Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 47
Karlakórinn Þrestir býður konum
sérstaklega á tónleika á konudag-
inn klukkan 15 í Hásölum í Hafn-
arfirði. Á dagskránni verða ljúf-
ir söngvar til kvenna. „Konur fá
frítt inn á tónleikana, karlar eru
velkomnir en þeir þurfa að greiða
1.000 krónur,“ segir Kristján
Ragnarsson, formaður Þrasta.
Spurður hvað hafi komið þessari
hugmynd af stað hjá kórnum segir
Kristján konur í dag eiga allt gott
skilið. „Konan er þungamiðjan í
þjóðfélaginu eins og ástandið er í
samfélaginu í dag, hvort sem það
er á vinnustaðnum eða á heimilinu.
Við vildum sýna að við metum við
þær hvað þær eru að gera í þjóð-
félaginu og dekra svolítið við þær
einn dag.“
Söngdagskráin verður
sérstaklega tileinkuð konum
og að sögn Kristjáns
verða ástarljóð sung-
in og lög eftir Elton
John og Magnús
Þór Sigmunds-
son. Á söngs-
kránni verða
einnig hefð -
bundin karla-
kórslög, sem kór-
inn hefur æft frá
áramótum. Karlakórinn
fagnaði 97 ára starfsaf-
mæli á fimmtudaginn var
svo tónleikarnir eru líka í til-
efni af því. Fram undan er fjöl-
breytt starf hjá kórnum, meðal
annars æfingabúðir í
Logalandi í Borgarfirði
og tónleikaröð í Hafnar-
firði og Reykjavík
sem endar í vor í
Skálholti.
En eru karlarn-
ir í kórnum róm-
antískir á konu-
aginn? „Ég reyni
að gefa konunni allt-
af blóm á konudaginn.
En ef það gleymist þá fyrir-
gefa þær okkur það nú ef við
syngjum fyrir þær og gefum
þeim kökur en við bjóðum upp
á kökuhlaðborð í hléinu á tónleik-
unum.“
Þegar Kristján er inntur eftir
því hvort kórfélagar hafi sjálfir
staðið í bakstri fyrir hlaðborðið
viðurkennir hann að eiginkonurn-
ar hafi bakað. Þegar blaðamanni
finnst það skjóta skökku við svar-
ar Kristján hlæjandi: „Já, það eru
kannski einhverjir hnökrar á þessu
hjá okkur en svona eru konur, þær
styðja alltaf við bakið á okkur og
þegar allt kemur til alls þá eru það
þær sem sjá um allt. Hvort sem
það er á heimilinu eða utan þess.“
heida@frettabladid.is
Ástarsöngvar til kvenna
Góa hefst á morgun og er dagurinn tileinkaður konum. Karlmönnum er þá gjarnan uppálagt að dekra
við konur á ýmsan hátt og ætlar Karlakórinn Þrestir ekki að láta sitt eftir liggja.
Kristján Ragnarsson,
kórstjóri karlakórsins
Þrasta, ætlar að syngja
með félögum sínum til
kvenna á konudaginn.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R
Mansöngvar, ástarljóð og sprell-
lifandi barnadagskrá er meðal
þesss sem verður í boði í Borg-
arbókasafninu á konudaginn.
Skemmtileg dagskrá verður í aðal-
safni Borgarbókasafnsins í Gróf-
arhúsi á morgun frá klukkan 14
í tilefni af konudeginum. Lög-
reglukórinn syngur mansöngva,
ljóðskáldið Arngrímur Vídalín
flytur konum ástarljóð og allar
konur sem koma í safnið fá blóm.
Sýning verður á ljósmyndum frá
Ljósmyndasafni Reykjavíkur og
Árbæjarsafn sýnir nokkra muni
sem tengjast ástarlífi þjóðarinnar
um aldirnar. Ástarsögur af ólíku
tagi verða í öndvegi og gestir geta
fengið lánaðar innpakkaðar bækur
sem starfsfólk safnsins hefur valið
í tilefni dagsins.
Dagskráin markar upphaf og er
hluti af verkefninu Húmor&Amor
sem er á vegum menningarstofn-
ana Reykjavíkurborgar, Þjónustu-
miðstöðvar Miðborgar og Hlíða,
Ungmennaráðs Miðborgar og
Hlíða, Alþjóðahúss og Hins húss-
ins.
Einnig verður hugsað vel um
þau börn sem heimsækja safnið
á morgun en klukkan 14.30 hefst
listasmiðja þar sem búnar verða
til grímur og föndrað með hjörtu
undir leiðsögn Kristínar Arn-
grímsdóttur myndlistarmanns.
Jóakim sirkusdýr mætir svo á
svæðið klukkan 15 og leikur ýmsar
listir. - eö
Húmor
og Amor
Rómantísk dagskrá verður í Borgarbóka-
safninu á konudaginn.
Nýttu tímann
Skráning og nánari upplýsingar í síma 554 6626
eða á www.raudikrossinn.is/kopavogur
Kópavogsdeild, Hamraborg 11, sími 554 6626, kopavogur@redcross.is
námskeið fyrirlestrar samverur
Viðburðirnir eru á mánudögum og miðvikudögum
frá kl. 10 - 13 og eru fyrst og fremst ætlaðir atvinnulausum
og þeim sem hafa þurft að minnka við sig vinnu,
þeim að kostnaðarlausu.
Dagskrá
02. mars Skapandi skrif
04. mars Opið hús - súpa og söngur
09. mars Skapandi skrif
11. mars Skattaskýrslugerð
16. mars Prjón og hekl 1 - tvö skipti
18. mars Prjón og hekl 2
23. mars Hreyfing 1 - Tai chi og jóga - fjögur skipti
25. mars Fatasaumur 1 - fjögur skipti
30. mars Hreyfing 2 - Tai chi og jóga
01. april Fatasaumur 2
06. apríl Hreyfing 3 - Tai chi og jóga
08. apríl Fatasaumur 3
15. apríl Hreyfing 4 - Tai chi og jóga
20. apríl Fatasaumur 4
22. apríl Opið hús - súpa og söngur
27. apríl Ræktun kryddjurta
29. apríl Nýsköpun
04. maí Taflkennsla
06. maí Briddskennsla
11. maí Ljósmyndakennsla
13. maí GPSkennsla - kennsla á GPS-tæki
´
Skoða skipti?
Fallegt fjarkahús við Torrevija
til sölu. Tvö svefnh. tvö baðh.,
þaksvalir, sundlaugagarður ofl .
Bílastæði á lóð.
Sjá, http://suninvestmentsl.com/
search.php?op=mi&id=291
Góð staðsetning. Skoða
skiptiá eign á höfuðborgars-
væðinu, annars gott staðgr. verð.
Uppl. í síma 6975445.
VÍNLANDSLEIÐ 6 - S: 533 3109
TOPPSKÓR Á RUGLVERÐI
40% afsláttur af öllum Ecco skóm
OPIÐ MÁN.-FÖS. 11 - 18 · LAU. 11 - 16 · SUN. 12 - 16
Ancona
E-8005400101
Litir: Svart og brúnt
Neofusion Exprésso
E-4890411192
Litir: Brúnt
Afsláttur
40%
Afsláttur
40%
Afsláttur
40%
Afsláttur
40%
Afsláttur
40%
Afsláttur
40%
Livorino
E-8051452569
Litir: Svart og brúnt
Traverso
E-1771400101
Litir: Svart
Traverso
E-1779451707
Litir: Svart og brúnt
DownTown
E-4430451375
Litir: Svart
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki