Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 10. október 1987' Heilbrigöisráöherra vinnur aö nýrri 5 ára áætlun um öldrunarmálefni: Þeir sem mest þarfnast vistunar njóti forgangs Fimm ára áætlun um uppbygg- ingu öldrunarstofnana og sam- ræmdar reglur um vistunarmat er eitt þeirra málefna sem nú eru í undirbúningi í heilbrigðisráðu- neytinu, að því er fram kom í samali við Guðmund Bjarnason, heilbrigðisráðherra. Núverandi löggjöf um málefni ald- raðra, m.a. innheimta á gjaldi til Framkvæmdasjóðs aldraðra, gildir aðeins til næstu áramóta. „Ef okkur tekst að koma upp áætlun til 5 ára um uppbyggingu þessarar þjónustu, þá held ég að við ættum að ná langt í að byggja upp aðstöðu fyrir aldraða. Sömu- leiðis held ég að það sé mjög mikilvægt að reyna að koma á skipulegu mati á því hverjir hafi mesta þörf fyrir pláss á öldrunar- stofnunum - og að þeir hafi síðan forgang á að njóta þeirrar þjón- ustu. Slíkt mat hefur til þessa ekki verið nægilega virkt og því ekki enndilega verið þeir sem mesta þörfina hafa sem vistaðir eru inn á stofnanirnar. Þar hafa ýmis önnur sjónarmið ráðið“, sagði Guðmund- ur. Jafnhliða sagði hann nauðsyn á að auka aðstoð við aldraða á heimilum sínum -bæði hjúkrunar- þjónustu og heimilisþjónustu, þannig að aldraðir geti búið lengur á sínum eigin heimilum. Bæði hafi komið í ljós að margir kjósi helst að búa sem lengst út af fyrir sig og sömuleiðis sé það mun ódýrara fyrir opinbera kerfið í heild að auka heimilisþjónustu heldur en að byggja stofnanir fyrir fólk sem gæti verið heima ef það fengi nokkra aðstoð. Framangreinda áætlun og endur- skoðun núverandi laga sagði Guð- mundur að verði unnin í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna. Enda nauðsynlegt að samræma betur verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga á þessu sviði sem fleirum. Þá kom fram í samtalinu við Guðmund að hann vill að mark- vissar verði unnið að heilbrigðum liínaðarháttum þjóðarainnar, og þannig reynt að draga úr þörf á kostnaðarsamri „viðgerðarþjón- ustu“ sjúkrastofnana. í því skyni sagði hann í undirbúningi að sam- ræma hin ýmsu forvarnarstörf og sameina sem flesta þætti þeirra undir sérstakri forvarnarstofnun sem hefði þá heildaryfirsýn yfir þessa hluti. Þarna er m.a. um að ræða áfengisvarnir, tóbaksvarnir, tannvernd og annað heilbrigðiseft- irlit í skólum, almennar slysavarnir og jafnframt ráðgjöf um heilbrigða lifnaðarhætti. „Við gætum nefnt þetta neyslu- og manneldisstefnu," sagði Guðmundur. - HEI Fjármálaráðherra útdeilir gjöfum í Háskólabíó: 60 milljónum veitt til SÁÁ í ávarpi Jóns Baldvins Hannibals- sonar, fjármálaráðherra, á afmælis- fundi SAÁ í Háskólabíó í tilefni I0 ára afmælissamtakanna á laugardag- inn var, sagði hann að ríkisstjórn íslands hefði ákveðið að leggja til við Alþingi íslendinga í fjárlögum næsta árs að á árinu 1988 og næstu árum verði varið til samtakanna 15. milljónum króna á ári. Tíminn hefur fyrir því staðfestar heimildir að í tillögunni felist að fjárupphæðin alls nemi 60 milljónum króna og greiðist til SÁÁ á næstu fjórum árum. „SÁÁ hefur lagt í miklar byggingaframkvæmdir á sl. áratug (þ.e. Vogur) og notið til þess óveru- legra ríkisframlaga," sagði Jón Baldvin m.a. “Greiðslubyrðin af skuldum vegna þessara byggingar- framkvæmda er því orðin helst til þung og hamlar starfsemi samtak- anna.“ Pétur Maack hjá SÁÁ sagði skýr- inguna á hinum miklu byggingar- skuldum samtakanna að rekja til vanskila úr gjafabréfasöfnuninni. „Bréfin voru með fimm jöfnum afborgunum og þcgar gjafaloforðin fóru að skila sér var ákveðið að byggja hratt, því að það er ódýrara," sagði Pétur. „Við slógum þá skammtímalán miðuð við verðandi gjalddaga." Síðar stóðu starfsmenn samtakanna frammi fyrir miklurn vanskilum á gjafabréfum og þrátt fyrir áminningar skiluðu sér Iangt í frá allar greiðslur. Tekin var ákvörð- un um að fara ekki í harðar inn- heimtuaðgerðir, þrátt fyrir að SÁÁ gæti ekki greitt skammtímalánin. Vanskilin voru að núvirði á bilinu 20 til 22 milljónir króna. Að auki hafa fjáröflunarleiðir samtakanna aðrar brugðist, m.a. hafa happdrættin ekki skilað þeim ágóða sem vænst var. Svo samtökun- um auðnist að halda áfram starfsemi sinni er lagt til að Alþingi veiti til þeirra 60. milljónum króna á þessu kjörtímabili. „Fjárveitingin er eyrnamerkt byg- gingarskuldunum og verður notuð til þess eins að hjálpa okkur við byggingu á Vogi,“ sagði Pétur. Vogur er að verðmæti í dag um 130. milljónir króna og skuldirnar af Páll Jóhannesson á hljómplötu: Eg syng um þig Út er komin hljómplatan „Ég syng um þig“ með söng Páls Jóhann- essonar tenórs. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur með á píanó. Á plötunni eru 17 lög, m.a. eftir Sigvalda Kaldalóns og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, einnig þekkt lög frá Ítalíu s.s. O Sole Mio, Rondine al Nido og Core n'Grato. Tvö síðustu lögin syngur Páll með Karlakór Ak- ureyrar og Karlakórnum Geysi undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Frá árinu 1981 hefur Páll verið við söngnám á Italíu. Meðal kennara hans þar var Pier Miranda Ferraro. Þá hefur Páll unnið til verðlauna í hinni alþjóðlegu söngkeppni í Siena á Ítalíu sem kennd er við bassbaryt- oninn Ettore Bastianini. Hljóðritun plötunnar sem nú er gefin út í dreifingu Fálkans annaðist Halldór Víkingsson með stafrænni tækni. Platan er þrykkt hjá hinu virta fyrirtæki Teldec í V-Þýska- landi. þj Fiskmarkaðir: Fyrsta uppboð Fiskmarkaðs Norðurlands Fyrsta uppboð hjá Fiskmarkaði Norðurlands fór fram í gær. Þar voru einungis fáeinar bröndur í boði, l,8tonnafþorskiog2,l tonn af grálúðu. Fyrir kíló af þorski voru hæst boðnar 38 krónur. Það boð kom frá Birgi Þórhallssyni nýbökuðum saltfiskverkanda á Akureyri. Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands sagði að 38 krónur fyrir þorskkíló væri ívið lægra en það sem gengi fyrir sunnan. Þar væri verðið um það bil 43 til 44 krónur á hvert kíló. Hins vegar væri það hærra en gerðist og gengi á Norðurlandi þar sem 32 til 33 krónur væru greiddar fyrir þorsk- kíló. Frystihús KEA á Dalvík hreppti grálúðuna og greiddi 22 krónur fyrir kílóið. Töldu margir það spottprís þar sem rúmar 30 krónur fengj ust fyrir grálúðu á Suðurlandi. Þetta fyrsta uppboð Fiskmark- aðar Norðurlands gekk ekki áfalla- laust, því að tvívegis á meðan á uppboðinu stóð datt tölvukerfi sem tengir uppboðsaðila saman út vegna bilana í gagnaneti Pósts og síma. Sigurður sagði að margir hefðu litið inn til að fylgjast með og greinilegt væri að áhuginn væri fyrir hendi. Hins vegar væri fiskirí lítið og því lítil von til að hægt væri að bjóða upp á verulegt magn, að minnsta kosti ekki næstu daga. honum á bilinu frá 50 til 60 milljónir króna. - Aðrar skuldir? „Þær eru ekki óyfirstíganlegar fyr- ir SÁÁ,“ sagði Pétur. „Það eru venjulegar rekstrarskuldir. Dag- gjöldin standa undir daglegum rekstri." Það fé sem þó hefur borist eftir ýmsum leiðum til samtakanna hefur byggingin á Vogi gleypt. Á meðan hefur fræðslu- og útgáfustarfsemi samtakanna legið að mestu leyti niðri. Mjög umfangsmikil skólafræð- sla var eitt sinn rekin, en samtökin hafaekki haft efni á henni sl. þrjú ár. Pétur Maack vonar að framlag ríkisins, ef Alþingi leyfir, verði til að rétta við fjárhag SÁÁ. Varðandi þann orðróm að fé það sem veitt er til SÁÁ verði tekið frá áfengisvarnarráði, sem starfar skv. lögum um áfengisvarnir frá árinu 1985, og ráðið lagt niður segir Guð- mundur Bjarnason, heilbrigðisráð- herra, að rætt hafi verið um að samræma öll slík ráð og nefndir í eina forvarnarstofnun. Hins vegar sé enga peninga að sækja til áfeng- isvarnarráðs sem fær ekki nema úr 3 milljónum króna að moða í ár skv. fjárlögum. „Ég frétti um að fjármálaráðherra væri að útdeila slíkum gjöfum, en peningana verður hann að sækja annað en til áfengisvarnarráðs,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þj Jón Þorstcinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri. Ráðinn fram- kvæmdastjóri Jón Þorsteinn Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sápugerð- arinnar Frigg. Tekur hann við starf- inu af Gunnari J. Friðrikssyni for- stjóra sem hefur verið stjórnandi fyrirtækisins síðastliðin 45 ár. Jón Þorsteinn er 33 ára gamall og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands árið 1982. Hann stundaði framhaldsnám í rekstrar- hagfræði við Schiller International Universitet í V-Þýskalandi og lauk þaðan MBA prófi í júlí á þessu ári. Jón Þorsteinn starfaði sem markaðs- stjóri hjá Frigg á árunum 1982 til 1986. Eiginkona hans er Margrét Birgisdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.