra vantar miðvörð-
inn Sergio Brio og auk þess er búist við yfir
80.000 stuðningsmönnum Napoli á leikinn.
Toppslagur í V-Þýskalandi
Bayern Múnchen og Hamburger SV mætast
í toppleik helgarinnar í V-Þýskalandi. Bayern
er í efsta sæti en Hamburg er aðeins einu stigi
á eftir. Heimamenn. þ.e. Hamborgarar, þykj-
ast vissir um að sigurinn verði þeirra og þar
með efsta sætið í deildinni.
Arsenal búið að hlaða batteríin
Leikmenn Arsenal hafa verið í smá hleðslu
á sólarströndum Portúgal að undanförnu og
ættu þeir að vera tilbúnir í slaginn gegn
Everton eftir óhagstæð úrslit að undanförnu.
Everton er 6 stigum á eftir Arsenal og á tvo
leiki til góða svo þeir verða í vígahug og ekki
á því að láta sín stig. Búast knattspyrnuspekúl-
antar í Englandi sem annarsstaðar við hörku-
leik.
Liverpool sem tapaði á síðasta sunnudag
eftir 13 taplausa leiki í röð mætir hinsvegar
Wimbledon á heimavelli og eiga alla mögu-
leika á að auka forskot sitt í deildinni. Þeir
hafa löngum verið illstöðvandi á síðustu vikum
mótsins.
Platini er á uppleið aftur eftir nokkra lægð og
verður Napolimönnum vafalaust skeinuhætt-
ur.
íþróttaviðburðir
helgarinnar
Borðtennis
íslenska landsliðið kcppir f 3.
deild í Evrópukeppni landsliða í
borðtennis um helgina. Auk ís-
lendinga keppa á mótinu lið frá
Portúgal, Möltu, Mön og heima-
menn frá Jersey. íslenska liðið:
Tómas Guðjónsson, Gunnar
Finnbjörnsson, Hilmar Konráðs-
son og Ásta Urbancic.
Hand-
knattleikur
1. deild karla:
KA-Haukar (A) ld. kl. 13.30
Fram-VOcingur (L) sd. kl. 20.15
Ármarm-FH (L) sd. kl. 21.30
1. deild kvenna:
ÍBV-FH (V) ld. kl. 13.30
Stjarnan-Valur (D) ld. kl. 16.30
Fram-Vöungur (L) sd. kl. 19.00
2. deild karla:
Fylkir-ÍBK (B) sd. kl. 19.30
Skíði
Siglufjörður verður vettvangur
skíðamanna um þessa helgi.
Keppt verður í norrænum grcin-
um; 15 km göngu með hefðbund-
inni aðferð í flokki fullorðinna,
10 km göngu með frjálsri aðferð
í flokki fuliorðinna, unglinga-
flokki og í stökki.
Knattspyrna
Einn leikur verður í Reykjavík-
urmótinu um hclgina, KR og
Leiknir mætast á gervigrasinu kl.
20.30 á sunnudagskvöld.
Frjálsar
íþróttir
Hvammstangahlaup USVH
hefst kl. 14.00 við félagsheimilið
á Hvammstanga á laugardag.
Hlaupnir eru 8 km í karlaflokki,
.4,5 km í kvenna-, drengja- og
sveinaflokkum og 1,5 km í telpna-
, pilta-, stelpna- og strákaflokk-
um. Hlaupið er liður i stigakeppni
víðavangshlaupara.
Tíminn 13
Handknattleikur:
Þórsarar
I 1. deild
Þórsarar frá Akureyri tryggðu sér
um helgina sæti í 1. deild handknatt-
leiksins næsta keppnistímabil er þeir
sigruðu ÍBV með 22 mörkum gegn
20 í leik liðanna á Akureyri. Staðan
t leikhléi var 11-7 Þór í hag. Sigurpáll
Aðalsteinsson var markahæstur
Þórsara með 10 mörk en Jóhann
Pétursson gerði 9 mörk fyrir ÍBV.
Þá sigraði Grótta HK 31-28 (15-
17).
Handknattleikur -1. deild:
Stjarnanvann
Stjarnan sigraði KR í leik liðanna
í 1. deild karla í handknattleik í
gærkvöld með 32 mörkum gegn 26.
Staðan í 1. deild er þá þessi:
Víkingur......... 16 13 1 2 396-346 27
Breiðablik....... 17 11 2 4 404-391 24
Valur............ 17 10 2 6 436-383 22
FH .............. 16 10 1 6 419-374 21
Stjarnan......... 17 9 2 6 439-400 20
KA .............. 16 7 2 7 367-371 16
KR .............. 17 6 1 10 360-394 16
Fram ............ 16 6 0 10 396-383 12
Haukar............16 3 2 11 340-395 8
Ármann............ 16 0 1 15 296-411 1
Við óskum eftir starfsfólki til eftirtalinna starfa
1. Bókarastarf:
Um er að ræða starf við færslu og afstemmingu
reikninga. Leitað er að töluglöggum og nákvæm-
um einstaklingi.
2. Skráningarstarf:
Um er að ræða starf við innslátt á tölvu á
sölunótum og fleiru. Leitað er að starfsmanni með
reynslu á þessu sviði.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra er
veitir nánari upplýsingar
SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA
STARFSMANNAHALD
SÖLVHÓLSGÖTU 4
M
Atvinna
Laus er til umsóknar staða hafnarvarðar við
Ólafsfjarðarhöfn.
Um er að ræða framtíðarstarf og starfsaðstaða er
mjög góð. Æskilegt er að umsækjandi hafi skip-
stjórnarréttindi eða starfsreynslu í sjómennsku.
Nánari upplýsingar gefa form. hafnarnefndar Ósk-
ar Þór Sigurbjörnsson í s. 62134 og bæjarstjóri í
s. 62214.
Frestur til að skila inn umsóknum á bæjarskrifstof-
una í Ólafsfirði rennur út 31/3 1987.
Ólafsfirði, 10/3 1987.
Bæjarstjórinn í Ólafsfirði.
Æ
'V-r ./
ðodaga
afmœlistilboð
I tilefni af 80 ára afmœli
Hans Petersenhf. bjóðumvið
Kodak myndavél
á einstaklega hagstœðu veiði
5ára ábyzgð
■
(fyrir 35 mm f ilmur)
Verð kr: 3100.-
Tilboðið gildir til 6. júlí 1987.
HfíNS PETERSEN HF
UMBOÐSMENN UM LAND ALU!