Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. mars 1987 Tíminn 15 ÚTLÖND Sovétríkin: RÁÐSTEFNAÁ NÆSTA ÁRI Moskva - Reuter Sovéski kommúnistaflokkurinn mun á næsta ári halda mikilvægan fund sem kallast því einfalda nafni, ráðstefna. Verður það í fyrsta sinn síðan árið 1941 að slík ráðstefna er haldin. Það var dagblaðið Sovetska- ya Rossiya sem skýrði frá þessu í gær. Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi lagði til að ráðstefnan yrði haldin á fundi miðnefndar kommúnista- flokksins í janúarmánuði. Ekkert hefur verið minnst á slíka samkundu síðan þá fyrr en nú að greinin birtist í Sovetskaya Rossiya. í valdastiganum er ráðstefna einni skör lægra en þing kommúnista- flokksins og á henni er ekki hægt að gera breytingar á forystuliði flokksins. Hins vegar er hægt að samþykkja stefnumarkandi tillögur á sviði efnahagsmála og þjóðfélags- mála. Gorbatsjov sagði sjálfur á fundi miðnefndarinnar í janúar að ráð- stefnan ætti að fást við leiðir til að auka lýðræði í sovéska þjóðfélaginu. Frá þingi kommúnistaflokksins: Sovétleiðtoginn hefur lagt til að leynilegar kosningar verði viðhafðar við kjör embættismanna flokksins, allt upp í leiðtoga hinna fimmtán lýðvelda Sovétríkjanna. Hingað til Mikilvæg ráðstefna á næsta ári. hefur flokksforystan stungið upp á manni í laust embætti og síðan hefur handaupprétting verið viðhöfð. Hef- ur ekki þurft að telja í slíkum kosningum. Shultz ræddi við Nixon Washington - Reuter Richard Nixon fynrum Bandaríkja- forseti: Enn hafður með í ráðum. George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna átti fund með Ric- hard Nixon fyrrum Bandaríkjafors- eta í Washington í gær. Fundurinn virtist vera liður í undirbúningi utan- ríkisráðherrans fyrir ferð hans til Sovétríkjanna í næsta mánuði. Fundur þessi átti að vera leynileg- ur, ekki var tilkynnt um hann og Nixon kom bakdyramegin inn í skrif- stofur utanríkisráðuneytisins. Tals- maður ráðuneytisins varð hins vegar síðar meir að viðurkenna að fundur- inn hefði verið haldinn að beiðni Shultz. Talsmaðurinn Charles Redman benti þó á að slíkir fundir væru alls ekkert óvenjulegir t.d. hefði Reagan forseti átt fund með bæði Nixon og Gerald Ford, öðrum fyrrum Banda- ríkjaforséta, áður en hann hélt til Genfar árið 1985 á leiðtogafund stórveldanna tveggja. Reagan sagði fyrir tveimur vikum að hann ætlaði að senda utanríkis- ráðherra sinn til Moskvu til að ræða frekar um tillögur um að fjarlægja meðaldrægar kjarnorkuflaugar ris- aveldanna frá Evrópu. Nixon var forseti þegar gagn- flaugasáttmálinn (ABM) var undir- ritaður árið 1972. Framhaldsnám í sérkennslufræðum við Kennaraháskóla íslands Kennaraháskóli íslands býður fram eftirfar- andi framhaldsnám til B.A. prófs í sérkennslu- fræðum sem hefst haustið 1987: 1. áfangi (30 einingar), hlutanám. 2. áfangi (30 einingar), hlutanám. Hvor áfangi tekur tvö ár í hlutanámi þannig að unnt er að stunda það samhliða kennslu. Kennarar sem Ijúka báðum áföngum ásamt verklegu námi (15 ein.) hljóta B.A. gráðu í kennslu barna með sérþarfir. Til að hefja fyrsta áfanga námsins þurfa umsækj- endur að hafa full kennararéttindi (skv. lögum 48/1986) og a.m.k. tveggja ára kennslureynslu. Umsækjendur um annan áfanga skulu auk þess hafa lokið fyrsta áfanga eða samsvarandi viðurkenndu námi í sérkennslufræðum (30 ein.) Kennaraháskóli íslands áskilur sér rétt til að velja úr hópi umsækjenda á grundvelli skriflegra umsókna, meðmæla og viðtala. Nánari upplýsingar um nám þetta, ásamt umsókn- argögnum, fást á skrifstofu Kennaraháskóla íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík. (Sími 688700). Framlengdurumsóknarfresturertil 15. apríl 1987. Rektor Sögur af óhugnaði Rcuter í Fíladelfíu vestur í Bandaríkjun- um er nú verið að rannsaka óhugn- anlegt mál er varðar Gary nokkurn Heidnik, 42 ára gamlan mann sem titlað hefur sig prest í „Sameinuðu kirkju sendiboða Guðs“. Hús sitt hefur hann kallað trúboðsstöð fyrir konur í vandræðum en svo virðist sem hann hafi pyndað, nauðgað, drepið og jafnvel íagt sér til munns konur í nokkurn tíma. Fjórum konum var í vikunni bjargað úr prísundinni í húsi Heidn- iks og voru þær allar illa á sig komnar eftir að hafa verið hlekkjað- ar við rör í þessu hryllingshúsi. Pær sögðu Heidnik flafa barið sig og notfært sig kynferðislega dag hvern. Ein kvennanna sagði Heidnik hafa gortað sig að því að hafa drepið konu, skorið líkið niður og sett í gegnum hakkavél og gefið þeim að éta. í gær höfðu um 10 kíló af mannabeinum fundist í húsi Hei- dniks. Konurnar skýrðu einnig frá því að böðull þeirra hefði drekkt einni konu í vatni með því að hleypa rafstraumi í hana. Þetta óhugnanlega mál er nú í rannsókn og er Heidnik haldið í fangelsi ásamt öðrum manni sem grunaður er um að vera samsekur. Reuter fréttastofan skýrði einnig frá öðru máli þar sem mannát virtist tengjast morði. Austur í Singapúr drápu kona og þrír bræður hennar mann konunnar sem mun hafa verið ofbeldisgjarn og barið konu sína oft og einatt. Þau voru ákærð fyrir rétti í gær, sökuð um að hafa myrt manninn, skorið hann í búta og eldað í karrý. Einn bræðra konunnar var slátrari að atvinnu. ÁSKRIFT AÐ TIMANUM Ég undirritaöur/uð óska eftir að gerast áskrifandi að TÍMANUM. 3 nýjar matreiðslubækur Sigmars B. Haukssonar verða sendar mér um leið og ég staðfesti umsókn þessa. Nafn Nafnnr. Heimili Sýsla Sími Póstnr. Einnig ertekiö viö áskriftum í síma 91-686300 Síðumúla 15, 105 Reykjavík A Útboð Dalræsi Tilboð óskast í að gera safnræsi 300-400 mm meðfram Kópavogslæk samtals 1073 lengcfar- metra. Einnig skal leggja 182 metra af 250 mm regnvatnslögn. Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu bæjarverkfræðings Kópavogs, Fannborg 2, frá og með mánudeginum 30. mars gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 7. apríl 1987 og verða þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Bæjarverkfræðingur Útboð Súgandafjörður 1987 v/V/Æ VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 2,4 km, fylling 1.500 m3, neðra burðarlag 4.600 m3. Verkinu skal lokið 10. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 13. apríl 1987. Vegamálastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.