Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. október 1987
Tíminn 7
íslendingar enn meö flestar skemmdir:
Á meðan nágrannaþjóðir okkar
mættu vandamálinu með því að
taka upp skólamáltíðir, fjölguðum
við sjoppum. Besta dæmið er
kannski Vestmannaeyjar. t>ar eru
15 sjoppur, en aðeins einn tann-
læknir.
Kostnaður ríkis og sveitarfélaga
af tannviðgerðum er gífurlegur.
Þannig kostuðu þær sveitarstjórnir
og tryggingastofnanir 1 milljón á
dag á síðasta ári, og er aðeins
miðað við börn yngri en fimm ára,
og börn í grunnskóla.
Tannverndardagurinn verður
haldinn 5. febrúar 1988. Á þeim
degi mun ráðuneytið standa fyrir
vatnsherferð, beint gegn gos-
drykkjum. Skrúfaðu því fyrir gos-
flæðið og settu vatn í glasið.
-SÓL
Þegar íslendingar taka sig til og
fá dellu, þá setja þeir venjulega
heimsmet í fjölda, „miðað við
höfðatölu" eins og það er venju-
lega orðað. Nægir þar að nefna
bílaeign, tölvueign, sjónvarps- og
símaeign og sykur- og sælgætisát.
Heilbrigðisráðuneytið er nteð
mörg verkefni í gangi til að stemma
stigu við þessu vandamáli. Lögð er
áhersla á, að þó að við ráðum ekki
við sjúkdóma, þá ráðum við hvern-
ig tennur okkar líta út. Nokkurt
fjármagn hefur verið í tann-
verndarsjóði, og hefur því fé verið
eytt í margvíslegt fræðslustarf í
samráði við fólk á heilsugæslusviði,
leiðbeiningum og upplýsingum
hefur verið dreift til aðila innan
heilbrigðiskerfisins, foreldra og
barna. Árangurinn hefur ekki látið
á sér standa. Tíðni tannátu-
skemmda er á niðurleið, en enn
erum við allt of ofarlega á
skemmdaskalanum. Við drekkum
hlutfallslega mest gos, 54% ung-
linga borða sælgæti daglega, miðað
við 15% í Finnlandi.
íslendingar borða 17 kíló á mann
af sælgæti á ári og 60 kíló af sykri.
Sambærileg sykurtala er 38-40 kíló
á hinum Norðurlöndunum. Meiri
tekjur eru af sælgætissölu, en sölu
á áfengi og tóbaki, enda er flutt
meira en 1 tonn af sælgæti á dag út
úr fríhöfninni á Keflavíkurflug-
velli.
Til að reyna að minnka vanda-
málið enn rneir, hefur heilbrigðis-
ráðuneytið sent bæjarstjórnum
áskorun um að staðsetja ekki sælg-
ætisbúðir og skyndibitastaði í nág-
renni við skóla. íslendingar þurfa
nefnilega að vera öðruvísi en aðrir.
Guðmundur Bjarnasun, heilbrigðisráðherra kynnti í gær átak heilbrigðis-
ráðuneytisins gegn tannskemmdum, og verður m.a. skorað á bæjaryfír-
völd víða um land að staðsetja ekki sjoppur í nágrenni skóla.
(Tímaniynd: KKKIN)
Guðrún Helgadóttir og Brian Pilkington:
TILNEFND TIL
H.C. ANDERSEN
VERÐLAUNA
Nýju ostaumbúðirnar sem eru loftskiptar.
loks andanum
Guðrún Helgadóttir og Brian
Pilkington hafa verið tilnefnd fyrir
íslands hönd til hinna virtu H.C.
Andersen barnabókaverðlauna.
Verðlaun þessi eru veitt fyrir framlag
til barnabókaritunar annars vegar
og myndskreytingar í barnabókum
hins vegar. Þetta er í fyrsta sinn sem
íslendingar eru tilnefndir til þessara
verðlauna en verðlaunaafhending
verður í Osló í september 1988. Það
er íslandsdeild IBBY alþjóðlega
barnabókaráðsins, sem tilnefnir
Guðrúnu og Brian.
H.C. Andersen barnabókaverð-
launin hafa verið kölluð „Litlu Nó-
belsverðlaunin“ og eru æðstu alþjóð-
legu verðlaun sem veitt eru fyrir
barnabækur. Það er IBBY, Alþjóð-
lega barnabókaráðið sem veitir þessi
verðlaun annað hvert ár í tengslum
við þing samtakanna.
Verðlaunin eru veitt rithöfundum
og myndlistarmönnum sem hafa lagt
varanlegan skerf til bókmennta sem
ætlaðar eru börnum og unglingum.
Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu
1954 og eru nokkrir verðlaunahaf-
anna Islendingum að góðu kunnir.
Nægir þar að nefna höfundana Ast-
rid Lindgren, Erich Kastner, Tove
Janson, Maria Gripe, Cecil Bödker
og Christine Nastlinger sem allir
hafa verið þýddir á íslensku og
myndskreytingar eftir þá Svend Otto
S. og Ib Spang Olsen hafa líka sést í
þýðingum.
Af bókum Guðrúnar má nefna
Jón Odd og Jón Bjarna, I afahúsi,
Óvitar, Sitji guðs engar og Saman í
hring. Myndskreytingar eftir Brian
Pilkington eru m.a. í bók Guðrúnar
Ástarsaga ýr fjöllunum, Blómin á
þakinu við texta Ingibjargar Sigurð-
ar og Gilitrutt og Hundrað ára
afmælið við texta Þráins Bertelsson-
ar.
ABS
Osta-og smjörsalan hefur nýlega
tekið í notkun nýja pökkunarvél á
osti. Nýju umbúðirnar eru ekki
lofttæmdar eins og eldri gerð ost-
umbúða var, heldur loftskiptar og
falla því ekki eins þétt að ostinum.
Kosturinn við nýju umbúðirnar
eru þær að þær fara betur með
vöruna og eru jafnframt sterkari.
Pökkunaraðferð þessi sem gcfur
ostinum kost á því að anda ögn,
hefur rutt sér til rúms víðar en á
íslandi, svo sem í Bandaríkjunum
og í Evrópu. ABS
Reykjavík-fundarstaður
framtíðarinnar:
Hvernig á að
byggja upp
ferðaþjónustuna?
Ferðamálanefnd Reykjavíkur-
borgar gengst fyrir ráðstefnu á
Holiday Inn á sunnudaginn, og ber
hún yfirskriítina „Reykjavík - fund-
arstaður framtíðarinnar."
Tilgangur ráðstefnunnar er að
ræða möguleika á lengingu ferða-
mannatímans og framtíðarþátttöku
Reykjavíkur í alþjóðlegu ráðstefnu-
og fundarhaldi og er tímasetningin
valin í tilefni þess að eitt ár er liðið
frá leiðtogafundinum í Höfða.
Þátttakendur í ráðstefnunni verða
fulltrúar ýmissa aðila úr ferðaþjón-
ustu. Aðalræðumaður ráðstefnunn-
ar verður Frank Mankiewicz, vara-
stjórnarformaður Hill and Knowlton
Public Affairs Worldwide í Was-
hington. Hann hefur langa reynslu í
kynningarmálunt, var m.a. blaða-
fulltrúi Roberts Kennedy og náin
samherji John F. Kennedy.
Ferðamálanefnd Reykjavíkur
efndi einnig til samkeppni um
minjagrip sem tengdist Reykjavík-
urborg í tilefni ársafmælis leiðtoga-
fundarins. Að lokinni ráðstefnunni
verða afhent verðlaun í þeirri sam-
keppni. -SÓL