Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. október 1987
Tíminn 3
Ríkisstjómin: Hallalaus fjárlög:
Niðurskurður og
skattahækkanir
Efnahagsnefnd ríkisstjórnarinn-
ar, kemur saman í dag og verður
þar rædd m.a. vaxtastefna og ýms-
ar peningaaðgerðir í framhaldi af
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að skila af sér hallalausum fjárlög-
um. Vonast var til þess í gækvöldi
að fundur nefndarinnar gæti hafist
snemma, en Halldór Ásgrímsson
var í gærkvöldi á leið frá Þórshöfn
akandi og ætlaði að keyra suður í
nótt. Ekki er vitað hvernig honum
sóttist ferðin en hann á sæti í
nefndinni og gæti þurft að fresta
fundi fram eftir degi.
Vonast var til þess í gær að hægt
yrði að prenta fjárlagafrumvarpið
nú í morgun og það yrði lagt fram
á þingi á þriðjudag.
Vegna útkomu endurskoðaðrar
þjóðhagsspár, þar sem fram komu
blikur á efnahagshimninum, var
áðurnefnd ákvörðun tekin á ríkis-
stjórnarfundi í gær.
Niðurskurður á framkvæmdum
og aukin skattheimta mun tryggja
hallalaus fjárlög. Ekki munu koma
til nýir skattar en hækkana er að
vænta á næstunni. Áfengi og tóbak
hækka á næstunni. Innflutnings-
gjöld af bifreiðum verða hækkuð.
Gjöldin af minnstu bílunum hækka
minnst en mest af þeim stærstu.
Gjöldin hækka á bilinu fimm til
fimmtán prósent og fer það eftir
þyngdarflokkum.
Seglin verða víða dregin saman
í framkvæmdum. „Klipið“ er af
fjárframlögum við hafnarfram-
kvæmdir, flugvallagerð og hinar
ýmsu framkvæmdir. Niður-
skurðurinn er látinn ganga nokkuð
jafnt yfir ráðuneytin og fjölluðu
þingflokkar um málið í gær.
Uppi eru hugmyndir um að flýta
gildistöku laga um herta innheimtu
söluskatts og niðurfellingu á ýms-
um undanþágum. Talað er um að
lögin taki gildi um mánaðamótin í
stað áramóta sem samþykkt hafði
verið í ríkisstjórninni. -ES
Síldarvertíðin hafin:
Fyrsta síldin
á Mjóa*
firðinum
Síldarvertíðin hófst klukkan 16 í
fyrradag. 91 bátur hefur fengið leyfi
til veiðanna, en þar sem veiðihorfur
eru óvissar, er ekki búist við miklum
fjölda báta á miðunum á næstunni.
Þó liefur Dala Rafn VE haldið úr
höfn og ætlaði að skoða miðin í
kringum Vestmannaeyjarnar og
Guðmundur Kristinn SU, aflahæsti
síldarbátur síðustu vertíðar, hélt til
veiða í fyrrakvöld og fékk fyrstu
síldina á Mjóafirðinum. Þcir fengu
gott kast, eða 85 tonn. Einnig fékk
Sæljón SU ca. 50 tonn á Norðfjarð-
arflóanum. Síldin er ágæt, blönduð
og 17-18% feit.
Kvóti á hvcrn bát nú er um 800
tonn og er heildarkvótinn um 72.000
tonn. Engum bát er leyft að veiða
meira en tvöfaldan kvóta, en að
öðru leyti er frantsal heimilt, þ.e.
þeint bátum sem stundað hafa veið-
arnar í þrjú ár eða lengur. Skipstjór-
ar eru nú skyldugir til að senda
aflaskýrslur vikulega til veiðieftirlits-
ins og varðar brot á því sviptingu
veiðileyfis. -SOL
Tóbakstyggjó meö söluhæsta varningi úr apótekum:
Enn eitt heimsmetið
miðað við mannfjölda
Loðnubátar
leita
skjóls
Afspyrnu rok var á miðunum
fyrir norðan í gær og lónuðu
bátarnir úti fyrir, eða voru í
vari við land. Guðrún Þorkels-
dóttir var t.d. á leið til Eski-
fjarðar til löndunar þegar að
veðurofsinn brast á og lá hún í
vari í Húnaflóanum um miðjan
gærdag.
Annars eru þeir orðnir níu
loðnubátarnir sem stunda nú
loðnuveiðar. Guðrún Þorkels-
dóttir SU er enn langaflahæst,
hefur fengið 14.132 tonn, 580
kíló og Örninn er næstur með
2.635 tonn, 531 kíló. Aðrir
bátar eru Börkur NK með
2.227 tonn,750 kíló, JónKjart-
ansson SU með 2.181 tonn,
124 kíló, Skarðsvík SH með
2.159 tonn, 503 kfló, Kap II
með 635 tonn, 421 kíló og
Víkurbergið GK fékk nýverið
300 tonn. Auk þessara báta
hélt Rauðsey AK á miðin fyrir
tveimur dögum, en hefur ekki
tilkynnt um afla.
Þórshamar er að tygja sig til
ferðar, en ekki er búist við að
hann haldi úr höfn fyrr en eftir
helgi. -SÓL
Nicorette tyggigúmið er að margra
mati galdrameðal gegn reykingum.
Niðurstöður Þorsteins Blöndals,
yfirlæknis berkla- og lungnadeildar
heilsuverndarstöðvarinnar í Reykja-
vík, úr rannsóknum á þessu nikótín
tyggigúmi urðu til þess að innflutn-
ingur á því var heimilaður og fjöldi
heimilislækna fékk ómælda trú á
því. Svo er nú komið að Nicorette
tyggigúmið er í 34. sæti yfir sölu-
hæstu lyf á íslandi.
Ásgeir R. Helgason hjá Krabba-
meinsfélaginu segir að sér virðist
sem íslendingar hafi slegið heimsmet
miðað við mannfjölda í þessum
efnum sem öðrum.
Því er spáð að frá upphafi þessa
árs til loka verði Nicorette tyggigúm
selt fyrir sem nemur rúmum 12
milljónum króna. Á síðasta ári var í
heild neytt fyrir rösklega 7,2 milljón-
ir króna og var það þá í 56. sæti á
fyrrnefndum lista. Aukning á þessu
ári er skv. listanum liðlega 5 milljón-
ir króna.
Tyggigúmið á að koma í stað
annarrar nikótínneyslu, s.s. tóbaks-
reykinga og munntóbaks. Tveir
styrkleikar eru til af tyggigúmi, 2. og
4. mg., en í hverjum pakka eru 105
tuggtöflur. Pakkinn kostar úr apó-
teki 943 kr. af daufara gúmi og 1435
kr. af því sterkara.
Þrátt fyrir þessa bylgju sem hefur
riðið yfir þann hluta þjóðarinnar
sem neytir nikótíns heyrast nú óá-
nægjuraddir. Tyggigúmið hefur ekki
í öllum tilvikum gefið þá raun sem
til var ætlast. Fólk fær höfuðverk af
því, magakveisu, blöðrur í munninn
og þykir það vont. Sumir hafa viljað
minnka við sig reykingarnar með því
að neyta hvort tveggja í einu, en þá
fundið til mikillar vanlíðunar. Dæmi
er til um ungan mann sem segist ekki
hafa verið með sjálfum sér meðan
hann notaði gúmið og reykti til
skiptis.
Ásgeir R. Helgason telur að sumir
heimilislækna séu oft of rausnarlegir
á Nicorette tyggigúmið. Hann segir
að það sé algengt að ekki sé gerð
grein fyrir hvernig eigi að nota
gúmið til að það hafi tilætluð áhrif.
„Reykingarnar eru skaðlegasta
nikótínneyslan og um leið sú mest
vanabindandi. Neftóbakið er í öðru
sæti og munntóbakið í þriðja sæti.
En þetta Nicorette er lang skaðlaus-
ast og jafnframt minnst vanabind-
andi. Það er nikótín í tyggigúminu
en ekkert af öðrum efnum,“ sagði
Ásgeir.
Hann sagðist mæla með Nicorette
gúmí . á námskeiðum
sínum í félaginu fyrir þá sem eru
mjög nikótínfíknir en brýnir fyrir
fólki að nota það í neyð, svo sem það
heitir. Gúmið hafi gefið góða raun,
en til þess verður að nota það rétt.
Ásgeir telur að margir þeir sem nota
Nicorette kunni ekki með það að
fara og þess vegna beri það engan
árangur.
„í versta falli hefur það engin
áhrif. Fyrir reykingamann getur
gúmið ekki haft mjög skaðleg áhrif.
Yfirleitt minnka reykingarnar
nokkuð, því að nikótinþörfin verður
minni. Því er hins vegar ekki að
neita að þctta viðheldur nikótin-
remmu. Þörfin fyrir nikótíni minnk-
ar jafnt og þétt, líkt og þegar menn
hætta algjörlega að nota tóbak, en
það tekur mun lengri tíma.
Þegar kemur að þeim tímabilum,
sem fólk fær mikla löngun til að
neyta nikótíns, en hefur látið það
vera um langt skeið, mæli ég með að
það grípi til Nicorette gúmísins.“ þj
BILASYNING
Sýnum laugardag og sunnudag kl. 14.00-17.00
IMISSAN
NISSAN
LINUNA
vl^ 1957-1987^/
% 30 g
^ ára /J/
Þar á meðal NISSAN PICK-UP LONG BED 2,3 Diesel
á einstaklega góðu verði og greiðslukjörum
Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni
lll INGVAR HELGASON HF.
II Sýningarsalurinn/Rauöagerði, simi 33560.