Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 44
● heimili&hönnun
„Norræna húsið er listaverk í
sjálfu sér og skemmtilegt að nú
er verið að virkja það meira fyrir
mannamót og viðburði. Áður var
alltaf lokað á kvöldin en nú er hægt
að njóta þar veitinga í kvöldrökk-
rinu og ótrúlega mögnuð stemning
að horfa yfir mýrina innan úr nota-
legri lampalýsingu Alvars Aalto,“
segir Jóhanna Kristín Ólafsdótt-
ir, arkitekt hjá AVH-arkitektum,
en hún á heiðurinn að einstaklega
fagurri hönnun veitingastaðar-
ins Dills, sem opnaði á dögunum
í gömlu kaffistofu Norræna húss-
ins.
Það var finnski arkitektinn
Alvar Aalto sem teiknaði hvert
smáatriði Norræna hússins innan-
húss sem utan. Húsið er menning-
arstofnun, rekin af Norrænu ráð-
herranefndinni og var opnað fyrir
almenningi í ágúst 1968.
„Húsið er friðað og þurfti sam-
þykki Alvars Aalto-nefndarinn-
ar í Helsinki fyrir breytingunum.
Því mátti ekki hrófla við neinu af
hönnun Alvars, en upprunalegu út-
liti kaffiteríu hans hafði áður verið
breytt. Eftir stóð umgjörð hans í
gluggum, lofti, gólfi og veggjum,
og endurtók ég form hans í rimlum
sem eru áberandi í húsinu í mis-
munandi breiddum. Þannig held-
ur sér afgreiðslulúga milli eldhúss
og veitingasalar, en í hana setti
ég gler svo horfa megi á kokkinn
matbúa og skapar lifandi stemn-
ingu meðal gesta, ásamt hvítum
rimlavegg með hliðsjón af riml-
um Alvars í loftinu,“ segir Jóhanna
Kristín sem útbjó aukið geymslu-
rými fyrir leirtau og vínkæla í
hvítum skúffum neðan við eldhús-
lúguna, þar sem borðið ofan á er úr
hvítum steini.
„Hvíti liturinn varð ofan á, því
tréverk í húsinu er orðið fjörutíu
ára gamalt og erfitt að ná sömu
áhrifum með nýjum viði. Allir
munir Alvars Aalto, eins og borð-
búnaður, lampar, brauðbretti og
karöflur sem hann hannaði fyrir
Ittala, sem og stólar hans og borð,
njóta sín enda mjög vel með hvíta
litnum. Útkoman er því töfrandi og
norræn, þar sem skapara hússins
er gert hátt undir höfði.“ - þlg
Jóhanna Kristín Ólafsdóttir arkitekt á heiður að breytingum veitingahúss í Norræna
húsinu. Hér undir mynd af kollega sínum Alvari Aalto og frægum standlampa hans.
Séð inn í eldhúsið úr veitingasal Dills.
Takið eftir hitalömpum eldhússins
sem eru eins og þeir sem hanga yfir
borðum í sal, eftir Alvar Aalto.
Mögnuð stemning
í rökkurbirtu mýrar
● Það hvílir hátíðleiki og dulúð yfir Norræna húsinu í Vatnsmýrinni. Húsið er eitt af perlum
höfuðstaðarins og friðað í fegurð sinni, en svipmót nútíðar ljær húsinu svip sinn líka.
40
-8
0
af
sl
át
tu
r
%
Auglýsingasími
– Mest lesið
21. FEBRÚAR 2009 LAUGARDAGUR4