Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 18
18 Tíminn . Laugardagur 10. október 1987 SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 681411 Utboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Ford Escort 1300 • árg. 1987 Golf C . árg. 1987 Mercedes Benz 300D . . . ■ árg. 1986 Mazda 323 1500 ■ árg. 1985 BMW318Í • árg. 1982 Mazda 323 1500 ■ árg. 1982 Ford Taunus 1600 GL . . . ■ árg. 1982 Subaru 1800 ST. GL .... ■ árg. 1982 Skoda 120 LS ■ árg. 1982 Fiat 131 Pan. Super 2000 • árg. 1982 Skoda 120 LS • árg. 1981 Oldsmobile Cutlass ■ árg. 1980 Daihatsu Charade • árg. 1980 Toyota Corolla árg. 1979 Opel Ascona árg. 1978 Volvo 144 árg. 1974 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka Reykjavík, mánudaginn 12. október 1987, 12-16. Á sama tíma: í Keflavík: Toyota Corolla.......... . árg. 1987 Volvo 144................árg. 1973 í Borgarnesi: Mazda 323 ....................árg. 1986 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 13. október 1987. Samvinnutryggingar g.t. - Bifreiðadeild - 9, kl. Utboð S.V.R. OG PÓSTUR & SÍMI eftir að S.V.R. og Póstur & sími óska hér með tilboðum í jarðvinnu vegna nýbyggingar Þönglabakka 4, Reykjavík. Helstu magntölur eru: Uppgröftur 6.800 m3 Fylling 8.000 m3 Byggingargirðing 300 m Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar, Borgartúni 20, gegn 2.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar h/f, Borgartúni 20, Reykjavík, þann 15. október 1987 kl. 11:00. W) VERKFRÆÐISTOFA stefAns Olafssonar hf f.r.v. CONSULTING ENGINEERS BORGARTÚNI 20 106 REYKJAVlK SlMI 29940 & 29941 BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:... 96-21715/23515 BORGARNES: ........ 93-7618 BLÖNDUÓS:..... 95-4350/4568 SAUÐÁRKROKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:..... 96-71489 HÚSAVÍK: ... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FASKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .. 97-8303 interRent Járnhálsi 2 Sími 83266 Pósthólf 10180 Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri um gagnrýni á íslenska grunnskólann: Fleira er námen bóknám í nýjasta fréttabréfi Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis segir Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri að mikið af þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á skólastarf og skólafólk á undanförnum vikum og mánuðum sé byggt á röngum forsendum og gagnrýnendurnir margir hverjir virðist byggja eingöngu á sinni eigin reynslu þegar þeir voru nemendur í skóla fyrir árum og áratugum síðan. Tíminn hitti fyrir Áslaugu Brynjólfsdóttur fræðslustjóra á Fræðsluskrifstofunni í Tjarnargötu og spurði hana um þetta og fleiri atriði. En fyrst spyrjum við Áslaugu um fullyrðingarnar í fréttabréflnu. „Við sem vinnum að skólamál- um í dag, bæði hér á Fræðsluskrif- stofunni, og úti í skólunum höfum mjög gjarnan orðið vör við ásakan- ir um að nemendur komi ver undirbúnir inn í framhaldsskólana og út í þjóðfélagið heldur en áður var. Þetta hefur síðan verið útskýrt af mörgum með því að kennslan í grunnskólunum sé í dag svo og svo mikið verri heldur en hún var á árum áður. Ég held einfaldlega að þetta sé ekki rétt og allt að því barnaleg einföldun á því sem er að gerast og hefur verið að gerast og mikið af gagnrýni af þessu tagi kemur ein- mitt frá fólki sem ekki þekkir neitt að ráði til þess starfs sem fram fer í skólunum. Það er líka eins og búið sé að gleyma því hvað það voru margir sem hættu námi 14-15 ára og í raun aðeins lítið úrval sem fór í gömlu menntaskólana sem oftast er miðað við. Þess vegna er því slegið fram þarna í fréttabréfinu að þessir gagnrýnendur byggi .fullyrðingar sínar að öllu eða verulega á sinni eigin reynslu frá því þeir voru á skólabekk sjálfir. Þið á Tímanum hafið kallað Austurstræti „götu minninganna", ætli það væri ekki hægt í þessu sambandi að tala um gagnrýni frá afturgöngu sem kalla mætti „skóla minninganna“.“ - En er þá allt í sómanum í íslensku grunnskólastarfí? „Nei, það sagði ég heldur ekki. Ég er einungis að segja að ef menn ætla að gagnrýna þá ber að gera það á réttum forsendum. í mínum augum eru skólarnir í dag alls ekkert verri en þeir voru, nema síður sé. Hins vegar má segja að þeir hafi ekki breyst nægjanlega mikið til að vera í samræmi við annað í þjóðfélaginu. Vilji menn stunda þann leik að bera saman fortíð og nútíð þá verða menn að gera sér grein fyrir að breytingin á öllum atvinnuháttum er ótrúleg. Hugsaðu þér t.d. muninn á því að fara í búð í dag og fyrir 30 árum. Það sem skiptir mestu varðandi skólana er að mæðurnar sem voru heima eru nú komnar út á vinnu- markaðinn, og vinnudagur foreldr- anna virðist samt sífellt vera að lengjast. Á tyllidögum er sagt að skólinn hafi tekið við auknu upp- eldishlutverki og vissulega er það rétt að skólinn hefur alltaf verið uppeldisstofnun í vissum skilningi. En hvað hefur gerst í skólamálum til þess að mæta þessum breyttu aðstæðum og hefur skólanum verið gert kleift að taka við þessu aukna uppeldishlutverki? Vissulega hafa verið byggðir fleiri skólar. Hins vegar er skóladagurinn svipaður að lengd og hann hefur alltaf verið. Viðmiðunarstundaskrá 1.-8. bekkjar er meira að segja styttri nú en fyrir 25 árum. Börnin eru ekki nema 165-170 daga ársins í skólan- um, sem er ekki hálft almanaksár- ið. Þetta er m.a. eitt af því sem bent var á í OECD skýrslunni margfrægu. Þannig að hvað uppeldishlut- verkið varðar þá hefur það í raun ekki flust í svo ríkum mæli til skólans. Hvað viðkemur því að skólanum hafi einnig farið aftur varðandi lærdómshlutverkið, þó ekki sé rétt að slíta uppeldis- og lærdómshlutverkið of mikið í sundur, þá held ég að slíkar fullyrð- ingar séu ekki heldur mjög vel ígrundaðar. Málið er að skólinn sá ekki um alla kennsluna sem menn eru að tala um að hafi farið fram hér áður fyrr, heldur voru það meira og minna heimilin. Þjálfunin fór að miklu leyti fram á heimilunum. Börnunum var sett fyrir það sem þau áttu að læra heima og foreldrar sinntu þá gjarnan börnunum meira við heimalærdóminn, enda höfðu þeir þá e.t.v meiri tíma til þess. Skólinn var meira „hannaður" sem eftirlitsaðili sem fylgdist með því að heimanámið væri stundað og lagði síðan fyrir ný verkefni. Ef skólinn í dag gæti haldið áfram að vera með sams konar starfshætti myndi útkoman að öll- um líkindum ekki verða lakari. En forsendurnar fyrir slíkri tilhögun eru því miður ekki lengur fyrir hendi, og ef gagnrýna á skólann og skólastarfið í dag þá ætti ganrýnin að beinast að því að skólanum hefur ekki tekist að fylla í það tómarúm sem þarna hefur skapast. En ég segi því miður eru þessar forsendur breyttar frá því sem var, því að ég er sannfærð um að engin stofnun, hvort sem hún heitir skóli eða eitthvað annað, getur komið í staðinn fyrir fjölskyldutengslin, þessi persónulegu nánu tengsl þar sem barninu er sinnt einstaklings- lega og þar sem því líður vel. Skólinn getur hugsanlega komist nálægt því að skapa slík tengsl og verður raunar að gera það, vegna þess að ég er sannfærð um það að forsenda þess að nám geti átt sér stað í skólanum er sú að börnunum líði vel þar. Á öllum skólastigum þurfa þau að eiga sér ákveðinn aðila, sem ber hag þeirra og vellíð- an fyrir brjósti. Því hefur það verið mitt hjartans mál að efld verði og sett reglugerð um verksvið bekkj- ar- eða umsjónarkennara." - Ertu með þessu að segja að skólinn hafí í raun ekkert breyst í 20-30 ár og sé eins konar nátttröll í samtímanum? „Hann hefur engan veginn hald- ið í við þær breyttu aðstæður sem nú rfkja. Skólinn er ennþá í grund- vallaratriðum skipulagður eftir bekkjakerfi þar sem um 25 börn eru í bekk að meðaltali. Eftir að uppeldisþáttur heimilanna hefur minnkað svo mikið sem raun ber vitni frá því sem áður var þá er jafnframt mun erfiðara að nota þetta gamla fyrirkomulag við kennsluna einfaldlega vegna þess að krakkar sitja ekki lengur rólegir og „meðtaka" kennslu. Þetta var hægt meðan þeim var sinnt meira á heimilinu og þau fengu þar athygli og ögun. Kennarar og aðrir skólamenn hafa tekið eftir því að svo virðist sem meiri munur sé að verða á krökkum en áður þegar þau byrja í skóla. Veganestið sem þau koma með að heiman er svo afskaplega mismunandi að ógern- ingur er að ætla að fara að kenna þessum börnum samkvæmt gamla laginu. Þessi mismunur í veganesti bætist í raun við þann mismun sem er á öllum börnum og öllum mönnum, því vissulega eru þetta eins ólíkir einstaklingar til náms og þeir eru útlits. Það er atriði sem hefur verið mikið feimnismál en er eitt af því sem menn verða hrein- lega að horfast í augu við. Allir eru tilbúnir til að viðurkenna að fólk er misjafnt í vextinum, einn er með stórt nef og annar langar lappir. Eins þykir engum það neitt til- tökumál ef einn er fljótur að synda eða hlaupa o.s.frv. Én þegar kem- ur að bóklega þættinum, og stund- um er talað eins og það sé eina námið sem einhverju skiptir, þá eiga allir að vera jafn fljótir og geta allt það sama. Raunar hefur tekist að hafa kennsluna hjá yngri börn- unum mjög sveigjanlega og koma til móts við það að þarna eru að koma í vaxandi mæli einstaklingar með mjög ólíkar þarfir og getu. Það er t.d. einfaldlega rangt sem kemur fram hjá ágætum prófessor við Háskóla íslands sem skrifað hefur um skólastarfið nýlega að læs börn og ólæs séu látin vinna að sömu verkefnum í skólunum. Hugsanlegt er að slíkt hafi ein-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.