Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 10. október 1987 BÓKMENNTIR Flugþol órólegra hugmynda Gyriir Eliasson: Haugrof, Mál og menning, 1987. Höfundur þessarar bókar, Gyrð- ir Elíasson, er enn ungur maður, fæddur 1961 að því er segir hér á bókarkápu, en hefur þó þegar sent frá sér fimm ljóðabækur. Þær hafa vakið töluverða athygli fyrir skáld- lega hugkvæmni og frumlega ljóð- gáfu sem menn hafa þóst greina þar. t>ó hafa þær kannski ekki farið eins víða og skyldi, fremur en aðrar ljóðabækur ungskálda, sem oftar en hitt eiga fyrir sér þau örlög að vekja ekki upp háværan bumbu- slátt hér á bókamarkaðnum. { þessari nýju bók eru þrjár af þessum fyrri bókum prentaðar upp í einni, nokkuð endurskoðaðar, og gerð úr allmyndarleg Ijóðabók. Þessar bækur heita Svarthvít axla- bönd frá 1983, Bakvið maríuglerið frá 1985 og ljóðaflokkurinn Blind- fugl/Svartflug frá því á síðasta ári. Þótt að vísu sé skammt liðið síðan þessar bækur komu út, og efni nýju bókarinnar þannig ýmsum kunnugt fyrirfram, held ég samt að geta höfundarins réttlæti það að virt forlag taki hann upp á arma sína líkt og Mál og menning hefur gert. Frágangur bókarinnar má líka telj- ast góður frá hendi útgefanda, utan hvað einhverra hluta vegna vantar í hana efnisyfirlit. Þegar þessi nýja útgáfa er lesin í gegn kemur líka í ljós að í henni má sjá á ýmsan hátt forvitnilega þróun. í fyrstu bókinni, sem hér er prentuð upp, ber mest á stuttum ljóðum og fáorðum, þar sem jafn- vel örlar á gamansemi höfundar sem enn hefur ekki hlaupið af sér hornin. Ég nefni sem dæmi lítið ljóð sem heitir Málmþreyta og er svona: blý á lokum augna minna járn um ökkla fóta minna gull á fingrum handa minna það munar um minna í næstu bók er hins vegar allt orðið mun ábúðarmeira, stærra í sniðum, og raunar þyngra í vöfum einnig. Þar er til dæmis þetta ljóð Gyrðir Elíasson. sem heitir Skurðpunktar og er að ýmsu leyti gott sýnishorn af því hvemig kveðið er þarna: héðan afverðurhenni ekki bjargað sagði hann við sjálfan sig þegar hann kom út á veröndina og sá að sólinni var að blæða út. af bungu hafsins sem bar í eyjarnar sá hann einnig að fyrr eða síðar yrði hann að kannast við hnattlögun jarðar. hann dró upp lítinn vasahníf með skeftilögðu hvítum skelplötum og tókaðskafa undan nöglunum með ofurhægum hreyfingum sem minntu á frásagnir af fornum helgiathöfnum inka. síðan leit hann aftur upp. brosti kalt og brá hnífnum eld- snöggt á hálsæðina. Þriðja bókin þarna er svo Blind- fugl/Svartflug sem ég má segja að hafi vakið allnokkra athygli þegar hún kom út í fyrra. Þar er á ferðinni eitt samfellt ljóð sem samanstendur af rétt rúmlega 400 tölusettum línum. Að hluta til má það raunar teljast einn allsherjar orðaleikur, vegna þess að í því má segja að skáldskaparíþróttin felist ekki síst í uppröðun og samspili orðanna, og þeirri hrynjandi sem út úr slíku fæst. Jafnframt eru þar þó einnig dregnar upp uggvænlegar og óraunsæjar myndir, trúlega flestar úr hugarheimi skáldsins, sem segja má að túlkað geti þá Lambakjötið er Ijúffengur matur. Það er á mjög góðu verði í KRON verslunum núna. Úrval af lambakjöti í allskonar rétti. Frampartar Marinerað kjöt Læri Úrbeinað kjöt Lærissneiðar London lamb Hryggur Hangikjöt Kótilettur Saltkjöt Svið Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt. v/Norðurfell v/Stakkahlíð Stórmarkaður, v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi i v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd. firringu sem margur nútímamaður finnur fyrir frá samfélagi sínu. í frumútgáfunni frá því í fyrra bar þetta verk undirheitið „mós- aík“, sem hins vegar hefur verið fellt niður í þessari útgáfu. Að mínu mati er sú skilgreining á verkinu, sem þetta eina orð felur í sér, þó síður en svo út í hött, eins og ég held raunar að ég hafi bent á í ritdómi um þá bók á sínum tíma: Verkið er í rauninni ein allsherjar- mynd af óskipulegri óreiðu, sett saman úr þeim örsmáu ögnum sem orðin mynda, og á þann hátt fylli- lega sambærilegt við venjulega mósaíkmynd hvað listræna upp- byggingu snertir. Það hefst með þessum línum: Rósemi get ég ekki miðlað, af henni á ég ekkert, flugþol órólegra hugmynda virðist án takmarka, þær hefja sig á loft í hvelfingunni og sveima nótt eftir nótt í húðvængjulíki milli súlna, ég ligg og fylgist með þeim undir glerinu, ekki vonlaus um að þær tylli sér andartak á límborna veggina. En á hinn bóginn undirstrikar þessi bók það aftur að Gyrðir Elíasson er undir sömu sök seldur að því er varðar yrkisefni og lang- flest skáldsystkin hans af yngri kynslóðinni. Sú sök felst í því að hann yrkir innhverft og myrkt, og raunar er ákaflega víða ekkert að sjá annað en myskur, svartsýni og böl þegar rýnt er inn í ljóð hans. Honum er þannig ákaflega ótamt að tengja Ijóð sín við áþreif- anleg yrkisefni í samtímanum, fé- lagsleg ádeiluverk er þama naum- ast að finna, myndir úr umhverfi hans, svo sem af landslagi eða borgum, em sárafágætar, skoðanir á dægurmálum koma naumast fyrir, sama er að segja um hvers konar söguleg yrkisefni, og þannig mætti halda áfram. Líkt og áber- andi er orðið í ljóðagerðinni hér í seinni tíð em verk hans þannig innhverf, úr tengslum við lífið umhverfis, heilbrigð lífsgleði er þar fátíð, og þau túlka kannski oftar en hitt neikvæðar tilfinningar einar saman. Og því er ekki að neita að þetta getur eitt saman orðið heldur þreytandi og einhæft aflestrar, þannig að meiri fjöl- breytni hefði hér án efa orðið til bóta. En þeir sem lesa ljóð eitthvað að ráði em þó fljótir að komast að raun um að það sem skilur á milli feigs og ófeigs í ljóðaskáldskap er hin meðfædda gáfa sumra manna til að fella orð í skorður, skapa hrynjandi og tengja gamlar og kannski útslitnar hugmyndir saman á einhvern þann hátt að bregði á þær nýju ljósi, sýni þær í nýstárlegu samhengi og kveiki í sambandi við þær endurnýjuð hugrenningatengsl með þeim sem les eða hlýðir á. Þessi gáfa er sumum gefin en öðrum ekki, og tilvist hennar veld- ur því að sumir menn verða skáld líkt og af sjálfu sér, meðan öðrum tekst það aldrei, sama hvað mikið þeir stritast við. Ég held að það dyljist engum sem les þessa bók í gegn að Gyrðir Elíasson er gæddur skáldgáfu í þeim mæli að það lofar ákaflega góðu. En hann á enn þá eftir að læra töluvert, og þar á meðal að færa út það svið sem hann velur sér viðfangsefni af og þar með að takast á við fjölþættari yrkisefni en hingað til. Helsti veikleiki hans er enn sem komið er sá hvað yrkisefni hans eru einhæf og raunar fátæk- leg, og það er óneitanlega til spillis á þessari bók. En hann er enn á þeim aldri að hann hefur tímann fyrir sér, og líkt og ég gat um má sjá greinilega þróun fram á við í þessari nýju bók, sem ber því vitni að hann sé leitandi líkt og góðum listamanni sæmir. Ef ég má vitna í ljóðið sem hér var tekið upp fyrst þá fer ekki á milli mála að „það munar um minna“ en þessa bók. En vonandi er hún þó aðeins upphafið að meiri átökum og sterkari ijóðagerð. Mér sýnist ekki fara á miili mála að það bendir ýmislegt til þess hér að svo geti orðið. - esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.