Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 34
34 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR É g er viss um að við borg- um marga milljarða á ári fyrir fæðubótarefni. Það hafa verið gerðar kannan- ir á sölu slíkra efna víða erlendis sem hafa leitt í ljós að almenningur borgar álíka mikið fyrir náttúru- og fæðubótarefni og hann borgar fyrir lyf. Slík könn- un hefur ekki verið gerð hér á landi en ég gæti trúað að upphæðin hlaupi á nokkrum milljörðum,“ segir Magn- ús Jóhannsson, læknir og prófessor við Háskóla Íslands. 256 tonn af fæðubótarefnum Eins og sést á töflunni hér til hliðar hefur orðið gríðarleg aukning á inn- flutningi á drykkjarvöruefnum sem innihalda prótein, vítamín eða önnur næringarefni. Árið 2003 var um 81 tonn af slíkum vörum flutt til lands- ins en í fyrra voru flutt inn 256 tonn. Magnús skellir upp úr þegar hann heyrir þessar tölur nefndar og segir að prótein og amínósýrur séu efni sem fólk geti fengið úr hefðbundinni fæðu, til dæmis kjöti eða fiski. „Það hlýtur að vera dýrara að borða próteinduft en kjöt eða fisk. Fólk fær að minnsta kosti ekki meira úr duftinu en venjulegri fæðu,“ segir Magnús og bætir við að fæðubótarefnin séu ansi misjöfn að gæðum. „Þótt sumir fram- leiðendur standi sig vel þá eru margir sem gera það ekki. Sumar vörur inni- halda minna af efnunum sem sagt er til um á umbúðunum og sumar vörur inni- halda efnin bara alls ekki. Auk þess er alls konar mengun sem fylgir svona fæðubótarefnum – þungmálmar, skor- dýraeitur og önnur efni. Svo er jafn- vel lyfjum blandað í efnin til að auka áhrifin.“ Efni sem gera lítið gagn Magnús hefur um langt skeið fylgst með innflutningi og þróun fæðubótar- efna og starfaði hjá Lyfjastofnun, á þeim árum sem stofnunin sá um eft- irlit með slíkum vörum. Hann efast um gagnsemi flestra fæðubótarefna. „Það hefur sjaldnast verið sýnt fram á að fæðubótarefni geri eitthvert gagn. Í flestum tilfellum gera þau það ekki en þó eru undantekningar þar á. Það hefur til dæmis verið sýnt fram á að neysla kreatíns hefur aukið skammtímaár- Fólk fær að minnsta kosti ekki meira úr duftinu en en venju- legri fæðu. Íslenska fæðubótarþjóðin LÍKAMSRÆKT Sprenging hefur orðið í neyslu fæðubótarefna á síðustu árum. Ástæðan er líklega sú að fólk hugsar meira um heilsuna en áður en ekki eru allir á eitt sáttir um hvort fæðubótarefnin geri gagn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR angur en á móti kemur að enginn veit hvaða langtímaáhrif efnið hefur. Það er eitthvað sem á eftir að rannsaka.“ Fæðubótarefni fyrir milljarða Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar inn fæðubótarefni fyrir um einn og hálfan milljarð á síð- asta ári og fyrir tæpan milljarð árið á undan. Þessar tölur ná þó ekki yfir öll þau fæðubótarefni sem flutt voru inn – ná til að mynda ekki yfir súkkul- aðihúðaðar fæðubótarstangir, tilreidd drykkjarvöruefni úr ginsengkjörnum, blönduðum öðrum efnisþáttum, svo sem glúkósa eða laktósa, vítamín og steinefni í töfluformi eða tilbúna orku- drykki. Ætla má því að Íslendingar hafi keypt fæðubótarefni fyrir að minnsta kosti 2,5 til 3 milljarða á síðasta ári. Jafn stór og lyfjamarkaðurinn Á heimasíðum framleiðenda fæðu- bótarefnanna, á vörunum sjálfum eða auglýsingum þeim tengdum, er oft vísað í rannsóknir sem eiga að sanna ágæti efnanna. Magnús efast um nið- urstöður slíkra rannsókna og segir að í mörgum tilfellum sé um hrein ósann- indi að ræða. „Það er alveg eins líklegt að það séu engar rannsóknir þar að baki eða að verið sé að vísa í ómerkilegar rann- sóknir sem segja akkúrat ekki neitt. Stundum stendur á vörunum að lækn- ar mæli með þeim en það er kannski einhver einn læknir sem hefur fengið greitt fyrir að samþykkja það. Þetta eru oft óheiðarlegar fullyrðingar – full- yrðingar um verkun sem ekki stenst,“ segir Magnús. „Oft er talað um hvað lyfjafyrirtækin séu stór og rík og að þau selji lyfin svo dýrt. Fæðubótar- efnamarkaðurinn er álíka stór og lyfjamarkaðurinn í peningum talið. Og þegar þú hugsar um það hversu miklir peningar eru í þessu þá er það ávísun á vafasaman bisness og spillingu. Menn freistast kannski til að setja eitthvað á umbúðirnar sem er ekki rétt. Ef við tökum próteindrykkina sem dæmi er þar að finna hreinsuð prótein. Í kjöti og fiski eru líka prótein og þar færðu líka góðar fitusýrur, vítamín og annað. Það er engin hollusta í þessum prótein- drykkjum. Fjölbreytt hollusta er allt- af best.“ Fæðubót sem tískufyrirbrigði Magnús segir fæðubótarefni vera tísku- fyrirbæri. „Þau eru sögð hafa ákveðin áhrif á líkamann sem sumt fólk virð- ist sækjast eftir en þá þarf það að fá að vita hvort þau virki í raun og veru á þann hátt. Og til að komast að slíku þarf að gera vandaðar rannsóknir sem oft er ábótavant í þessum geira. „Það er kannski ekki hægt að vefengja það þótt einstakir menn telji sig hafa gagn af slíkum efnum. En það er heldur ekki hægt að draga neinar almennar álykt- anir af því,“ segir Magnús og minnir á hina gullnu reglu, það er að borða mátulega af hollu og fjölbreyttu fæði og hreyfa sig nógu mikið. „Að ætla að stytta sér leið að betra lífi með ein- hverjum efnum er mjög hæpið auk þess sem það kostar mikla peninga.“ MAGNÚS JÓHANNSSON Hann segir erlendar kannanir sýna að veltan á fæðubótarmarkað- inum sé álíka og á lyfjamarkaðinum. Íslendingar eyddu um þremur milljörðum króna í slík efni og fluttu inn á þriðja hundrað tonn í fyrra. Innflutningur hefur aukist um 300 prósent á sex árum. Ekki verið sýnt fram á að fæðubótarefni geri gagn, segir prófessor í líflyfjafræði. Absúrd full- yrðingar, segir lyfjafræð- ingur sem flytur inn slík efni. Kristján Hjálmarsson kynnti sér umfang fæðu- bótarmarkaðarins. FRAMHALD Á SÍÐU 39 250 200 150 100 50 0 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 11 0, 8 99 81 12 4, 2 13 5, 6 14 6, 2 18 2, 7 25 3, 1 To nn Innflutningur á fæðubótardufti til íblöndunar í tonnum talið „Skýringin á aukinni neyslu fæðubótarefna er einfaldlega sú að það er orðin mun meiri áhersla á hollt líferni, hreyfingu og líkamlegt atgervi auk þess sem fólk neytir nú fjölbreyttari og betur samsettri fæðu en áður,“ segir Einar Ólafsson, lyfjafræðingur og forstjóri Medico, sem er eitt margra fyrirtækja á Íslandi sem flytur inn fæðubótarefni. „Aðferðafræðin varðandi megrun beinist fyrst og fremst að því að brenna fitu og viðhalda vöðvavef. Í þessu samhengi er ákaflega mikil- vægt að halda próteinþættinum í fæðu okkar óskertum en skera niður fitu og einföld kolvetni auk hreyfingar.“ Einar segir að mataræði á Vesturlöndum sé almennt ekki nógu próteinríkt, sér í lagi hjá íþróttafólki eða þeim sem stunda líkamsrækt. Hann segir að heildarmagn próteins í fæðu sé einungis um tíu prósent en þyrfti að vera 15-20 prósent. „Það er ástæðan fyrir því að fólk eykur próteininntöku með fæðubótarefnum,“ segir Einar. „Ef við tökum hundrað gramma kjúklingabringu sem dæmi þá inniheldur hún ekki nema 23 grömm af próteini. Fólk tekur inn fæðubótarefni til að bæta samsetningu fæðunn- ar, svo við verðum sem orku- mest og með hátt vöðvahlutfall og þar með sem minnsta fitu. Hollusta fæðu er að sjálfsögðu geysilega misjöfn, neysluvenjur okkar Íslendinga eru að breytast til mikils batnaðar, feitmeti svo sem franskar kartöflur, kokkteilsósa og brauðtertur eru allt dæmi um fæðu sem eru smám saman á leiðinni út en hins vegar hafa vinsældir magurra mjólkurafurða (með hærra próteinmagni), kjúklings, grænmetis og trefja- ríkrar fæðu aukist verulega.“ Einar segir að eftir því sem almenn þekking á hollu mataræði hafi aukist, með batnandi efnahag og auknum frítíma, hafi krafan um holla fæðu og fæðubótarefni aukist. Krafa um hollt mataræði er sammerkt með Vesturlöndum enda hefur aukning á neyslu fæðubótarefna aukist jafnt og þétt innan svæðisins. Einar er ekki í vafa um ágæti fæðubótarefna. „Sumir halda því fram að fæðubótarefni séu framandi fyrir skrokkinn á okkur en það er að sjálfsögðu ekki svo. Þetta er fæða eða hluti fæðu þar sem búið er að einangra ákveðin efni sem gera líkamanum gott.“ Og hann blæs á allar staðhæfingar um að fæðubótarefni séu gagnslaus. „Svo dæmi sé tekið þá eru nánast allir sammála um að vítamín og steinefni geri okkur gott. Vítamín flokkast sem fæðubótar- efni, svo einfalt er það. Þetta eru leifar af gömlum hugmyndum um að fæðubótarefni séu eitthvað framandi fyrir líkamann. Fæðu- bótarefni eru hluti af fæðunni og ef menn segja að hollt mataræði hafi ekkert að segja, þá eru þeir á villigötum. Þetta snýst einfaldlega um að bæta samsetninguna á fæðunni og hafa hollustu að leiðarljósi.“ Spurður út í markaðssetningu fæðubótarefna segir Einar að það sé miður hvernig sumir framleiðendur skrumskæli ágæti þeirra. „Þetta er að sjálfsögðu algjör óþarfi þar sem í lang- flestum tilfellum eru til ítarlegar og mjög góðar klínískar rannsóknir á viðkomandi grunnefnum og því ákaflega auðvelt að vitna í slíkar rann- sóknir,“ segir Einar. „Auglýsingar sem byggja á myndum „fyrir og eftir“ eru ekki tölfræðilega marktækar og eru miður. Það sem er svo jákvætt er að almennt heilbrigði og langlífi er upp á við og vissulega eru fæðubótarefnin einn liður í þessari góðu þróun.“ ➜ FÆÐUBÓTAREFNI BÆTIR SAMSETNINGU FÆÐUNNAR EINAR ÓLAFSSON lyfjafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.