Tíminn - 24.10.1987, Side 19

Tíminn - 24.10.1987, Side 19
Laugardagur 24. október 1987 Tíminn 19 Eritreumenn önnum kafnir við að halda í gangfæru ástandi flota af Fiat og Mercedes flutningabílum, sem eiga að flytja nauðsynlegan varning yfir víglínuna. Meðan ég beið á sjúkrahúsi, sem Eritreu- menn reka í rústum Suakin, talaði ég við ungan aflimaðan Eritreu- mann, sem hafði orðið fórnarlamb amerískrar jarðsprengju frá þeim dögum þegar Bandarfkin studdu Haile Selassie Eþíópíukeisara, sem steypt var af stóli 1974. Meðan við töluðum saman pússaði maður- inn svört leðurstígvél, sem stungið hafði verið á gervilimi í eigu vina hans á sjúkrahúsinu. Þegar vörubíllinn kom héldum við í átt til Eritreu eftir strönd Rauðahafsins. Við fórum um þorp, þar sem kofum hafði verið komið upp í skyndi en ekki var stingandi strá að sjá, og um tjaldþyrpingar endinu voru stráfelldir. Keisarinn beitti hungursneyð sem vopni á þann hátt að matvælaaðstoð var ekki leyfð á svæðum þar sem mótspyrna gegn stjórn ríkisins var öflug. 1974 steypti herforingjastjórn, Dergud, undir forystu herforingja að nafni Mengistu Haile Mariam, Selassie af stóli og kom á marxisku stjórnarfari. Nýja stjórnin valdi að byggja orðstír sinn á því að brjóta andstöðuna í Eritreu á bak aftur, rétt eins og keisarinn áður. Rök- semdafærsla byltingarstjórnarinn- ar var sú sama og keisarans, ef Eritrea hlyti sjálfstæði ætti Eþíópía engan aðgang að sjó. Þegar komið var fram á árið 1977 munaði minnstu að Eritreu- menn hefðu rekið eþíópisku her- mennina af höndum sér og í leið- inni tekið herfangi geysilegt ma>n Hermenn frelsishers Eritreu, E.P.L.F., hafa barist fyrir aðskilnaði lands síns frá Eþíópíu undanfarin 25 ár og liggja vígstöðvarnar um þessa 200 mílna löngu skotgröf, sem Eþíópíumönnum hefur aldrei tekist að leggja undir sig hirðingjanna sem klæddust skær- lituðum jökkum og báru sverð eins og á dögum krossfaranna. Á palli bílsins lá ungur hermaður í frelsisher Eritreu. Hann var lamaður fyrir neðan mitti og nýrun voru farin að gefa sig. Nú var aftur verið að flytja hann til baka, þessa löngu leið til sjúkrahússins í her- bækistöðvunum í fjöllunum við Orotta. Hann fékk oft áköf kvala- köst við ofsafenginn hristinginn á - Fyrri hluti -• bílnum. En það virtist ekki skipta máli hvaða sársauka ósléttur veg- urinn leiddi fram í þeim helmingi skrokks hans sem hann gat enn fundið til í, aldrei hækkaði hann röddina mikið yfir hálfgert taut. Ég skammaðist mín fyrir vanlíðan mína þar sem ég sat í svitabaði í þrengslunum í framsætinu. Við komum til Orotta í dagrenn- ingu, í þann mund sem fyrsta Antonov flugvél Eþíópíumanna renndi sér yfir fjallatoppana á eftir- litsflugi. .... og þá komu Rússar til sógunnar Eritrea var ítölsk nýlenda frá 1890 en Bretar náðu landinu á sitt vald 1941 og héldu þar yfirráðum til 1952, þegar Sameinuðu þjóðirn- ar gerðu Eritreu að sambandsríki Eþíópíu undir stjórn Haile Selass- ie, hins smávaxna „ljóns Júda“. Hann var álitinn hetja á Vestur- löndum, en heima fyrir var hann harðstjóri. 1962 lagði keisarinn Eritreu und- ir sig með valdi og lagði niður sambandsríkjaformið. Amhariska, ríkismálið, varlögboðið. Hirðingj- ar og múhameðstrúarmenn á lágl- af vopnabúnaði Eþíópíumanna. Þá komu Rússar til sögunnar. Sovéski sjóherinn skaut af fallbyssum á bækistöðvar Eritreumanna í grennd Massawa, hafnarborgar á strönd Rauðahafsins. Sovéskir skriðdrekar, hergögn og flugvélar tóku þátt í árásinni. Austur-Þjóð- verjar mættu á staðinn til að skipu- leggja eþíópisku öryggissveitirnar. Meira en 10.000 Kúbanir voru sendir til að taka þátt í bardagan- um, ásamt stórskotaliðsmönnum og skriðdrekasveitarmönnum Suð- ur-Jemens. Eritreumenn hörfuðu til bæki- stöðva sinna í norðurhluta landsins og yfirgáfu borgir sínar til að hindra að þær yrðu lagðar í rúst, að þeirra eigin sögn. 1978 byggðu Eritreumenn langa línu af styrkt- um skotgröfum. Síðan hafa Eþíóp- íumenn gert átta meiri háttar árásir en mistekist að komast endanlega yfir skotgrafirnar. Á þessum tíma hefur baráttan beinst að frelsisher Eritreu, skammstafað E.P.L.F., sem við fyrstu sýn er bara ein af þessum óskiljanlegu skammstöfun- um, sem Afríkumenn berjast og deyja fyrir án þess að vita hvað tákna og rugla Vesturlandamenn í ríminu. Lifað og starfað inni í fjallshlíðum I dagsbirtu líkist Orotta helst löngum yfirgefnum dal með brött- um hlíðum og gæti verið á af- skekktum stað í Ástralíu eða Ariz- ona. Sama svipmót er á öllum svæðamiðstöðvum Eritreumanna. íbúðarhús og skrifstofur eru yfir- leitt sprengjuheld steinskýli, sem grafin eru inn í fjallshlíðina. Þök þeirra og inngangar eru dulbúnir úr lofti séð með trjástofnum, mold eða hinum alls staðar nálægu þyrni- trjám. Sólbakaðar hlíðarnar gefa enga hugmynd um að þúsundir Eritreumanna búi og vinni beint undir fótunum á manni. Satt að segja venst maður því fljótlega að leiðsögumaðurinn bendi á hrauk undir þyrnitré og segi sem svo: „Þarna undir er efnahagsáætlunar- nefndin!“ Fyrstu næturnar mínar í Orotta snæddi ég máltíðirnar, geitakjöt og pasta, við borð miðaldra Eritr- eumanns, sem kallaður er Saleh. Saleh var áður sveitarstjóri, en hafði snúist á sveif með Eritreu- mönnum skömmu fyrir 1980. Saleh beið eftir því að sonur hans kæmi í Ieyfi. Sonur hans var með árásar- sveitum Eritreumanna, sem sífellt færa sig úr stað og starfa hinum megin víglínunnar, suður af Or- otta. Þegar fór að skyggja á degi hverjum fékk Saleh lánaða bæna- mottu, skrautlega mjög hjá upplýs- ingadeild E.P.L.F., lagði hana á malarþakta jörðina og bað í áttina til Mekka. Leiðsögumaður minn þennan mánuð sem ég ætlaði að vera í Eritreu var grannur gamall her- maður, kallaður Fessaha. Þegar við böðuðum okkur að næturlagi við blys í lækjarsprænum, sá ég ör eftir sárin sem Fessaha hafði hlotið í hermennskunni, eftir sprengju- brot á hálsinum, djúpt ör eftir byssukúlu undir herðablaðinu og á síðunni bar hann blá-hvítan upp- drátt sem merki um áverka. Mörg voru þau kvöldin sem Fessaha leiðbeindi mér niður, und- ir lág þakskeggin þar sem birgðir herráðsins af AK-47 sjálfvirkum rifflum voru geymdar, gegnum tjöld og inn í nýtískuleg húsakynni einhverrar hersveitar E.P.L.F. Kannski vorum við komnir inn í ljósmyndadeild njósnadeildarinn- ar, eða inn í hellinn þar sem fréttablaðið Events, sem kemur út tvisvar í viku, er gefið út. Eða kannski var það stílabókadeildin, en á kápum bókanna er mynd af brosandi hirðingjastúlku og slagorðið: Berjumst gegn ólæsi. Aflimaðir menn með ólífugreinar milli tannanna, hvíldu á hækjum sínum og störfuðu við flóknu ítöl- sku heftingarvélina. Þarna er líka bíódeild sem Frakki með túrban á höfði og kallast Hillal stjórnar. Upphaflegt nafn hans er Christian Sabatier og hann er búinn að vera í Eritreu síðan 1976. Þar hefur hann komið upp filmusafni um Eritreustríðið og þjóðfélagið þar. Á mynd- bandavinnustofu Hillals inni í klettinum vinna 50 manns og þar eru myndirnar fullunnar frá upp- hafi til enda. Hillal skýrði mér frá því að það sé því sem næst ómögulegt að fá leyfi til að taka mynd eða kvik- mynd af forystumönnum Eritr- eumanna. Meðal annars vegna þess sagði Hillal að þeir óttast að vekja upp ævafornan trúarlegan ágreining milli kristinna, andatrú- ar- og múhameðstrúarmanna, en hver hópur um sig gæti fengið þá hugmynd að hann ætti ekki nógu marga fulltrúa í forystusveitinni. Forystumennirnir virðast of niður- sokknir í styrjöldina til að velta mikið fyrir sér hvernig leita megi eftir meiri stuðningi umheimsins. Þó að þeir séu þjóðernissinnaður hópur sem berst gegn marxiskum stjórnvöldum, sem njóta stuðnings Rússa, standa þeir á því fastar en fótunum að notast sjálfir við sígilda marxiska frasa, sem ekki virðist bera með sér lýðræðislega dreif- ingu valds innan hreyfingarinnar og eykur þeim ekki vinsældir hjá vestrænum stjórnvöldum. Sérkennilegt sjúkrahús Nærri vinnustofu Hillals er hið sérkennilega sjúkrahús í Orotta, stór keðja af sprengjuskýlum og hellum sem ná næstum 5 mílur eftir hrjóstrugum dal. Sjúkrahúsið er skipulagt að vestrænni fyrirmynd, þar eru sprengjuskýli fyrir tauga- sjúkdóma, bæklunarskurðaðgerð- ir, hjarta- og æðasjúkdóma, fæð- ingar og kvensjúkdóma og aðrar sérgreinar innan læknisfræðinnar. Byrjendanámskeið - Framhaidsnámskeið Landssamband framsóknarkvenna í samvinnu við Samband ungra framsóknarmanna býður hér með upp á hin vinsælu námskeið í sjálfsstyrkingu, fundarsköpum, fundarhaldi og framkomu í sjónvarpi. Alls 5 kvöld eða 1 helgi. Einnig framhaldsnámskeið 4 kvöld eða helgi þar sem boðið verður upp á leikræna tjáningu, framsögn, ræðumennsku og sjónvarpsfram- komu. Reyndir hressir leiðbeinendur taka að sér leiðsögnina. Ef þið hafið áhuga þá hringið sem fyrst í síma 91-24480 og pantið námskeið. Góð fjárfesting fyrir gott verð. LFK og SUF Framsóknarfólk Austurlandi athugið 28. kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi, verður haldið á Hótel Höfn, Hornafirði dagana 30. og 31. október n.k. og hefst kl. 20.00. Gestir þingsins verða: Steingrímur Hermannsson, Guðmundur Bjarnason, Sigurður Geirdal, Guðrún Jóhannsdóttir frá L.F.K. og Guðmundur Gylfi Guðmundsson frá S.U.F. Nánari upplýsingar í síma 97-11584. KSFA. í Kópavogur Kópavogsbúar. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfin á fundi í Hamraborg 5, miðvikudaginn 28. október kl. 20.30. Fundarstjóri: Skúli Sigurgrímsson, bæjarfulltrúi. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Framsóknarfélagið í Kópavogi Kópavogsbúar Skrifstofa Framsóknarfélaganna, Hamraborg 5, 3. hæð er opin alla virka daga kl. 10-12, sími 41590. Opið hús alla miðvikudaga kl. 17-19. Starfsmaður: Einar Bollason Tökum höndum saman og hefjum öflugt vetrarstarf. Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.