Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 102
70 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. berjast, 6. pfn., 8. efni, 9. veiðar- færi, 11. tveir eins, 12. erfiði, 14. dans, 16. skóli, 17. skjön, 18. umfram, 20. tveir eins, 21. snudda. LÓÐRÉTT 1. umdæmis, 3. tveir eins, 4. asfalt, 5. for, 7. gáta, 10. traust, 13. bókstafur, 15. sót, 16. raus, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. etja, 6. ég, 8. tau, 9. net, 11. rr, 12. streð, 14. rúmba, 16. ma, 17. mis, 18. auk, 20. kk, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. tt, 4. jarðbik, 5. aur, 7. getraun, 10. trú, 13. emm, 15. aska, 16. mas, 19. ku. Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta afmæli,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Hann stóð á merkum tímamótum á miðviku- daginn þegar hann varð hálfrar aldar gamall. Og bauð af því tilefni vinum og velunnurum til mikillar veislu. Borðin ætluðu hreinlega að svigna undan kræsingunum og vafalítið er orðið langt síðan að elítan úr íslensku menningar- og athafnalífi safnaðist saman á einum stað. Sérstaka athygli vakti að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í Reykja- vík, var meðal þeirra sem heiðr- uðu afmælisbarnið með nærveru sinni en Hallgrímur var nokk- uð áberandi í búsáhaldabylting- unni þegar hún stóð sem hæst. Þá var oft grunnt á því milli laganna varða og almennings. „Ég þekki hann bara vel,“ segir Hallgrím- ur sem var staddur í Ósló þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Auk Stefáns voru meðal gesta rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Einar Kárason. Bræð- ur Hallgríms, þeir Ási og Gunn- ar, stóðu fyrir sínu að venju í skemmtilegheitum og þá mátti sjá glitta í Kolfinnu Baldvinsdótt- ur og föður hennar, Jón Baldvin. Eva María Jónsdóttir, Helga Vala Helgadóttir og Jakob Frímann Magnússon voru einnig á gestal- istanum og létu sig ekki vanta. Og sjálfur Bubbi Morthens sat við hlið skáldsins og óskaði honum til ham- ingju með tímamótin. - fgg Lögreglustjórinn í afmæli Hallgríms Helga GÓÐIR VINIR Hallgrím- ur Helgason vildi ekkert tjá sig um afmælið en tvö þúsund Facebook- vinir hans gátu þó séð ítarlega myndasyrpu úr veislunni. Athygli vakti að Stefán Eiríks- son var meðal gesta. „Ég er bara styrkjakóngurinn,“ segir tónlistarmaðurinn Mugison sem hlaut sinn annan styrk á til- tölulega stuttum tíma er hann fékk 250 þúsund krónur frá Reykjavík Loftbrú á Íslensku tónlistarverð- laununum. Áður en bankahrunið varð fékk hann nefnilega fjögurra milljóna styrk frá Kraumi sem hann nýtti í tónleikaferð sína með Queens of the Stone Age. „Ég er búinn að vera helvíti heppinn undanfarið en það má lengi spýta í lófana og væla út meiri pening. Það er verst að þetta fer minnst á heimilið því maður eyðir þessu í flugfélögin og rútu- fyrirtækin,“ segir Mugison. Spurð- ur hvort hann hafi fjarlægst rætur sínar og breyst í góðærisgaur, segir hann: „Ég fór langt fram úr mér og vil bara biðja þjóðina afsökun- ar. Ég er að íhuga að segja af mér og hætta sem rokkari, kynnast fólkinu aftur og fara í frystihúsið,“ segir hann í léttum dúr. „Ég reynd- ar keypti ekki flatskjá en ég keypti mér einbýlishús úti á landi eins og allir góðærispésarnir. Þetta er að koma í hausinn á mér núna.“ Mugison hitti vinkonu sína, Dor- rit Moussaieff, á Íslensku tónlist- arverðlaununum og fór vel á með þeim. „Hún er hressasta pían í bænum. Hún er alltaf í stuði þegar ég hitti hana. Ég smellti á hana kossi og það fór vel á með okkur. Hún sat hjá ráðamönnunum en hefði átt að vera hjá okkur rokkur- unum sem stóðum. Alla vega sé ég hana þannig,“ segir hann. - fb Mugison biður þjóðina afsökunar MUGISON OG DORRIT Vel fór á með Dorrit og Mugison á Íslensku tónlistarverðlaun- unum fyrir skömmu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þorgrímur Haraldsson, Toggi Aldur: 29 ára. Starf: Tónlistarmaður. Fjölskylda: Á konu og barn. Foreldrar: Anna Guðmundsdóttir skrifstofukona og Haraldur Þor- steinsson sendibílstjóri. Búseta: Grafarholt. Stjörnumerki: Bogmaður. Lag Togga, Þú komst við hjartað í mér, vann Íslensku tónlistarverðlaunin sem lag ársins. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Lúðvík Bergvinsson. 2. Anders Fogh Rasmussen. 3. 29 stigum. „Þetta eru kaldar kveðjur. Sem koma á óvart. Reynir elskar alla þessa „litlu menn“! En ekki mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður DV. Sérkennilegt mál er komið upp. Jón Bjarki lenti í stælum við Reyni Traustason, ritstjóra DV, hætti snögglega á blaðinu og birti í kjöl- farið fræga og umdeilda segul- bandsupptöku í Kastljósi þar sem heyra mátti samtal hans og Reyn- is sem Jón Bjarki tók upp að rit- stjóranum forspurðum. Jón Bjarki hlaut í kjölfarið viðurnefnið Litli DV-maðurinn með vísan til „Litla Landsímamannsins“ og „Litla Byko-mannsins“ sem komu við sögu í frægum fréttum sem Reyn- ir sjálfur skrifaði á sínum tíma. Þegar Jón Bjarki leitaði eftir því að fá greidd tveggja vikna laun sem hann taldi sig eiga inni og uppgjör á orlofi og desember- uppbót var því mætt af nokkurri hörku: Í stað launagreiðslu var Jón Bjarki krafinn um sem nemur eins og hálfs mánaðar launum alls, (að frádregnum hálfum mánuði) sem skaðabótakröfu. Lögmaður Jóns Bjarka er Vilhjálmur H. Vilhjálms- son og hann segir hér komið enn eitt málið á sitt borð sem snýr að útgáfufélagi DV Birtingi. „Þau eru orðin býsna mörg. Efn- islega er þetta þannig að þeir telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þess að Jón Bjarki hafi horfið fyr- irvaralaust úr vinnu. Sé þessi krafa ekki greidd munu þeir höfða dóms- mál til að ná fram rétti sínum. En þetta á ekki við. Jón Bjarki mun fá greidd laun sín,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að ekki hafi verið farið fram á greiðslu fyrir upp- sagnarfrest heldur bara vinnu sem innt hefur verið af hendi. Og svo sérkennilega vill til að arftaki Jóns Bjarka er bróðir Vilhjálms, Ingi, sem hefur mjög látið til sín taka á síðum DV sem blaðamaður. „Ég á þetta ekki skilið en kem þarna algjörlega að lokuðum dyrum. Taldi mig eiga inni upp- gjör. Undir skaðabótakröfuna skrifar meðal annarra Lögmanna Höfðabakka, stjórnarformaður Birtings, Hreinn Loftsson,“ segir Jón Bjarki. Upphæðin sem hann er krafinn um nemur um 230 þúsund krónum. Reynir Traustason segir málið ekki innan sinnar lögsögu. „Allt varðandi uppgjör og launamál fer í gegnum framkvæmda- og starfsmannastjóra. Það eina sem ég get staðfest er að hann hvarf og þá verða menn bara að skoða vinnulöggjöfina í því sambandi.“ Þegar ummæli Jóns Bjarka hvað varða hinar köldu kveðjur eru bornar undir Reyni segist hann engan kala bera til Jóns Bjarka nema síður sé. „Ekki út af nokkr- um sköpuðum hlut. Það tók mig tvo daga að hverfa frá sárindum og reiði sem komu upp í kjölfar þess- ara atburða. Ég hugsa til hans með hlýju en alls ekki kala.“ jakob@frettabladid.is REYNIR TRAUSTASON: ÉG BER ENGAN KALA TIL JÓNS BJARKA LITLI DV-MAÐURINN FÆR BÓTAKRÖFU Í STAÐ LAUNA Atli Örvarsson, kvikmyndatón- skáld í Hollywood, var tilnefndur sem besti nýliðinn á verðlaunahátíð sem alþjóðleg samtök kvikmyndatónlistar- gagnrýnenda héldu í vikunni. Atli var tilnefndur fyrir tónlist sína í myndunum Babylon A.D. og Vantage Point en varð að lúta í lægra haldi fyrir hinum kanadíska Andrew Lockington. Hann samdi tónlistina við City of Ember og Journey to the Center of the Earth þar sem annar Íslendingur, Anita Briem, var einmitt í stóru hlutverki. DV greindi frá því í gær að Árni Johnsen teldi að sér hafi verið byrlað eitur út í fæðubótar- efni sem hann tók og fengið staðfestingu á því þegar hann fór í detox-meðferð til Póllands nýverið. Eyjan, sem gengur út á að birta fréttir annarra fjölmiðla, tók þessa frétt til handargagns og þar undir spunnust nokkrar umræður Net- verja sem voru heldur neikvæðar í garð Árna. Jónína Benedikts- dóttir blandaði sér af krafti í þær umræður og reis upp til varnar sínum manni. Sagði þessi nafn- lausu níðskrif með ólíkindum og til marks um hvernig fjölmiðlar geti lagt mannorð fólks í rúst. Garðar Kjartansson, veitinga- og athafnamaður, sem meðal annars er þekktur fyrir að hafa rekið af miklum myndarskap staði á borð við Apótekið, Nasa og Þrastarlund lætur ekki kreppuna slá sig út af laginu. Hann ætlar sér að opna vínbar í Pósthússtræti þar sem áður var Red Chili-staðurinn og er fyrirhugað að hann verði opnaður eftir um tvær vikur. - fb, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI JÓN BJARKI MAGNÚSSON Oft nefndur Litli DV-maður- inn segir að þótt Reynir elski alla þessa „litlu menn“ eigi það ekki við um sig. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.