Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 69
A BLS. 3 I+ Bókaðu á www.icelandair.is Flug til Barcelona gefur 3.000–9.600 Vildarpunkta. Vildarklúbbur Reykjavík – Barcelona frá 17.300 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er allt að 2 sinnum í viku. RCELONA Flug og gisting í 3 nætur frá 56.900 kr. á mann í tvíbýli á NH Numancia *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Amsterdam . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Bergen . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Barcelona . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Berlín . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Boston. . . . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Düsseldorf . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Frankfurt . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Glasgow . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Halifax . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. Helsinki . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Kaupmannahöfn . . . . . . . frá 14.900 kr. London . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Madrid . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Manchester . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Milano . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Minneapolis . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. München . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. New York . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Orlando . . . . . . . . . . . . . . . frá 31.220 kr. Osló . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. París . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Stavanger . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Stokkhólmur . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Toronto . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. *Verð aðra leiðina með sköttum og gjöldum. Besta verðið okkar* + Bókaðu á www.icelandair.is Morguninn í Barcelona 01 RA Ég veit ekkert betra en að byrja daginn á rótsterkum „café cortado“ og „croissant“ með. Þessi staður, fyrir aftan matarmarkaðinn la Boquería á Römblunni, er alveg tilvalinn til þess. 02 La Boquería Eftir kaffið er gaman að rölta um á markaðnum þar sem má sjá alla heimsins liti og finna ótrúleg afbrigði af alls konar lykt. Ávöxtunum er raðað upp eins og fyrir myndatöku og fjölbreytnin í kjöti og fiski er hreint út sagt lygileg. 03 Mercat Del Encants, Glories Markaður í Barcelona þar sem bæði er hægt að finna notað og nýtt, allt frá algjöru rusli til freistandi antíkhluta. Markaðurinn er aðeins opinn mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga kl. 9:00–14:00. Það er gott að koma snemma því að þarna er oft margt um manninn. 04 La Barceloneta Eitt af því góða við Barcelona er að borgin er við strönd. Það er yndislegt að labba úr miðbænum og niður í Barceloneta, sem er hverfi niðri við höfnina, ganga fram hjá smábátahöfn- inni og enda á ströndinni. Á Jóns- messunótt (San Juan) fyllist ströndin af fólki og glaumurinn og gleðin ríkir langt fram undir morgun; flugeldar, varðeldar og allt tilheyrandi. Sirrý Sæmundsdóttir, hönnuður 05 Club Natació Barcelona Líkamræktarstöð á ströndinni í Barceloneta. Þetta er frábær staður til að byrja daginn, fara og hreyfa sig smávegis með öllum fastakúnnunum sem hafa stundað þennan stað í mörg ár og búa flestir í hverfinu. Síðan má taka sundsprett í útilauginni og sóla sig í smástund í góðu veðri. Dagurinn í Barcelona 01 Organic Grænmetisstaður í Raval-hverfinu þar sem er hægt að fá góðan og næring- arríkan mat, allt frá salathlaðborði upp í heita rétti, á hádegisverðartímabilinu sem er kl. 14:00–17:00. 02 Bilbo Berria Þetta er staður sem allir verða að prófa. Hægt er að fá ekta „Baskata- pas“ sem eru allskyns smáréttir sem maður getur skoðað áður en maður velur sér. Þessi staður er á torginu við dómkirkjuna í miðbænum, Plaça Catedral. 03 La Champañeria Oft kallað „Cavabarinn“, í hverfinu Barceloneta rétt hjá aðalpósthúsinu. Þarna er hægt að fá „geggjaðar“ samlokur og skola þeim niður með „cava“ (spænsku kampavíni). Ódýrt og gott. Þessi staður er algjör upplifun. 04 Parc de la Ciutadella Garðurinn er við Borne-hverfið. Um helgar er notalegt að sitja í garðinum og njóta dagsins við slátt frá bongótrommum. 05 MACBA og CCCB Tvö góð söfn þar sem eru yfirleitt áhugaverðar og góðar sýningar í gangi allan ársins hring. Þau eru nánast hlið við hlið í Raval-hverfinu svo það er gott að slá tvær flugur í einu höggi. MACBA-byggingin er einnig vel þess virði að fara að sjá hana sjálfa, fá sér sæti á torginu fyrir framan og fylgjast með gangandi fólki og hjólabrettasnillingum. 06 Carrer dels Banys Nous Uppáhaldsgatan mín í Barcelona. Í þessarri götu er fullt af antíkbúðum sem eru ekki aðeins með húsgögn heldur helling af flottum fatnaði og skarti. Margar aðrar skemmtilegar búðir sem eru þess virði að fara inn í og skoða. Í götunni er gömul „xurrería“ þar sem hægt er að fá „xurros“ sem allir verða að smakka; bragðast líkt og pönnukökur með sykri en líta allt öðruvísi út. Kvöldið í Barcelona 01 Los Torreros Ekta spænskur tapas og frábært að fara í hóp þangað. Þegar menn panta hópmatseðil fyllist borðið af tapas svo að sést ekki í borðplötuna. Verður að borða beint af diskunum, sem tapasið er borið fram á, því að á borðinu er ekkert pláss fyrir aðra diska. Skolað niður með ekta sangría. 02 Gauchos Ekta, argentínskt veitingahús í Gotic- hverfinu. Meiriháttar nautasteikur á hóflegu verði. 03 Milk Staðurinn til að fara á til að fá sér drykk fyrir og eða eftir mat. Þarna er alltaf „happy hour“ fyrir hanastél á milli kl. 19:00 og 21:00; einnig hægt að fá sé mat á góðu verði. Þægilegur, rólegur staður og geggjaður „brunch“ matseðill um helgar. 04 Gimlet Flottur kokteilbar í Borne-hverfinu. Það er varla að sjá frá götunni að þetta sé bar. Þegar inn er komið er þetta lítill staður með viðarinnrétt- ingum, þjónarnir mjög vel til hafðir, eitt barborð og nokkrir háir stólar. Enginn listi yfir kokteila heldur geturðu valið þér undistöðuna í kokteilnum og þjónarnir blanda nánast hvaða kokteil sem er fyrir þig. 05 Pepino Nýr staður á Carrer Nou de la Rambla, matur og kokteilar á boðstólum á góðu verði. „Topp“ plötusnúðar sem spila rokk, popp og elektróbít alla daga vikunnar. Vikan endar svo á sunnudögum með sýningum á hinum og þessum heimildarmyndum. „Kósý“ og „næs“ staður með skemmtilegri stemningu. 06 El Reloj Þetta er staðurinn til að fá sér að borða á eftir næturbrölt. Honum er lokað klukkan 3 á nóttunni en er opnaður aftur tveimur tímum seinna sem er mjög hentugt fyrir þá sem eru seint á ferð um helgar. Alltaf nóg af áhugaverðu fólki á þeim tíma sólarhrings og hægt að fá góðan spænskan mat, heitan og kaldan. MÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.