Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.10.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 10. október 1987 Um helmingur spariinnlána bankanna kominn á sérkjarasamninga: Milljarður „brann upp“ á gömlu bankabókunum frá júní 1986 til 1987 Sparifjáreigendur virðast í aukn- um mæli farnir að forðast hinar „hripleku" almennu sparisjóðs- bækur bankanna og koma meiru og meiru af peningunum sínum fyrir á reikningum scm „baktryggöir" eru gegn verðbólgunni, þ.e. ef verðbólgan reynist meiri en „há- vextirnir“ sem bankarnir bjóða á þessum reikningum. A þessu ári mun eimitt verulega hafa reynt á þá tryggingu. Nú á miðju ári voru hátt í 60% allra spariinnlána í raun orðin vísitölutryggð. Rúmlega fjórðungur spariinnlána bankanna var þó ennþá „ávaxtaður" á al- mennu sparisjóðsbókunum. Bank- arnir hafa verið afar „sparsamir" við ákvörðun „vaxta“ á þær inn- eignir, þannig að ekki mun vanta mikið á að verðmæti þessa sparifj ár hafi minnkað um 1.000 milljónir frá miðju ári 1986 til sama tíma í ár. Minnkandi tiltrú á sparibókunum Þar sem innlán á almennu spari- reikningunum hafa aðeins aukist um 3% í krónum talið á fyrra helmingi þessa árs virðist þeim þó fara ört fjölgandi sem farnir eru að sjá við þessari „sparnaðar/gróða- leið“ bankanna. Á sama tíma juk- ust hins vegar inneignir á sérkjara- reikningunum um 31%. Nærri helmingur allra spariinnlána í bönkum og sparisjóðum var kom- inn á þessa sérkjarasamninga nú á miðju ári 1987. Það er hins vegar athyglisvert að aðeins innan við 6. hluti spariinnlánanna er á beinum verðtryggðum reikningum, þegar haft er í huga hvað það virðist almenn trú að helv... lánskjaravísi- talan hækki allar skuldir langt um- fram það sem laun og annað hækka. - En lánskjaravísitalan hækkar vitanlega óhreyfðar inni- stæður jafn mikið/lítið og skuldirn- ar. Um 166 millj. kr. vaxtatap í júní Enn voru þónær 12.880 milljónir króna á almennum sparisjóðsbók- um í júnílok, eða um 27% af öllum spariinnlánum í bankakerfinu. Það svarar til um 53 þús. króna á hvert mannsbarn í landinu að meðaltali, sem bendir til þess að margir geymi umtalsverðar fjárhæðir á þessum reikningum. Vextir á þessu fé í júní voru í kring um 1% á mánuði eða tæplega 129 milljónir þennan eina mánuð. Lánskjaravísitalan hækkaði hins vegar um 2% milli júní og júlí. Sama upphæð á 6 mán. verðtryggðum reikningi hefði því hækkað um 295 milljónir kr. í júnímánuði. Má því segja að eig- endur almennu sparisjóðsbókanna hafi tapað, eða bankarnir sparað sér, 166 millj. króna ávöxtun á þeim bara á þessum eina mánuði. ...og 924 milljónir á einu ári Um mitt ár í fyrra voru um 10,7 milljarða innistæður á almennu bókunum, en tæplega 12,9 millj- arðar á sama tíma í ár. Þarna gæti því verið um 11.500 milljóna króna innistæður að ræða að meðaltali yfir árið. Vextir á almennu spari- Þingflokkurinn komist að niðurstöðu: Þorvald Garðar sem þingforseta Ákvörðun um þann þingmann Sjálfstæðisflokks sem þingflokkur- inn tilnefnir til kjörs á forseta Sam- einaðs Alþingis var tekin á fundi þingflokksins í gær. Ólafur G. Ein- arsson, formaður þingflokksins, sagði að ákveðið hefði verið að tilnefna Þorvald Garðar Kristjáns- son. Þorvaldur Garðar gegndi þessu sama embætti liðið kjörtímabil. Við stjórnarmyndun leiddu fáir hugann að því að um annan þing- mann gæti verið að ræða þegar svo var samið að Sjálfstæðisflokkur fengi þetta embætti í sinni hlut. Enda herma fregnir að Þorvaldur Garðar hafi sótt það stíft að fá að halda forsetaembætti sínu. Heimildir Tímans fullyrtu að Framsóknarmenn hefðu fallist á að Sjálfstæðisflokkurinn fengi embætt- ið gegn því skilyrði að Þorvaldi Garðari yrði fengið. Þetta hefur Ólafur G. Einarsson sagt að væri fjarstæða og að hann kannaðist hreint ekki við slíkan samning um .einstakan þingmann. Nú verður að koma í Ijós hvort sjálfstæðiskonur sitja á strák sínum eftir ákvörðun þingflokksins, en þær höfðu látið í ljósi eindregna ósk um að konu yrði fengið forsetadæmið. Um Þorvald Garðar Kristjánsson verður kosið á Alþingi á mánudag. Þj Þrjú sækja um 6 brauð Út er runninn umsóknarfrestur um sex prestaköll, sem auglýst voru laus af biskupsembættinu í haust. Um þrjú þeirra sótti enginn, en það voru Patreksfjörður, Breiðabóls- staður í V-Húnavatnssýslu og Rauf- arhöfn. Hvað hin þrjú varðar, sótti einn um Bjarnarnes (Höfn í Hornarfirði), tveir um Ólafsvík og einn um Háls í Fnjóskadal. Biskupsstofa vildi ekki gefa upp nöfn umsækjendanna, þar sem það væri orðin ákveðin vinnu- regla þar á bæ. Hins vegar hefur Tíminn þær fréttir umfram þetta og eftir öðrum leiðum, að sr. Baldur Kristjánsson, sem nú er settur prestur að Bjarnar- nesi, hafi sótt um það brauð. Þá hafi sr. Friðrik Hjartar, sóknarprestur í Búðardal, sótt um Ólafsvík, ásamt Yrsu Þórðardóttur, sem varð guð- fræðingur nú í september. Yrsa Þórðardóttir sækir einnig um Háls í Fnjóskadáí og verður það að teljast til nokkurra nýmæla að sami maður sæki um tvö brauð í einu. Þegar þetta atriði var borið undir sr. Magn- ús Guðjónsson, biskupsritara, sagði hann að þetta væri einn af þeim möguleikum sem opnast hefðu við tilkomu nýju laganna um veitingu prestakalla frá í vor. KB reikningunum hafa þetta ár verið í kringum 9,55% að meðaltali, eða um 1.100 milljónir á 11.500 millj. kr. innistæðu. Lánskjaravístitalan (verðbólgan) hækkaði hins vegar um 17,6% á sama tíma, sem skilað hefði 2.024 millj. króna verðbótum á sömu upphæð og um 2.295 millj- ónum ef 2% raunvextir hefðu bæst við að auki. Vantar því um 924 milljónir kr. á að fjármunir þeir sem landsmenn fólu bönkunum að „ávaxta“ fyrir sig á almennu spari- sjóðsbókunum hafi haldið verðgildi sínu á þessu eina ári, eða sem svarar um 15 þús. kr. að meðaltali á hverja fjölskyldu í landinu. Betur má ef duga skal Fyrir aðeins þrem árum var hins vegar yfir helmingur allra spari- innlána á almennu sparibókunum, eða 52%. Það hlutfall lækkaði síðan í um 39% árið 1985, áfram niður í um 31% um síðustu áramót og niður í 27% nú á miðju ári sem fyrr segir. Vísitölutryggðar inni- stæður eða með vísitölubaktrygg- ingu hafa á sama tíma hækkað úr 20% á miðju ári'1984, upp í 48% ári síðar, 54% um síðustu áramót og tæplega 60% nú í lok júní s.l. Almennu sparisjóðsbækurnar verða sjálfsagt áfram þægilegur geymslustaður fyrir peninga sem fólk þarf að hafa handbæra innan nokkurra daga eða vikna eða nota jafn óðum. Innistæður á þeim sem svara til yfir 50 þús. króna á hvert mannsbarn í landinu sýnast hins vegar vera nokkuð rífleg upphæð í slíka „varasjóði". Ekki síst þegar haft er í huga að upphæðin miðast við lok mánaðar, þannig að ætla má að þar sé um einna lægstu inni- stæðu hvers mánaðar að ræða. Jafn margar nýkrónur nú og gamlar krónur árið 1975 Það sýnist athyglisvert dæmi uin verðlagsþróunina undanfarin ára- tug, að spariinnlán í bankakerfinu voru nær sama upphæð í árslok 1988 eins og þau voru í gömlum krónum í árslok 1975, eða um 40 milljarðar. Verðlag hefur á þessu tímabili u.þ.b. 45 faldast, þannig að sparnaðurinn er nú rúmlega tvöfalt meiri. Þótt verðlag (vísitölur) hafi 45 faldast á tímabilinu hefur „ávöxtun" á fé sent geymt hefur verið á alntennri sparisjóðsbók aðeins rúmlega tífaldað höfuðstól- inn á sama tíma. Bankarnir skila sumum aðeins fjórðungi spari- fjár þeirra til baka Sá sem í árslok 1975 hefði t.d. átt 1 gamla milljón í almennri sparisjóðsbók í banka, og geymt hana þar óhreyfða hefði um síð- ustu áramót átt um 10,2 millj. gamlar, eða um 102 þúsund nýjar krónur á sparibókinni sinni. Sá sem hins vegar hefði getað geymt gömlu milljónina sína á verðtryggð- um reikningi hefði á sama tíma hækkað upphæðina í rúmlega 450 þús. nýjar krónur (45 millj. gkr.). Af gömlu milljóninni hefðu því tæplega 350 þús. nýjar krónur „brunnið upp í verðbólgunni" - eða réttara sagt færst úr eigu þess sem geymdi milljónina í bankan- um, í eigu þess sem fékk hana „að láni“. Ef verðtryggði reikningurinn hefði auk þess borið 3% árlega raunvexti á tímabilinu hefði gamla milljónin orðið í kringum 620 þús. kr. um síðustu áramót í stað 102 þús. kr. á „gömlu góðu bankabók- inni“. Má nokkuð ráða af þessu dæmi hversu gífurlega fjármuni „hriplek- ir" bankar og sjóðir hafa fært á milli manna í þjóðfélaginu á þess- um tíma. Sú tilfærsla kemur fram í bankainnistæðum sem sífellt verða verðminni þrátt fyrir „ávöxtun" bankastofnana og hins vegar í peningasöfnun bæði einstaklinga og fyrirtækja - einstaklinga sem söfnuðu meiri eignum árlega en þeir höfðu í brúttó tekjur og fyrir- tækja sem safnað hafa stórum eign- um þrátt fyrir stöðugan taprekstur, jafnvel í áratugi. Tímakaupið 35 kr. ef það hefði hækkað í takt við „bankavexti“ frá 1975 Annað dæmi sem gaman getur verið að rifja upp varðandi verð- þróunina: Dagvinnukaup (taxti) í hafnar- vinnu, var 338,44 kr. gamlar á tímann í árslok 1975 (3,38 kr.). Með hækkun í takt við almenna bankabókavexti frá ársbyrjun 1976 hefði tímakaupið verið um 35 kr. um síðustu áramót. Með hækkun í takt við vísitölu hefði það verið um 150 kr. Verkamaður sem „ávaxtað“ hefði sem nam árslaunum sínum fyrir dagvinnuna 1975 á almennri sparisjóðsbók ætti nú um 65 þús. í bókinni. Sá sem geymt hefði upp- hæðina á verðtryggðum reikningi, án vaxta, ætti um 290 þús, en frá 630-795 þús. kr. ef hann hefði getað ávaxtað á þeim kjörum sem ríkissjóður býður nú á spariskírt- einum sínum, sem þó hefur gengið fremur treglega að selja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.