Tíminn - 30.05.1987, Page 11

Tíminn - 30.05.1987, Page 11
Laugardagur 30. maí 1987 Tíminn 11 ■liSS Hlóðir. Lengst af hafa íslenskar húsfreyjur eldað matinn á hlóðum sem þessum. Á hlóðunum er hlóðapottur úr steypujárni. Lengst til vinstri er pottketill og við hlið hans brauðpottur, en undir þeim bökunarhella. Þar má einnig sjá vöfflujárn, en hlóðabrennari til að brenna kaffibaunir er á miðjum hlóðunum. Á veggnum má sjá strigasvuntu og strigaþurrku lengst til vinstri. Pottakrókar hanga uppi á vegg og við hlið þeirra kroftré til, að hengja kjöt i reyk og rúgkökukefli. Hór og pottahalda til að hengja í potta yfir eldi hangir á miðjum vegg í námunda við hrísvöndinn sem var nauðsynlegur til að sópa gólf og hýða börn. Ekki má gleyma litlu kolunni sem sá um að lýsa híbýlin, en ofan við hana hanga skreytt brauðmót. SURSAD 0G SODID I Bogasal Þjóðminjasafnsins var fyrir stuttu opnuð sýning er nefnist „Hvað er á seyði? Eldhúsið fram á okkar daga.“ Eins og nafnið ber með sér er verið að gefa okkur nútíma fólki innsýn í íslensk eldhús fyrri tíma, allt frá landnámi til nýliðinna ára. Viö Tímamenn ákváðum að athuga hvað væri á seyði og birtast hér nokkur sýnishorn úr eld- húsum fortíðar. HVAÐ ER Á SEYÐI? Kolaeldavél. Kolaeldavélar ásamt kokseldavélum tóku við af ísiensku hlóðunum. Á eldavélinni má sjá straujárn, vöfflujárn og pottpott með bryggju. Framan á eldavélinni hangir kolaskúffa, en undir henni russkubretti og kústur. Sótskafa hangir vinstra megin. Gaseldavél, en i Reykjavík var töluvert um gaseldavélar á tímum Gasstöðvarinnar á Hlemmi sem starfaði 1910-1956. Tímamynd Pjetur Olíuvélar. Sú aftari er svokölluð tvíkveikja með maríuerluglugga. Á vélinni er 60 ára emeleruð panna. Sú fremri er þríkveikja en olíuvélar sem þessar voru mikið notaðar á árunum milli stríða Kæliskápur frá General Electric. Hann er frá lokum þriðja áratugsins og þóttu undratæki. Fyrir framan hann má sjá rafmagnskaffikönnur. Næst er rafmagnskanna sem notuð var til vatnshitunar á þriðja áratugnum. Við hlið hennar er hraðsuðuketill.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.