Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. október 1987
Tíminn 5
FB knýr á um framkvæmdir viö íþróttahús:
Léttklæddir í
nístingskulda
Nemendur í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti settu í hádeginu í gær
upp áhrifamikla sýningu á grasflöt
austan við sundlaug Breiðholts til að
vekja athygli á skorti á húsnæði til
íþróttaiðkunar við skólann. Reistur
var dyrakarmur með hurð og á
flötinni sett upp ýmis tæki til íþrótta-
iðkunar. Þar sprönguðu svo um
léttklæddir nemendur af íþrótta-
braut skólans í nístandi kulda. Til
þessa sjónarspils var boðið Birgi
ísleifi Gunnarssyni, menntamála-
ráðherra, og Þórði Þ. Þorbjarnar-
syni, borgarverkfræðingi. Borgar-
stjóri sá sér ekki fært að þekkjast
boð FB.
Leikfimi er skyldufag til stúd-
entsprófs. Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti, sem er stærsti framhalds-
skóli á landinu, með 1300 nemendur,
hefur að undanförnu fengið inni í
aðstöðu Álftamýrarskóla. En
leikfimin byggist að mestu leyti á
skokki og sundi. Helgi Björn Krist-
insson, formaður nemendafélags
FB, sagði að verið væri að brautskrá
stúdenta sem aldrei hefðu stokkið
yfir hest.
Nemendafélag FB notaði einnig
tækifærið til að benda á bílastæðis-
leysi og lagði áherslu á nauðsyn þess
að úr yrði bætt. Nemendur kæmu
sumir um langan veg til skólans og
væru af þeirri ástæðu akandi. Oft
hefði komið til þess, að lögregla
hefði látið fjarlægja bifreiðar nem-
enda, þegar lagt væri í stæði við
íbúðarhús í grenndinni.
Þá vakti nemendafélagið athygli
ráðherra á því, að það þyrfti sjálft að
greiða launakostnað í mötuneytinu,
en af því væri enginn hagnaður, þar
sem matur væri seldur á kostnaðar-
verði.
Til er samkomulag um að reisa
skuli íþróttahús sem geti bæði þjón-
að FB og Flólabrekkuskóla. Hóla-
brekkuskóli er annar stærsti grunn-
skóli á landinu með 1100 nemendur.
Hólabrekkuskóli hefur einnig verið
upp á náð og miskunn annarra skóla
kominn sem búa yfir íþróttaaðstöðu.
Níutíu nemendur eru á svoköll-
uðu íþróttasviði skólans og hafa
ekki fullnægjandi aðstöðu til íþrótta-
iðkunar. Nemendafélagið hefur
sjálft kostað leigutíma í Laugardals-
höll og Réttarholtsskóla til að skóla-
liðin geti æft undir keppni. s.s. í
íþróttamóti framhaldsskóla.
„Ég hef séð teikningar af íþrótta-
húsinu sem á að rísa hérna og það er
stórglæsilegt," sagði Helgi Björn.
„Til að knýja á um framkvæmdir
afhentum við menntamálaráðherra
áskorunarbréf með undirskriftum
800 nemenda úr FB og öðru eins úr
Hólabrekkuskóla."
Skorað er á stjórnendur ríkis og
borgar að veita fjármagni til íþrótta-
húss FB svo hægt verði að hefjast
handa við byggingu þess.
„Ófremdarástand er í íþróttamál-
um skólans og eru þau algjörlega
óviðunandi," segir í bréfinu. þj
Stjórn Orkustofnunar:
Viðurkennir
ákveðin
mistök
Starfsfólk Orkustofnunar hefur
ekki getað komið miklu í verk
undanfarna daga, vegna mikilla
fundahalda. Starfsmannafélagið hélt
fund með stjórn stofnunarinnar í
síðustu viku, þar sem félagið ítrek-
aði þau tilmæli sín til stjórnarinnar
að hún segði tafarlaust af sér. Því
neitaði stjórnin, en viðurkenndi þó
að hafa gert „ákveðin“ mistök í
málinu.
í fyrradag var svo fundur þar sem
fulltrúar frá BHMR og BSRB
kynntu starfsfólki réttarstöðu þess í
málinu.
Mál starfsmannanna sem sagt hef-
ur verið upp er hjá stéttarfélögum,
sem eru að vinna að kröfugerð og
líklegt þykir að kröfugerð BHMR
verði lögð fyrir bráðlega. Þá fer að
skýrast hvort að einhverjar máls-
höfðanir verða.
„Við erum ekki með neinar skipu-
lagðar mótmælaaðgerðir. En það er
mikið um fundarhöld og talsverður
tími fer í allt slíkt. Starfsemin hefur
því verið í tiltölulega mikilli „slow
motion", en við ætlum okkur ekki
neinn skæruhernað" sagði Helga
Thulinius, formaður starfsmannafél-
ags Orkustofnunar í samtali við
Tímann.
„Það er a.m.k. einn eftir á hverri
undirdeild, en það hefur þrengst
verulega að flestum deildum. En
þetta kemur mjög illa niður á ýmsum
verkefnum, eins og seiðaeldinu og
háskóla Sameinuðu þjóðanna. En
við ætlum okkur að fylgjast vel með
væntanlegri endurskipulagningu
stofnunarinnar. Við vonumst til að
geta haft einhver áhrif þar, ef ekki,
þá er þetta tapað mál," sagði Helga.
Starfsmenn stofnunarinnar bíða
því nú niðurstöðu stéttarfélaganna
og þá fara málin að skýrast. -SÓL
Austfirðing-
ar í viðræður
Fyrsti samningafundur VSl og Al-
þýðusambands Austurlands verður
á Austurlandi á mánudaginn kemur
og verður framkvæmdastjóri VSÍ í
viðræðum þar.
Á ísafirði eru einnig fyrirhugaðar
viðræður milli Alþýðusambands
Vestfjarða og Vinnuveitendasam-
band Vestfjarða en þeir aðilar hafa
um árabil verið með sérsamninga að
sögn Guðmundar J. Guðmundsson-
ar.
Síðasta þriðjudag fundaði fjög-
urra manna undirnefnd Samninga-
nefndar fiskvinnslufólks og fulltrúar
atvinnurekenda en sá fundur bar
engan árangur og annar fundur hefur
ekki verið boðaður. ABS
Víðimýri í Skagafirði, fornt höfuðból Ásbirninga. Horft er til norð-nordausturs. Bærinn er t.v. og torfkirkjan er
fyrir miðju. Hana smíðaði Jón Samsonarson, síðar alþm. í Keldudal, árið 1834. Hún er enn notuð (1987) sem
sóknarkirkja, en er eign ríkisins og undir stjórn þjóðminjavarðar. Teikninguna gerði Daniel Bruun árið 1896.
íslenskt þjóölíf í þúsund ár:
Menningarlegt stór-
virki frá hendi
Daniels Bruun
Fyrsta útgáfa íslenskrar þýðing-
ar á úttekt Daníels Bruun á ís-
lensku þjóðlífi í lok síðustu aldar
er nú loksins væntanleg í veglegri
gerð af hendi bókaútgáfu Arnar og
Örlygs h.f. Viðútkomubókarinnar
verður efnt til sýningar á ljósmynd-
urn og teikningum úr bókinni í
Þjóðminjasafni íslands og verður
það í byrjun nóvember.
í formála sínum nefnir Þór
Magnússon þessa bók, menningar-
legt stórvirki Bruuns. Telur Þór að
með verki sínu, rannsóknum og
myndum hafi Bruun unnið íslandi
ómetanlegt gagn. Danfcl Bruun
hafi verið einn af brautryðjcndum
j rannsóknum menningarminja á
íslandi. Hann hafi verið gæddur
miklum þjóðfræða- og fornleifa-
áhuga og því liafi hann ráðist í
rannsóknir sínar og söfnun
heimilda urn þjóðlífið, sem hann
sá eðlilega að var að taka örum
breytingum.
Vart hefur komið út svo rit urn
þjóðhætti og íslenskt þjóðfélag
fyrri tíðar að ekki hafi verið leitað
fanga um teikningar cða myndir í
bókum eða myndasafni Danicls
Bruun. Bruun kom fyrst til landsins
árið 1896 og ferðaðist hann um allt
land, vegna fornlcifa- og þjóðlífs-
rannsókna sinna, í fjórtán sumur
þar á eftir. Formálann að eigin
bókarútgáfu ritar hann 1928.
Að sögn Örlygs Hálfdánarsonar
hcfur undirbúningur að útgáfu
þessarar bókar staðið í ein tíu ár
og birtir hún að hans cigin sögn, í
vcglegum búningi, íslenskt þjóðlíf
í eins og það hafði verið í þúsund
ár.
Þýðinguna annaðist Steindór
Steindórsson frá Hlöðum. KB
Hrafnkelsstaðir í Fljótsdal. Konur við hvalsuðu á hlaði úti. Teikningin er eftir Daníel Bruun frá 29. júlí 1901.
Hvorug teikningin hefur birst áður hér á landi opinberlega.