Tíminn - 03.10.1987, Page 13

Tíminn - 03.10.1987, Page 13
Laugardagur 3. október 1987, Ttminn 13 ÍÞRÓTTIR Dregið í 2. umferð Evrópukeppninnar í knattspyrnu: Real Madrid mætir Porto - Kalmar gegn Sporting - Wismut Aue mætir albönsku liði - Sparta Prag keppir gegn Anderlecht Evrópumót unglinga- liðaí frjálsum íþróttum Unglingalandslið drengja í frjálsum íþróttum (19 ára og yngri) keppir í dag við nokkur af bestu félagsliðum Evrópu auk unglingalandsiiðs Lúxemborgar. Keppni þessi var upphaflega milli þriggja félaga frá Englandi, Hol- landi og Belgíu en er nú opin öllum félögum í Evrópu og auk þess mega landslið fámennustu þjóðanna taka þátt í keppninni. Þau félög sem keppa í ár eru: Landslið íslands, landslið Lúx- emborgar, RFC Liege Belgíu, AAC Amsterdam Hollandi, Shaftesburi Harriers Englandi, Houtlalnd AC Belgíu, Stade Clermotois Frakklandi, O. Her- akles Grikklandi, LC Bruhl Sviss, FC Bayer Urdingen V-Þýska- landi, KA 2 IF Karlskrona Sví- þjóð og Birchfield Harriers Eng- landi. í fyrra var keppt í London og tókst íslenska liðinu þá ekki að sigra neitt lið en í ár er stefnt að því að vinna Lúxemborg. Keppn- in verður í Amsterdam. íslenska landsliðið er þannig skipað: Jón A. Magnússon HSK, Einar Einarsson Á, Friðrik Lar- sen HSK, Steinn Jóhannsson FH, Finnbogi Gylfason FH, Björn Pétursson FH, Frímann Hreins- son FH, Ólafur Guðmundsson HSK, Friðrik Steinsson UMSS, Einar Kristjánsson FH, Haukur Guðmundsson HSK, Bjarki Viðarsson HSK, Ágúst Andrés- son UMSS, Jón A. Sigurjónsson KR, EinarFreyr Jónsson UMSB, Kristinn Guðlaugsson FH. Reuter Dregið var í 2. uniferð Evrópu- keppninnar í knattspyrnu í gærmorg- un. Stórleikur 2. umferðar verður án efa leikur Real Madrid og Porto í Evrópukeppni meistaraliða og má segja að Real fái ekki heimsins léttustu mótherja í ár því Porto eru núverandi Evrópumeistarar. Real sló sem kunnugt er ítölsku meistar- ana Napoli út í 1. umferð. Ti! gamans má velta fyrir sér hvaða mótherja íslensku liðin hefðu fengið ef þau hefðu komist í 2. umferð. Wismut Aue dróst gegn albönsku Iiði, Vlora, sem sló Partiz- an Belgrad frá Júgóslavíu út í fyrri umferð. Peirgeta kannski bara hrós- að happi Valsmenn að það verða leikmenn Wismut Aue sem þurfa að keppa á móti þessu liði sem fæstir hafa heyrt um hér á landi. Aue leikur fyrri leik sinn á heimavelli. Skagamenn hefðu lent í klóm fornra fénda, Kalmar dróst nefnilega á móti Sporting Lissabon sem fóru illa með ÍÁ í Evrópukeppninni í fyrra. Framarar áttu aldrei möguleika á að komast áfram en mótherjar Sparta Prag eru engir aðrir en Arnór Guð- johnsen og félagar í Anderlecht. Guðmundur Steinsson bíður eftir hornspyrnu ásamt varnar- og mark- manni Sparta Prag. Arnór Guð- johnsen og félagar í Anderlecht glíma við Sparta Prag í 2. umferð Evrópukeppninnar. Ovíst er þó að Arnór leiki, hann hefur verið meidd- Ur Sem kunnugt er. Tímamynd: Pjetur Önnur umferð Evrópukeppninnar verður þá svona: Evrópukeppni meistaraliða: Xamax (Sviss)-Bayem Munchen (V-Þ) Real Madrid (Sp.)-Porto (Portúgal) Bordeaux (Frakkl.)-Lilleström (Nor.) Árhus (Danm.)-Benfica (Portúgal) Glasgow Rangers-Gornik Zabrze (Póll.) Sparta Prag (Tékk.)-Anderlecht(Belg.) Rapid Vín (Austurr.)-PSV (Hollandi) Steua (Rúmeníu)-Omonia (Kýpur) Evrópukeppni bikarhafa: Shkoder (Albaníu)-Rovaniemen (Finnl.) Ofi Crete (Grikkl.)-Atalanta (íta.) i Young Boys (Sviss)-Den Haag (Holl.) Real San Seb. (Sp.)-Dyn. Minsk (Sov.) Kalmar (Svíþjóð)-Sporting (Portúgal) Hamburg (V-Þ)-Ajax (Hollandi) St. Mirren (Skotl.)-Mechelen (Belg.) Marseille (Frakkl.)-Hadjuk (Júg.) Evrópukeppni félagsliða: Dundee Utd. (Skotl.)-Vitkovice (Tékk.) Bremen (V-Þ)-Spartak Moskva (Sovét.) Sportul (Rúmenía)-Bröndby (Danm.) Inter (Ítalíu)-Turun (Finnl.) Beveren (Belgíu)-Guimaraes (Portúg.) AC Milano (Italíu)-Espanoi (Spáni) Wismut Aue (A-Þýskal.)-Vlora (Alban) Aberdeen (Skotl.)-Feyenoord (Holl.) Chaves (Portúg.)-Honved (Ungverjal.) Verona (Ítalíu)-Utrecht (Hollandi) Dortmund (V-Þ)-Velez Mostar (Júg.) Barcelona (Spáni)-Dyn. Moskva (Sov.) Toulouse (Frakkl.)-Leverkusen (V-Þ) Panathinaikos (Grikkl.)-Juventus ({) Rau^a Stjarnan (Júg.)-Brugge (Belg.) Vitoria (Rúm.)-Dyn. Tbilisi (Sovét.) Leikið verður heima og heiman, liðið sem nefnt er á undan leikur á heimavelli 21. okt. en síðari leikirnir verða 4. nóv. Evrópukeppnin í handknattleik: Víkingur og Breiðablik leika síðari leiki sína um helgina Víkingar og Breiðabliksmenn leika um helgina síðari leiki sína í Evrópukeppninni í handknattleik. Víkingar unnu stórsigur á Liverpool í fyrri Ieiknum og eru öruggir áfram en Blikar eru nánast úr leik eftir stórtap gegn HIK í Kaupmanna- höfn. Breiðablik og HIK keppa í Digra- nesi í dag kl. 17.00. HIK er eitt sterkasta félagslið Danmerkur og mun Per Skárup telja það sterkasta lið sem Danir hafa eignast í 10-15 ár, ekkert minna. Meðal leikmanna liðsins er Michael Fenger sem á að baki 120 A-landsleiki. HIK keppti gegn Rauðu Stjörnunni frá Júgó- slavíu í Evrópukeppni meistaraliða í fyrra og tapaði samtals 49-52. Árið á undan vann liðið belgískt lið í fyrstu umferð en tapaði 40-42 sam- tals fyrir Barcelona í 2. umferð. Víkingar ætla sér stórsigur á Liv- erpool sem mun ekki vera sterkt handknattleikslið. Víkingar eru aft- ur á móti í Evrópukeppni 11. árið í röð. Kristján Sigmundsson mark- vörður verður erlendis og missir af leiknum en hann hefur leikið alla hina leikina. Leikur Víkinga og Liverpool hefst kl. 20.30. Síðasta sumarsins Norðdekk rally, síðasta rall- keppni sumarsins hófst við Gúmmívinnustofuna Réttarhálsi 2 kl. 6.00 í morgun. Leið öku- manna liggur um Kaldadal, sér- leiðir í Borgarfirði, Kaldadal til baka og endað á Esjuleið um kl. 14.00. Bíiarnir koma í endamark við Gúmmívinnustofuna kl. 16.00 og þar mun sigurvegurunum fagnað. Þó úrslit í íslandsmeistara- keppninni séu þegar Ijós - þeir feðgar Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson hafa þegar sigrað - verð- ur örugglega hart barist. Bílarnir sem keppa eru 28 talsins og eru þar á meðal 6 óbreyttir bflar og ein kvenáhöfn. Fyrsta raquet- mótið Fyrsta raquetballmót vetrar- ins, Stjörnu-Wilson mótið, hefst í Veggsport á morgun kl. 13.00. Verðlaun á mótinu eru gefin af Austurbakka hf. Þátttaka til- kynnist í Veggsport (19011) eða Dansstúdió Sóleyjjar (667701) fyrir kl. 13.00 í dag. Liverpool á toppinn? AUar líkur eru á að Liverpool snari sér á topp ensku 1. deildar- innar eftir leiki helgarinnar. Liv- erpool vann Derby 4-0 í vikunni og er komið í 2. sæti, þremur stigum og tveimur leikjum á eftir QPR. Liverpool á heimaleik á móti Portsmouth en QPR skýst milli borgarhverfa og keppir við Wimbledon. AUKIN BÍLAÞJÓNUSTA ESSO , SJÁLFVIRKAR BIIAÞVOTTASTOÐVAR i REYKJAVlK, HAFNARFIRÐI, KEFLAVlK OG AKUREYRI Við bjóðum nú fullkominn bílaþvott og bón í sjálfvirkum bílaþvottastöðvum á fjórurnstöðum á landinu: Skógarseli, Breiðholti Lækjargötu, Hafnarfirði öðinni, Keflavík Veganesti, Akureyri Olíufélagið hf

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.