Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 10. október 1987 Tíminn 17 lllllllllllllllM BÓKMENNTIR llllllllilllllllllllllllilllllllllllllllllll^^^^^^^^^ ^ 'l. Sitt lítið af hverju Pétur Gunnarsson, rithöfundur Pétur Gunnarsson: Sykur og brauö, þættir og greinar, Punktar, Rv. 1987. Pétur Gunnarsson rithöfundur sló eins og menn muna rækilega í gegn með skáidsögunni Punktur, punktur, komma, strik fyrir rúmum tíu árum, og síðan hefur hann lokið vægast sagt mjög áhugaverðum skáldsagnaflokki um persónuna Andra, sem hóf að segja frá í þeirri bók. í þessunr sögum hefur hann sýnt ótvírætt að hann er á margan hátt gæddur fágætum hæfileika til að túlka ekki síst hin fíngerðari blæ- brigði skáldsöguformsins, jafnframt því sem honunr getur verið ákaflega vel lagið að segja frá í snöggum svipmyndum og beita óvæntum til- þrifum í stíl. f síðustu skáldsögu sinni, Sagan öll, frá því í hitteðfyrra, gerði hann aukheidur býsna vei marktæka úttekt á þeim vanda sem blasir við fólki af Lánasjóðskynslóð- inni, eftir að það kemur heim frá námi og hefur allt í einu verið svipt öryggi stúdentsáranna. Þó er óneitanlega heldur hætt við að ýmsir aðdáendur Péturs Gunnars- sonar falli ekki í stafi yfir þessari síðustu bók hans. Ekki fyrir það að hún sé illa skrifuð, því að svo er aiis ekki og þvert á móti, heldur vegna þess að hann er nú einu sinni höfund- ur sem vænta hefði mátt frá átaka- meiri verka en hér eru á boðstólum. í Sykri og brauði hefur hann safnað saman ntargs konar þáttum og greinum, hinum elstu frá 1972 og þeim yngstu frá árinu sent leið, en öðrum frá tímanum þar á milli. Ég sakna þess óneitanlega að hann skuli ekki hafa látið eins og örlítið for- málakorn fylgja með, þar sem hann hefði gert grein fyrir markmiðum sfnum og tilgangi með bókinni. Sannast sagna er að lesandi kemur hálfgert líkt og álfur út úr hól að þessari bók og veit ekki meir en svo hvað höfundur er að vilja honum. Pó verður fljótlega Ijóst við lestur í bókinni að hér eru mestpart á ferðinni margs konar smápistlar af þeirri tegund sem gjarnan er kennd við létta blaðamennsku. Svona stutt- ir pistlar eins og menn skjóta hér oft inn í blöð þegar þeim liggur eitthvað sérstakt á hjarta. Eða jafnvel aðeins þegar þeir fá góða hugmynd að dálitlu ritkorni, setja það á blað og vilja síðan leyfa öðrum að njóta árangursins með sér. Af þessari síðast nefndu tegund eru einkum elstu þættirnir, þeir sem fremst fara í bókinni. Þar ber tölu- vert á ýmsum sundurlausum myndum; þær eru kannski ekki allar svo ýkja langt frá formi lausamáls- ljóða, og fremur það en af ætt smásagna. Þegar aftur eftir dregur breytist þetta hins vegar. Þá víkur höfundur í vaxandi mæli að ýmsum málum sem honum liggja á hjarta, oft dægurmálum hvers konar eða þjóðmálum, en einnig slæðast þarna með nokkrir ritdómar. Af sínum eigin verkum segir hann þarna þó kannski minna en skyldi; stutt grein um aðdraganda Punktsins verður líkt og til þess eins að æsa upp í okkur hinum forvitnina eftir að fá meira að heyra. Aftur á móti verður að setja út á annað, sem er sparsemi höfundar á að skýra frá því hvort og hvar þessar greinar hafi birst áður. Víðast hvar lætur hann sér nægja að setja við þær ártöl ein saman. Hins vegar hefði verið gagnlegur fróðleiksauki í því að fá til dæmis að vita hvort einhverj- ar þeirra hafi verið skrifaðar fyrir dagblöð eða aðra fjölmiðla (þrjár eru raunar kenndar þarna við útvarp), og kannski eftir pöntun sumar hverjar, eða þá aðrar að eigin frumkvæði höfundarins. Ef svara á því hvernig tekist hafi til að öðru leyti, er trúlega fyrst að nefna að höfundur getur hér yfirleitt ekki talist hafa sérlega róttækan boðskap að flytja. Áberandi eru hér ýmiss konar klassískar aðfinnslur í gömlum og góðum sósíalískum anda um brottför varnarliðsins, ósann- gjarna tekjuskiptingu milli stétta í landinu, og svo framvegis. Þar eru á ferðinni efni sem vissulega eiga rétt á að vera haldið vakandi. en rithöf- undur þarf þó helst að nálgast út frá nýjum og óvæntum sjónarhornum, eigi hann að geta vænst þess að verða tekinn alvarlegar en venjulegir pistlahöfundar á Þjóðviljanum. En að hinu er þó að gæta að víða tekst honum hér, þrátt fyrir þetta, að koma fram nteð smellin stílbrögð og nýstárlegar líkingar sem hljóta að vekja athygli. Þar má nefna nráls- greinar eins og þessa; „Stjórnmála- flokkar þyrla nú frá sér prógrömm- um og uppskriftum, innan skamms ganga hæstvirtir kjósendur í kjör- búðir og velja sér pólitík til næstu fjögurra ára" (bls. 82). Eða þessa: „Ég fikta í slökkvaranum og beljandi stórfljót breytist í rafstraum sem á sekúndubroti kveikir á hundrað kertum" (bls. 85). Nú, eða þá þcssa: „Steypti vegurinn stakk Sunnlend- ingum í santband við þá staðreynd að þeir búa á lófastórum bletti þar sem allt er í hámarks klukkustundar seilingu" (bls. 86). Svona handbrögð sýna Pétur Gunnarsson í essinu sínu, líkt og við þekkjum það til dæmis úr Punktinum. í stuttu máli sagt þá getur Pétur Gunnarsson hvorki talist koma hér fram sem beittur ádeilusmiður né boðberi byltingarkenndra hug- mynda. Þvert á móti er hann er hér á ferðinni með laglegar myndir og tiltölulega hógværar vangaveltur. í ýmsu minna vinnubrögð hans hér fremur á vandaða blaðamennsku en markvissan skáldskap, og tek ég fram að þetta síðast nefnda er síður en svo sagt í niðrunarskyni heldur þvert á móti. Ég held að það verði að líta á Sykur hans og brauð fyrst og fremst sem eins konar millispil rithöfundar á milli stærri afreka. Hér er vissulega á ferðinni vel skrif- uð og að mörgu leyti áhugaverð bók, en vonandi á höfundur hennar þó eftir að senda aftur frá sér átakameiri verk en þetta áður en langar stundir líða. - esig 111 LESENDUR SKRIFA Friðarsókn frá Islandi Sú kemur tíð, að Sáleyjar ljómi verður hæstur í heimi. (Sáley: tsland) Porsteinn Björnsson lír Bæ Friðarstefna, sem hefst á því að skera niður kjarnorkuvígbúnað, en færir sig síðan niður stig af stigi, kynni að vera framundan á þessari jörð, og verði þetta að veruleika, þá er óhætt að segja, að slíkt hefði aldrei getað gerst, án þess að ísland og íslendingar ættu þar hlut að máli. Þetta er nú svo kunnugt, augljóst og viðurkennt, að ekki þarf að fara um það fleiri orðum. Það er líka víst, að verði þetta, þá eru það mestu tíð- indi, sem gerst hafa í sögu hnattarins frá því að líf kviknaði hér fyrir 3-4000 milljón árum. Lífið hefur verið á helstefnuleið æ síðan, en hér gætu orðið vatnaskil. Og þau skil verða í hugsun mannanna, lífteg- undar sem ekki hefur gengið sent best með, svo að ekki sé meira sagt. Allt, sem gerist. á sér aðdraganda í því sem áður var og gerðist, og í rauninni í öllu, sem á undan er gengið. En ef ég ætti að nefna eitthvað eitt, sem mér virðist hafa sérstaklega leitt til þess, að nú, ári eftir fundinn f Reykjavík, er farið að tala eins og hann hafi breytt mestu, - þá er það sú ákvörðun þáverandi forsætisráðherra, Steingríms, að hlaupast ekki frá setningu Alþingis í Reykjavík til þess að fara suður á Völl á móti Gorbatshev sem áður hafði verið látinn vita, að þessi stund væri frátekin. Þarna sýndi íslenski forsætisráðherran þá reisn, sem þarf, til þess að geta heitið íslendingar - og það, sem þarf til þess að geta beitt sér fyrir friðarstefnu. Því að það eru svona atvik, sem skera úr um það, hvort tekið er mark á mönnum eftir á. En ef rekja skal lengra aðdragand- ann til þess, að Reykjavík varð að vera staðurinn, þarsem friðarsóknin skyldi byrja, þá mætti fyrst minna á þau orð Magnúsar Jónssonar (pró- fessors, alþingismanns), að Reykja- vík sé eina borgin á jörðinni, sem byggð sé að tilvísun Óðins, Alföður. í öðru lagi ber að minna á það, að skáld og spámenn hafa farið hinum lofsamlegustu orðum um landið, þjóðina og höfuðborg þess, og væri það vottur um mikla andans fátækt að virða það einskis. Jónas Hall- grímsson og Einar Benediktsson, William Morris og Adam Ruther- ford, og skáldið sem ég vitna í hér að ofan, viðhöfðu slík orð, og jafnvel Kínverja (Sturlungufróða) mun mega finna í hópi þeirra, sem hafa spáð fyrir hinni stórkostlegu framtíð íslands. En umfram allt var það Helgi Pjeturss, sem sagði það fyrir, að hér yrði að byrja, og það var hann, sem öllum öðrum fremur hélt á loft spádómi Rutherfords um fs- land og Reykjavík sem aflstöð fyrir alla þessa jörð. Þegar þess er gætt, að Dr. Helgi hafði, þegar árið 1918, sett kjarn- orku, sem þá var ekki meir en svo uppgötvuð, í samband við hugsanleg endalok mannkynsins, verður ekki hjá því komist að ætla, að hans nafns beri að minnast öðrum nöfnum fremur, þegar rætt er um friðarsókn frá íslandi. Þorsteinn Guðjónsson HH REYKJHJÍKURBORG ’l' Valhöll Dagvist barna Fóstrur og aðstoðarfólk vantar á dagheimilið Valhöll, nú þegar. Upplýsingar gefa forstöðumaður í síma 19619. »*fl REYKJMJÍKURBORG 1*1 K H _______________________ 2 Dagvist barna 11 f Fólk með táknmálskunnáttu óskast til stuðnings heyrnarskertum börnum. Upplýsingar veita forstöðumaður á skóladagh./ leiksk. Hálsakoti, Hálsaseli 29 og Málfríður Lor- ange sálfræðingur skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. 1*1 REYKJKÚKURBORG l*fl z 22 á- ----- -2 22 a MT AciUMVl Skóladagheimili Austurbæjarskóla óskar eftir starfsmanni hálfan eða allan daginn. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 12681. fl*fl REYKJKJÍKURBORG fl*l «»* xs »*» «7»7 H W Joudor Sttáur MP Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Laust er til umsóknar 100% starf á vakt, 2x75% starf í eldhúsi og 2x100% starf í heimilishjálp. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 alla daga. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóra vantar að Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð á Hvammstanga frá 1. janúar 1988. Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur stofn- ana, annastfjármáiaskýrslu og áætlanagerð, fram- kvæmd ákvarðanastjórnar o.fl. Allar nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjóri í síma 95-1348, heimasími 95-1629 og formaður stjórnar í síma 95-1353, heimasími 95-1382. Umsóknir sendist til stjórnar Sjúkrahúss Hvamms- tanga 530, Hvammstanga. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 20. október 1987. Stjórn Sjúkrahúss Hvammstanga QJvarahlutir Hamarshöfða 1 Simai:: 83744 og 36510 Nýr hjólatjakkur Þriðjungi styttri en lyftir þó sömu þyngd í sömu hæð. Verð aðeins kr. 4.870,- i sérstöku plastboxi. Gerið verðsaman- burð. Lyftigeta: 1,5 tonn. Lyftisvið 13-39 cm. Þyngd: 9 kg. Lengd: 47 cm. Breidd: 32 cm. Hæð: 17 cm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.