Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarrifstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Vandi ríkisstjórnar
og Alþingis
Alþingi verður sett í dag. Þetta er 110. löggjafar-
þingið sem nú kemur saman að afloknum almenn-
um kosningum, en tala þinga er miðuð við árið
1874, þegar konungleg stjórnarskrá gekk í gildi hér
á landi með því ákvæði m.a. að Alþingi skyldi hafa
löggjafarvald eftir að hafa verið ráðgjafarþing frá
endurreisn þingsins 1845.
Þess er þó vert að minnast að Alþingi var stofnað
árið 930 og eru því 1057 ár frá þeim atburði.
Alþingi er elsta stofnun íslensku þjóðarinnar og
hin sögufrægasta.
Margt er breytt á Alþingi, þegar það nú kemur
saman, miðað við síðasta þing. í fyrsta lagi hefur
þingmönnum fjölgað. Þeir eru nú 63 í stað 60 áður.
Þingflokkaskipan hefur breyst verulega og styrk-
leikahlutföll þingflokkanna sömuleiðis. Einn
þingflokkur, sem fulltrúa átti á síðasta þingi, er
horfinn, þ.e. Bandalag jafnaðarmanna, en nýr
þingflokkur er kominn til sögunnar, Borgaraflokk-
urinn. Einn þingmaður er utanflokka, Stefán
Valgeirsson, en hann var í framboði fyrir nafn-
greind kosningasamtök í Norðurlandskjördæmi
eystra og eru hvorki þingflokkur né landsflokkur.
Það er einnig sögulegt við þetta nýja þing að á þingi
sitja fleiri konur en nokkru sinni fyrr.
Mestu skiptir þó þegar ræddar eru breytingar
frá síðasta kjörtímabili, að fráfarandi ríkisstjórn
missti meirihluta sinn í kosningunum vegna mikils
fylgistaps Sjálfstæðisflokksins. Það kom því ekki
til að endurreisa fyrra stjórnarsamstarf, þótt það
hefði fyrir margra hluta sakir gefið mjög góða raun
undir stjórn Steingríms Hermannssonar, formanns
Framsóknarflokksins. Ný ríkisstjórn var því mynd-
uð á nýjum grundvelli. Alþýðuflokkurinn, sem að
mestu hefur verið utan ríkisstjórna síðan 1971, er
nú í ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Sjálf-
stæðisflokki. Ríkisstjórnin hefur öruggan þing-
meirihluta og ætti af þeim sökum ekki að vera neitt
að vanbúnaði að tryggja framgang stefnumála
sinna.
Hitt er annað að horfur í efnahagsmálum hafa
breyst til hins lakara á síðustu mánuðum. Ríkis-
stjórnar og þingmeirihluta hennar bíða því ýmis
vandamál og erfið úrlausnarefni. Á þeim verður að
taka af festu. Einkum ber ríkisstjórn og Alþingi að
hafa gætur á þeirri háskalegu verðlagsþróun sem
nú gerir vart við sig og gera þær ráðstafanir sem
nauðsynlegar eru og aðstæður krefjast til þess að
stöðva verðbólguvöxtinn og stefna áfram að verð-
bólguhjöðnun eins og var markmið fráfarandi
ríkisstjórnar. Framtíð og orðstír núverandi ríkis-
stjórnar veltur á því að hún nái tökum á verðbólgu-
þróuninni.
Laugardagur 10. október 1987'
íslenskur skógur og okkar
skógur, og þess vegna þarf mikið
stærra átak í skógrækt jafnhliða
uppgræðslu landsins er hingað
til hefur náðst samstaða um. Og
svo er það tungan.
Fjórar aldir
Enginn einn þáttur í lífi okkar
heldur eins fast um þjóðerni
okkar og tungan. Hún sameinar
okkur og arfagóss hennar, sem
tiltækt er hverjum lesandi ís-
lendingi hefur veitt okkur stærð-
artilfinningu, sem gefur okkur
kjark til að lifa jafnfætis mikið
stærri heildum í hafi þjóðanna
Hinni miklu ritöld lauk með
ritun íslendingasagna, og það
var ekki fyrr en á nítjándu öld,
sem ljósin tóku að skína að
nýju. Allur sá tími, sem leið á
milli tilvistar sagnaþula söguald-
ar og fram að tilkomu manna á
borð við Jónas Hallgrímsson er
eitt heljarmyrkur. Að vísu lýstu
tveir menn á því tímabili langt
út yfir ævisvið sín, báðir
kirkjunnar menn eins og eðlilegt
gat talist, þeir Guðbrandur Þor-
láksson, biskup og séra Hall-
grímur Pétursson. Á tímum
engrar fjölmiðlunar, þegar
hvergi heyrðist í Stevie Wonder
og kvensköss á borð við Tinu
Turner voru fjarlægur grunur í
svörtustu myrkviðum Afríku,
reis upp biskup á íslandi, sem
hafði þann metnað til að bera að
hann lét þýða biblíuna á ís-
lensku. Þá réðu Danir yfir Nor-
egi og íslandi. í Noregi fyrir-
fannst enginn Guðbrandur og'
norsk alþýða var látin nema
guðsorð úr danskri biblíu eftir
komu lútersks siðar. Fyrir þann
tíma Jöluðu íslendingar og
Norðmenn sömu tungu, eða
mjög líka tungu, því aðeins tvö
hundruð árum áður höfðu ís-
lensk skáld gerst ljóðmæringar
norskra kónga og skrifað ævi-
sögur þeirra samkvæmt pöntun
á íslensku. Norðmenn heyjuðu
sér dönskublending upp úr bibl-
íu sinni. Við héldum áfram að
geta lesið íslendingasögur og
biblíuna án þess að víxlast á
tungunni. Einlæg trúarljóð Hall-
gríms Péturssonar eru hvað mál-
ið snertir afrakstur hins óbrjál-
aða máls. Þegar Fjölnismenn
komu síðan um miðja nítjándu
öld til að hrifsa tunguna undan
kölkuðum málstoðum rímn-
anna, stóð hún jafn skír ogfögur
eftir þrátt fyrir langan myrkur-
tíma.
Nýtt myrkur
Kyrrstöðutími miðalda kom
þungt niður á íslendingum af
ýmsum ástæðum, sem ekki
koma þessum texta við. En hann
kom ekki þungt niður á tung-
unni. Hún hélt áfram að lifa
m.a. vegna þess að dönsk áhrif
náðu aldrei að neinu marki til
sveitanna. Það skipti því ekki
máli þótt Reykjavík væri orðinn
dönskumælandi bær á tímabili.
Snemma á þessari öld komu ung
skáld fram á sjónarsviðið og
höfðu hin bestu orð um bænda-
menninguna svokölluðu. Pað
var annað orð yfir alþýðu
landsins, sem hafði haldið vopn-
um sínum fyrir erlendum áhrif-
um og danskri tungu, þótt hún
sykki um tíma í ófrjóa umræðu
um merkingar rímnakenninga,
eins og þær voru tíndar úr Edd-
um okkar. Þegar þessi fyrri tími
er skoðaður í ljósi þess sem nú
er að gerast á vettvangi tungunn-
ar, og þá sjálfstæðisbaráttu okk-
ar um leið, kemur í ljós að nýtt
myrkur er að skella yfir. Hið
fyrra tímabil myrkra tíma varð
aldrei hættulegt tungunni. Nú
verður íslenskan hins vegar í
brennipunkti. Nú er stefnt að
því að glata henni og þar ráða
mestu þau nýju fjölmiðlagoð,
sem flutt eru syngjandi, púst-
andi, æjandi og óandi inn á
hvert heimili í landinu fyrir til-
stilli kveinandi fjölmiðla; útvarps
og sjónvarps. Framundir full-
orðinsár miðaldra fólks í dag
linnti ekki leiðréttingum á
dönskuslettum, svokölluðum,
og á þeim var ekki tekið neinum
vettlingatökum. Nú heyrist aldr-
ei æmt í nokkurri persónu þótt
annað hvert orð sé sagt á ensku
eða enskuskotið. Það er orðið
E
Mi INHVERJIRkunnaað
halda að sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga hafi lokið fyrir rúmum
fjörutíu og þremur árum, þegar
við lýstum yfir lýðveldi á Þing-
völlum. Tíminn sem liðinn er
hefur sýnt okkur að margs þarf
að gæta þótt sjálfstæði sé fengið.
Má í því efni minna á fiskveiði-
lögsöguna og baráttuna fyrir
stækkun hennar. Árangur þeirr-
ar baráttu hefur haft úrslitaáhrif
fyrir líf fólks í landinu, enda eru
framundan góðir tímar á fisk-
mörkuðum, sem við eigum eftir
að njóta af ómældra hagsbóta.
Fiskveiðilögsagan hefði engin
orðið ef 17. júní 1944 hefði liðið
tíðindalaust. Svona einfalt er
þetta. Nú bindast þjóðir sterk-
um bandalögum og sækjast eftir
samstöðu, sem bæði felur í sér
hag og óhag. Við virðumst enn
vera að sækjast eftir hafsbotns-
réttindum langt suður í Atlants-
haf. Slík þrætubókarlist getur
verið mikilsverð fyrir einstaka
aðila. Mikilsverðust er þó sú
staðreynd að fiskveiðilögsagan
er tvö hundruð mílur. Á næstu
áratugum má búast við auknum
sóknarþunga annarra þjóða inn
á fiskirík svæði við strendur
landsins. Hafréttur er byggður á
mannasetningum, og bandalög,
þar sem sóst er eftir auðlindum,
eru mjög í uppgangi. Eflaust
þykir mörgum þjóðum í norðan-
verðri Evrópu, að hlutur tvö
hundruð og fimmtíu þúsund
manna þjóðar í Norður-Átlants-
hafinu sé alltof mikill. Við þurf-
um því að fara með gætni í
hafsbotnskröfum okkar. Slík
gætni er á stundum hluti af
sj álfstæðisbaráttunni.
Prjár undirstöður
Þrjár mikilvægar undirstöður
sjálfstæðis okkar eru tungan,
fiskveiðilögsagan og jarðar-
gróðurinn. Segja má að fisk-
veiðilögsagan sé í sæmilegu
horfi, þó þar þurfi stöðugt að
standa á verði, bæði gegn ofveiði
okkar sjálfra og ásælni annarra
þjóða, sem geta birst í sakleysis-
legum myndum, eins og boðum
urn fóstbræðralög. Jarðar-
gróðurinn á í vök að verjast, og
þar hefur enn ekki verið gert
það stóra allsherjar átak sem
auðnirnar þarfnast. Á þjóðhá-
tíðarárinu 1974 var veittur millj-
arður til uppgræðslu landsins,
en sá milljarður virðist hafa náð
skammt. Hann sýndi þó mikinn
skilning Alþingis og góðan vilja
á sínum tíma. Til þess að árang-
ur náist í þessari grein sjálfstæð-
isbaráttunnar þarf stöðugt á að
halda þessum sama skilningi og
þessum sama vilja Alþingis.
Þingið þarf að hlaða fallstykki
peninganna ár eftir ár og skjóta
úr þeim á auðnirnar þangað til
landið fer að gróa svo um
munar. Auðvitað verður fleira
að koma til. Beitarþol er tak-
markað og leita verður skilnings
á því sem landið þolir af búfén-
aði. Þar mun haldast í hendur
beitarþolið og þörf á innanlands-
markaði. Þótt uppgræðsla lands
sé höfuðatriði má ekki gleyma,
að hér vex skógur og getur
vaxið. Kannski ekki eins tigin-
borinn og í heitari löndum, og
ekki af þeirri gerð, að hann geti
kallast „skipaviður“, en það er