Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. mars 1987
Tíminn 11
„Unga fólkið burðar-
ás nýsköpunar"
- sagöi Steingrímur Hermannsson á fjölmennum fundi í Kópavogi
Um hundrað manns sóttu fram-
boðsfund hjá frambjóðendum
Framsóknarflokksins á Reykjanesi
sem haldinn var í Félagsheimili
Kópavogs í fyrrakvöld.
Þar fluttu fjórir efstu frambjóð-
endurnir ræður og svöruðu fyrir-
spurnum fundarmanna.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra, flutti yfirgripsmikla
ræðu um efnahagsmál, stöðu þeirra
og horfur. Máli sínu til stuðnings
hafði hann skyggnur sem sýndu
þróun þessara mála undanfarna
áratugi og spá fram í tímann. Hann
benti á þann mikla árangur sem
náðst hefur í efnahagsmálum á
síðasta kjörtímabili og lagði
áherslu á að sá stöðugleiki sem
skapast hefur verði varðveittur og
nýttur til sækja fram á við í sókn til
bættra lífskjara.
í því sambandi benti hann sér-
staklega á nýsköpun í atvinnulífi
og rakti þá möguleika sem þar eru
fyrir hendi. „Þar lít ég ekki síst til
unga fólksins, það hefur dugnað,
metnað og hæfileika til að sækja
fram og ég hef í viðræðum mínum
við ungt fólk fundið áhuga þess á
þessum málum.
Við myndun þessarar ríkis-
stjórnar lagði ég áherslu á að
viðkvæmum málum sem verið væri
að vinna að yrði haldið innan
ríkisstjórnarinnar og þingflokka
stjórnarflokkanna. Reynsla mín af
fyrri stjórn sannfærði mig um að
trúnaður yrði að ríkja milli sam-
starfsflokkanna ef árangur ætti að
nást. Það tókst.“ Síðan vitnaði
hann til reynslu sinnar af stjórnar-
samvinnu við Alþýðubandalag og
krata. „Því miður var það svo að
þá láku öll mál strax út til fjölmiðla.
Við fréttum um það í sjónvarpi og
útvarpi hvað rætt hefði verið á
lokuðum fundum okkar strax og
við komum heim. Árangurinn varð
í samræmi við það. Þannig dugar
ekki að vinna.“
Þá taldi hann erfitt að átta sig á
stefnu Alþýðuflokksins „enda talar
formaður þeirra út og suður í
hverju máli eftir því hvar hann er
hverju sinni“.
Steingrímur lýsti yfir áhyggjum
sínum vegna þeirra verkfalla sem
nú standa yfir og eru í aðsigi og
taldi þau mál ein þau erfiðustu sem
ríkisstjórnin hefði átt við að glíma.
„En á þeim verður að finnast
lausn.“
Þá kynnti hann utanríkisstefnu
Framsóknarflokksins, sérstöðu ís-
lands á alþjóðavettvangi og hversu
sterk staða okkar er þar. Hann
taldi engan vafa á að það sam-
komulag sem náðist á fundi nor-
rænu utanríkisráðherranna um við-
ræður um kjarnorkulaust svæði
mætti rekja til einarðrar stefnu
Framsóknarflokksins í ríkisstjórn
til friðarmála. „Við viljum heiminn
án kjarnorkuvopna og samstaða
Norðurlanda á því sviði getur ráðið
miklu þar um.“
í lok ræðu sinnar lagði hann
áherslu á mikilvægi þess að Fram-
sóknarflokkurinn kæmi sterkur út
úr þeim kosningum sem framund-
an eru og hvatti stuðningsmenn á
Reykjanesi til að berjast ötullega
að stórsigri þar.
Jóhann Einvarðsson ræddi
húsnæðismálin ítarlega og þau nýju
lög sem félagsmálaráðherra hafði
forgöngu um að setja. Hann taldi
ómaklega að þeim vegið af hálfu
andstæðinganna sem „fyndu þeim
það eitt til foráttu að þau gæfu of
mörgum möguleika". Jóhann benti
Jóhann Einvarðsson 2. maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi fjallaði um húsnæðismál á
fundinum og sést hér í ræðustól. Aðrir á myndinni eru frá vinstri: Níels Árni Lund, Elín Jóhannsdóttir, Steingrimur
Hermannsson og Skúli Sigurgrimsson fundarstjóri.
Hluti fundarmanna á
Kópa vogsfundinum.
í stað þess að kljúfa Sjálfstæðis-
flokkinn.
Níels ræddi síðan stöðu Fram-
sóknarflokksins. „Framsóknar-
flokkurinn er hið ábyrga stjórn-
málaafl sem þjóðin treystir á. Hann
slævir öfgarnar til hægri og vinstri
og stefna hans í efnahagsmálum og
öðrum veigamiklum málaflokkum
hefur reynst farsæl.
Hann er eini flokkurinn sem
hefur á að skipa sterkri og ábyrgri
forystu og það veit þjóðin og það
óttast andstæðingarnir.“
Níels ræddi síðan um nauðsyn
þess að Framsóknarflokkurinn
tryggi stöðu sína á Reykjanesi „og
ég fullyrði að það er ekki síður
mikilvægt fyrir íbúana þar að eiga
málsvara innan Framsóknarflokks-
ins eins áhrifamikill og hann er í
íslenskum stjórnmálum."
Elín Jóhannsdóttir talaði aðal-
lega um málefni Kópavogs og þarf-
ir íbúanna þar. Hún minnti á að
á að áætlað er að lánsumsóknir í
mars til desember 1987 verði jafn
margar og þær hafa verið frá sept-
ember 1986. Á síðasta ári úrðu
umsóknir um 6500 og eru nú komn-
ar um 1300 á tveimur fyrstu mánuð-
um þessa árs. Jóhann benti á að
þessi fjöldi væri ekki óeðlilegur
þegar tillit væri tekið til að mjög
margir hafa beðið með að sækja
um lán allan fyrri hluta síðastliðins
árs og fram til 1. september vegna
vitneskjunnar um hið nýja kerfi.
Þá væri nú sú breyting að í stað
þess að sækja um lán eftir að
húsnæðið var orðið fokhelt eins og
áður gilti sæki menn nú um lán
áður en þeir taka ákvarðanir um
framkvæmdir eða kaup og því
hljóti umsóknir að vera talsvert
fleiri en þegar frá líður. Umsóknir
síðustu 6 mánaða bera þess glöggt
merki að menn eru að vinna sig úr
eldra kerfinu í hið nýja. Þá hefur
hin mikla umræða um húsnæðismál
án efa orðið til þess að mjög margir
sækja um lán til að komast í
biðröðina fremur en þeir séu að
kaupa eða byggja. „Þessi umræða
er þvf tengd komandi ikosningum
og verið í meira lagi pólitísk.“
Níels Árni Lund minnti á þann
árangur sem náðst hefur í þeim
málaflokkum sem ráðherrar Fram-
sóknarflokksins hafa farið með og
benti því til stuðnings á árangur í
efnahagsmálum, og sjávarútvegs-
málum og tók undir þau orð sjávar-
útvegsráðherra fyrir skömmu að
það væri óhæfa að aðrir flokkar en
Framsóknarflokkurinn gengju til
kosninga án þess að hafa nokkra
stefnu í sjávarútvegsmálum sem
þó ráða mestu um framtíð þjóðar-
innar.
Þá benti Níels á það ófremdar-
ástand sem ríkir í menntamálum
og að ósamið væri við kennara og
heilbrigðisstéttir, og taldi að nær
hefði verið fyrir Þorstein Pálsson
að sinna samningagerð við þá aðila
Framsóknarflokkurinn á stærstan
þátt í uppbyggingu kaupstaðarins
og þeirrar þjónustu sem þar er fyrir
hendi og fullyrti að núverandi
meirihluti tæki við góðu búi. Síðan
hvatti hún Kópavogsbúa til að
veita Framsóknarflokknum stuðn-
ing í þeirri kosningabaráttu sem í
hönd fer og ..“ég vona að Kóp-
avogur geti áfram orðið sú græna
vin á þessu þéttbýlissvæði sem
hann hefur verið til þessa."
1 lok fundarins þakkaði Stein-
grímur Hermannsson fundar-
mönnum komuna og áréttaði
mikilvægi þess að Framsóknar-
flokkurinn kæmi vel út úr kosning-
unum. E.S.