Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. mars 1987 Tíminn 5 Aðstöðuleysi, fámennt lögreglulið, engar fangageymslur og fjarskiptamál í ólestri: “Löggæsla < ) Austfjörðum er svo að s ;egja engin“ Sýslumaður bannar varðstjóra að tjá sig um málin „Ég fer ekki að ræða þessi mál við blaðamenn og vísa alfarið á dómsmálaráðuneytið," svaraði Sigurður Eiríksson, sýslumaður í S-Múlasýslu, þegar í gær var borið undir hann aðstöðuleysi lögregl- unnar á Egilsstöðum og lítill liðsafli lögreglu á Austurlandi öllu. Sýslu- maður vildi auk þess engu svara um hvort rétt væri að hann hefði bannað Úlfari Jónssyni, varðstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum, að ræða við blaðamenn. Fyrir rúmum mánuði birtist í Tímanum viðtal við fyrrgreindan Úlfar, þar sem kom fram að lögreglan býr við þröngan kost. Það er á hvers manns vitorði á Egilsstöðum að í kjölfar greinarinnar hafi varð- stjóranum verið bannað að tala við blöðin. Enda kom það á daginn, að Úlfar Jónsson vill nú ekkert tjá sig um málið. Aðstöðuleysi lögreglunnar er þvílíkt, að fangar hennar verða oft að dúsa klukkustundum saman aft- an í lögreglubíl í bið eftir klefavist. Fangageymslurnar voru rifnar 1984 og engar byggðar í staðinn og þess vegna verður að flytja fanga til Seyðisfjarðar eða Eskifjarðar hvernig sem viðrar. Þangað er oft ófært og hefur svo verið undan- farna daga. Á meðan á flutningum stendur er löggæsla engin, því að aðeins tveir lögregluþjónar eru þar að störfum. „Ég segi þetta vera skerðingu á mannréttindum að vista menn í alls lags ómögulegu ástandi aftur í lögreglubíl í fleiri klukkustundir og aka þeim svo fleiri hundruð kílómetra til að koma þeim í fangageymslu,“ sagði Úlfar Jóns- son meðal annars í viðtalinu við Tímann. „Þetta er mál sem allir vita um, en ekki má segja,“ sagði heimildar- maður Tímans á Egilsstöðum. Varðstofa lögreglunnar er öll í einni skrifstofu á þriðju hæð í húsi að Kaupvangi 2 og þar „verður að hrúga öllu saman“, svo notuð séu orð varðstjórans sem hann sagði fyrir mánuði. Slíkt er skjalafargan- ið orðið og skrifstofuvinnan, að lögreglan getur ekki sinnt því eftir- liti sem henni ber. Fyrir skömmu varð banaslys í grennd við lögreglustöðina. Talið er að slysið hafi átt sér stað klukkan 1.00 um nótt. Ekki varð nokkur þess var fyrr en undir morgun, þótt gerst hefði í miðju þorpinu og nærri lögreglunni. I'eir vegir, sem tveir lögreglu- menn á Egilsstöðum verða að hafa Á þriðju hæð í herberginu með glugganum efst til vinstri á þessum húsgafli við Kaupvang á Egilsstöð- um er öll aðstaða lögreglunnar. Utan við húsið er ársgamall lög- reglubíllinn, en fangabíllinn er gamall og úr sér genginn. Engar geymslur eru fyrir fanga. Aðeins tveir lögreglumenn hafa eftirlit með vegum sem samsvara lengd hringvegarins um landið. (Tímamynd: Þór) eftirlit með, samsvara lengd nær alls hringvegarins, eða eru ná- kvæmlega 1100 kílómetrar. Á sumrin ríkir neyðarástand, þegar ferðamannastraumurinn erlendis frá með millilandaferjunni Norr- ænu og um hringveginn streymir um Héruð. Heimildarmaður Tím- ans sagði að mætti taka svo til orða, að „löggæsla væri svo að segjaengin á Austurlandi í reynd". Þá er þess að minnast að fjöldi fálkahreiðra er skráður á þessu svæði, sem fámennu lögregluliði reynist örðugt að fylgjast með. Lögreglan á Egilsstöðum hefur verið með gamlan fangabíl í notkun, sem er að verða úreltur. Hann var oftsinnis úr umferð í vetur vegna bilana. Það er ekki á döfinni að útvega lögreglunni nýj- an bíl, sem þó er nauðsyn, svo lengi sem ekki eru til fangageymsl- ur. Á síðasta ári eignaðist hún Volvo fólksbíl til eftirlitsins, sem dugir ekki til að flytja fanga. Til þess vantar bíl með búri. Á Djúpavogi er staðsettur hér- aðslögreglumaður, sem á að annast suðurfirðina auk lögreglumanns á Fáskrúðsfirði. Héraðslögreglu- maðurinn hefur enga aðstöðu og leggur heimili sitt og eigin bíl í starfið, þegar þarf að sækja menn í hvers kyns ástandi. Það hefur ekki fengist samþykki fyrir því að hann fengi til afnota lögreglubíl, þrátt fyrir víðfeðmt umdæmi, allt frá Fáskrúðsfirði suður á Lónsfjörð. Fjarskiptamál lögreglunnar á þessum slóðum eru í megnasta ólestri. Ekki er vakt allan sólar- hringinn, heldur símsvari á varð- stofunni sem vísar mönnum sem leita til lögreglunnar að hringja í Gufunesradíó í svæðisnúmerið í Reykjavík, 91. Ekki er hægt að hafa beint samband við lögregluna á öllum tímum sólarhrings. Það reyndist ekki unnt að sinni að hafa uppi á ncinum í dómsmála- ráðuneytinu sem gæti gefið upplýs- ingar um lögreglumálin á Áust- fjörðum. Sýslumaður vildi ekkcrt tjá sig um málið, þótt varðstjóri á Egilsstöðum hefði áður lýst því yfir að aðstaðan væri svo léleg að lögreglan „væri löngu komin í þrot“. Úlfar Jónsson, varðstjóri, vill nú ekkert tjá sig um málið þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Blaðamaður spurði Úlfar í gær hvort honum væri bannað að tala við blöðin. Úlfar svaraði: „Ég má það ekki!“ þj MEmper Kaupfélögin og BUNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Heyhleðsluvagnar fyrirliggjandi - Mjög hagstætt verð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.