Tíminn - 03.10.1987, Page 3

Tíminn - 03.10.1987, Page 3
Laugardagur 3. október 1987 Tíminn 3 Gatnamálastjóri: Notið ekki nagladekk í vetur!: Kif.*0*0*?- l» u«° Of mMum ikó»t ** fsl |S£k Eftir 1. maí á vorin er óheimilt að aka á malbikuðum götum á nagladekkjum og gatnamálastjóri, Ingi Ú. Magnússon, beinir nú þeim tilmælum til ökumanna að sýna tillitssemi í vetur og nota heldur grófmunstraða snjóbarða en nagladekk. Tíminn gerði í maí sl. ítarlega grein fyrir þeim skaða sem nagladekk valda á hverjum vetri. í Reykjavík varð að verja 85 milljónum króna til viðgerða á helstu umferðaræðum í sumar og var það bróðurpartur þess fjármagns sem veitt var til viðhalds gatna. Gatnamálastjóri bendir nú á að því fjármagni væri betur varið til hálkueyðingar á vegum borgarinnar. Skorin upp herör Vegna þessa vandamáls efndi Ingi Ú. Magnússon til umræðufundar í ráðstefnusal á Hótel Sögu í gær. Gestur fundarins var Erling Hansen, yfirverkfræðingur norsku vegagerð- arinnar, en Norðmenn hafa að undanförnu skorið upp herör gegn notkun nagladekkja í sfnu landi. Páll Gíslason, borgarfulltrúi, setti fundinn með þeim orðum að öllum hafi ofboðið slitið á götunum þegar þær aftur litu dagsljósið undan snjónum í vor. Hann sagði að nauð- syn væri átaks í þessum efnum, ekki síst þar sem bílaeign borgarbúa er slík, að ef allar bifreiðir ækju um göturnar í einu yrði hvergi meira en tveggja metra bil milli hverra þeirra. Gatnamál í ólestri Gatnamálastjóri tók fyrstur til máls. Hann sagði að árlegur við- haldskostnaður væri á bilinu 60 til 80 milljónir króna og að vegna nagla- dekkja væri sóun á malbiki um 25 til 30 þúsund tonn á hverjum vetri og hjólförin því um 6 til 9 cm djúp. Um það bil 65% bíleigenda aka um á negldum börðum. „Ég er hræddur um að verði ekkert að gert verði ástandið í gatnamálum borgarinnar þegar ég stend upp úr mínum embættisstól eins og það var fyrir 27 árum þegar ég settist í hann,“ sagði Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri. Öryggi í nagladekkjum Erling Hansen frá Noregi fjallaði fræðilega um vandamálið og kom í Ijós að Norðmenn eiga við sama vanda að stríða. Að vísu taldi Erling að sóun malbiks hlyti að vera meiri hér á landi, þar sem hráefnið í götulagnir er lélegra en það sem notað er í hans heimalandi. En notkun nagladekkja er mun algengari í Noregi en á fslandi, 97% fólksbíla og 63% vöru- og sendibíla eru á nagladekkjum og hraði er almennt meiri. Erling taldi til kosta nagladekkj- anna að bremsulengd er 20 til 40% minni, drif eykst um 100% og stöðugleiki bifreiðar er meiri. Erling Hansen, yfirverkfræðingur norsku vegagerðarinnar. (Tíminn: Pjetur) Reykjavík-Keflavík =1 kg „Gallarnir eru hins vegar augljós- ari,“ sagði Erling. „Slit á malbiki er gífurlegt. Hver bifreið slítur u.þ.b. 10 til 20 grömmum af malbiki á hvern ekinn kílómetra.“ Þá tók hann dæmi frá Noregi, en nærtækt er að reikna út slitið á vegalengdinni milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Reykvíkingur í heim- sókn í Keflavík hefur eytt 2 kg af malbiki þegar hann er kominn heim á ný. Erling sagði að mengunarvanda- mál í þéttbýli væri þess vegna gífur- legt, því að samtals um 30 þúsund tonn af malbiki hverfur út í andrúms- loftið á íslandi á hverju ári. Af framangreindu segir Erling megi sjá að nagladekk séu skaðvaldur í þéttbýli, en geti verið skárri kostur í dreifbýli. Þrátt fyrir allt eru nagla- dekkin öryggistæki. Fólsk óryggiskennd En Erling er á þeirri skoðun að menn hafi tilhneiginu til að fá falska öryggiskennd á nagladekkjum og aki því of hratt miðað við aðstæður. Þar með er öryggið, sem nagladekk myndu að öðrum kosti veita, horfið og jafnvel orðið minna en þeirra sem aka um á grófmunstruðum dekkjum. „Því fjármagni, sem veitt er til viðgerða eftir nagladekk, er betur varið til að auka umferðaröryggi, standa að hálkueyðingu og minnka umhverfismengun," sagði Erling. Þj Hrafn flýgur upp listana: HRAFNINN Á LISTA í TOKYO Hrafn Gunnlaugsson hefur gert það gott með mynd sinni, Hrafninn flýgur, eins og sést á því að myndin var valin ein af þrjátíu bestu mynd- um heims á Tokyolistanum 1985. Myndin hefur einnig verið seld til sýningar í 20 löndum og verið talað inn á hana á fjögur tungumál; ensku, frönsku, þýsku og spænsku, sem er mjög óvenjulegt fyrir norr- æna mynd. Þessar upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu frá Svenska Film- institutet, en það fyrirtæki er í nánu samstarfi við Hrafn Gunn- laugsson um nýjustu hrafnamynd Hrafns, í skugga hrafnsins. Hrafninn flýgur hefur hlotið hin furðulegustu nöfn í útlandinu. Þannig hét hún Hefnd villimann- anna í Bandaríkjunum og Auga fyrir auga á Spáni. í skugga hrafns- ins hefur þó hlotið betri þýðingu, því hún er kölluð In the Shadow of the Raven á ensku og Korpens skugga á sænsku. Nú er unnið að því að klára inniupptökur á skugga hrafnsins og er beðið eftir myndinni með eftirvæntingu í Svíþjóð að sögn sænsku kvikmyndastofnunarinnar, enda segja þeir að „það sem við höfum séð af myndinni, hefur alls ekki dregið úr þeirri von“. - SÓL Ólafsfjarðarmúli: Jarðgðng í sjónmáli Gerð jarðganga gegnum Ólafs- fjarðarmúla hefur lengi verið á döf- inni. Nú hillir loksins undir að úr framkvæmdunum verði því að for- rannsóknir hafa farið fram og verkið komið inn á fjárlög. Á þessu ári er 10 milljónum króna varið til undirbúningsvinnu en heild- arkostnaður við verkið nemur um 510 milljónum króna. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í júlí á næsta ári, göngin verði tilbúin til notkunar íárslok 1990ogfullfrágengin 1991. í áætlun Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að göngin sjálf verði 3150 metra löng en með forskálum 3400 metrar. Göngin verða 5 metra breið og 25 fermetrar í þversnið. Búast má við að uppgröftur verði ríflega 80 þúsund rúmmetrar. Við undirbúningsrannsóknir voru boraðar fjórar holur í fjallið til að kanna berglög og munu niðurstöður þeirra- rannsókna væntanlega liggja fyrir fljótlega og verður þá að fara að leita eftir verktökum. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla mun ekki styttast nema um liðlega 1,3 kílómetra með tilkomu gang- anna en hins vegar mun öryggi vegfarenda stóraukast, því að vegur- inn liggur á stórum kafla á syllu sem sprengd hefur verið í bjargið og liggur syllan í allt að 300 metra hæð yfir sjávarmáli og er þverhnípt niður. Þá má nefna að aurskriður og grjóthrun hamla umferð auk þess sem vegurinn teppist oft á vetrum vegna snjóa. HÍA/Akureyri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.