Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 28. mars 1987 ím IAUSAR STÖÐUR HJÁ ’V REYKJAVIKURBORG Laus staða félagsráðgjafa, fulltrúa í ellimáladeild Félagsmálastofnunar, 50% (ný staða). Nauðsynleg er menntun félagsráðgjafa eða sam- bærileg menntun. Staðan er laus nú þegar. Ennfremurvantarstarfsmann í afleysingar(100%) í vor og sumar. Nánari upplýsingar gefur Anna S. Gunnarsdóttir, deildarfulltrúi í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 6. apríl n.k. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. G2Í Atvinna Laus er til umsóknar staða bæjarritara hjá Ólafs- fjarðarkaupstað. Nánari upplýsingar gefa form. bæjarráðs Óskar Þór Sigurbjörnsson í s. 62134 og bæjarstjóri í s. 62214. Frestur til að skila inn umsóknum á bæjarskrifstof- una í Ólafsfirði rennur út 15/4 1987. Ólafsfirði, 19/3 1987. Bæjarstjórinn í Ólafsfirði. Útboð Efnisvinnsla á Vesturlandi 1987 VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum í ofangreint verk. Magn 26.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 15. ágúst 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30.mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1987. Vegamálastjóri Úthlutun úr Sáttmálasjóði Umsóknir um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr Sáttmálasjóði Háskóla íslands, stílaðar til háskóla- ráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors í síðasta lagi 30. apríl 1987. Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrár frá 29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla íslands 1918-1919, bls. 52. Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur, samþykktar af háskólaráði, liggja frammi í skrif- stofu Háskóla íslands hjá ritara rektors. St. Jósefsspítali Landakoti Röntgendeild Aðstoðarfólk óskast nú þegar. Upplýsingar í síma 19600/330 alla virka daga milli kl. 13.00 og 15.00. Reykjavík 27. mars 1987. Vertíðarvinna Enn vantar okkur nokkrar stúlkur til fiskvinnslu- starfa. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 97-81200. Fiskiðjuver Höfn Hornafirði — J———T——— I I Þinghald: Norrænna sagnfræðinga Dagana 10.-14. ágúst n.k. verður haldið í Reykjavík 20. þing nor- rænna sagnfræðinga. Þó að slík þing hafi verið haldin allt frá upphafi aldarinnar eru íslendingar nú gest- gjafar í fyrsta sinn, og Færeyingar taka þátt í þinginu í fyrsta sinn sem sjálfstæðir aðilar. 1 fyrsta aðalefninu er fjallað um þær heimildir sem til eru um fyrri hluta miðalda á Norðurlöndunum, þ.e. 800-1050, svo sem íslendinga- sögurnar, forna lagatexta og dýr- lingasögur. Þessum hópi stjórnar Helgi Þorláksson sagnfræðingur og framlag íslands skrifar Vésteinn Ólason prófessor í Osló. Annað aðalefnið nefnist „þjóð- ernisminnihlutar og staða þeirra í norrænum samfélögum á 19. og 20. öld.“ Þar fjallar Gunnar Karlsson prófessor um íslendinga og Grænl- endinga í danska ríkinu og Hans Jacob Debes um Færeyinga. Þriðja meginefnið verður könnun á lífskjörum á Norðulöndunum 1750-1914, ár atvinnuháttabyltingar og aðdraganda þeirra. Magnús S. Magnússon hagsögufræðingur sér um hlut íslendinga í þessum kafla. Aukaefnin eru 6. Þau eru: 1. Ríkið og valdakerfið á Norður- löndunum á 17. öld. 2. Hernaðarsaga frá 17. öld með áherslu á 20. öld. 3. Norðurlönd og stórveldin eftir seinni heimsstyrjöld. 4. Þriðji heimurinn. 5. Skriftarkunnátta og tengslin við kirkjuna, einkum 1850 - 1900. 6. Ljósmyndir og kvikmyndir sem sögulegar heimildir.Þingið er opið öllum áhugamönnum um sagnfræði Færir spítalanum aðgerðarsmásjá Félag velunnara Borgarspítalans hefur gefið Borgarspítalanum full- komna aðgerðarsmásjá að gjöf. Aðgerðarsmásjáin kostaði hingað komin 1,3 milljónir króna. Hún er, svissnesk völundarsmíð og gefur að dómi sérfræðinga Borgarspítalans bestu möguleika við ágræðslur, vefjaflutning og fleiri aðgerðir sem krefjast smásjártækni. Með tækinu er unnt að sauma saman taugar og æðar, sem eru aðeins hálfur til einn millimetri að sverleika. Þetta vand- aða tæki, sem byggt er á allra nýjustu tækni í smásjárgerð, skapar möguleika til fjölbreytilegra smá- sjáraðgerða og á að geta nýst Borg- arspítalanum næstu 20 árin eða kannski lengur, að dómi Rögnvaldar Þorleifssonar skurðlæknis í slys- adeild Borgarspítalans. Auglýst eftir andstæöingum Það vakti athygli á fundinum sem frambjóðendur Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi og sjávar- útvegsráðherra héldu í Stapanum á miðvikudagskvöldið að þeir sem skrifað höfðu harðorðar greinar á móti stefnu sjávarútvegsráðherra og einnig aðrir pólitískir andstæðingar sem haldið höfðu uppi háværum mótmælum á yfirstandandi kjör- tímabili í Keflavík, svo sem bæjar- stjóri og bæjarstjórn létu ekki sjá sig á fundinum. Vakti það upp spurn- ingar eins og hvort að þeir þyrðu ekki að færa fram rök sín á opinber- um vettvangi og þá allra síst þegar sjávarútvegsráðherra væri viðstadd- ur. Eru rök þeirra ekki sterkari en þetta? Þegar ljóst var að enginn af þess- um háværu mótmælendum var við- staddur fundinn, sté einn frambjóð- andi Framsóknarflokksins í pontu og auglýsti eftir þeim strax í fundar- byrjun. Þrátt fyrir auglýsinguna fundust þeir hvergi. Þeir hafa kannski ekki áhuga á að standa á bak við orð sín? -SÓL SAMVINNU TRYGGINGAR ARMOLA3 108 REYKJAVIK Sttll (31)681411 Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Subaru Justy . . . árgerð 1987 Subaru 1800 .... árgerð 1987 Toyota Corolla . . árgerð 1986 Toyota Corolla . . árgerð 1982 VWGolf árgerð 1982 Datsun Sunny . . . árgerð 1982 Opel Record, Diesel árgerð 1982 Datsun 280 L Diesel árgerð 1981 Saab 99 GLI .... árgerð 1981 Honda Accord EX árgerð 1981 Fiat 128 X 1/9 . . . árgerð 1980 B.M.W. 323i .... árgerð 1980 Daihatsu Charade árgerð 1980 Opel Record .... árgerð 1977 Toyota MK II ... . árgerð 1976 Volvo 144 árgerð 1973 Honda Accord . . . árgerð 1985 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 30. mars 1987, kl. 12-16. A sama tíma: í Borgarnesi ToyotaTercel ... Á Sauðárkróki árgerð 1981 MMC Lancer .... í Keflavík árgerð 1980 MMC Lancer 1500 árgerð 1985 Datsun Sunny . . . árgerð 1984 Volvo 343 árgerð 1983 B.M.W. 318 i ... . árgerð 1982 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 31 . mars 1987. m IAUSAR STÖÐUR HJÁ m REYKJAVIKURBORG 1. Fóstrur óskast til starfa á leikskólann Brákar- borg v/Brákarsund. 2. Fóstrur og ófaglært starfsfólk óskast á: Dagheimilið Laufásborg, Laufásveg 53-55 Dagheimilið Valhöll, Suðurgötu 39 Leikskólann Fellaborg, Völvufelli 9 Leikskólann Tjarnarborg, Tjarnargötu 33. Upplýsingar veitir forstöðumaður viðkomandi heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Póshússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Vatnsveitu Reykjavík- ur óskar eftir tilboðum í ductile iron pípur og fittings. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 30. apríl nk. kl. 14.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 — S/mi 25800 Jörð til sölu Til sölu er jörðin Látur við ísafjarðardjúp. Bygging- ar allar nýlegar, tvíbýlishús, 30 bása fjós, fjárhús fyrir 220, ræktun 30 hektarar. Upplýsingar gefnar í síma 94-4822.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.