Tíminn - 12.11.1987, Síða 7
Fimmtudagur 12. nóvember 1987
Tíminn 7
Sparifjareigendur borguðu um 500 milljónir í „geymslugjald“ fyrir sparifé sitt
________til banka 1986, en það dugar ekki til og bankaráðherra segir:
Eiginfjárstaða banka
lagfærð með vaxtamun
Þrátt fyrir að bankar og sparisjóðir hafi tekið sér
að meðaltali 8-9% hærri vexti af útlánum en þeir
borga á innlánsfé, a.m.k. síðustu 2 ár, hefur það ekki
dugað til að þeim tækist að fullnægja lagaákvæðum
um eiginfjárstöðu. Þessi vaxtamunur er þó meiri en
hjá bönkum í nágrannalöndunum. Á árinu 1986 náðu
bankarnir þessum vaxtamun m.a. með því að greiða
rúmlega 1% mínusvexti á öll innlán að meðaltali- sem
í raun þýðir að þeir hafi tekið um 500 milljóna kr.
„meðgjöf“ eða „geymslugjald“ af fjármununum sem
þeim voru fengnir til ávöxtunar og ekki er búist við
að sú „meðgjöf“ lækki í ar
Upplýsingar um þennan 8-9%
vaxtamun, og að hann sé meiri en
í nágrannalöndunum komu m.a.
fram í svari viðskiptaráðherra við
fyrirspurnum Svavars Gestssonar,
á Alþingi, um raunávöxtun innlána
og útlána í bankakerfinu og hvað
sé „óhæfilegur vaxtamunur milli
inn- og útlána“.
Og síðan segir: „Þann vaxtamun
sem hér er, verður að skoða í ljósi
slakrar eiginfjárstöðu banka og
sparisjóða. Með nýjum lögum um
banka og sparisjóði var að því
stefnt að þessar stofnanir styrktu
stöðu sína með auknu eiginfé.
Töluverður vaxtamunur um hríð
kann að vera nauðsynlegur til að
bankar og sparisjóðir geti fullnægt
ákvæðum laga um eiginfjárstöðu“.
„Meðgjöf“ í stað
ávöxtunar
í ljósi þess að þrátt fyrir þennan
mikla vaxtamun skila bankarnir
engri raunávöxtun að meðaltali á
þá fjármuni sem landsmenn leggja
þar inn til ávöxtunar - þó það komi
ekki fram í svari ráðherrans -
virðist af því mega ráða að hann
leggi blessun sína yfir að banka-
kerfið safni í tæpa sjóði sína nt.a.
með nokkurskonar „meðgjöf" eða
„geymslugjald" sem þeim er leyft
að taka af því fé sem landsmenn
fela þeim til ávöxtunar. En sam-
kvæmt upplýsingum sem Tíminn
fékk í Seðlabankanum var „meðal-
ávöxtun" allra innlána bankakerf-
isins um 13,5% á síðasta ári á sama
tíma og lánskjarvísitalan hækkaði
um 14,7%, sem þýðir að þeir hafa
að meðaltali skilað rúmlega 1%
mínusvöxtum á innlánin. Og tæp-
ast var búist við að útkoman yrði
öllu skárri í ár.
1.200 milljóniraf
sparifjáreigendum
á 2 árum
Rúmlega 1% mínusvextir þýða
með öðrum orðum, að þvert ofan
í öll gylliboð bankanna um svo og
svo mikla ávöxtun á innlán, vantar
yfir 500 milljónir króna á, að
bankakerfið skili landsmönnum til
baka jafnvirði þeirra u.þ.b. 50
milljarða króna sem þeir fólu því
að „ávaxta" fyrir sig á árinu 1986.
í ár geta landsmenn allt eins reikn-
að með að þurfa að „borga banka-
kerfinu“ um 700 millj. kr.
„meðgjöf" til viðbótar. Þetta 1.200
milljóna króna „geymslugjald“
bankanna á 2 árum svarar til nær
5.000 kr. á hvern landsmann að
meðaltali, sem hinir illa stöddu
bankar geta þá notað til að styrkja
slaka eiginfjárstðu sína.
Margar, smáar og
óhagkvæmar
Veigamestu skýringuna á hinum
mikla vaxtamun inn- og útlána
telur viðskiptaráðherra þá, að
rekstrareiningar í bankakerfinu
séu margar og smáar og því óhag-
kvæmar. Önnur skýring liggi
„hugsanlega“ í því að verulegur
hluti innlána séu veltiinnlán sem
„beri lága vexti, að minnsta kosti
ef miðað er við verðbólgu. Því má
Jón Sigurðsson, bankamáiaráð-
herra, segir að bankakerfið þurfí
að geta fengið fé sparifjáreigenda
að láni á mun betri kjörum en
bankarnir lána þetta fé síðan sjálfír
sínum viðskiptavinum, til þess að
þeir geti fullnægt ákvæðum laga
um eiginfjárstöðu.
ætla að vaxtamunurinn minnkaði
nokkuð af sjálfu sér ef verðbólga
hjaðnaði“, segir ráðherra, sem tel-
ur það ásamt endurskipulagningu
Kópavogsbúar
Fimmtudaginn 12. nóv. verða til viðtals að Hamraborg 5, kl. 20.30:
Jóhann Einvarðsson þingmaður
Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi
Níels Árni Lund varaþingmaður
Heitt á könnunni, fjölmennið og tekiö með ykkur gesti. Létt rabb í
notalegu umhverfi efiir andann.
Framsókn - stöðugleiki Framsóknarfélögin
Kópavogsbúar
Skrifstofa Framsóknarfélaganna,
Hamraborg 5, 3. hæö er opin alla
virka daga kl. 10-12, símí 41590.
Opið hús alla miðvikudaga kl. 17-19.
Starfsmaður: Einar Bollason
Tökum höndum saman og hefjum öflugt vetrarstarf.
Heitt á könnunni.
Framsóknarfélögin.
Kópavogur
Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna
verður haldinn að Hamraborg 5, mánudaginn
16. nóv. n.k. kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur fundarins:
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygg-
inga-málaráðherra.
Fulltrúar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Kjördæmisþing í Reykjanesi
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Fteykjaneskjördæmi verður hald-
ið sunnudaginn 29. nóv. 1987 kl. 10 að Garðaholti í Garðabæ.
Stjórnin.
mennum sparisjóðsbókum á
16,7% vöxtum haldi verðgildi sínu.
Það svarar til þess að verðgildi 1
milljónar á slíkri bók rýrni um
5.000 kr. á hverjum mánuði. Á
þessum „ávöxtunarkjörum“ er í
kringum fjórðungur af öllum inn-
lánum bankakerfisins, sem bank-
arnir taka því af um 80 millj. kr. í
„meðgjöf" á mánuði - að ekki sé
nú minnst á þá milljarða sem liggja
á hlaupareikningum á miklu lakari
vöxtum.
Erlendir „bestukjara-
vextir“ um 5%
í svari við fyrirspurn um raun-
vexti útlána í helstu viðskiptalönd-
um fslendinga segir ráðherra best-
ar heimildir liggja fyrir um svokall-
aða “bestukjaravexti" (prime
rate). Þeir séu þó háðir þeim
annmarka að smærri fyrirtæki og
einstaklingar þurfi yfirleitt að sæta
hærri vöxtum, gagnstætt því að hér
gildi yfirleitt sömu vextir fyrir alla
á sams konar lánum. Þessir vextir
voru algengastir frá 6,7% upp í
7,8% á síðasta ári (6,9% að meðal-
tali), en frá 4% (5% að meðaltali)
og upp í 7,3% að meðaltali í
Evrópulöndum framan af þessu
ári. - HEI
Árnesingar
Lokaumferð hinnar árlegu framsóknarvistar Framsóknarfélags Árnes-
sýslu verður föstudaginn 13. nóvember kl. 21, að Flúðum.
Ávarp kvöldsins flytur:
Ólafía Ingólfsdóttirformaður Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu.
Aðalvinningur er ferðavinningur frá Samvinnuferðum-Landsýn.
Heildarverðmæti vinninga er kr. 75.000,-
Allir velkomnir.
Stjórnin.
fíangæingar
Spilum félagsvist á Hvoli sunnudaginn 15. nóv. kl. 21.00. Góð
verðlaun.
Framsóknarfélag Rangæinga
Kjördæmisþing framsóknarmanna í
Norðuriandskjördæmi vestra
verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28.-29. nóv. n.k.
Þingið hefst á laugardag kl. 13.
Dagskrá auglýst síðar.
TÖLVUNOTENDUR
Við t Prentsmiðjunni Eddu
hönnttm, setjum og prentum
allar gerðír eyðublaða fýrir tölvuvinnslu.
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000
bankakerfisins mikilvægustu fors-
endur þess að draga úr mun á
vöxtum af inn- og útlánum til
frambúðar.
Af rúmlega 1% mínusvöxtum af
innlánum að meðaltali og hins
vegar 8-9% vaxtamun má ráða að
raunávöxtun útlána bankakerfisins
hafi að meðaltali verið um 7-8% á
síðasta ári.
Of háir útlánsvextir
Ráðherra telur engan vafa leika
á því að raunvextir útlána séu nú
hærri hér á landi en þeir hafi lengi
verið „og hærri en staðist fær til
lengdar“, en einmitt um þessar
mundir er sérlega erfitt að leggja á
þá öruggt mat“. Þó eru nefnd dæmi
um frá 7% til 11% raunvexti á
skuldabréfum, víxlum og yfirdrátt-
arlánum nú 1. október, miðað við
24,5% reiknaða verðbólgu.
Um 80 milljónir
á mánudi
Þar er m.a. miðað við það að
32,2% ársávöxtun á almennum
skuldabréfum skili 7% raunvöxt-
um. Benda má á, að reiknað á
sama mælikvarða vantaði rúmlega
6% á að peningar geymdir á al-