Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 10. október 1987 IIIIIBIIIIIIII (pröttir :i.i;illllllllllllllllHi!; .ilMIIIIM i|jillllllllllllllll!l'!'-'H rl'llllllllllllllll.i.li: ......................................................I........ ...........................................IIIIIHIIII................Illlllllll.................llllli............. Bandaríski hafnaboltinn: Cardinals og Twins íforystu Reuter Úrslitakeppni bandaríska hafna- boltans hófst fyrr í vikunni. Lokið er tveimur leikjum í amerísku deildinni og cinum í landsdeild- inni. Það eru St. Louis Cardinals og Minnesota Twins sem hafa for- ystuna eftir þessa fyrstu leiki. Twins sigruðu Detroit Tigers öðru sinni á fimmtudagskvöldið í úrslitakeppni amerísku deildarinn- ar og urðu úrslit 6-2. Staðan 2-0 fyrir Twins en leikið er þar til annað liðið hefur sigrað í 4 leikj- um. í landsdeildinni sigruðu Car- dinals San Francisco Giants 5-3 í fyrsta leiknum. Cardinals söknuðu Jack Clark sem er meiddur en þeim tókst eigi að síður að tryggja sér sigurinn. íþróttaviöburöir helgarinnar: Nóg að gera hjá leikmönnum 1. deildar í handboltanum Leikmenn 1. deildar karla á fs- landsmótinu í handknattleik eiga aldeilis ekki náðuga daga um þessar mundir. Önnur umferð deildarinnar var leikin s.l. miðvikudagskvöld, sú þriðja verður núna um helgina og sú fjórða strax á miðvikudag. Um næstu helgi verður 5. umferð en þá fá margir þeirra frí frá keppni um sinn þar sem landsliðið verður á móti í Sviss og unglingalandsliðið í V-Þýskalandi. Hléið stendur í 10 daga en þá er aftur geyst af stað og leiknar fjórar umferðir fram í miðjan nóvember og lýkur þar með fyrri umferð mótsins. Eins og á þessu má sjá er keyrslan mjög hröð og má lítið út af bera hjá liðunum eins og Framarar hafa fengið að reyna og KR-ingar fundu fyrir í fyrra. Þannig getur staðan verið fljót að breytast ef lykilmenn liðanna meiðast. Þjál- farar 1. deildarliöanna létu margir hverjir í Ijós áhyggjur yfir þessu fyrirkomulagi áður en mótið hófst í liaust og er afstaða þeirra skiljanlcg. Hitt er svo annað mál að það verður enn skemmtilegra fyrir áhorfendur þegar leikið er hratt og á ákveðnum dögum. Þriðja umferð verður sem fyrr segir um helgina. Akureyrarliðin tvö verða í eldlínunni í dag, Þórsarar fá ÍR-inga í heimsókn norður en KA- menn fara suður og keppa við Valsmenn að Hlíðarenda. Blikar mæta Frömurum í Digranesi á morg- un og KR-ingar fara í Hafnarfjörð- inn. Þá eigast Víkingar og Stjarnan við í Laugardalshöll. Leikirnir eru hver öðrum athyglisverðari og öld- ungis tilgangslaust að reyna að spá um úrslit. Til þess eru liðin allt of jöfn. íþróttaviðburðir helgarinnar eru annars þessir í stuttu máli: Handknattleikur: 1. deild karla: Þór-ÍR .......Akureyri Id. 14.00 Valur-KA ........Valsh. ld. 18.00 UBK-Fram . . . Digran. sd. 14.00 FH-KR......... Hafnarf. sd. 14.00 Víkingur-Stj........Höll sd. 14.00 2. deild karla: HK-Reynir .... Digran. Id. 14.00 Fylkir-Ármann . Seljask. Id. 14.00 ÍBV-Haukar . . . Vestm. Id. 13.30 3. deild: ÍBÍ-ÍA ...........Ásgarði ld. 14.00 ÍBÍ-Þróttur . . . Ásgarði sd. 14.00 ÍH-ÍBK.........Hafnarf. sd. 15.15 Golf Skólamót í golfi verður haldið á Grafarholtsvelli á morgun. Ræst verður út frá kl. 9.00 til 10.30. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt skólamót er haldíð. - HÁ Knattspyrna, 21 árs liöiö til Tékkóslóvakíu: Hópurinn valinn íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21-árs og yngri keppir n.k. miðvikudag gegn Tékk- um í Evrópukeppni landsliða. Leikurinn fer fram í Tékkóslóvakíu. Guðni Kjartansson hefur valið eftir- talda leikmenn í leikinn: Markveröir: Ólafur (lOttskálksson KA Páll Ólafsson KR Aörir leikmenn: Þorvuldur Örlygsson KA Gauti Laxdul K A Þorstcinn Guöjónsson KR Haraldur Ingólfsson ÍA Einar Páll Tómasson Val Rúnar Kristinsson KR Kristján Gíslason FH Ólafur Þórðarson í A Sævar Jónsson Val Jón Grétar Jónsson Val Ragnar Margcirsson Frani Siguróli Kristjánsson Þór Júlíus Try ggvason Þór Þorsteinn Halldórsson KR íslenska landsliðið hefur lcikið þrjá leiki í riðlinum, unnið Dani 3-1 úti og gert jafntefli gegn Dönum (0-0) og Finnum (2-2) á Akureyri. Knattspymugodið Diego Maradona verður í sviðsljósinu um helgina á Ítalíu og fylgjast sjálfsagt margir vel með frammistöðu hans með Napólíliðinu. Maradona hefur ekki leikið eins og hann á að sér það sem af er tímabilinu og mikill þrýstingur er nú á honum að komast aftur í sitt gamla form. Héðinn Gilsson þrumar hér að marki Þórsara í 1. umferð íslandsmótsins. Nú mæta FH-ingar KR í Hafnarfirði en Þórsarar keppa við hina nýliðana, ÍR, fyrir norðan. Tímamynd Pjetur. Bwdesíiga Dteóa ®&‘Mf'9Son$chdiitín SSSSSSS^ w •V& íép^h . ,.d:: v... . < (>ro xv 5Vo« *>«* •i'vi >v7' Ztc-v ‘"'.nfi, <i»r. C;' n uf" rKd&Srszz cht vatnOoktor Uu*.... o*t«< ssíyf,.,; : ',ch kvtst »>» ...y-'"*<b*nuí l «4 v«f ®«'0«S2!g? <*» Æ. ««»<< íír Ss >uV, " jgSfÆteffiK w ''••*> »du6>ÍOjWj.' X« «4i ..n« , >• «•^1, P«»r-£?ÍVv,*‘‘«v W*W“**tó - • >..<i>.x< < *"« ^8* *«t I í**6- úh , ÍUO <Vn» H.i« . <t»r l,t Noff “txt <<*.' »(, íwv” 0<»<t ****<&»& Zico íshafsins hefur verið mciddur í 7 vikur og Stuttgart er komið í vandræði segir m.a. í heilsíðu grein um Ásgeir Sigurvinsson sem birtist í nýjasta hefti Kicker. Er þar fjullaö um meiðsl Ásgeirs og hvernig tognun í læri hefur haldið honum nánast frá keppni í 7 vikur. Greinin hefst á þessum orðum: „Kvíðinn í svipnum segir allt: Ásgeir Sigurvinsson er í vafa um hvað framtíðin bcr í skauti sér. Stumpf læknir og Frölich sjúkraþjálfari kanna meiðslin á lærinu: Stuttgart á í vandræöum." Ásgeir er orðinn þreyttur á meiðslunum og segir í viötali við blaðamenn Kicker: „Ég hef spilað fótbolta frá því 1973 og aldrci oröiö fyrir stórvægilegum meiðslum. Svo ætlar þctta sniáræöi aö halda mér frá keppni í hálft ár.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.