Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 24
Auknar ullarniðurgreiðslur
Ríkisstjórnin hefur hækkaö niðurgreiðslur á ull um 30,15 krónur á hvert
kg og er því niðurgreiðsla á hvert kg núna rétt tæpar 106 krónur á hvert kg.
Ullarverksmiðjumar ætla sér ekki að taka á móti ull frá bændum þrátt
fyrir þetta og vilja fá 12 til 16 króna niðurgreiðslur til viðbótar á hvert kg
þannig að niðurgreiðslurnar nemi að meðaltali 122 krónum á hvert
kg en skv. nýjum verðlagsgrundvelli eiga bændur að fá greitt meðalverð
um 140 krónur fyrir hvert kg.
Ríkisstjórnin hefur af þessum ástæðum ákveðið að skipa nefnd til þess
að skoða á hvaða rökum ullarverksmiðjurnar gera kröfur um svo háar
niðurgreiðslur og að sögn Kristins Arnþórssonar hjá Iðnaðardeild SÍS á
Akureyri munu ullarverksmiðjurnar hlíta niðurstöðu þeirrar nefndar.
ABS
1987
1i. iviA\rso
Títnirm
Hitaveita Akureyrar:
Lækkar ekki g ialdskrána
ELDHUSINNRETTING SEM
ALLIR GETA EIGNAST
STANDARD eldhúsinnréttingin erlausnin fyrirþá sem vilja
fallega, einfalda og ódýra innréttingu. Ekki nóg með það,
heldur er alltaf hægt að bæta við hana þegar buddan leyfir.
Kynntu þér hagkvæmni STANDARD eldhúsinnréttinganna
og þú verður standandi hissa. Verð: Kr. 28.575,-
MDNIÐ KAFFIHORNIÐ
Við bjóðum foreldrunum
kaffi og börnunum djús.
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650.
IS
fkj
ríkisábyrgðargjaldiö fyrir langtímalánið tekur 10% af tekjum hitaveitunnar vegna orkusölu
Hitaveita Akureyrar hefur ákveð-
ið að lækka ekki orkuverð sitt þrátt
fyrir tilmæli ríkisstjórnarinnar.
Langtímalán það sem Hitaveita
Akureyrar fær til 10 ára er 32
milljóna dollara lán sem skiptist í
dollara og svissneska franka. Dollar-
arnir verða með 8,5% vöxtum en
svissnesku frankarnir með 5,4
vöxtum.
Á sameiginlegum fundum veitu-
stjórnar, bæjarráðs og viðræðu-
nefndar Akureyrarbæjar við hita-
veitunefnd ríkisstjórnarinnar hafa
þessir aðilar orðið sammála um að
forsendur útreikninga hitaveitu-
nefndar ríkisstjórnarinnar séu
byggðar á svo veikum grunni að
fjárhagsstöðu veitunnar sé stefnt í
voða.
Til að nálgast þau markmið sem
sett voru í upphafi af hálfu sveitarfé-
laganna í viðræðum við stjórnvöld
um lausn fjárhagsvandræða nokk-
urra hitaveitna, telur viðræðunefnd
Akureyrarbæjar að eftirtaldar að-
gerðir þurfi að koma til fram-
kvæmda.
1. í væntanlegu samkomulagi Ak-
ureyrarbæjar og ríkisins verði skýrt
kveðið á um tryggingu ríkissjóð á
afkomu hitaveitunnar ef forsendur
breytast frá því sem gert er ráð fyrir
í útreikningum.
2. Nýtt verði heimild fjármálaráð-
herra í lánsfjárlögum til að skuld-
breytinga á þeim lánum hitaveitunn-
ar sem eru í þýskum mörkum og
jenum og bera fasta vexti. (Pessi
aðgerð er óháð nýja láninu.)
3. Ríkisábyrgðargjald af lánum er
tekin verða á næstunni verði endur-
greitt veitunni. (Ríkisábyrgðargjald-
ið af þessu 32 milljón dollara láni er
eitt svarar til 10% af tekjum hitaveit-
unnar fyrir árið 1987.
4. Akureyrarbær fái raflínur og
búnað sem er í eigu RARIK en
þjónar Hitaveitu Akureyrar, enda
greiddi hitaveita Akureyrar á sínum
tíma stærstan hluta raflínanna sem
og öll spennumannvirki. Rafveitu
Akureyrar verði stðan heimilað að
selja hitaveitu Akureyrar eftir þess-
um línum.
5. Ríkissjóður fslands og eða,
Orkusjóður gangist undir að greiða
hluta, t.d. 50% af kostnaði er verður
á næstu 10 árum við rannsóknir á
borunum á virkjuðum svæðum eða
væntanlegum virkjunarsvæðum
Hitaveitu Akureyrar.
„Þetta eru lágmarksforsendur
þess að Hitaveita Akureyrar þori að
fara út í orkuverðslækkun.
Hins vegar hefur orkuverð verið
lækkað að meðaltali um 5%, en af
allt öðrum ástæðum. Það er nýlega
búið að gera hitastigsmælingar sem
verður til þess að orkuverð breytist,
sumir lækka töluvert en aðrir hækka,
en að meðaltali er það fyrrgreind
lækkun.
Ríkissjóðsábyrgðargjaldið sem
við erum að borga fyrir lántökuna
fyrir þessa 32 milljónir dollara, étur
upp 10% þannig að það má segja að
við séum í rauninni að lækka um
15%. Ríkissjóðsábyrgðargjald þetta
er um 19 milljónir króna sem þýðir
10% af tekjum Hitaveitu Akureyrar
vegna orkusölu," sagði Franz Árna-
son hitaveitustjóri á Akureyri. ABS
Bóka-
brenna
Óánægðir framhaldsskólanemar
lögðu í kiöfugöngu frá fjármála-
ráðuneytinu klukkan 16.00 í gær.
Var gengið um miðbæinn og stað-
næmst fyrir framan Stjórnarráðið.
Þar varnaði lögreglulið nemendum
uppgöngu að húsinu, sem hrópuðu
þess í stað slagorð sín af Lækjargöt-
unni: „Við viljum menntastefnu" og
„Kaup handa kennurum". Því næst
var kennslubókum varpað í rusla-
tunnu og eldur lagður að, til að
leggja áherslu á, að ef ekki takist
samningar strax verði önnin þeim
ónýt. í hamaganginum slettist bens-
ín á nærstadda stúlku og kviknaði í
fötum hennar. Henni tókst þó fljótt
að slökkva eldinn og varð ekki meint
af.
Síðar var haldið aftur í fjármála-
ráðuneytið, þar sem nemendur
hugðust setjast að um hclgina.
Starfsmenn hleyptu þá engum inn en
fjórir nemendur höfðu orðið eftir og
munu dvelja í ráðuneytinu. Eggi var
varpa á lögregluna fyrir utan ráðu-
neytið í mikla óþökk nemenda sem
mótmæltu.
Hreyfing kom loks á samningsmál
í gær og sátu kennarar á sáttafundum
í gærkvöldi.