Tíminn - 24.10.1987, Síða 6
6 Tíminn
Laugardagur 24. október 1987'
Menntamálaráöherra:
Nefnd til að semja
teglur um dagmæður
Menntamálaráðhcrra hefur
skipað nefnd til að fjalla um má-
lefni dagmæðra og semja reglur um
starfsemi þeirra. Formaður nefn-
darinnar er Guðmundur Magnús-
son aðstoðarmaður ráðherra. Aðr-
ir nefndarmenn eru Selma Júlíus-
dóttir tilnefnd af Samtökum dag-
mæðra í Reykjavík. Anna K. Jóns-
dóttir tilnefnd af Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga og Garðar
Viborg, tilnefndur af Barnavcrnd-
arráði íslands.
Fyrsti fundur nefndarinnar verð-
ur í næstu viku og að sögn Guð-
mundar Magnússonar verður á
þeim fundi reynt að átta sig á því
hvernig nefndin skiptir mcð sér
verkum og hvaða gagna þarf að
afla.
Nefndin er skipuð í framhaldi af
eindregnum óskum dagmæðra um
að ákveðnari reglur veröi settar um
starfsemi þcirra.
„Þetta er líka eðlilegt hagsmuna-
mál foreldra og barnanna scm við
dagmæður eiga viðskipti, að cin-
hverjar reglur gildi um þessa starf-
scmi. Það cru nánast engin lög né
reglugcrðir um starfsemi dag-
mæðra cn það er fjöldi barna í vist á
einkaheimilum hjá dagmæðrum.
Það er eðlilegt að það séu settar
reglur um vistun barna hjá dag-
mæðrum á sama hátt og reglur eru
til um dagheimili,“ sagði Guð-
mundur.
í dag þurfa dagmæður að fá leyfi
frá viðkomandi bæjaryfirvaldi til
að taka börn í pössun gegn gjaldi
og í Reykjavík hafa umsjónarfóstr-
ur eftirlit með starfsemi þeirra.
Þetta eru helstu vinnureglur sem
settar hafa verið varðandi dagmæð-
ur. Það er hins vegar mat manna að
I þessar reglur séu ekki nógu ná-
' kvæmar og því hefur nefndinni verið
falið að bæta úr því.
„Það liggur ekkert fyrir hver
niðurstaða þessarar nefndar verður
og ég held ég hljóti að geta sagt það
i fyrir hönd okkar fjórmenninganna
að við göngum öll til þessara starfa
með mjög opnum huga“, sagði
Guðmundur.
Guðmundur sagði að nefndinni
hefðu ekki verið sett tímamörk
hvað álitsgerð snerti, en hann hefði
fyrir sitt leyti óskað eftir því að
störf nefndarinnar yrðu unnin
rösklega.
ABS
Þroskahjálp og
Öryrkjabandalagið:
Hagsmunamál
fatladra á
timamótum
Landssamtökin Þroskahjálp og
Öryrkjabandalag íslands halda sam-.
eiginlegan fund nú um helgina í
tengslum við landsþing Þroskahjálp-
ar. Landsþingið hófst í gær og lýkur
á morgun, en í dag, laugardag er
sameiginlegur fundardagur. Þetta er
tímamót í hagsmunamálum fatlaðra
því samstarf þessara hagsmunahópa
hefur hingað til verið mjög takmark-
að.
Að undanförnu hefur samstarf
hins vegar vaxið og sem dæmi um
það má nefna Skammdegisvökuna
við Alþingishúsið í desember á síð-
asta ári og Kosningavöku fyrir kosn-
ingarnar í vor.
f dag verður m.a. lögð fram tillaga
um áastlun sem miðar að eflingu
félagsstarfs og hagsmunabaráttu
fatlaðra, bæði hvað varðar innra
starf samtakanna, kynningu á mál-
efnum fatlaðra og baráttuaðferðir.
Á þessum fundi verða flutt tvö
erindi, erindi Vilhjálms Árnasonar
kennara við heimspekideild H.í.
„Samfélag á villigötum?" og erindi
Ingvars Kristjánssonar geðlæknis
„Kulnun (burn-out)“ og fjallar um
þreytumerki vegna of mikils álags í
starfi eða einkalífi með sérstöku
tilliti til aðstandenda fatlaðra, fatl-
aðra sjálfra og þess starfsfólks sem
annast þá. Einnig munu fatlaðir
flytja tónlist og leikatriði í dag. ABS
Félög efna til íslensks tónlistardags:
Til varnar ís-
lenskri tónlist
í dag er efnt til íslcnsks tónlistar-
dags þar sem lögð er áhcrsla á ís-
lenska tónlist og tónlistarmenn. Til-
efnið er að vekja athygli á því fjöl-
þætta tónlistarlífi, sem fyrir cr á
landinu og á við sífcllt harðnandi
samkeppni að stríða frá öflugum, al-
þjóðlegum miðlum. Þó taka útvarps-
stöðvar þátt í tónlistardeginum og
gera íslenskri tónlist hærra undir
höfði cn endranær og íslcnskar
hljómplötur eru seldar á afsláttar-
verði. Dagurinn á að bera vott um þá
víðtöku samstöðu, sem myndast hef-
ur með íslenskum tónlistarmönnum,
að standa vörð um lifandi tónlist í
landinu.
Á þessum fyrsta vetrardcgi flytja
íslenskir tónlistarmenn tónlist sína á
markaðstorgum, innan dyra eða
utan eftir því sem vcður leyfir, þeir
munu hafa opin hús, opna Félags-
heimili tónlistarmanna að Vitastíg 3
og enda daginn með Tónlistarveislu
ársins að Hótel Sögu.
Fyrir deginum standa Félag tón-
skálda og textahöfunda, Tónskálda-
félag íslands, Félag íslenskra hljóð-
færaleikara, Félag íslcnskra tónlist-
armanna. STEF. Félagsheimili tón-
listarmanna og Sinfóníuhljómsveit
íslands.
Sinfóníuhljómsveitin heldur tón-
lcika í Kringlunni kl. I2:3(), söng-
nemar koma fram í íslensku ópcr-
unni frá kl. 15:00 til 18:00. Lúðra-
sveit Reykjavíkur blæs á Lækjar-
torgi kl. 14:00 og frá sama tíma er
opið hús hjá Tónmenntaskólanum í
Rcykjavík og Söngskólanum. í
Tónabæ eru rokktónlcikar frá kl.
15:00 til 23:30. í Mjóddinni leikur
lúðrasveitin Svanur kl. 13:00 og kl.
14:00 vcrður Félagshcimili tónlist-
armanna formlega opnað að Vitastíg
3, III. hæð, í Reykjavík. „Tónlistar-
veisla ársins 87" nteð blandaðri tón-
list og góðum mat hefst á Hótel Sögu
kl. 19:00 og síðar verður dansað til
kl. 03:00.
Stefnt er að því að íslenskur tón-
listardagur verði árviss viðburður.
svo fólki gefist kostur á að átta sig á,
hve íslenskt tónlistarlíf er öflugt og
fjölskrúðugt, jafnvel þótt stiklað sé á
stóru í þetta sinn. þj
Fíkniefni send meö pakka:
Tekinn í póstinum
Tollverðir gerðu fíkniefnalög-
reglu viðvart um grunsamlegan
pakka, sem afhenda átti í pósthús-
inu við Ármúla. Þegar eigandi
hugðist sækja pakkann var hann
tekinn höndum af lögreglu og
reyndist sendingin vera 10 grömm
af hassi.
Viðtakandi, 32ja ára gamall
karlmaður, var færður til yfir-
heyrslu hjá ávana- og fíkniefna-
deild lögreglunnar. Þarfengust þær
upplýsingar að algengt væri að
þessi smyglleið væri reynd en oft
hefði lögreglan hendur í hári
smyglaranna.
Málið er að fullu upplýst. þj
Samband íslenskra lúðrasveita:
Arni Björnsson
gerður heiðursfélagi
Samband íslenskra lúðrasveita hefur ákveðið að gera Arna Björnsson,
tónskáld, að heiðursfélaga sínum og verður honum afhent gullmerki sam-
bandsins í heiðurssamsæti, sem efnt verður til í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi kl. 14.00 á morgun, sunnudag. Þar leika lúðrasveitir Árna til heiðurs
nokkur af göngulögum hans, en þær tónsmíðar hans þykja sumar á heimsmæli-
kvarða.
Árni Björnsson fæddist að Lóni í
Kelduhverfi 23. desember 1905.
Strax á barnsaldri komu tónlistar-
hæfileikar hans í Ijós og á ellefta ári
var hann farinn að leika á heimilis-
orgelið. Eftir aðeins skamrna tilsögn
gat hann tekið að sér organistastörf
og söngstjórn. fyrst í Garðskirkju
1923, en svo í Öxarfirði, Núpasveit
og Sléttu. Hann æfði samkóra og
karlakóra víða um héruð og leiddi þá
í heildarsöng eða lét þá syngja hvern
fyrir sig á sveitarsamkomum og
íþróttamótum.
Árið 1928 fór hann til Reykjavík-
ur til orgelnáms hjá Páli ísólfssyni að
frumkvæði kirkjustjórnar og bauð
Páll þessum efnilega nemanda
ókeypis kennslu í tvo vetur, hvað
hann þáði með þökkum. Síðari vet-
urinn byrjaði hann að leika á flautu
og kom það helst til af því að þá vant-
aði hljóðfæraleikara í hljómsveit þó
sem lék á Alþingishátíðinni 1930.
Eftir það stundaði hann nám við
hinn nýstofnaða Tónlistarskóla í
fjóra vetur, frá 1931 til vors 1935, en
þá munu fyrstu nemendur skólans
hafa lokið burtfararprófi. Aðal-
hljóðfæri hans voru píanó og flauta,
en Páll ísólfsson taldi hann jafnvígan
á fimm hljóðfæri.
Líkt og margir nemendur Tónlist-
arskólans á þessum árum hafði hann
framfæri sitt að nokkru af því að
leika á hótelum og kaffihúsum og
lengi léku þeir saman á Hótel Birnin-
um í Hafnarfirði, Árni og Sveinn
Ólafsson, fiðlu- og saxófónleikari,
sem nýlega er látinn. Þá lék hann
nokkur ár að námi loknu norðan-
lands fyrir síldarsjómenn og í
Reykjavík á Hótel Borg, sem þá þótt
mcð heldri hótelum á Norðurlönd-
um. Einnig starfaði hann með
Lúðrasveit Reykjavíkur og Sinfón-
íuhljómsveit Reykjavíkur, sem
seinna varð að Sinfóníuhljómsveit
íslands.
Það var árið 1944 að Árna hlotn-
aðist dálítill styrkur frá Tónlistarfé-
laginu til þess að stunda nám við
Royal Manchester College of Music
í Englandi, sem var bundinn því skil-
yrði að hann kæmi heim að námi
íoknu. Kostnaður fór þó langt fram
úr áætlun og lagði Árni því harðar að
sér við námið - sem hann lauk á
tveimur árum í stað þriggja, sem
slíkt nám tók aðra nemendur. Eftir
heimkomuna, 1946, fór hann þegar
að leika með Hljómsveit Reykjavík-
ur og Útvarpshljómsveitinni og
Lúðrasveit Reykjavíkur. Um sama
bil varð hann kennari við Tónlistar-
skólann á flautu og píanó. Á þessum
árum og fram til ársins 1952 var Árni
önnum hlaðinn við að spila, semja og
útsetja tónlist af ólíkasta tagi, allt frá
dansmúsík til alvarlegustu hljóm-
sveitarverka. En þá dundi reiðar-
slagið yfir. Árni varð fyrir alvarlegri
líkamsárás að loknum hljómleikum í
Þjóðleikhúsinu, sem hamlaði svo
stárfsgetu hans að hann gat hvergi
helgað sig tónlistarefnum í sama
mæli og áður. Með því jákvæða hu-
garfari sem Árna er eiginlegt og
ótrúlegri atorku konu hans. Helgu
Þorsteinsdóttur, tókst honum þó að
komast til sæmilegrar heilsu og hefur
hann samið fjöldann allan af tón-
Árni Björnsson, tónskáld.
verkum síðan. Þar hafa lúðrasveit-
irnar ekki síst notið góðs af. Árni
vann samkeppni þá er Samband ísl.
lúðrasveita gekkst fyrir 1966 um
samningu á íslenskum mörsum og
var verðlaunamarsinn „Gamlir fé-
lagar“. Hann er þó aðeins ein margra
perla sem frá Árna hafa komið á
þessunr vettvangi, því einnig má
nefna „ÍSl mars“ hans, „Blásið horn-
in og „Hátíðarmars".
Það er því ekki að ástæðulausu
sem Árna veitist sá heiður að vera
gerður að heiðursfélaga SÍL. Hann
hefur alla tíð haft sterkar taugar til
lúðrasveitanna, lék mörg ár mcð
Lúðrasveit Reykjavíkur og stjórnaði
lúðrasveitinni „Svani" um skeið fyrir
vin sinn Karl O. Runólfsson. Karl
heitinn var einnig heiðursfélagi Sam-
bands ísl. lúðrasveita, en auk þess-
ara tveggja hafa verið gerðir heiðurs-
félagar þeir Oddgeir Kristjánsson og
Hreiðar Ólafsson.