Tíminn - 24.10.1987, Side 5
Laugardagur 24. október 1987
Tíminn 5
Örtröð í konuríkinu.
Um 15% söluaukning á vodka:
Afengisneysla aukist
um 8*9% á tveim árum
Áfengissala ÁTVR er um 5%
meiri á þessu ári en á sama tíma á
síðasta ári, mælt í hreinu alkóhóli.
Það er í kringum 4% neysluaukn-
ing á mann frá sama tíma 1986, en
þá varð einnig rúmlega 4% aukn-
ing í áfengisneyslu á mann að
meðaltali, samkvæmt upplýsingum
frá ÁTVR. Sala á sígarettum hefur
einnig aukist nokkuð milli ára,
eftir að hafa farið minnkandi árin
1985 og 1985. Vodkadrykkja
íslendinga er rúmlega 15% meiri
það sem af er þessu ári heldur en á
sama tíma í fyrra. í lok september
var ÁTVR búið að selja um 565
þúsund lítra af vodka sem var
nærri 80 þús. lítra aukning milli
ára. í þessu magni eru tæplega 226
þús. lítrar af hreinu alkóhóli, enda
fá landsmenn nú orðið yfir 37% af
öllu sínu alkóhóli úr vodka, sem
’nlýtur því að geta kallast orðið
þjóðardrykkur á íslandi.
Heildarneysla hreins alkóhóls
fyrstu 9 mánuði ársins eru um 605
þús. lítrar, sem er aukning úr um
577 þús. lítrum á sama tíma 1986.
Val manna á áfengistegundum
hefur í mörgum tilvikum breyst
verulega milli ára. T.d. hefur
neysla á gini aukist um 55%, sala
á bitterum aukist um 33%, á freyði-
víni um 20%, á koníaki um 19%,
rommi um 16%, rauðvínum um
8% og viskí um 5%. Sala á vermúti
hefur hins vegar minnkað um 20%,
og litlu minna á genever. Þá hefur
sala á íslenska brennivíninu
minnkað um rúmlega 7% og hvít-
vínum um 6%.
I framangreindar tölur vantar öll
áfengiskaup sem áhafnir skipa og
flugvéla flytja inn í landið og
sömuleiðis það sem ferðamenn
kaupa í fríhöfninni ogerlendis. En
nær þriðjungi fleiri hafa nú farið í
utanlandsferðir heldur en í fyrra.
í frétt frá ÁTVR kemur ekki
fram hvað landsmcnn hafa borgað
fyrir allt þetta áfengi. Áfcngisvarn-
arráð upplýsir á hinn bóginn að
sumarmánuðina júlí, ágúst ogsept-
ember hafi menn rcitt af hcndi
rúmlega 936 milljónir króna vegna
áfengiskaupa, en 700 milljónir kr.
sömu mánuði 1986. Mun því vægt
áætlað að landsmenn hafi borgað
um 3.000 milljónir króna fyrir
áfengi á tímabilinu ef einnig er
reiknað með nærri tvöföldun á
verði þess hluta scm selt er í
veitingahúsunum.
í lok septembcr var búið að selja
um 16,5 milljón pakka af sígarett-
um, scm var allt að 5% söluaukn-
ing milli ára. Rciknað á núverandi
vcrði í smásölu rnundu 16,5 milljón
sígarettupakkar kosta tæplcga
2.000 milljónir króna.
Samtals hafa landsmcnn því
snarað út scm svarar um 5.000
milljónum króna fyrir áfengi og
tóbak fyrstu 9 mánuði ársins, sem
svarar til um 20.400 kr. á hvert
mannsbarn í landinu, eða um 9
þús. kr. að meðaltali á hvcrja
fjölskyldu. -HEI
Útgeröarmenn á Suöurnesjum áhyggjufullir:
Þegar búið
að selja
Dagstjörnuna?
Aðstandendur útgerðarfélagsins
Eldeyjar hf. á Suðurnesjum hafa nú
miklar áhyggjur af því að togarinn
Dagstjarnan KE 3 verði seldur norð-
ur í land, nánar tiltekið til Útgerðar-
félags Akureyringa, en samkvæmt
heimildum blaðsins Fiskifrétta á
aðeins eftir að skrifa formlega undir
kaup ÚA á skipinu og er kaupverðið
sagtábilinu 170-180 milljónirkróna.
Einn viðmælandi Tímans á Suður-
nesjum, sagði að það „væri mjög
óæskilegt ef hún færi héðan“ og
bætti við að hann vonaðist til að
aðstandendur Eldeyjar gætu séð til
þess að skipið færi hvergi.
Útgerðarfélaginu hefur hins vegar
ekki verið boðið skipið til kaups,
enda hefur það ekki umboð til að
fjárfesta í skipum, enn sem komið er
a.m.k.
Dagstjarnan KE 3, sem áður hét
Rán, var smíðuð í Englandi 1969,
verður seld á nauðungaruppboði,
ásamt togaranum Keili, en báðir
þessir togarar eru í eigu sama útgerð-
arfélags. Uppboðið fer fram í des-
ember, og verður þá útgerðarfélagið
Eldey hf. væntanlega formlega
stofnað og getur boðið í togarann,
eða togarana.
-SÓL
Notaðar dráttarvélar
til sölu
Zetor 5211 50 ha. árgerö 1983
Zetor 5011 50 ha. árgerö 1982
Ursus C362 65 ha. árgerö 1981
Ursus C360 60 ha. árgerö 1980
IMT 549 51 ha. árgerö 1986
IMT 567 4WD 65 ha. árgerö 1985
Ursus C362 m/ámoksturst. 65 ha. árgerö 1981
j Vélarnar eru til sýnis að Bíldshöfða 8 |
Góð greiðslukjör
Vélaborg Bútæknihf. Sími 686655/686680