Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 19
hversstaðar komið fyrir í undan- tekningartilfellum, en reglan er hins vegar önnur og börnini eru látin hafa mjög fjölbreytt og mis- munandi verkefni. Það er nú orðið svo að það gengur illa að fá kennara handa yngstu börnunum vegna þess að það er svo erfitt að kenna þeim. Fyrir nokkrum árum þótti það ekkert tiltökumál að kenna þessum hóp. Almennt eru kennararnir á yngstu stigunum mjög góðir, duglegt fólk sem hefur sýnt starfinu áhuga og lýsir sér t.d. í sókn þeirra á hvers konar nám- skeið utan venjulegs vinnutíma og sem þeir fá enga borgun fyrir“. - En hvað þá þegar ofar kemur í grunnskólann? „Jú, það er rétt að á efri stigum grunnskólans verður bekkja- kennslan ráðandi og í 7., 8., og 9. bekk fá þau næstum eins marga kennara og námsgreinarnar eru. Þar er aftur mun erfiðara um vik að hafa kennsluna eins sveigjan- lega og hún er hjá yngstu nemend- unum. Þetta hefur óhjákvæmilega í för með sér að kennslan gagnast nemendunum misjafnlega vegna þess að verið er að kenna ólíkum einstaklingum sama efnið á sama hátt. En þó er t.d. í 9. bekk verið að gera mjög athyglisverðar breyt- ingar, þar sem verið er að reyna að koma til móts við mismunandi áhugasvið nemenda með vali og einnig með mismunandi náms- hraða. Þetta þyrfti að færa neðar. En síðan koma samræmdu próf- in þar sem allir þurfa að gangast undir sama prófið í fjórum grein- um, stærðfræði, tveimur erlendum tungumálum auk móðurmálsins sem nemendurnir hafa margir hverjir ekki nægjanlega á valdi sínu.“ - Má skilja þig þannig að þú viljir jafnvel fækka kennslugreinum í grunnskólanum? „Ég held að það þurfi að hugsa mikið meira um það hvernig er búið að nemendum og lengja skóladaginn hjá yngstu nemendun- um, þannig að allir geti verið orðnir læsir áður en nám hefst í erlendum tungumálum og ýmsum öðrum greinum. Lesturinn er grundvöllurinn að öllu öðru bók- legu námi, og þá er ég að tala um lestur á móðurmáli. Móðurmálið er í afturför, og kemur það ekki hvað síst til af þeirri breytingu sem ég talaði um áðan á uppeldisþætti heimilanna. Nú er ég ekki að amast út í þó börnin noti einhver slanguryrði. Afturförin felst ekki í því. Hún felst í því að þau þekkja hreinlega ekki algengustu orð vegna þess að það er svo lítið talað við börnin og þau hafa þá heldur ekki möguleika á að þekkja þessi orð fyrr en þau hafa lært að lesa. Menn ættu að staldra aðeins við og íhuga hvað hefur gerst hjá öðrum menningarþjóðum. Þareru tilskól- ar sem skara fram úr, góðir skólar en þar eru líka víða mjög mörg vandamál og margfalt verri en við þekkjum hér. Víða læra nemendur jafnvel aldrei að lesa og ég man ekki betur en það hafi verið í fréttum einmitt um daginn að ólæsi væri svo og svo mikið í Kanada og það meðal hópa sem hingað til hafa ekki verið taldir neinir undir- málshópar í samfélaginu." - Telurðu að það sé hætta á að nemendur fari að koma ólæsir út úr íslenskum grunnskóla? „Ég vona að svo fari ekki, en ber ekki að byrgja brunninn? Við meg- um hins vegar ekki verða svo upptekin við að afla efnislegra gæða að við gleymum að tala við börnin okkar, en þær samræður eru forsendur þess að þau nái valdi á móðurmálinu, sem aftur helst í hendur við lestrarkunnáttu og allan annan bóklegan lærdóm, og varð- veislu menningararfs okkar. Við eigum mjög efnilega æsku og hún er mesti fjársjóður þjóðarinnar. Því þarf að hlúa að henni svo hún beri ávöxt. Það er alltaf verið að segja frá því neikvæða um börn og unglinga en ekki því góða og raunar mörgu frábæru sem þau aðhafast. Ég veit að foreldrum er yfirleitt mjög umhugað um börnin sín, en það virðist hins vegar vera svo margt sem glepur þegar fólk kemur heim eftir langan vinnudag. Það er sjónvarp og allir þessir fjölmiðlar og einnig held ég að það sé lenska hér að fólk telur sér trú um að það hafi svo mikið að gera að það hafi varla tíma til að tala saman hvað þá að tala við börnin sín.“ - En er það ekki skólinn sem á að koma þarna til skjaianna og tala við börnin? „Þetta eru nú hin sígildu við- brögð þegar umræðan um skólamál byrjar að sveigjast inn á þessar brautir. Það benda allir á skólann, en enginn lítur sjálfum sér nær. Skólinn hefur einfaldlega engin tök - eins og allt er í pottinn búið í dag - á því að tala við börnin í þeim mæli sem nauðsynlegt er. Gerir þú þér grein fyrir því hversu löng ein kennslustund er? Hún er 40 mínútur. Yngri börnin eru svo kannski 4 x 40 mín. í skólanum á Laugardagur 10. október 1987 Tíminn 19 Tilkynning frá Heklu hf. Framvegis verður starfsemi bílasölunnar Bjöllunn- ar einskorðuð við notaða bíla, sem viðskiptavinir Heklu hf. óska eftir að teknir verði til sölumeðferðar vegna kaupa á nýjum bílum hjá fyrirtækinu. Hér eftir tekur bílasalan Bjallan því engar bifreiðir í umboðssölu. Með þessari ráðstöfun vill Hekla hf. einbeita sér að beti þjónustu við sína viðskiptavini. dag. Hvaða tækifæri hefur þá kenn- arinn til að tala við börnin, ég tala nú ekki um þegar hann er með 20-25 einstaklinga í einum og sama bekknum. Ætli kennarinn að sinna og tala við hvern og einn verða það ekki margar mínútur sem hvert barn fær. Kennarinn getur vissu- lega messað yfir þeim, en hvaða þjálfun fá börnin? Eiga þau ekki að þegja? Það verða ekki beysnar samræður úr slíku. Vitanlega er skólinn að reyna að forðast að falla í þessa gryfju, m.a. með því að hafa kennsluna sveigjanlegri og gera þannig tilraun til að koma til móts við einstaklingsþarfir nem- endanna á yngstu stigunum eins og ég sagði áðan. En skóladagurinn er það stuttur að svigrúmið er einfald- lega ekki mikið og eftir því sem ofar dregur í grunnskólanum fjölg- ar námsgreinum sífellt og stöðugt fleiri og fleiri fræðslu- og upplýs- ingaverkefni sem skólanum er ætl- að að sjá um. Skóladagurinn hefur að jafnaði ekkert lengst í 25 ár hér á landi Á sana tíma hefur þörfin fyrir ein- staklingsþjálfun aukist verulega vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilunum og við höfum talað um. Hafi menn raunveruleg- an áhuga á skólamálum og framtíð barna okkar ættu menn að beina spjótum sínum að þessu atriði. Sífellt tala menn um bága móðurmáls- kunnáttu en það lærir enginn mál, ekki einu sinni sitt eigið án þess að hafa tækifæri til að tala það og þurfa að tjá sig á því um allt milli himins og jarðar.“ Hvað með lausnir, eru þær til? „Ég held að það væri sjálfsagt full langt mál að fara að þylja upp öll þau atriði sem gætu orðið til úrbóta. Aðalatriðið er hins vegar að skyndilausnir eru ekki til og ræktun æskunnar mun aldrei að fullu fara fram í stofnunum, ekki einu sinni í góðum skóla. Það sem mest á ríður núna er að skólinn og foreldrar efli með sér samstarf og samvinnu. Slíkt samstarf er víða gott en betur má ef duga skal. Samhliða þessu erþað nauðsynlegt fyrir skólann að viðurkenna í aukn- um mæli að fleira er nám en bóknám. Skólakerfið gerir bók- námshæfni hátt undir höfði og beinir þannig nemendum vnn á allt of þröngar brautir. Aðrir hæfileik- ar eru ekki síður mikilvægir og það eru ekki allir sem verða hamingju- samir þó þeir geti og hafi lært á bók. Þjóðfélagið er fjölþætt og við þurfum á fjölbreyttum einstakling- um að halda." Aðalfundur Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Rangæings verður haldinn laugardaginn 24. október í Verkalýðshús- inu Hellu og hefst kl. 16.00. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin Læknastofa Hef opnað stofu í Læknastöðinni hf., Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga milli kl. 9 og 17. Árni J. Geirsson Sérgrein: Gigtar- og lyflækningar Bændur Höfum til sölu fiskimjöl. Upplýsingar 99-3170. Njörður hf, Eyrarbakka sima TRIOLIET HEYDREIFIKERFI Bændur bókið pantanir tímanlega Sjálfvirk fylling Öryggi í heyverkun Mjög hagstætt verð KAUPFÉLÖGIN OG BÚNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVÍK SlMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.