Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. október 1987 Tíminn 9 feimnismál að benda á slíkt, enda gengur það á móti hags- munum og trúardýrðinni á fjöl- miðlagoðum, sem ýmist syngja á móðurmáli sínu, ensku, eða hafa tileinkað sér hana sem móðurmál, líklega í markaðs- skyni. Þegar þetta er haft í huga getum við hugleitt hvernig kom- ið verður fyrir íslenskri tungu eftir fjögurra og hálfrar aldar myrkur. Þeir, sem fyrir þessu standa bera kannski meiri ábyrgð á þessu ástandi en þeir gera sér grein fyrir. Nú á allt að vera svo frjálst. Og íslenskan þolir allt, er viðkvæðið. Verði þeim að góðu. Keflavíkurútvarp Á sínum tíma þótti mikil ósvinna að útvarp frá varnarlið- inu á Keflavíkurvelli skyldi heyrast um Suðurnes, Seltjarn- arnes hið gamla og allt upp í Hvalfjörð. Á þessu svæði var um helmingur þjóðarinnar samankominn, og háværar radd- ir voru uppi um það, að óheftur rekstur þessarar stöðvar væri ekki annað en ósvífin innrás í íslenska menningarhelgi. Stjórnvöld létu óátalið þótt sendingar héldu áfram þrátt fyrir fyrrgreinda andstöðu. Pað var ekki fyrr en varnarliðið kom sér upp sjónvarpi, sem náði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins, sem andmælin gegn innrás í íslenska menningarhelgi báru árangur. Þau voru þó borin fram sem krafa um ísjenskt sjónvarp. Við stofnun íslenska sjónvarpsins kom í ljós, að þar sem áður hafði verið hægt að horfa á Gunsmoke og Twelve o'clock high var nú hægt að horfa á aðra erlenda þætti í íslenska sjónvarpinu, eins og Dýrlinginn. Sá munur var þó á, að texti á íslensku fylgdi. Til- kostnaður við talblöndun gerði óhugsandi að láta sem erlendu leikararnir töluðu íslensku. Og þannig hefur þetta verið síðan. Stærri þjóðir beita talblöndum við erlent efni, þannig að móð- urmálið í þessum löndum hefur algeran forgang. Við getum það ekki. Það sem átti því að vera vörn fyrir íslenska menningar- helgi endaði sem stórfelld innrás með tveimur sjónvarpsstöðvum í dag og ef til vill fleiri í vændum. Hins vegar hefur Keflavíkur- sjónvarpið verið sett á lokaða rás. Og þar sem útvarp Keflavík sá eitt um „ómenninguna" áður er kominn sægur stöðva sem útvarpa samskonar efni bæði sunnanlands og norðan. Ríkis- útvarpið tekur þátt í þessu líka með Rás 2 að því er manni skilst til bjargar sér peningalega. Fyrir utan gamla gufuradíóið með harmonikulögunum sínum eru útvarpsstöðvar hér yfirleitt sniðnar eftir Keflavíkurútvarp- inu. Það er nú öll útvarpsbylting- in að stærstum hluta. Stórbrotn- ara reyndist það ekki. Peir sem hlusta Riddarar hins nýja siðar í útvarpsmenningu þjóðarinnar leggja mikið upp úr því, að erlenda dægurlagagargið sé helsta lífæð útvarpsstarfseminn- ar. Þessi dægurlög og vinsælda- listar markaðsins eru líka megin uppistaðan í dagskrárgerðinni, þar sem „eldhressir" þulir ham- ast á áheyrendum við að til- kynna vinsældir einstakra laga og nefna raulara í tylftatali, eins og um goðumbornar verur væri að ræða. Jafnvel frægasta lista- fólk kemst þar hvergi í hálf- kvisti, eins og kvikmyndaleikar- ar. Þetta er alveg heimur út af fyrir sig og einangraður í besta lagi. Sé hlustunin eitthvað í samræmi við umfang útvarps- stöðvanna, sem sumar hverjar útvarpa í 24 tíma á sólarhring og hafa umtalsverðar auglýsinga- tekjur, mætti ætla að kynslóð eftir kynslóð af íslensku æsku- fólki stansaði þarna á þroska- braut sinni og öðlaðist ekki stærri vitund. Ensku textarnir, ópin, stunurnar og skruðing-; arnir eru þá orðnir það vega-' nesti, sem æskufólk á greiðastan aðgang að. Þótt útvarpsstöðv- arnar séu ekki orðnar gamlar hafa einstaka aðilar orðið sér úti um þetta veganesti sem nú eru komnir um fimmtugt og láta engan bilbug á sér finna. Þeir eru ekki viðmælandi um neitt nema poppmúsik. Þetta gamla popplið, sem ekki virðist hafa haft tök á að fullorðnast bendir nokkuð til þess sem koma skal, þegar útvarpsstöðvakynslóðirn- ar fara að fullorðnast. Þá verður um að ræða nokkuð stóran hluta þjóðarinnar sem veit meira um Tinu Turner en fyrsta forseta lýðveldisins. Nú, þegar mesta nýjabrumið er farið af útvarps- stöðvunum, þykir mönnum sem eitthvað sé orðið minna um hlustun en var í fyrstu. En við því eru þau ráð að hringja í hlustendur og vera með getraun- ir og veita smávægileg verðlaun fyrir að þekkja nafnið á ein- hverri sönghænunni. Það æfir líka framburð hlustenda í ensku, því varla er verið að spyrja um íslensk efni. íslandssaga í dægurlögum í viðræðum við mikinn popp- forstjóra nýlega kom fram að hann hafði áhuga á að gera útvarpsþátt þar sem upp yrðu rifjuð dægurlög frá 1930 til okk- ar dags. Þegar lengur var rætt um þessa hugmynd kom í ljós að popp- forstjórinn var fullur upp með þjóðernistilfinningu, að svo miklu leyti sem hún aðlagaðist dægurlögum, og hann kvað upp úr með það skýrt og skorinort, að með þessum þætti um dægur- lög í fimmtíu og sjö ár ætlaði hann sér að segja íslandssöguna á sama tímabili. Einhverjum fannst þetta nú ofætlun, en mað- urinn sat fastur við sinn keip, og sagði að mikil saga væri í dægur- lögum. Nú getur verið að alda- skilin í þjóðfélaginu séu orðin slík með tilkomu útvarpsstöðv- anna, að þeir sem andmæltu þessari hugmynd poppforstjór- ans, geri sér hreinlega ekki grein fyrir því hvernig Islandssaga í fimmtíu og sjö ár skuli sögð. En það hvarflar að manni hvaða partur þessarar sögu flokkist undir dægurlag eins og „Ó Jósep, Jósep, bágt á ég að bíða,“ svo eitthvað sé nefnt úr dægurlagaheiminum fyrir 1940. En hugmynd eins og sú að fara að segja íslandssögu í dægurlög- um er auðvitað ekki fráleit, þegar miðað er við þá takmörk- un sem fólk býr við sem aldrei hlustar á neitt nema dægurlög, og hefur nokkrar útvarpsrásir til að viðhalda því eins og sjálf- sögðum hlut að lífið sé popp. Hugmyndin gefur líka til kynna að sú skoðun sér orðin ríkjandi hjá þeim sem sjá ekki útyfir dægurlögin, að allt verði sagt með dægurlögum og annað þurfi ekki til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.