Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. október 1987 Tíminn 11 lllllllllll III VETTVANGUR ÍBÍIIIIIIIIIIIIM ■ ^ : i L'/ l ^ ,1 Amór Baldvinsson: Offramleiðsla á kiöti haustið 1987 Hér fyrir framan mig er ég með 36. tbl. vikublaðsins Austra á Eg- ilsstöðum þar sem getið er lands- fundar Félags sauðfjárbænda, sem haldinn var á Eiðum dagana 27. og 28. ágúst, ásamt viðtali við Jóhann- es Kristjánsson formann félagsins. í þessu viðtali getur hann m.a. um meinleysislega en veigamikla breytingu sem gerð var á því magni af dilkakjöti sem bændur mega leggja inn upp í fullvirðisrétt sinn nú í haust. Þessi breyting fólst í því að í hverri ærgildisafurð eru nú 18,2 kg af kindakjöti, hvort heldur er um að ræða dilkakjöt eða ærkjöt. Áður var þetta tvískipt; 16,8 kg af dilkakjöti eða 33,0 kg af kjöti af ful'.orðnu. Ástæða þessarar breytingar er einföldun að sögn Jóhannesar. Nú virðist það al- mennt mat manna að varla taki því að leggja inn kjöt af fullorðnu fé í haust vegna þessa, því kjöt af fullorðnu tekur nú upp mikinn fullvirðisrétt sem hægt er að nota fyrir verðmætara kjöt af dilkum. Pví virðist nú helst liggja fyrir að miklu af fullorðnu fé verði fargað og það urðað út í móa. Jóhannes virðist ekkert yfir sig hrifinn af þessari hugmynd skv. viðtalinu í Austra. Nú hefur einnig verið ák- veðið að farga öllu ærkjöti sem til fellur við niðurskurð vegna riðu- veiki í haust og næsta haust. Hvað er nú til ráða? Engar ákvarðanir virðast enn hafa verið teknar um hvað á að gera í þessu máli og mér virðast menn vera hálf tvístígandi yfir þessu og ég lái þeim það í raun ekki. Ég vil því benda á örfá atriði, sem eru þessari ágætu „einföldun" meðfylgjandi. Það virðist hafa far- ið framhjá mönnum að með því að auka það magn af dilkakjöti sem þarf í hverja ærgildisafurð um 8,33% eða 1/12, þá er um leið verið að gefa mönnum kost á að auka framleiðslu á dilkakjöti um 8,33%. Þetta þýðir að sá fullvirðisréttur sem þarf til að framleiða umsamin 11.000 tonn af kjöti leyfir nú fram- leiðslu á 11.915 tonnum, án þessað verðábyrgð sé fyrir hendi. Þetta eru rúm 900 tonn, sem mætti reikna á um 200.000.000,00 króna, sem við getum framleitt innan fullvirðisréttar umfram gerða samninga um verðábyrgð. Þar með er auðvitað ekki sagt að þetta verði gert, en möguleikinn er fyrir hendi og þá er nú orðið nokkuð lítið eftir af allri framleiðslustjórnun. Auð- vitað veit engirin hver framleiðslan verður í haust, en við fáum aðeins greitt fullt verð fyrir það sem verðábyrgð ríkissjóðs nær til eða um 11.000 tonn. Til að skýra mál mitt betur þá ætla ég að taka hér lítið dæmi um bónda sem hefur 425 ærgildis- afurða fullvirðisrétt - látum bú- markið liggja á milli hluta - og nýtti hann á eftirfarandi hátt haust- ið 1986: ___f '1 Aukningin í dilkakjötinu á milli áranna 1986 og 1987 er 14,56% í þessu tiltekna dæmi. Það sjá það allir hvað slíkt gæti haft í för með sér. Ef 8,33% geta kostað 200 milljónir þá kosta þessi 14,56% rétt um 350 milljónir. Ef við deild- um þessu á þann fjölda búa sem voru með sauðfé árið 1985, sem var um 3.600 talsins þá fáum við rétt innan við 100.000 krónur á bú. Persónulega þá finnst mér þetta nokkuð dýr einföldun. Ég tel að það hafi verið mistök að breyta gildandi reglum um kjöt- magn í ærgildisafurð. Hræðsla manna við offramleiðslu á ærkjöti er óþörf því offramleiðsla á því yrði alltaf mjög tímabundin. Menn verða að geta fækkað fé nokkuð frjálslega og þá um eins mikið og þeir vilja og þegar þeir vilja. Slát- urkostnaðurinn virðist vaxa mönn- um í augum, en ég bendi á að það kostar líka sitt í fé og fyrirhöfn að standa í að slátra fé og grafa. Á þessu máli átti að taka á allt annan hátt heldur en beint og óbeint að takmarka slátrun á full- orðnu fé í sláturhúsum. í fljótu bragði sýnist mér að um tvo mögu- leika gæti verið að ræða: 1) Taka kjöt af fullorðnu alveg út úr kvótakerfinu og verðfella það mjög mikið t.d. að láta Æll og ÆIII greiða sláturkostnað og e.t.v. eitthvað svolítið þar umfram og ÆI myndu greiða ca 50% af grund- vallarverði. Ég held það sé stað- reynd að ærkjöt er verðlagt of hátt í verðlagsgrundvellinum. Ég held líka að flestir bændur sættu sig við að ærkjötið væri verðskert veru- lega, þar sem það er bæði tiltölu- lega lítill hluti af innlögðu magni sem og einnig verði. 2) Heimila mönnum að leggja inn kjöt af fullorðnu í hlutfalli við innlagt dilkakjöt. Það mætti hugsa sér t.d. að fyrir hver 1.000 kíló af dilkakjöti fengi bóndi að leggja inn 200 kíló af kjöti af fullorðnu. Ærkjötið hefði engin áhrif á dilka- kjötskvótann og áfram væru 16,8 kg í ærgildisafurð. Það. kjöt sém væri umfram íeyfilegt magn af fullorðnu væri verðskert mjög mikið, jafnvel alveg. Skerðing á dilkakjöti væri eins og hefur verið. Þannig væri í raun búið að skipta Forsendurnar sem ég gef mér eru þessar: Vetrarfóðraðar ær: 320 ær Tvílembuprósenta: 50% Fjöldi kinda sem er lógað: 35(=10%) HAUSTIÐ 1986: 480 lömb meöalvikt 14,0 kg 35 ær meðalvikt 22,0 ke Meðalvikt lamba: 14,0 kg Meðalvikt kinda: 22,0 kg Nú í haust (1987) gæti hann nýtt sama fullvirðisrétt á eftirfarandi hátt, að gefnum sömu forsendum og fyrir 1986. Samt. 6720 kg 400 ærg. aiuröir 515 slútraðalls Samt. 7490 kg' 423ærg.afurðir HAUSTIÐ 1987: i ( 550lömb meðalvikt 14,0 kg Samtals 7700 kg 423 ærg. afurðir Oæ'r meðalvikt22,0kg Samtals 0 kg 0 ærg. afurðir 550 slátrað alls Samt. 7700 kg 423 ærg. afurðir kjötkvótanum upp á milli dilka- kjötsins og kjöts af fullorðnu og mismunandi skerðingar mögulegar á hvorum flokk. Einhver verð- skerðing yrði að koma á ærkjötið þó það væri innan 200 kg marksins. Ég held að þcssar leiðir væru vel framkvæmanlegar og gætu auð- veldað fækkun sauðfjár, en ég er dálítið hræddur um að eins og þetta er þá geti það virkað alveg öfugt; menn veigruðu sér við að standa í slátrun heima hjá sér settu ærnar bara á í von um að eitthvað rætist úr og veltu þannig vandanum á undan sér. Svipað gæti komið upp hjá þeim sem eru með dilka- kjöt umfram fullvirðisrétt. Ef um væri að ræða nokkurt magn um- fram kvóta, þá gætu menn freistast til að setja á fleiri lömb. Til hvers að leggja inn lömb sem ekkert fæst fyrir? Ég álít þannig að það sé töluvert atriði að sláturhúsin taki við öllum sláturgripum, hvort sem bóndinn fær fullt verð fyrir þá eða ekki. Þá erum við komin að þeirri stóru og viðkvæmu spurningu um það hver eigi að borga brúsann. Sláturkostnaðurinn er verulegur, sérstaklega ef ekkert fæst fyrir það sem slátrað er. Eitthvað ætti að vera hægt að minnka þann kostnað við skrokka, sem fara beint í einhverja vinnslu - loðdýrafóður eða þessháttar - en á móti kemur að mjög lítið verð fengist fyrir það kjöt, svo einhverstaðar verður að koma fjármagn til að greiða mis- rnuninn, jafnvel þó að bóndinn fái ekkert, því varla er hægt að ætlast til þess af sáturhúsunum að þau beri kostnaðinn. Talsvert af kjöti af fullorðnu fer í ýmisskonar vinnslu, þannig að með því að lækka verð til bænda á verðmætari afurðum t.d. ÆI mætti e.t.v. jafna kostnaðinum svolítið út, þannig að ef ÆI væri selt með hagnaði þá færi það til að greiða tapið á hinu. En ég er hræddur um að hvernig sem allt veltur þá lendi kostnaöur- inn af þessu mest á okkur sjálfum. Aðstoð frá ríkinu er varla til að tala um eins og ástandið er á því heimili. Eins og venjulega er ríkis- sjóður eins og tóm tunna og fjár- málaráðherra hefur heldur verið að ýfa sig framan í landbúnaðinn undanfarið og viljað lækka niður- greiðslur o.fl. þessháttar, svo varla er að búast við miklu þaðan. Spurningunni verður tæpast svarað hér, enda var tilgangur minn fyrst og fremst að vekja athygli á þessu misræmi sem komið hcfur upp í stjórnun kindakjötsframleiðslunn- ar. í grein í dagblaðinu Tímanum frá laugardeginum 26. september s.l. ergerðgrein fyrirsamkomulagi milli bænda og landbúnaðarráðu- neytisins um framkvæmd búvöru- samningsins. Þessu er slegið upp á forsíðu undirfyrirscgninni: „Loka- byltingin í landbúnaði?“. Höfund- ur fyrirsagnarinnar hefur sem betur fer haft vit til að setja spurningar- merki aftan við hana, enda er byltingin sem kynnt er á innsíðum blaðsins ákaflega fátækleg og vafa- mál hvort slík bylting hefði lyst á að éta börnin sfn. (Annað mál er svo hvort byltingar éta ekki feður sína og skapara, en það er nú annað mál og hérumbil óskylt!). Eitt af því sem kvótakerfið átti að hafa í för með sér var betra skipulag og meiri möguleikar fyrir bændur til að skipuleggja sína framleiðslu til samræmis við mark- aðinn hverju sinni. I sjö ára sögu kvótakerfisins hafa verið gerðar fleiri breytingar á þessu apparati en nokkurn langar til að telja. Breytingar og hringl úr einu í annað hafa verið daglegur viðburð- ur. Hvergi hefur verið snefill af stefnufestu, sem þó vantaði svo mjög til að menn hefðu eitthvað til að styðjast við. Fyrstu fimm ár kvótakerfisins var það teygt og togað þar til að þar gat rúmast meiri framleiðsla en nokkru sinni hefur verið á landinu. Undanþág- um og auknum fullvirðisrétti var ausið út á báða bóga og menn gátu framleitt nokkurn veginn eins og þá lysti. Ekkertaðhaldogáþessum tíma tapaðist algjörlega niður sú samstaða sem þó náðist 1980 um framleiðslustjórnun. Þegar svo átti að fara að taka á málunum sáu ntenn að allt var að komast í óefni og harðra aðgerða var þörf strax. Ef unnt hefði verið að stjórna framleiðslunni í raun þá hefði verið passlegt að nota þennan áratug, frá 1980 til 1990, til þess að ná endum saman í framleiðslu og eftirspurn. I staðinn var látið reka á reiðanum hálfan áratuginn og svo á að negla framleiðsluna, sem kontin var úr böndunum, niður hinn helming- inn. Verölagsmál sýnast einnig vera í miklum ólestri og virðist manni oft á tíðum lítíð eða ekkert sam- hengi milli þess verðs sem við fáum fyrir okkar vöru og svo útsöluverðs til neytenda. Það stingur oft í augu að þegar við fáum 3-5% hækkun á okkar verð þá hækkar útsöluverð fullunninnar vöru margfalt meira, eða allt upp í 35% miðað við áðurgreinda hækkun á grúndvall- arverði. Ég vil að lokum taka skýrt fram að þó ég hafi sett upp ákveðið dæmi hér í þessum greinarstúf, þá cr alls ekki þar með sagt að þetta verði svona, heldur er þetta aðeins ábending um að þetta gæti orðið svona. Eg vona að þeim scm málið er skylt taki það til sín og athugi vel hvort ekki er hægt að bregðast við þessu á viðeigandi hátt. Við megum alls ekki við því að glutra niður þeim árangri sem hefur þó náðst síðustu tvö ár í fækkun sauðfjár og minnkun dilkakjöts- framleiðslu. Það gæti orðið of stór biti fyrir margar sveitir að þurfa að sæta enn harðari aðgerðum til samdráttar. Ef þessi breyting þýðir allt að 14% (þó ekki væri nema 5%) mögulega aukningu á dilka- kjötsframleiðslu hlýtur hún að vera andstæð markmiðum þeirra sem vinna að fækkun fjár og samdrætti í dilkakjötsframleiðslu. Ef þessi breyting þýðir einnig nokkra skerðingu á tekjum okkar hlýtur hún að vera andstæð markmiðum Stéttarsambands bænda og ann- arra hagsmunafélaga innan land- búnaðarins. Reyðarfirði 30. september 1987 Amór Baldvinsson m m SAMBANDSiNS LlNDARGOTU 9A -SIMI 698100 28200 TAKN TRAUSTRA FLUTNINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.