Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 66
6 FERÐALÖG EIN EFTIRMINNILEGASTA FERÐ SEM ÉG HEF FARIÐ Í VAR TIL … Norður Indlands – upp til Ladakh og Zanskar í Himalajafjöll- unum. Þessi héruð eru oft kölluð Litla-Tíbet sökum þess að þarna búa margir tíbetskir búdd- istar sem flúið hafa Tíbet eftir að Kínverjar hertóku landið og sest að í fjöllum N-Indlands (sbr. Dalai Lahma sjálfur sem býr á þessu slóðum (Daramsahla). FERÐIN VAR SKIPULÖGÐ AF Khandro Thrinlay Chodon sem er stofnandi samtaka sem heita Khacholding http://www. khachodling.org. Hún helgar líf sitt búddísku flóttafólki og hefur ferðast víða um heim til að safna fé til að byggja nunnu- klaustur í Zanskar og einnig til að fræða, styðja og styrkja fólk sitt. Við íslensku konurnar ferðuðumst með Iceland Air til London og þaðan flugum við með Virgin Airlines til Delí. Í fyrri hluti ferðarinnar var ferðast á jeppum frá Delí til nyrsstu héraða Indlands sem liggja að landa- mærum Tíbets. Það tók um viku að komast upp til Ladakh eftir ævitýralegum vegum, yfir ár, gljúfur og fjallaskörð í gegnum þorp og bæi sem ýmist voru á svæðum hindúa, múslima eða búddista. Í Leh, sem er stærsta borg Ladakh, var tveggja daga stopp og síðan farið með rútu og gist í tjöldum upp til fjallahéraða Zanskar. Í Zanskar eru margir helgir staðir búddista, klaustur, bæir og hellar, þar sem búddistar hafa dvalið við ótrúlega bág kjör um áraraðir. ÞAÐ MINNISTÆÐASTA SEM ÉG UPPLIFÐI Í FERÐINNI VAR … að kynnast þessu yndislega friðsæla fólki sem býr þarna í fjöllunum við ótrúlega kröpp kjör og aðstæður sem minna helst á aðstæður Íslendinga á land- námsöld. Hús eru nánast óein- angruð, víða moldargólf og upp- hitunin eru ofnar þar sem brennt er jakuxataði. Rennandi vatn og rafmagn er nánast hvergi að finna, nema í bæjum og borgum og þá skammtað, þannig að fólk fær rafmagn kannski 2-4 tíma á dag. Á þessu svæði er vetur 8-9 mánuði á ári með frosti allt að 50 gráðum og miklu fannfergi sem lokar fólk inni í afskekktum fjalla- héruðum svo mánuðum skiptir. Læknisþjónusta er nánast engin og ferðast þarf í nokkra daga til að leita sér aðstoðar ef um slys eða veikindi er að ræða. Þeir rækta bygg og hafra þessa 3-4 mánuði sem snjólaust er og nýta mjólk og kjöt af jakuxum, geitum og kindum. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tók þetta fallega fólk okkur opnum örmum og vildi allt fyrir okkur gera. Hlýjan og gæðin lýstu af veðurbörðum andlitum þeirra.Með okkur í för voru þrír læknar sem tóku að sér að sinna veiku fólki sem varð á vegi okkar og gefa lyf, ef þörf var á. ÉG MÆLI SÉRSTAKLEGA MEÐ AÐ HEIMSÆKJA … Manali og Leh sem eru mjög fallegir bæir í Himalajafjöllunum. Manali er í um 2.500 m hæð. Þar minnir margt á Sviss eða Austurríki, skógivaxnar hlíðar, ár og fossar. Það tekur um 2-3 daga að keyra frá Delí norður til Manali. Leh liggur hins vegar í um 4.000 m hæð og er gróður þar meira í líkingu við hálendi Íslands, en þó mikið þurrara.Í Leh er flugvöllur og það er hægt að fljúga þangað beint frá Delí. Þar sem Leh liggur í 4.000 m hæð yfir sjávarmáli, þarf fólk sem vill fljúga þangað beint að reikna með nokkrum dögum í að jafna sig vegna háloftaóþæginda sem geta gert vart við sig. FERÐALAGIÐ MITT  Ladakh og Zanskar í Litlu-Tíbet ELÍN KJARTANSDÓTTIR ARKITEKT Mannlíf Ys og þys á götum Ladakh. Elín Kjartansdóttir. 1. Fetaðu í fótspor rithöfundanna Í kirkjugarðinum Cimetière du Montparnasse getur þú heimsótt grafir heimspekinganna Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir, Baudelaire, Beckett og Guy de Montparnasse. Í hverfinu St.Ger- main-des-Pres á vinstri bakkan- um eru öll frægu kaffihúsin þar sem hugsuðirnir og rithöfundarnir héngu yfir kaffi og absint. Þar má meðal annars finna Café de Flore, Les Deux Magots og Les Editeurs. Ef þú hefur áhuga á að fjárfesta í fallegum bókum skaltu endilega kíkja í búðirnar La Hune eða Galignani eða hina svölu Librarie 7L sem býður upp á frábært úrval af lista- og ljós- myndabókum. 2. Fáðu þér ís við Notre Dame Gotneska meistarastykki París- arborgar er Notre Dame-dóm- kirkjan sem var byggð á milli 1163 og 1334. Kíktu inn fyrir til að dást að stórfenglegum arkitektúr og list, og það er sérstaklega gaman að skoða ufsagrýlurnar sem áttu að halda illum öflum í burtu. Ská- hallt á móti kirkjunni er besti ís Parísarborgar, Berthillon, sem hefur boðið upp á dásamlegan lúx- usís allt frá árinu 1954. 3. Maxaðu kreditkortið í Marais Þetta skemmtilega hverfi á hægri bakkanum var fyrst þekkt sem aðsetur gyðinga og samkyn- hneigðra en telst í dag vera besta verslunarhverfi borgarinnar. Hér er meðal annars að finna búð nýstirnisins Gaspard Yurklevich, hönnun Luellu Bartley og hinar víðfrægu gallabuxur Earl Jeans. Kíktu líka á Les Belles Images sem selur svöl „sixtís“ föt og Antik Batik sem er frægt fyrir hippa- legar og fagrar flíkur. - amb ÞRÍR HLUTIR TIL AÐ GERA Í PARÍS Tískuvikan er að bresta á og upplagt að skella sér til fegurstu borgar heims. Pompidou safnið Skemmtilegur veitinga- staður á efstu hæð. Háfjallaloft Búddamunkar leiðbeina ferðalöngum í Ladakh. Costa del Sol MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.