Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 21. febrúar 2009 59
Rætt verður um svarthol og sprengistjörnur í fyrir-
lestri Páls Jakobssonar stjarneðlisfræðings í Öskju í
dag. Tilefnið er alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar sem nú
er haldið hátíðlegt. Sævar Helgi Bragason, formaður
Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að tími
sé til kominn fyrir almenning að hvíla sig á kreppu-
talinu og horfa í átt til stjarnanna. „Það held ég og það
er ekki verra að skella sér á fyrirlestur og fá að heyra
um aðeins öflugri hamfarir en við erum að ganga í
gegnum hérna,“ segir hann. „Það eru til hugmyndir
um að svona sprengistjörnur valdi útdauða á jörðinni
ef þær springa í innan við þúsund ára fjarlægð frá
okkur.“
Páll verður fyrsti fyrirlesarinn af fimm á þessu
vormisseri. Á meðal annarra fyrirlesara verður
stjörnulíffræðingurinn David Des Marais frá Geim-
ferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, sem kemur hingað
8. apríl. „Hann er einn fremsti sérfræðingur í heim-
inum á sínu sviði. Hann mun sennilega tala um Mars-
jeppana. Það er alltaf gaman að heyra frá mönnum
sem eru í miðri hringiðunni,“ segir Sævar Helgi.
Á heimasíðunni www.2009.is eru fleiri upplýsingar
um alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar, sem er haldið í til-
efni þess að 400 ár eru liðin síðan Galíleó Galílei not-
aði sjónauka í fyrsta sinn til að rannsaka himingeim-
inn. - fb
Öflugri hamfarir en á Íslandi
Þriðja gamanmyndin í Fock-
ers-seríunni, Little Fockers, er í
undirbúningi í Hollywood. Hún
mun fjalla um börn Gregs Focker
og eiginkonu hans Pam.
Ben Stiller, Robert De Niro og
Owen Wilson eru allir í samn-
ingaviðræðum um að leika í
myndinni og talið er að Wilson
muni í þetta sinn leika stærra
hlutverk en hingað til.
Jay Roach, sem hefur leikstýrt
báðum Fockers-myndunum, verð-
ur ekki við stjórnvölinn í þetta
sinn. Þrír leikstjórar koma til
greina í starfið, þar á meðal Peyt-
on Reed sem leikstýrði Yes Man.
Litlir Fockers
á leiðinni
BEN STILLER Stiller verður í aðalhlutverki
í þriðju Fockers-myndinni, Little Fockers.
Fari svo að hinn sálugi Heath
Ledger hljóti Óskarinn aðfaranótt
mánudags sem besti leikarinn
í aukahlutverki, eins og margir
búast við, mun þriggja ára dótt-
ir hans Matilda eignast styttuna.
Það verður þó ekki fyrr en árið
2023, eða þegar hún verður átján
ára. Þangað til verður styttan í
vörslu móður hennar, Michelle
Williams.
Ekki hefur verið upplýst hver
mun taka við Óskarnum ef Led-
ger vinnur. Annaðhvort verður
það einhver úr fjölskyldu hans
eða náinn samstarfsmaður hans í
kvikmyndabransanum.
Matilda fær
Óskarinn
HEATH LEDGER Ledger fór á kostum í
hlutverki Jókersins í The Dark Knight.
Celine Dion hefur verið elt á
röndum upp á síðkastið af 41 árs
gömlum karlmanni. Maðurinn
er talinn hafa elt söngkonuna um
nokkurt skeið, en síðasta föstu-
dagskvöld hringdi hann bjöllunni
á villu Celine og heimtaði að fá
að tala við hana og eiginmann
hennar Rene Angelil. Þegar
hann neitaði að fara hringdu
öryggisverðir á lögregluna. Mað-
urinn reyndi þá að flýja á hlaup-
um en var handtekinn þegar
hann sneri aftur að húsi söngkon-
unnar stuttu síðar.
Eltihrellirinn var látinn gang-
ast undir geðrannsókn og þurfti
að svara til saka fyrir rétti, en
Celine Dion hefur ekki tjáð sig
um málið enn.
Dion elt á röndum
SKOÐA STJÖRNURNAR
Sævar Helgi Bragason
(til hægri) skoðar
stjörnurnar ásamt
félaga sínum, Sverri
Guðmundssyni.
OF VINSÆL? Celine Dion er ein
þeirra stórstjarna sem hafa orðið
fyrir barðinu á eltihrelli, en 41 árs
karlmaður hefur elt hana á röndum
um nokkurt skeið.
Velkomin í
Háskóla Íslands
Kynnum á fjórða hundrað námsleiðir!
Námskynning í dag
kl. 11–16 á Háskólatorgi,
í Gimli og í Odda
Nemendur og kennarar kynna þær fjölmörgu
námsleiðir sem í boði eru í Háskóla Íslands
namskynning.hi.is
hi.is