Tíminn - 24.10.1987, Page 15

Tíminn - 24.10.1987, Page 15
Laugardagur 24. október 1987 Tíminn 15 ÁRNAÐ HEILLA lll!i!lll||li!llllillill||ililli!l|| Sr. SigurðurHaukur Guðjónsson Enginn skyldi ætla að hann sjálfur finni ekki til. Svo sannarlega gerir hann það og öðruvísi gæti hann ekki gefið af sjálfum sér. En aldrei finnur maður styrk hans og gullhjarta betur en þegar hrópað er á hann í stærstri neyð. Ég er svo lánsöm að vera starfs- maður Langholtskirkju þar sem Sig- urður Haukur er húsbóndinn. Hann hefur sýnt mér traust, skilning og hvatningu á þann veg, sem sá einn getur, er skilur hvernig manneskjan getur starfað frjáls og meðvituð um ábyrgð sína. Barna- og unglingastarf hafa verið honum miklir gleðigjafar og þar njóta sín kennarahæfileikar hans og frábær leikni í teikningu og texta. fslensk tunga er hans hjartans mál, en íslenski hesturinn á hans hug og sál. Sigurður Haukur, vinur minn, er gæfumaður og á traustan lífsföru- naut þarsem Kristín Gunnlaugsdótt- ir er. Án hennar væri hann ekki jafn sterkur og hann er. Börnin, Anna Mjöll og Birgir Hlynur eru stærstu gjafir lífs þeirra og í afa- og ömmu- hlutverkinu njóta þau sín með Hauk Frey, Kristínu Fjólu og Birgi Hrafni. Ég og maðurinn minn höfum eign- ast í Sigurði Hauki og Kristínu vini, sem hafa gefið okkur það sem við þörfnuðumst mest. Vinur minn, Sigurður Haukur, er í dag fallegur maður í mínum augum og alls ekki of stór í predikunarstóln- um! Þess vegna er afmælisóskin mín til hans sú, að á morgun verði kirkjan þéttsetin af fólki, sem þráir að heyra Guðsorð, og eiga samver- ustund í Langholtskirkju í Reykj- avík. Sigríður Jóhannsdóttir. Ný Bón- og þvoHa- stöð í Kópavogi sextugur Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son sóknarprestur Langholtskirkju í Reykjavík er sextugur á morgun, sunnud. 25. október 1987. Sigurður Haukur var kominn til manndómsára þegar ég leit hann fyrst augum, sextán ára skólastelpa á Siglufirði, en þá sótti hann um Siglufjarðarprestakall ásamt mörg- um prestum öðrum. Ég minnist þess að mér fannst hann ekki fríður og risastór var hann í predikunarstóln- um. En þegar hann fór að predika, tóku orð hans hug minn allan. Hann talaði um móðurástina og ræðan sú varð mér, sem átti lífs- hlaupið framundan, dýrgripur, er geymdist í huga. Árin liðu og ég gleymdi mannin- um. En orðin hans komu oft uppí huga minn og þau eignuðust nýjan tilgang, þegar ég sjálf varð móðir. Þegar ég settist að í Langholts- prestakalli 1963, stóðu prestkosning- ar fyrir dyrum. Ég minnist þess að hafa þá séð Sigurð Hauk aftur. Mér fannst hann alls ekki eins stór og áratug áður og hann var líka orðinn mun fríðari. Hann náði kosningu og hefur verið prestur Langholtssafnað- ar síðan. Ég fór til hans og bað hann að skíra yngri son okkar hjóna, en tók fram að faðirinn yrði sennilega ekki viðstaddur skírnina vegna vinnu er- lendis. Þetta fannst presti miður og spurði hvort ég vildi ekki bíða, en ég hélt fast við mína ákvörðun. Ég fann að hann leitaði leiða til að fá henni breytt, en þegar það tókst ekki, þá gekk hann ekki lengra. Drengurinn var skírður á páskadag og var eitt af fyrstu börnum, sem hann skírði í Lang- holtskirkju. Hvað kemur þessi frásögn við afmæliskveðju til vinar míns Sigurð- ar Hauks? Hún undirstrikar kynni okkar sem nú spanna nær aldarfjórð- ung og hafa allan tímann einkennst af gagnkvæmri virðingu fyrir skoðunum hvors annars, enda þótt þær hafi oft á tíðum verið mjög ólíkar. Hann segir líka við ferming- arbörnin sín: Lítið ekki á mig sem þann sem allan sannleikann veit, heldur þann, sem vill leita hans með ykkur. Á lífsgöngu okkar mætum við mörgum vegfarendum. Sumir eru gæddir þeim hæfileikum að bera smyrsl á sárin eða stilla streng, sem hljómar illa í hörpu lífsins. Sumir eiga fá orð, sem tjá allt sem þarf. Sigurður Haukur er þessum hæfileik- um gæddur og aldrei tekur hann meira á, en þegar sá, sem til hans leitar, er einn og óvarinn. Nýlega var opnuð ný bón- og þvottastöð í Kópavogi. Nefnist hún Bónþjónustan h.f. og er til húsa að Kársnesbraut 100. I>að eru hjónin Sveinn Sævar Valsson og Birna Magnúsdóttir, sem reka stöðina og er þetta eina þjónusta þessarar teg- undar í Kópvogi. Bónþjónustan hf. er opin alla daga ncma sunnudaga frá klukkan níu á morgnana til klukkan sjö á kvöldin og er síminn þar 44755. Hjá Bónþjónustuni hf. er boðið upp á djúphreinsun og háþrýstiþvott á öll- um tegundum fólksbfia, jeppa og sendibfla. Að sögn eigenda er boð- ið upp á heimsendingarþjónustu þannig að fólk þarf ekki að hreyfa sig að heiman til að fá vel þrífinn bfl. Þau Sveinn og Birna hvetja Kópa- vogsbúa og aðra íbúa á höfuðborgar- svæðinu til að koma og notfæra sér þjónustu fyrirtækisins nú þegar fer að kólna í veðrí. Vildu þau minna bfleigendur á hve mikilvægt það er að undirbúa bflinn vel undir veturínn m.a. með góðu bóni. T Hafnarfjarðarbær dés - lóðir Hafnarfjarðarbær mun úthluta lóðum í Setbergi og víðar á næstunni: 1. Lóðir fyrir 9 einbýlishús og 40 parhús og raðhús við Stuðlaberg. 2. Lóðir fyrir iðnað og þjónustu við Hamraberg. Bygginganefndarteikningar liggja þegar fyrir og ber umsækjendum að leggja fram óskir um stærð og staðsetningu í umsókn. 2. Nokkrar eldri lóðir (7 talsins) Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6, þ.m.t. um gjöld vegna lóðanna, byggingarskilmála o.fl. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöð- um, sem þar fást, eigi síðar en mánudaginn 9. nóvember n.k. Eldri umsóknir ber að endurnýja eða staðfesta. Bæjarverkfræðingur FLUGMÁLASTJÓRN Rafeindavirkjar óskast Flugmálastjórn óskar eftir að ráða 2 rafeindavirkja eða starfskrafta með sambærilega menntun í 2 stöður eftirlitsmanna flugöryggistækja hjá radíó- deilda. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur mega gera ráð fyrir að sækja námskeið erlendis í meðferð flugleiðsögu- og fjarskiptatækja. Allar nánari upplýsingar um starfið má fá hjá deildarstjóra radíódeildar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 13. nóvember 1987. Verkfræðingur Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða raforkuverkfræðing til starfa í innlagnadeild fyrir- tækisins. Starfið felst í rannsókn á orkunotkun og við skipulagsverkefni. Þekking á dreifikerfum og reynsla í forritun æskileg. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. aðgang að stóru tölvukerfi til notkunar. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri og yfirverkfræðingur innlagnadeildar í síma 686222. Umsóknarfrestur er til 2. nóvember n.k. WV RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR »1 REYKJÞMIKURBORG III H ________________ __ ^ Sfödcvi Ðorgarskjalasafn Skúlatúni 2, óskar að ráða starfsmenn hálfan eða allan daginn. Störfin felast í afgreiðslu, flokkun og skráningu safnsins. Upplýsingar um starfið veitir borgarskjalavörður í síma 18000. Umsóknarfrestur er til 30. okt. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Bændur Til sölu N.C. haugdælaog heimasmíðaður mykju- dreifari. Upplýsingar í síma 93-81558.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.