Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 18
18 Tíminn MINNING Laugardagur 28. mars 1987 Minning hjónanna Marínu Baldursdóttur og Sigurðar Sigurgeirssonar Lundarbrekku Tengdaforeldrar mínir hafa kvatt. Á þeim tímamótum vil ég staldra við og þakka fyrir allt. Tengdafaðir minn, Sigurður Sig- urgeirsson á Lundarbrekku, andað- ist 2. janúar sl. Hann var fæddur 26. jan. 1899 í Stafni í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar lians voru Kristín Ingibjörg Péturs- dóttir og Sigurgeir Tómasson. Hann var þriðji í röð átta bræðra, en eina systirin dó á barnsaldri. Bræðurnir ólust upp með forcldrum sínum, afa og ömmum tveim í sparsemi, nægju- semi og mikilli fyrirhyggju. Þeir urðu allir hagleiksmenn sem lögðu stund á smíöar og fleiri greinar iðnaðar samhliða búskapnum. Siguröur fór í bændaskólann á Hvanneyri og gat sér þar gott orð fyrir dugnað og samviskusemi. Ekki vildi hann þó ílendast þar syðra. Árið 1930 verða þáttaskil í lífi hans. Þá flytur hann í Lundarbrekku í Bárðardal og kvongast heimasæt- unni, Marínu Baldursdóttur. Þau fá til ábúðar og síðar eignar 1/4 jarðar- innar. Þar áttu þau samleið í 48 ár og eignuðustu 4 syni. Barnabörnin eru nú 14 og barnabarnabörn 4. Steinhús haföi verið byggt á Lund- arbrekku 1923. Heimilisrafstöð, sem Bjarni í Hólmi lagði hönd að, var sett upp 1928. Rafmagnið var þó takmarkað og þrengslin í íbúðarhús- inu slík, að svefnherbergið var eina vistarveran sem hver fjölskylda hafði út af fyrir sig. Allt til 1950 var þetta eina íbúðarhúsiðástaðnumogoftast bjuggu í því þrjár fjölskyldur sam- tímis. Þótt rýmkaði í bili bjuggu alltaf tvær og stundum þrjár fjöl- skyldur í gamla húsinu fram til 1972. Kirkja er á Lundarbrekku. Sjálfsagt var að lána hús og hvað annað sem þurfti og til var, við kirkjuathafnir. Margar erfidrykkjur fóru þar fram uns skóli og samkomustaður var tekinn í notkun í Stóruvallalandi 1962. Landssímastöð var líka á Lundarbrekku fram yfir miðjan sjötta áratuginn. Þvífylgdi líkaerill. Sigurður byggði sér fjárhús eftir nokkur ár. Fjós var áfram sameigin- legt. Þetta var á kreppuárunum og ekki hægt um vik. Síðan kom niður- skurður og fjárskipti. Það varð hlut- skipti Sigurðar að vinna að uppbygg- ingu jarðarinnar með sonum sínum uppkomnum og í þeirra nafni. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir þrítugan mann að flytja inn í svo margþætt heimilislíf og halda sínum hlut án árekstra. Það tókst þó framar öllum vonum. Þar átti tengdamóðir mín blessuð áreiðanlega stærstan hlut að. Sigurður var nærfærinn og natinn við skepnur. Bú hans var notadrjúgt þótt það yrði aldrei mjög stórt. Hann var kappsfullur verkmaður hvort sem hann risti torf, gekk að slætti eða prjónaði sokk eða vettling á elliárunum. Hann var afburða tóskaparmaður. Sjálfur vann hann öll vandasömustu verkin í tóskapn- um. Hann yfirfór hvern lagð síðast, þegar tekið hafði verið ofan af þ.e. togið aðgreint frá þelinu og tók innan úr en svo nefndist það að reyta burtu nýja togið sem vaxið hafði upp í reyfið eftir ullarskiptin. Svo setti hann upp spunavélina og loks vef- stólinn. Árangurinn varð mýkra prjónaband og fallegri voðir en hjá öðrum. Langtímum saman að vetr- inum sváfu drengirnir á gólfinu inni í spunavélinni, sem varð að vera inni í svefnherberginu. Snemma hafði liann þá með sér í verkin og gerði miklar kröfur til þeirra. Honum hætti til að þykja öll viðleitni þeirra til vinnuhagræðingar bera vott um leti. Sjálfur hlífði hann sér aldrci. Hann söng í kirkjunni fyrr á árum, en hann hafði góða söngrödd og gaman af söng. Meðhjálpara- störfum gegndi hann á tímabili og var forðagæslumaður nokkur ár. Öll störf var sjálfsagt að rækja með sömu alúð og samviskusemi. En hann sóttist ekki eftir trúnað- arstöðum. Hans vettvangur var heimilið. Undantekningin voru aðal- fundir Kaupfélags Þingeyinga. Þá sótti hann um árabil. Hann var slíkur samvinnumaður í verki að hann fór ekki inn í aðrar verslanir. Það sem ekki fékkst þar þurfti lians heimili ekki. Sigurður bar einlæga umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og bar hag sona sinna meir fyrir brjósti en sinn eigin. Skapstór var hann og ekki léttur í lund. „Vertu viðbúinn því illa, hið góða skaðar ekki,“ sagði hann oft við okkur. Við vissum að hann var alltaf að vara okkur við vegna þess að honum var annt um okkur. Þökk sé honum fyrir það. Síðasta V/2 árið dvaldi hann á sjúkrahúsi Húsavíkur. Heilsa og kraftar voru á þrotum. Hann var þreyttur og þráði hvíld. Við vonuni að áhyggjur og þrautir angri hann ekki lengur. Tengdamóðir mín, Marína Bald- ursdóttir, fæddist á Lundarbrekku 20. október 1908. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónasdóttir bónda var og Baldur Jónsson frá Sigurðarstöð- um í sömu sveit. Þau hjón voru bræðrabörn. Marína var einkadótt- ir, en átti tvo albræður og einn hálfbróður. Móðirhans var Jónunna Jónasdóttir, móðursystir Marínu. Jónunna var alla ævi á Lundar- brekku og í heimili með systur sinni og mági þar til sonur hennar giftist og stofnaði eigið heimili. Ætla mætti að þessari heimilisgerð hafi fylgt einhverjar annmarkar. Á það minnt- ist hún tengdamóðir mín aldrei. Allar hennar minningar voru bað- aðar sólskini. Leikir þeirra systkin- anna sem einkenndust af ótrú- legustu saklausum en hugmyndarík- um uppátækjum. Nám í heimahús- um, en faðir hennar hafði verið í Möðruvallaskóla og kenndi sjálfur börnum sínum fyrir barnapróf. Þess saknaði hún reyndar að hafa þannig farið á mis við samvistir við jafnaldra sína sem barn og ákvað að drengirnir hennar skyldu ekki lenda í því sama. Átján ára í húsmæðraskólanum á Blönduósi. Hvílík uppspretta glaðra minninga. Gleðin yfir rafmagnsljós- unum sem skyndilega rufu myrkur síðsumarkvöldanna 1928. Hjúskap- ur, búskapur. Allt svo bjart. 8. júní 1930 var brúðkaupsdagur þeirra Sig- urðar. Synir þeirra eru: Sigurgeir f. 1931 kvæntur þeirri er þetta ritar. Hann er bóndi á Lundarbrekku frá 1952. Baldur, f. 1935 kvæntur Amalíu Jónsdóttur frá Akureyri. Hann hóf búskap í félagi við foreldra sína 1961 og var bóndi á Lundarbrekku þar til þau hjón fluttu til Akureyrar 1985. Hjörtur, f. 1938, kvæntur Veru Kjartansdóttur frá Víðikeri. Þau bjuggu á Lundarbrekku 1966-1972 en fluttu þá til Húsavíkur. Atli, f. 1945, bóndi á Ingjaldsstöðum frá 1969, kvæntur Kristínu Sigurðar- dóttur, bónda þar. Enn röðuðust perlurnar í festi minninganna og þær sem glitruðu í Ijósi gleðinnar voru skoðaðar og öðrum gefin hlutdeild í. Annir og umhyggja stækkandi heimilis, fyrst allt unnið heima, mjólk í mat, ull í fat, svo byltingin frá aldagömlum starfsháttum til nú- tímalífs, - „gaman að hafa lifað svo langan dag.“ Marína var mikil starfskona og vinnudagurinn varð oft langur en hvert unnið verk veitti líka ómælda gleði. Hún var örgerð og tilfinninga- næm, fljót að skipta skapi en sam- stundis jafngóð aftur. Þolinmæði hennar, óeigingirni og nær tak- markalaus hjálpsemi við okkur tengdadæturnar var mér undrunar- efni. En þegar betur var að gáð sá ég að þetta voru eiginleikarnir seiri höfðu fleytt henni yfir öll sambúðar- skerin á lífsleiðinni og gert hana svo vinmarga jafnt hjá skyldum og vandalausum. Hún var mikil móðir, kannske ennþá meiri amma. í barnabörnun- um endurlifði hún æsku sína, kenndi þeim að lesa, söng með þeim og lék sér með þeim, Marína sá um síma- vörslu með heimilisverkum sínum, fyrst í stað á móti hinum búunum, en mörg seinni árin stöðvarstjóri. Matseld lék í höndum hennar og hún hafði ákaflega gaman af ýmsum hannyrðum, en það var ekki fyrri en á síðustu árunum sem hún gat leyft sér þann munað. Hún var svo vilja- sterk og áræðin að henni tókst oftast að framkvæma það sem hún ætlaði sér. En eins og svo margar konur af hennar kynslóð var hún bundin af því að vera kona, með litla skóla- göngu og takmarkaða hlutdeild í fjárráðum heimilisins. Ég held þó, að hún hafi sjálf ekki hugsað svo, heldur varð mér þeim mun oftar umhugsunarefni hver hún hefði getað: orðið, ef stakkur hennar hefði verið rýmra skorinn. Um 30 ára skeið var hún forstöðu- kona kvenfélagsins „Hildar“. Því fylgdi enn viðbót við fullsetinn verkahring. En þar fékk hún útrás fyrir ríka félagsþörf. „Stundum fór ég ekki út fyrir túngarðinn svo misserum skipti,“ sagði hún um fyrstu búskaparárin. Meðan bróður hennar, Jónasar naut við studdi hann hana með ráðum og dáð við félagsstörfin. Áriö 1958 var kosin nefnd á vegum Kvenfélagasambands Suður-Þingey- inga til að vinna að orlofsmálum húsmæðra. Þessar konur hlutu kosn- ingu: Elín Aradóttir Brún, Hólm- fríður Pétursdóttir Víðihlíð og Mar- ína Baldursdóttir Lundarbrekku. Þessi nefnd vann mikið brautryðj- endastarf. Fyrst í stað var reynt að skipuleggja orlofsdvalir í Hús- mæðraskólanum á Laugum að vetr- inum. 15 konur dvöldu þar í 5 daga hver, veturinn 1958-59. Konurnar greiddu sjálfar fyrir dvölina, því nefndin hafði engin fjárráð. Næsta vetur sótti engin um. 1960 gaf Alþingi út lög um orlof húsmæðra og veitti árlega nokkra fjárhæð úr ríkissjóði til þess. Gert var ráð fyrir framlagi úr heimahéraði á móti. Á aðalfundi sambandsins 1961 var samþykkt að skora á kven- félögin að greiða 5 kr. fyrir hverja félagskonu í þessu skyni. 1961 barst svo fyrsta framlagið úr ríkissjóði og fjárhæðir frá kvenfélögunum og Kvenfélagasambandinu. Þá lifn- aði yfir aðsókn að orlofsdvöl í Hús- mæðraskólanum. 1962 var fyrst leitað til hreppanna um greiðslur í orlofssjóð og brugðust þeir vel við. 1965 var farið í fyrstu orlofsferðina. Jafnframt var næstu árin gefinn kost- ur á orlofsdvölum húsmæðra á ýms- um stöðum. Er skemmst frá því að segja að nú fór mikil skriða af stað. Aðsókn var svo mikil að ferðunum fyrsta árið að farnar voru tvær þriggja daga ferðir til Austurlands með þátttöku sam- tals 198 kvenna og næsta ár enn á sömu slóðir með þátttöku 90 kvenna, auk þriggja daga ferðar vestur á land með 61 konu. Svipað var þetta næstu árin. Hólmfríður hætti störfum í nefnd- inni 1966 og Katrín Jónsdóttir á Húsavík kom í hennar stað, en Elín og Marína voru óslitið í orlofsnefnd- inni til 1972 að ný nefnd tók við. Samstarf kvennanna í orlofsnefnd- inni var mjög gott og ég held að óhætt sé að segja að með Marínu og þeim öllunt hafi tekist vinátta, sem entist meðan hún lifði. Störf nefndarinnar byrjuðu strax um miðjan vetur. Þá þurfti að ákveða hvert fara ætti, panta gist- ingu, mat o.s.frv. Síðan að annast fararstjórn, nesta auk sjálfra sín, bílstjóra og stundum sá nefndin um morgunverð fyrir hópinn. Þegar hér var komið voru búumsvif Marínu farin að minnka og þetta var henni kærkomin tilbreyting sem hún sinnti af lífi og sál. Sjálf var ég aldrei með henni í orlofsferð, en það hefur glatt mig á umliðnum árum hvað margar þeirra sem voru í þessum ferðum, ekki síst konur sem ég þekkti ekki neitt, hafa komið til mín, þegar þær vissu um tengdir okkar og minnst þess hvað skemmtileg þeim hafi þótt hún, hvað hún hafi verið glöð og haldið uppi miklu fjöri og kátínu í ferðun- um. Þannig var hún til síðustu stundar. Það var þó ekki vegna þess að sorgir og erfiðleikar sneiddu hjá henni í lífinu. Berklar voru á heimil- inu. Mágkona hennar, Steinunn kona Sigurðar hálfbróður hennar, dó úr þeim liðlega tvítug, nýgift 1934. Fleiri heimilismenn hlutu af þeim heilsutjón þótt ekki leiddi til dauða. Bræður hennar, Jónas, sem var yngstur, og Sigurður, báðir henni mjög kærir dóu sviplega með fárra ára millibili 1951 og 1955. Báðir voru bændur á Lundarbrekku, báðir létu eftir sig eiginkonur og Sigurður tvo unga syni, auk aldraðra mæðra og aldraðs farlama föður. Sjálf veiktist hún rétt fyrir jólin 1955 og var varla hugað líf, en náði þó heilsu en hafði skerta heyrn upp frá því. Faðir hennar andaðist rétt fyrir áramótin 1955 meðan hún var fár- veik á sjúkrahúsi. Hann var farlama og síðast rúmfastur heima á annan áratug. 1974 veiktist Marína og gekkst undir mikla skurðaðgerð. Hún náði. góðri heilsu, sem entist fram á árið 1978. En þá var stundaglasið tæmt. Hún andaðist 8. maí það ár eftir stranga sjúkdómslcgu. Okkur sem næst stóðum fannst það of snemmt. En hver veit nema hennar hafi verið þörf á nýjum vettvangi. Þótt þau tengdaforeldrar mínir væru um margt svo afar ólík voru þau ætíð samtaka í að skapa okkur, sem eftir stöndum, gott og eftir- minnilegt fordæmi í heiðarleika, nægjusemi, vinnusemi og fyrir- hyggju en síðast en ekki síst gleð- inni. „Verið ávalt glaðir vegna samfé- lagsins við Drottin: ég segi aftur: Verið glaðir.“ Filíppi 4.4 Ég hygg að ekki sé algengt að nota þennan texta við jarðarfarir. Séra Jón A. Baldvinsson valdi ræðu sinni þessi einkunnarorð þegar hann jarð- söng þau frændsystkinin Marínu og Sölva St. Jónsson á Sigurðarstöðum 20. maí 1978. Það var mér minnisstætt, en ein- mitt þessi ungi prestur hafði kynnst henni síðustu árin því eitt af hennar mörgu verkum var að taka á móti prestunum sem hingað komu í em- bættiserindum. Til dœtra minna besta óskin er amma, sú að fá að líkjast þér. Mega standa styrkar lífs í róti stöðugt glaðar, eins þótt blási móti. Á góunni1987 Hjördís Kristjánsdóttir, Lundarbrekku Aðalfundur Iðju Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks verður haldinn á Hótel Esju. -2. hæð fimmtudaginn 2. apríl 1987 kl. 5 síðdegis. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breyting á reglugerð orlofssjóðs. 3. Breyting á reglugerð vinnudeilusjóðs. 4. Önnur mál. Kaffiveitingar. Reikningar félagsins fyrir árið 1986 liggja frammi á skrifstofu Iðju, Skólavörðustíg 16. Stjórn Iðju. Útboð Efnisvinnsla á Suðurlandi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Magn 49.000 rúmmetrar. Utboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1987. Vegamálastjóri VEGAGERÐIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.