Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 10. október 1987 Tíminn 15 lllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllll Enn deilt um Ólympíuleika: Samaranch vill ná fundi Gorbatsjovs Forseti Alþjóða Ólympíunefndar- innar (IOC) sagði í gær að hann reyndi nú að ná fundi Mikhail Gor- batsjovs Sovétleiðtoga til að koma í veg fyrir að kommúnistaríkin hættu við þátttöku í Ólympíuleikjunum í Seoul í Suður-Kóreu á næsta ári. Juan Antonio Samaranch sagðist hafa skrifað Gorbatsjov bréf þar sem hann fór fram á fund þeirra. Einnig sagðist hann hafa varað við því í bréfi sínu að refsingum yrði Juan Antonio Samaranch forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar: Vill ná fundi Gorbatsjovs. beitt gegn þeim þjóðum sem snið- gengu leikana. Norður-Kóreumenn hafa hótað að sniðganga leikana og fá önnur kommúnistaríki í lið með sér fái þau ekki að halda þá ásamt Suður-Kór- eumönnum. Alþjóða Ólympínefndin hefur boðið Norður-Kóreumönnum að halda nokkrar keppnisgreinarnar í landi sínu en samkomulag hefur enn ekki náðst um fjölda þeirra. Reuter/hb Pat Robertson sjónvarpsklerkur laug til um giftingardag sinn: Svo bregðast krosstrésem aðrir raftar Pat Robertson sjónvarpsklerkur vestur í Bandaríkjunum. sem leitar nú eftir útnefningu repúblikana sem forsetaframbjóðandi þeirra, hefur viðurkennt að elsti sonur hans hafi verið getinn áður en hann giftist barnsmóður sinni og að hann hafi logið til urn þessa staðreynd til að „vernda fjölskyldu sína“. Robertson viðurkenndi í viðtali við stórblaðið Washingtonpóstinn nú í vikunni að hanti hefði ekki gifst þann 22. mars árið 1954 heldur þann 27. ágúst sama ár, aðeins tíu vikum áður en sonurinn fæddist. Robertson hefur lagt á það áherslu í kosningabaráttu sinni að tímabært sé að vekja upp að nýju gömul siðferðisleg gildi, þar á meðal hrein- lífi fyrir hjónaband. Ekki er þó talið líklegt að fara muni eins fyrir sjónvarpsklcrknum og nokkrum frambjóðendum dem- ókrata sem hafa þurft að hætta baráttu sinni vegna lyga og framhjá- halds. Bæði er það að hann á sér dygga stuðningsmenn sem fylgja honum í gegnum súrt og sætt og einnig hefur hann ávallt viðurkennt að hafa verið ódæll í æsku og frekar viljað drekka og leita á kvenmenn heldur en að farameðbænirnarsínar. Reuter/hb Fæðuofnæmi barna - staðreynd eða ímyndun Sérfræðinga greinir mjög á um hvað sé fæðuofnæmi. Einkennin geta stafað af allt öðru en ofnæmi. Allt bendir þó til, að flest börn vaxi upp úr fæðuofnæmi fyrir þriggja ára aldur Varla opnar meður blað eða tímarit nú á dögum, án þess að rekast á eitthvað urn fæðuofnæmi, þó aðeins séu fáein ár síðan farið var að rannsaka þetta flókna fyrir- bæri að nokkru gagni. Enginn veit með vissu hversu margir eru við- kvæmir fyrir mat sínum, eða hafa raunverulegt fæðuofnæmi og áætl- anir eru mjög mismunandi um það. Sérfræðinga greinir mjög á. Sumir segja að lítið sem ekkert liggi fyrir um að margt fólk þjáist af ofnæminu, eða að margar fæðu- tegundir geti valdið ofnæmisvið- brögðum. Aðrir fullyrða að fæðu- ofnæmi sé algengt, en í flestum tilfellum séu einkennin ekki rakin til fæðunnar. Einstaka ganga svo langt að segja að matur valdi hugsanlega allt að fjórðungi asmatilfella. f sannleika sagt er ekki auðvelt að áætla hversu mörg börn hafa fæðuofnæmi. Ekki eru til fullnægj- andi próf og læknar verða iðulega að reiða sig á minni sjúklingsins eða foreldra hans varðandi við- brögð við vissum fæðutegundum. Þetta er hálfgerð happa- og glappa- aðferð og til að gera málið enn flóknara, má ekki rekja öll ein- kenni til ofnæmis. Barn getur feng- ið kláða í munninn eftir máltíð, en hann getur stafað af allt öðru en raunverulegu ofnæmi. Barnið bregst stundum þannig við vissum fæðutegundum, einfald- lega af því að það býr ekki yfir þeim efnakljúfum sem þarf til að vinna á þeim. Eins er um aukaefni í matvælum, litar- og rotvarn- arefni. Til ereinnig að barn bregð- ist illa við mat, einfaldlcga vegna þess að því finnst hann vondur og það nægir stundum til að barnið verður hreinlega veikt. Petta er kallað sálræn andúð og einkennin koma ekki fram ef barnið fær sama mat í öðru fornii og þekkir hann ekki aftur. Hvað veldur ofnæmi? Vitað er að ef barn hefur raun- verulegt fæðuofnæmi, hlýtur ónæmiskerfi þess að eiga þátt þar í. Ónæmiskerfið framleiðir mót- efni til að vinna á veirum og gerlum. Ónæmiskerfi barns með ofnæmi gerir ekki greinarmun á meinlausum og hættulegum að- skotaefnum. Hafi barnið til dæmis ofnæmi fyrir eggjum, framleiðir líkaminn mótefni til að berjast gegn því sem hann heldur að sé hættulegt - í þessu tilviki eggja- hvítuefni. Einkennin geta verið af mörgu tagi, kláði og bólga í vörum, þykkni í hálsi, útbrot, asma, uppköst, niðurgangur, magaverk- ir, nefrennsli, höfuðverkur og alls- herjar vanlíðan. Ofnæmi hefur líka verið kennt um sitthvað annað, svo sem mígreni, kveisur og ofvirkni. Sumt af þessu kemur í ljós nokkrum mínútum eftir mat, annað seinna og getur varað í meira en sólarhring. Algengustu fæðutegundir, sem nú eru taldar orsaka ofnæmisvið- brögð hjá börnum eru mjólk, egg, einkum hvítan, fiskur, einkum skelfiskur, hveiti, ostur, hnetur, svo og litar- og rotvarnarefni. Það sem ólíklegast er að valdi ofnæmi er lambakjöt, hrísgrjón, kartöflur, gulrætur, salat, baunir og blávatn. Matarvenjur barna hafa verið rannsakaðar og beinharðar stað- reyndir liggja fyrir. Ljóst er að verða, að sögn sérfræðinga, að fæðuofnæmi, einkum barna, er Iík- legt til að eiga þátt í kvillum, sem fram til þessa hafa ekki verið tengdir fæðunni. Þó er allt of lítið vitað um þetta með vissu. Erfðir eru einn þáftur, sem þarf að rannsaka meira. Ef exem er til dæmis í ættinni, asma eða hey- mæði, er líklegt að barn hafi erft tilhneiginguna. í þeim tilvikum framleiðir fjölskyldan of mikið af mótefninu, sem aftur veldur of- næmiseinkennum. Séu báðir for- eldrar úr ofnæmisfjölskyldum, eru 60% líkur á að barnið erfi einkenn- in, en um 30% sé það annað foreldrið. Það er þó ekki einungis sjúkra- saga fjölskyldunnar, sem ákvarð- ar hvort barn er líklegt til að hafa ofnæmi. Hvað barnið fær að borða á fyrstu mánuðum getur ráðið miklu. Ljóst er að það sem helst getur dregið úr líkum á ofnæmi, er að hafa barnið á brjósti og venja það smám saman við fasta fæðu meðfram. Kúamjólk á fyrsta misseri getur átt þátt í að auka líkur á ofnæmi, en það er alls ekki algilt. Þó er sannað að kúamjólk er algengasti ofnæmisvaldur í ungum börnum (allt að 7,5%) og talið er að hún geti valdið exemi, asma, kveisu, nefrennsli og jafnvel hegðunar- vanda. Talið er að magi ungbarna „leki“ aðskotaprótínum úr annarri fæðu en móðurmjólkinni út í blóð- ið og myndi þannig ofnæmi. Móð- urmjólkin á að vernda barnið fyrir slíku, með því að framleiða mót- efni, sem ónæmiskerfi barnsins get- ur ekki framleitt fyrr en um sex mánaða aldur. Þetta er ein ástæða þess að móðurmjólkin er svo mikilvæg. Það skýrir líka hvers vegna svo miklu fleiri pelabörn fá ofnæmi heldur en brjóstabörn. Staðreynd- irnar tala fyrir sig sjálfar: ljóst er að helmingur barna, þar sem of- næmi er í fjölskyldunni, eru líkleg til að fá exem, ef þau tá pela, en aðeins 8% ef þáu eru á brjósti. Eftir hálft ár getur barnið sjálft framleitt það mikið af mótefnum að það getur unnið á aóskotaefnum í kúamjólk og annarri fæðu. Ef ofnæmi er í fjölskyldunni, er samt ráðlegt að tala við lækni, áður en farið er að gefa barninu blandaða fæðu. Margs konar ofnæmiseinkenni eru nokkuð algeng hjá börnum, en flest virðast vaxa upp úr þeim fyrir þriggja ára aldur. Þó vissulega sé leitt að sjá barnið sitt veikt, eru ofnæmiseinkenni af litlum matar- skammti yfirleitt hættulaus. Fæðuofnæmi og ofvirkni Tengslin milli fæðuofnæmis og ofvirkni eru mjögóljós, vegna þess að svo margt annað gæti einnig valdið ofvirkninni - til dæmis vandi í tilfinningalífinu. Þó virðist sitt- hvað benda til að ofvirkni sumra barna eigi rætur að rekja til fæð- unnar. Á barnasjúkrahúsi í London voru 76 ofvirk börn athuguð ná- kvæmlega og í ljós kom, að litar- og rotvarnarefni í mat voru algeng- asti valdur ofvirkninnar. Þegar þessi efni voru fjarlægð, komst hegðan barnanna í eðlilegt horf. Þó ekki megi taka þetta sem ótví- ræða sönnun, sýnir það að einhver tengsl eru milli fæðu og framkomu. Bresk samtök til stuðnings of- virkum börnum hafa lengi haldið fram, að aukaefnií fæðu séu aðal- orsök undarlegrar hegðunar barna, til dæmis litarefni í appelsínusafa, ís, fiskstautum og fleira. Barátta samtakanna hefur leitt til að fram- leiðendur hafa nú á markaðnum fæðu án allra aukaefna og foreldrar velja fæðuna af meiri kostgæfni en áður. Þó ótvíræðar sannanir liggi ekki fyrir, eru færri foreldrar reiðubúnir en áður til að taka áhættuna. Á barnasjúkrahúsinu, sem áður var getið, fóru einnig fram athug- anir á börnum með mígreni. Þó fæðan sé ekki talin beinlínis mígrenivaldur, voru köstin sjald- gæfari, ef viss efni voru útilokuð úr matnum. Þegar þau voru aftur sett í matinn, fjölgaði mígreniköstum til muna. Þarna var einkum um að ræða kúamjólk, egg, súkkulaði, appelsínur og hveiti. Vandi er að vita hvort barn hefur raunverulega ofnæmi. Efþað hefur til dæmis ofnæmi fyrir fiski, getur verið að það kasti upp og varir þess bólgni í hvert sinn sem það borðar fisk. Þá virðist það augljóst, en geri einkennin aðeins stundum vart við sig, eða ekki fyrr en nokkru eftir fiskátið, er vafi á. Annar vandi er að ekkert þcirra einkenna, sem tengt er fæðuof- næmi, er bara af því. Niðurgangur, uppköst, útbrot og breytingar á hegðan geta hæglega stafað af allt öðru, en ef einkennin eru langvar- andi, skal alltaf ræða við lækni. Þó foreldri sé næstum visst um að bamið sé haldió ofnæmi fyrir vissum mat, er óráðlegt að breyta mataræði þess snögglega eða gera einhverjar tilraunir. Slíkt getur gert meira illt en gott. Sé ljóst að barnið hafi ofnæmi fyrir ákveðinni fæðutcgund og líði vel ef það fær Itana alls ekki, getur beinlínis verið hættulegt að gefa því hana í tilraunaskyni nokkru seinna, svo sem til að athuga, hvort barnið hefur vaxið upp úr við- brögðunum. Einnig skal hafa í huga, að sum börn með ofnæmiseinkenni bregð- ast vel við breytingum á mataræði, önnur alls ekki, þó þau hafi öll sömu einkennin. Þetta sýnir hvað 'raunverulega er lítið vitað um fæðuofnæmi. Rannsóknir halda stöðugt áfram og vonandi verður hægt að svipta stærra horni af hulunni ofan af þessu margslungna fyrirbæri með tímanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.