Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 23

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 23
Þessa mynd tóku sjálfvirkar mvndavélar af bankaráninu, en Claudia elti hins vegar ræningjann. Beint úr Guinness-metabókinni: STÆRSTA ÚTIAUGLÝSING í HEIMI! Studebaker - nafnið Hflr góðu lífi í tráplöntunum, þó engir nýir Studebaker-bílar séu framleiddir. Það eru yfir 50 ár síðan Stude- baker-fyrirtækið í Bandaríkjunum lét gera þessa frumlegu auglýsingu í um 20 km fjarlægð frá verksmiðj- unni. Studebaker-nafnið var þá, árið 1936, búið til úr litlum furuplóntum á landssvæði í New Carlisle.Ind. Plönturnar þöktu yfir 700 metra breitt svæði og stafirnir eru um 60 m á hæð. Nú eru litlu plönturnar orðnar um 20 m há tré en nafnið stendur skýrum stöfum ennþá - þó að Studebaker-fyrirtækið hafi hætt störfum fyrir 23 árum. SKIPADEILD SAMBANDS/NS LINDARGÖTU 9A -SÍMI 698100 28200 TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA Claudia Röhrenbacher er bara níu ára, en hún er fræg sem hetja í heimaborg sinni, Salzburg í Aust- urríki, eftir að hún kom upp um bankaræningja þar á dögunum. Hún var að leika sér að bolta í almenningsgarði rétt hjá bankan- um í Bessarabíugötu og leiddist að vera ein þá stundina. Skyndilega munaði minnstu að maður hlypi hana um koll. Hann var með skíðahettu fyrir andlitinu og plast- poka í hendi. - Hypjaðu þig, hvæsti hann, um leið og hann hljóp framhjá. Andartak stóð Claudia kyrr. Svona náunga hafði hún séð í sjónvarpinu og þar voru þeir alltaf bankaræningjar. Hún lagði af stað í humátt á eftir kauða, en fór varlega. Loks sá hún hann stíga inn í bláan bíl handan garðsins. Annar maður var í bílnum og óx strax af stað. Claudia sá að þetta var alveg eins bíll og pabbi hennar átti, nema að lit. Hún setti á sig númer- ið, en þar sem hún hafði ekkert ti! að skrifa með, tautaði hún það stöðugt þangað til hún var viss um að muna það. Nú fannst henni rökrétt að fara til lögreglunnar. Skömmu síðar rakst hún á lögreglumenn, sem starfsfólk bankans hafði kallað til. Claudia var ekki lengi að skýra frá því sem hún hafði orðið vitni að. Það tók laganna verði ekki nema nokkrar mínútur að hafa uppi á bláa bílnum og eiganda hans. Þcg- ar ruðst var inn í íbúð hans, sátu félagarnir við að telja ránsfeng sinn, um það bil jafnvirði milljónar ísl. Bankinn vcitti Claudiu vegleg verðlaun, sem hún lagði auðvitað inn á bók. - Ég varð hrædd, segir hún, - en ekki fyrr en á eftir, þegar ég fór að hugsa um, hvað þeir hefðu getað gert, ef þeir hefðu séð mig. Claudia litla cr hugrökk telpa mcð athyglisgáfuna í lagi. Laugardagur 10. október 1987 r Tíminn 23 SPEGILL DRAUMARJ0EYS Joey Tempest hinn feikidáði í hljómsveitinni Europe, er bæði feiminn að eðlisfari og orðinn allt að því mannfælinn, síðan hann og félagar hans urðu heimsfrægir. Hann fæddist fyrir 23 árum og heitir að réttu Joackim Larsson. Þegar hann ákvað að gerast rokk- stjarna. skipti hann um nafn. Það þótti ekki nógu gott að fara út í hinn stóra heim með nafn, sem engir nema landar hans gátu borið skikkanlega fram. Joey Tempest hljómar mun betur á heims- markaðnum. Sagt hefur verið um Joey, að hann sé einfari og blandi lítt geði við annað fólk og hann viðurkennir það. - Já, mér líður best með sjálfum mér. Ég er fæddur feiminn og hef alltaf forðast margmenni. Vissulega er góður hæfileiki að geta lokað sig af frá amstrinum, en oft vildi ég þó óska, að_ ég væri félagslyndari, segir hann. - Ég hef rneira að segja reynt að gera eins og Ian og Kee í hljómsveitinni, þeir spjalla frjálslega við hvern sem er. Kannske get ég einhvern- tíma lært það. Joey dreymdi lengi um að verða stjarna, en viðurkennir að raun- veruleikinn núna og stjörnudraum- arnir eigi harla fátt sameiginlegt, - Allar rokkstjörnur eru sælar í draumunum, en það er allt annað en sæla að vera heimsfrægur og eiga nóga peninga, segir hann. - Svangt barn verður tniklu ánægö- ara með venjulega brauðsneið, en ég, þegar ég borða íburðarmikla og rándýra máltíð. En hvernig skyldi honum geðjast að því að þúsundir ungra stúlkna dreymi um hann og skreyti her- bergi sín með myndum af honunt? Hann bítur á vörina og brosir eilítið. - Ég vona að þær dreymi mig ekki á næturnar. Líklega á þetta fólk plötuna okkar líka og þá er ég ánægður, því þrátt fyrir allt er það tónlistin, sem málið snýst um. Við reynurn líka að gefa gott fordæmi, til dæmis göngum við alltaf vel um á hótelum, drekkum aldrei áfengi á sviðinu og sérstak- lega ég gæti þess að láta enga óhollustu ofan í mig. Vegna þungra skatta í hcima- landinu, Svíþjóð, býr Joey Tem- pest á Bahamaeyjum, en ætlar að flytja heim seinna. Um þrítugt vill hann endilega vera búinn að fá sér konu og vill eignast mörg börn og stóran hund. - Ég á nóga peninga, en eyði engu í óþarfa, ætla að fjárfesta erlendis, til að njóta góðs af á efri árum, segir Joey. Það mikilvægasta þessa stundina er að semja fleiri góð lög, svo Europe geti haldið sig á tindinum eitthvað framvegis. , - Við í Europe erum góðir | strákar, og reynum að lifa heil- brigðu lífi, því það cr ótrúlcga I crfitt að vera á hljómleikaferð- um. ara borgarahetja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.