Tíminn - 28.03.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn
FRÉTTAYFIRLIT
MOSKVA — Sovéska frétta-
stofan Tass gagniýndi Mar-
gréti Thatcher harolega, aö-
eins einum degi fyrir heimsókn
breska forsætisráðherrans til
Sovétríkjanna. Thatcher mun
eiga viðræður við Mikhail Gor-
batsjov Sovétleiðtoga og aðra
háttsetta ráðamenn þá fimm
daga sem hún verður í landinu.
MOSKVA — Sovóskir gyð-
ingar mótmæltu á friðsaman
hátt í miðborg Moskvu og
sögðust vonast til að Margrét
Thatcher forsætisráðherra
Bretlands tæki upp mál þeirra
er hún kæmi í heimsókn sína
til Sovétríkjanna í dag.
LUNDÚNIR - Hið mikla
peningamagn sem nú streymir
í gegnum hlutabréfamarkaði
hefur valdið því að verð á
hlutabréfum er orðið gífurlega
hátt. Sumir efnahagssér-
fræðingar sögðu hið háa hluta-
bréfaverð ekki vera réttlætan-
legt í Ijósi þess að efnahags-
ástandið í heiminum væri óst-
öðugt mjög.
MOSKVA — Háttsettir so-
véskir embættismenn sögðu
að mörg erlend fyrirtæki hefðu •
sýnt áhuga á samvinnu við
Sovétmenn um að setja upp
sameiginlegan fyrirtækjarekst-
ur í landinu. Þeir bættu við að
um þrjátíu drög að samkomu-
lagi um sameiginlegan við-
skiptarekstur hefðu verið
undirrituð við vestræn fyrirtæki
til þessa.
WASHINGTON - Efna-
hagsráð Reagans Bandaríkj-
aforseta hefur lagt til að teknar
verði upp refsiaðgerðir gegn
Japansstjórn fyrir að brjóta
samkomulag frá síðasta ári er
gert var til að koma í veg fyrir
undiitioð Japana á örflögum.
BARCELÓNA — Kraftmikil
sprengja sprakk í bifreið í Bar-
celónuborg á Spáni og varð
einum þjóovarðliða að bana.
MADRÍD — Flugsamgöngur
og ferðir járnbrauta á Spáni
stöðvuðust nánast í gær þegar
járnbrautarstarfsmenn og
starfslið á flugvöllum lagði nið-
ur vinnu og gekk í lið með
stúdentum og starfsmönnum
heilbrigðisþjónustunnar í mót-
mælum gegn sósíalistastjórn
Felipe Gonzalez forsætisráð-
herra.
Laugardagur 28. mars 1987
Deilur Grikkja og Tyrkja tóku á sig hættulega mynd í gær:
Átðk á Eyjahafi?
Reuter
Andreas Papandreou forsætisráð-
herra Grikklands varaði stjóm Tyrk-
lands við því í gær að grískir herir
væru viðbúnir til að ráðast gegn
hvers konar árásarher. Viðvörun
Papandreou kom í kjölfar frétta um
að tyrkneskt rannsóknarskip væri á
leið til umdeilds hafsvæðis í Eyjahaf-
inu og fylgdu því ónefndur fjöldi
herskipa.
Papandreou sagði á neyðarfundi
sem gríska ríkisstjórnin hélt að
gríski herinn væri fullfær um að sýna
Tyrkjum í tvo heimana ef þeir sýndu
árásargirni.
í Ankara, höfuðborg Tyrklands,
gaf tyrkneski herinn út tilkynningu
þar sem rannsóknarskipið Sismik 1
var sagt vera á leið út á umdeilt
hafsvæði og myndi skipið sigla inn á
þetta svæði í dag. f tilkynningunni
var tekið fram að herskip væru í
fylgd með Sismik 1.
Deilur stjórna þessara tveggja
ríkja um hafsvæði á Eyjahafinu, þar
sem báðir aðilar vilja leita að olíu,
hafa verið að magnast verulega
undanfarna daga. Papandreou hefur
sakað Tyrki um að vilja skipta
Eyjahafinu í tvennt með því að
stunda rannsóknir á hafsvæði sem
gríski forsætisráðherrann segir vera
á grísku landgrunni. Papandreou
manaði tyrknesk stjórnvöld í fyrra-
dag í að fara með deilumál þetta
fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag og í
gær, er fréttist af ferðum Sismik 1,
sagði hann að Grikkir muni stöðva
skipið „... að sjálfsögðu ekki með
orðum því það er ekki hægt að
stöðva það með orðum“.
Ríkin tvö eiga bæði aðild að
NATO en hafa átt í langvarandi
deilum, bæði vegna veru tyrknesks
hers á Kýpur og nú vegna hafsvæðis-
ins þar sem rannsóknir fara fram.
Papandreou telur að 95% þess séu á
L
grísku landgrunni.
f gær var deila þessi svo heiftúðug
að bæði NATO og Bandaríkjastjórn
virtust ekki geta haft áhrif á gang
mála þar suður frá. Sendiherrar
NATO ríkjanna héldu þó neyðar-
fund í Brússel þar sem deilan og
yfirlýsingar gærdagsins voru ræddar.
Að honum loknum bauðst Carring-
ton lávarður, framkvæmdastjóri
bandalagsins, til að reyna að miðla
málum og í yfirlýsingu NATO voru
ríkin tvö beðin um að grípa ekki til
vopna því slíkt myndi ekki aðeins
skaða þau heldur myndi einnig hafa
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
Atlantshafsbandalagið í heild.
Kína:
Sumirsveitamenn
kunna ekkert með
peninga að fara
Pekíng-Reuter
Skot er mistókst: Enn eitt áfallið hefur hent geimferðastofnuiiina NASA.
Geimflaugaskot misheppnaöist:
Bjartsýnin fokin
út í veður og vind
Kanaveralhöföi-Reuter
Sumir kínverskir sveitamenn
vilja ekki geyma peninga sína í
banka heldur fela þá heima hjá sér
þar sem þeir oft grotna ellegar eru
étnir af rottum. Það var dagblað í
Kína sem skýrði frá þessu í gær.
Blaðið Efnahagsupplýsingar
birti bréf frá lesanda í Shanxihéraði
í miðhluta landsins og sagðist hann
hafa heimsótt bónda er hann
þekkti. Sá hafði heldur leiðinlega
sögu að segja bréfritaranum; hann
hafði sparað í fimm ár og átti 2000
yuan sem hann geymdi í holu í
jörðinni, en ekki fór betur en svo
að peningarnir grotnuðu í geymsl-
unni og urðu óbrúklegir.
Bréfritarinn sagði aðra bændur
fela peninga sína í veggjum eða
upp á loftum í húsum sínum þar
sem rottur kæmust auðveldlega að
og virtust þær hafa bestu lyst á
kínverska gjaldmiðlinum.
Dagblaðið sagði suma bændur
ekki hafa nokkurt vit á hvernig
þeim bæri að nota peninga, í stað
þess að setja þá í banka geymdu
þeir þá á heimilum sínum svo að
vandamennirnir gætu notað þá er
dauðinn kæmi í heimsókn. Aðrir
vissu, jú, af bönkum en þyrðu ekki
að setja peningana inn þar sem
þeir óttuðust að nágrannarnir
kæmust að hversu vel þeir væru
settir fjárhagslega.
Forystumenn bandarísku geim-
ferðastofnunarinnar NASA urðu
fyrir enn einu áfallinu í fyrradag
þegar þeim mistókst að senda Atlas-
Centaur geimflaug á loft. Þetta var
að vísu ómönnuð geimflaug en áfall-
ið var engu að síður verulegt í ljósi
þess að mikil endurskipulagning
hafði staðið yfir hjá stofnuninni
síðan geimflaugin Challenger sprakk
í loft upp þann 28. janúar á síðasta
ári og fórust þar allir áhafnar-
meðlimir, sjö talsins.
„Rétt í þann mund er haldið var
að óhætt væri að fara út í geiminn
fær NASA ný vandamál að fást við,“ '
sagði John Pike hjá stofnun banda-
rískra vísindamanna í Washington
sem hefur gcimáætlanir á dagskrá
sinni.
Geimflaugin, sem kostaði 78 millj-
ónir dollara, átti að fara með fjar-
skiptahnött út í geiminn sem nota
átti í hernaðarlegum tilgangi, nefni-
lega til að halda sambandi milli
forseta Bandaríkjanna og yfirmanna
í skipum og flugvélum Bandaríkja-
hers sem og hershöfðinga á vígvellin-
um sjálfum.
Ljóst var að geimflaugin lét ekki
að stjórn skömmu eftir að henni
hafði verið skotið á braut og
sprengdu starfsmenn NASA hana í
tætlur innan við mínútu seinna.
Fjarskiptahnötturinn eyðilagðist
einnig en hann var stykki upp á 83
milljónir dollara.
Líklegt er talið að eldingu hafi
lostið í eldflaugina og valdið því að
hún lét ekki að stjórn á jörðu niðri
en sambandsleysið varð eftir að
flaugin hafði farið í gegnum þykkt
regnský. Starfsmenn NASA fá nú
það verkefni að reyna að safna
saman og hirða leifarnar af eldflaug-
inni, verk sem gæti tekið um tvo
mánuði.
NASA hcfur mátt þola hvert áfall-
ið á fætur öðru við að framkvæma
geimáætlanir Bandaríkjastjórnar.
Versta hörmungin varð þegar Chall-
enger sprakk í loft upp á síðasta ári
og öll áhöfnin fórst. Einnig töpuðust
tvær ómannaðar flaugar í apríl og
maí á síðasta ári. Þá hófst mikil
endurskipulagning hjá stofnuninni
og bjartsýni var ríkjandi í vikunni
eftir að sjö geimflaugar höfðu verið
sendar á loft upp án óhappa.
Slysið í fyrradag gæti þó átt eftir
að ganga að bjartsýninni dauðri um
tíma og örugglega ganga endanlega
frá Atlas-Centaur geimflaugaáætl-
uninni. NASA á aðeins eina slíka
flaug eftir og hefur ekki pantað fleiri
frá General Dynamics samsteypunni
sem framleiðir þær.
I gær var verið að rannsaka hvort
NASA hefði brotið reglur í sam-
bandi við leyfilegt veðurfar þegar
geimflaugum er skotið á braut.
Dumbungur var á Kanaveralhöfða
er óhappið átti sér stað.
Bandaríkin:
Grátlega
dýrtað
hlæja
Santa Cruz-Rcuter
Kostnaður við að hlæja hefur
hækkað um það bil fjórum sinnum
meira en almennur framfærslukostn-
aður í Bandaríkjunum. Það var
þarlendur kímniráðgjafi sem hélt
þessu fram í gær.
Ráðgjafinn benti á hækkanir á
gúmmíkjúklingum, hinum þekktu
MAD blöðum og öðru máli sínu til
sönnunar.
Malcolm Kushner heitir maðurinn
sem gefið hefur út skýrslu um kostn-
að við hlátur. Kushner stundaði
áður lögfræðistörf en er nú ráðgjafi
á sviði kímni.
Apalegt að reykja?
Þessari górillu hafði ekki borist fréttir af reyklausa deginum þegar
Guðmundur E. Sigvaldason jarðfræðingur, sem tók þessa mynd, rakst
á hana í Kamerún í vikunni. Að sögn Guðmundar hafði górillan yfirgefið
náttúrulegt umhverfi sitt og tekið upp samneyti við manninn. Eins og
sjá má hefur hún lært af manninum siði, sem við íslendingar gerðum
margir hverjir tilraun til að losna við í gær. Mynd: Guðm. Sigvaldason