Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 28. mars 1987
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra:
„Fiskstofninn er
okkar besta veð“
Vel heppnaður fundur í Stapanum
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra og fjórir frambjóð-
endur Framsóknarflokksins í
Reykjaneskjördæmi héldu vel
heppnaðan stjórnmálafund í Stap-
anum í Kcflavík í gær. Flutti
Halldór þar stórgóða ræðu um
stefnu sína og Framsóknarflokks-
ins í sjávarútvegsmálum og svaraði
fyrirspurnum.
f ræðusinnisagði Halldórm.a.:
„Ég tel sjávarútveginn vera eina
heild og tel afkomu hans og alla
uppbyggingu skipta meginmáli fyr-
ir þjóðfélagið í heild og því ætla ég
ekki á einn eða annan hátt að gera
upp á milli landshluta. Hitt er
annað mál að í stjórn þessara
mála, þá eru ýmsir sem halda því
fram að stjórnun sjávarútvegsins
komi sérstaklega illa við einstaka
aðila. Oft og tíðum er það vegna
þess að menn hafa lent í erfiðleik-
um, vilja oft ekki brjóta þessa
erfiðleika til mergjar og finnst oft
þægilegt að kenna um tilteknum
aðferðum." Ræddi Halldór því
næst um árangur ríkisstjórnarinnar
á yfirstandandi kjörtímabili.
„Sú ríkisstjórn sem nú er að fara
frá setti sér nokkur markmið í
upphafi þessa kjörtímabils. Pessi
markmið voru í sjálfu sér mjög
einföld. Þau voru einföld vegna
þess að það var alvarlegt ástand í
þjóðfélaginu og það var nánast
hver einasti maður sem vildi að
tekist yrði á við þessi vandamál og
úr þeim leyst. Á slíkum tímum er
yfirleitt þægilegt að koma sér sam-
an um markmið, það er hins vegar
svo þegar betur gengur, þá á margt
að gera og það gengur stundum illa
að skipta því sem til skiptanna er.
Höfuðmarkmiðin voru einkum
þrjú. í fyrsta lagi að auka kaupmátt
lægstu launa. I öðru lagi að koma
á jöfnuði í viðskiptum við önnur
lönd. Og í þriðja lagi en alls ekki
síst, að koma verðbólgunni niður.
Þetta hefur allt saman tekist. Og ég
hygg að það sé einsdæmi í Vestur-
Evrópu að koma niður verðbólgu
með jafnskjótum hætti, en jafn-
framt að ná jöfnuði í viðskiptum
við önnur lönd og auka jafnframt
stórlega kaupmátt launa. Það kom
að vísu við pyngju launþegans í
fyrstu, en síðan rættist úr. Hvernig
gat þetta gerst? Hver er ástæðan
fyrir því að þetta var hægt? Auðvit-
að eru ýmsar ástæður og ég hef
heyrt hagfræðinga halda því fram
að hér ráði fyrst og fremst gengis-
stefna, vaxtastefna og ýmislegt
þess háttar. Ég tel ekki að svo sé.
Auðvitað skiptir það máli, en meg-
inástæðan er sú hvernig gengið
hefur í sjávarútvegi og þar hefur
vel til tekist. Ekki aðeins af hálfu
stjórnvalda, heldur einnig af hálfu
þeirra fyrirtækja sem sjávarútveg-
inn stunda og alls þess fólks sem
þar vinnur. Sjávarútvegurinn er
einu sinni undirstaða þjóðfélags-
ins, það er þessi atvinnugrein sem
skiptir lang mestu máli og ef við
ætlum að sækja fram á veg, þá
verður það ekki gert án sjávarút-
vegsins. Þar af leiðandi skiptir það
meginmáli hvernig þessari atvinn-
ugrein er stjórnað og hvaða mark-
mið og hvaða stefna er mörkuð í
þeim málum.“
Halldór Ásgrímsson í pontu í Stap-
anum.
Þá ræddi Halldór um stærð fiski-
skipaflotans og hvernig honum var
bjargað nánast frá gjaldþroti á
árinu 1983. Það sem þá var gert var
í fyrsta lagi að-. endurskipuleggja
fjárhag hans, í öðru lagi að auka
verðmætið, í þriðja lagi að nýta
vannnýtta stofna og í fjórða lagi að
lækka tilkostnaðinn. Þetta vargert
og jafnframt tekin sú ákvörðun að
auka ekki við flotann. Þetta er
megin atriði og sagðist Halldór
vona að menn myndu halda því
áfram. Jafnframt sagði Halldór.:
„Þetta er aðalatriðið, fyrir utan
það að skammta aflann á hvert
skip, þó hvert skip hafi jafnframt
ákveðið svigrúm í því skyni að
lækka tilkostnaðinn og hvetja
menn til að fara sem best með
aflann. Nú hefur að vísu verið
heimiluð endurnýjun á þessum
kvóta, vegna þess að við gerum
okkur grein fyrir því að það er ekki
hægt að nota hann alla tíð og þess
vegna er betra að leyfa hæfilega
endurnýjun á ári hverju og stefna
að endurnýjun hans smátt og
smátt. Þessi endurnýjun cr hafin,
en var ekki heimiluð fyrr en ljóst
var að fiskiskipaflotinn var
farinn að skila bærilegri afkomu.
Afkoma flotans er betri nú en
nokkru sinni fyrr og það er ástæðan
fyrir því að við getum endurnýjað
hann.“
Halldór rakti því næst aflahorfur
í nútíð og framtíð og var það gert
með aðstoð myndvarpans. Einnig
rifjaði Halldór upp atburðina frá
1980, þegar allmargir líffræðingar
risu upp og héldu þvf fram að
ekkert annað væri hægt að gera
þegar að áfalli kom þá, en að veiða
gegndarlaust og drepa allt sem við
gætum, til að þeir fiskar sem eftir
yrðu fengju sem best skilyrði. Það
hefði verið auðvelt að trúa þeim,
en svo var ekki gert, heldur hlustað
á fiskifræðinga Hafrannsóknar-
stofnunar og þeir vissu líka hvað
þeir sungu. Ef ráðum líffræðing-
anna hefði verið hlýtt, hefðu sjó-
menn ekki veitt 120.000 tonn af 6
ára fiski á síðasta ári.
„Það verður að tryggja að ekki
verður gengið óþarflega nærri fisk-
stofninum. En það að ganga of
langt í veiðum, þýðir að við erum
að rýra framtíðarmöguleikana. En
kröfurnar í þjóðfélaginu kalla oft
fram heldur mikla veiði. Menn
vilja fá hærri laun og menn vilja
byggja meira af opinberum bygg-
ingum. Allt þetta verður af borga
í raun með fiski. Og ef við göngum
of langt í þessari uppbyggingu, ef
við göngum of langt í uppbyggingu
okkar eigin lífskjara, þá getum við
rýrt framtíðarstöðuna. Ég hef lagt
á það áherslu við þá menn, sem
hafa komið til mín og verið að
yfirheyra mig um stöðu þjóðarbús-
ins frá erlendum aðilum, til að vita
hvort þeir eigi að lána okkur áfram,
að það sé allt í lagi með þessar
skuldir sem við íslendingar erum
með svo framarlega að fiskistofn-
arnir væru ílagi, því þeir séu okkar
besta veð.“
„Um 1970 var útflutningsverð-
mæti sjávarafurða 100 milljónir
dollara. 1981 náðum við okkar
hámarki, þegar ekki var hægt að
ganga lengra og 1982 fór fram-
leiðsluverðmæti niður í 600 millj-
ónir dollara. Þá urðu menn sam-
mála um að nú yrði að grípa til
harkalegra aðgerða. Því miður
náðist ekki samkomulag og var ég
persónulega á þeirri skoðun að þá
hefði átt að slíta þeirri ríkisstjórn.
En það var ekki gert.
Sjávarafurðir eru tæplega 80%
af okkar útflutningsverðmæti.
Sjávarútvegurinn er mikilvægur
múr sem ekki má brjóta niður. En
það er hægt með skipulagsleysi.
Einn fyrrverandi þingmaður sagði
eitt sinn að sjálfstæðismenn myndu
selja ömmu sína ef þeir fyndu
markað fyrir hana. Við höfum ekki
þessa ofurtrú á markaðnum. Og
við trúum því ekki að hin ýmsu
samfélagslegu vandamál verði leyst
með þessum lögmálum. Það leysir
ekki vandamál sjávarútvegsins. Ef
bylgja frjálsræðis rís í sjávarútveg-
inum, þá verður erfitt, ef ekki nær
ómögulegt að stöðva hana. Frelsi
getur hæglega orðið að ófrelsi."
Halldór lauk síðan máli sínu
með eftirfarandi orðum:
„Standið góðan vörð um ykkar
sjávarútvegsfyrirtæki. Sum eru
blómleg, önnur eiga í erfiðleikum.
Fram úr þessum erfiðleikum er
hægt að ráða ef menn standa
sarnan."
Síðan héldu frambjóðendur
stuttar tölur og eftir það hófust
fyrirspurnir og tókust þær vel og er
ekki að efa að fundargestir hafi
farið ánægðir af þessum mjög fróð-
lega og skemmtilega fundi. -SÓL
Júlíus Sólnes, fyrsti maöur S-listans á Reykjanesi:
Báknið burt, en öryggisnet
fyrir þá sem þess þurfa með
- Sjálfstæöisflokkurinn of mikill kerfisflokkur
„Ég vil ekki kalla þessa lista
samtíning, við njótum greinilega
mikils stuðnings hjá almenningi og
ekki þessum klíkuhópum sem telja
sig eiga ákveðna stjórnmálaflokka
og völd í þjóðfélaginu. Og ég fagna
því mjög að hingað kemur maðurinn
af götunni til að ljá lið sitt,“ sagði
Júlíus Sólnes, efsti maður Borgara-
flokksins á Reykjanesi í samtali við
Tímann í gær. Sagði Júlíus að allt
væri í fullum gangi að manna lista og
að þeim yrði sennilega ekki skilað
inn fyrr en kl. tólf á miðnætti.
Aðspurður um hvaða stefnu þessi
flokkur ætlaði sér að fylgja, sagði
Júlíus að það ætti alveg eftir að móta
hana. „Auðvitað má segja að tilurð
þessa framboðs eru borgaraleg öfl
og ég sjálfur kem úr þeim arminum.
Við aðhyllumst stefnu frjálslyndra
borgaralegra afla og ég geri ráð fyrir
því að við höfum það að markmiði
að draga úr ríkisumsvifum, en reyna
efla traustið á einstaklinginn og
atorku hans.
Við viljum draga úr þeirri kerfis-
og miðstýringu sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur færst meir og meir inn á.
Hins vegar eru allir hér sammála um
að það beri að viðhalda fullkomnu
öryggisneti undir þeim sem minna
mega sín í þjóðfélaginu.
Þó að eigi eftir að móta stefnuna
betur, þá getur þú ímyndað þér
hvaðan hryggurinn í þessum samtök-
um kemur og að þau hljóta að
aðhyllast stefnu sem líkist stefnu
Sjálfstæðisflokksins," sagði Júlíus
Sólnes. -phh
Guðmundur Ágústson, annar maður á S-lista í Reykjavík:
Auðvitað er þetta
viss frjálshyggja
- sem stefnt er að, með áherslu á frelsið.
„Nei, ég hef ekki haft afskipti af
stjórnmálum áður, ég hef bara
haldið mig við lögmennskuna,"
sagði Guðmundur Ágústsson, 28
ára héraðsdómslögmaður og
þriggja barna faðir, sem nú situr í
öðru sæti Alberts-listans í Reykja-
vík.
„Ég verð nú að segja að ég er
ekki farinn að átta mig á því enn
þá hvaða afleiðingar þetta hefur í
för með sér. Það var meira þannig
að ég hafði áhuga á að vera með
Albert í þessu og hafði ekkert
endilega í huga að vera ofarlega á
lista, en síðan æxlaðist þetta svona,
og auðvitað er stefnt á þingsæti,"
sagði Guðmundur.
Aðspurður hvar hann stæði í
stjórnmálum, sagðist Guðmundur
vera hægra megin við miðju. Stefna
flokksins væri ekki opinber enn þá,
en sér sýndist þetta stefna í hægri
flokk. „Þetta er klofningur úr Sjálf-
stæðisflokknum, með breyttum
áherslum. Það er kannski hin upp-
haflega Sjálfstæðisstefna sem ræð-
ur meiru hjá okkur, með meiri
áherslu á frelsið. Auðvitað er þetta
frjálshyggjustefna að einhverju
leyti, en hvernig það kemur út
ræðst núna á næstu dögum,“ sagði
Guðmundur Ágústsson. -phh
Stjóm Mjólkurfélags Reykjavíkur. F.v. fremri röð: Jón M. Guðmundsson,
formaður, Sigurður Eyjóifsson forstjóri, Magnús Jónasson varaformaður.
Aftari röð f.v. Vífill Búason, Helgi Jónsson, Sigurður Sigurðsson.
Mjólkurfélag
Reykjavíkur
70 ára
í dagermjólkurfélagReykjavíkur •
70 ára, en það hefur starfað í sinni
núverandi mynd allt frá árinu 1917.
Aðdragandinn að stofnun félags-
ins var sá að öflun, dreifing og
meðferð mjólkur varð mikilvægt mál
á fyrstu áratugum aldarinnar og tók
félagið að sér þessa starfsemi. Fljót-
lega færði félagið út kvíarnar og árið
1926 keypti félagið kornmyllu og tók
að reka smásöluverslun samhliða
bændaverslun, og mjólkurbúðir um
allan bæ og brauðgerðarhús. Mjólk-
urfélagið hóf rekstur sem samvinnu-
félag innan Sambands ísl. samvinnu-
félaga en gekk úr SÍS 1924 og hefuv
síðan starfað í félögum kaupmanna
í Reykjavík. Núverandi forstjóri
félagsins er Sigurður Eyjólfsson.
„Hann
vill ekki
þegja“
- umsögn sjávarútvegs-
ráöherra um krata
Umsögn Halldórs Ásgrímsson-
ar, sjávarútvegsráðherra á fundi
í Stapanum á miðvikudaginn um
hljóðnema einn vakti mikla kát-
ínu og hlátur. Atvikið kom upp
þegar að Halldór hóf myndvarps-
sýningar og lagði frá sér hljóð-
nemann. En hann vildi ekki
þagna.
Sagði þá Halldór: „Hann hlýt-
ur að vera krati þessi hljóðnemi.
Hann vill ekki þegja.“ Þótti
mörgum vel sagt hjá Halldóri og
krötum réttilega lýst. -SÓL