Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 104
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Guðmundar Steingrímssonar Í dag er laugardagurinn 21. febrúar, 52. dagur ársins. 9.02 13.41 18.21 8.54 13.26 18.00 Sem ég keyrði þjóðveginn um eitthvert kvöldmatarleytið í vikunni brast á með kvöldfréttum í útvarpinu. Ég hækkaði í tækinu. Þulurinn vatt sér beint að efninu og boðskapurinn var magnaður: Á Íslandi er engin framtíð. Ég var, auðvitað, eins og gefur að skilja, sleginn. Ja, hérna. Þetta voru aldeilis fréttir. Var Ísland hætt? Lífið tilgangslaust? Í framhaldinu skýrðist myndin: Vangaveltur þessar, sem voru vel fram settar af hagfræðiprófessor og rökstuddar, lutu að mikilvægi þess að tryggja góðan aðgang Íslendinga að erlendu fé. Ef ekkert fengist féð, yrði framtíðin engin. Fyrirtækin færu á hausinn, ný yrðu ekki stofnuð og fólk flytti til útlanda. ÉG get tekið undir þetta. Þjóðin þarf fé. Annars gerist ekki neitt. Enginn getur komið hugmyndum sínum í framkvæmd, stofnað til nýrrar uppbyggingar, án fjár. Ef til að mynda Íslandsbanki hefði ekki verið stofnaður í upphafi 20. aldar með dönsku fé hefði aldrei komið til skipakaupa og stórútgerðar á þeim tíma á Íslandi. EN hvað sem sannleikskorninu líður velti ég þó fyrir mér hinu: Hér er trommað fram með ansi stóra yfirlýsingu í fréttatíma undir fyrirsögninni engin framtíð. Ógnin er jú til staðar. Viðfangsefnið er stórt. En er kannski mögulegt að dramatíkin í framsetningunni hafi verið full mikil? Aðgangur Íslend- inga að fé. Er þetta ekki spurning um að bretta upp ermar? Vinda sér í verkið? Leysa málið? Og þótt Geir hafi klikkað á því: Hringja til útlanda? SJÁLFUR get ég vel hrist haus og dæst. Ef til svartsýniskeppni kæmi gæti ég vel sett mig í gír- inn. Ég gæti orðið mjög ofarlega í samkeppni um svörtustu fram- tíðarmyndina ef sá gállinn væri á mér. Hér er jú allt meira og minna að fara á hausinn. Er ekki næst á dagskrá að ganga í húsin í nepjunni og auglýsa fyrirhugaða brottför? Ding, dong, og svo rám rödd undan svörtum kufli: Góða kvöldið. Þjóð- in flytur á mánudaginn. Bless. EN það er líka sterkur þráður í mér og ég finn hann sem betur fer sterkan í fari annarra, að nú sé ekki tíminn til þess að hrópa „þetta er búið!“ í rokinu. Skref fyrir skref vinnum við okkur út úr þessu. Við vitum öll að vandinn er stór, en nú er tími aðgerða og lausna. Ég keyrði áfram þjóðveg- inn. Víst er framtíð. Fé og framtíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.