Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 47

Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 47
Karlakórinn Þrestir býður konum sérstaklega á tónleika á konudag- inn klukkan 15 í Hásölum í Hafn- arfirði. Á dagskránni verða ljúf- ir söngvar til kvenna. „Konur fá frítt inn á tónleikana, karlar eru velkomnir en þeir þurfa að greiða 1.000 krónur,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður Þrasta. Spurður hvað hafi komið þessari hugmynd af stað hjá kórnum segir Kristján konur í dag eiga allt gott skilið. „Konan er þungamiðjan í þjóðfélaginu eins og ástandið er í samfélaginu í dag, hvort sem það er á vinnustaðnum eða á heimilinu. Við vildum sýna að við metum við þær hvað þær eru að gera í þjóð- félaginu og dekra svolítið við þær einn dag.“ Söngdagskráin verður sérstaklega tileinkuð konum og að sögn Kristjáns verða ástarljóð sung- in og lög eftir Elton John og Magnús Þór Sigmunds- son. Á söngs- kránni verða einnig hefð - bundin karla- kórslög, sem kór- inn hefur æft frá áramótum. Karlakórinn fagnaði 97 ára starfsaf- mæli á fimmtudaginn var svo tónleikarnir eru líka í til- efni af því. Fram undan er fjöl- breytt starf hjá kórnum, meðal annars æfingabúðir í Logalandi í Borgarfirði og tónleikaröð í Hafnar- firði og Reykjavík sem endar í vor í Skálholti. En eru karlarn- ir í kórnum róm- antískir á konu- aginn? „Ég reyni að gefa konunni allt- af blóm á konudaginn. En ef það gleymist þá fyrir- gefa þær okkur það nú ef við syngjum fyrir þær og gefum þeim kökur en við bjóðum upp á kökuhlaðborð í hléinu á tónleik- unum.“ Þegar Kristján er inntur eftir því hvort kórfélagar hafi sjálfir staðið í bakstri fyrir hlaðborðið viðurkennir hann að eiginkonurn- ar hafi bakað. Þegar blaðamanni finnst það skjóta skökku við svar- ar Kristján hlæjandi: „Já, það eru kannski einhverjir hnökrar á þessu hjá okkur en svona eru konur, þær styðja alltaf við bakið á okkur og þegar allt kemur til alls þá eru það þær sem sjá um allt. Hvort sem það er á heimilinu eða utan þess.“ heida@frettabladid.is Ástarsöngvar til kvenna Góa hefst á morgun og er dagurinn tileinkaður konum. Karlmönnum er þá gjarnan uppálagt að dekra við konur á ýmsan hátt og ætlar Karlakórinn Þrestir ekki að láta sitt eftir liggja. Kristján Ragnarsson, kórstjóri karlakórsins Þrasta, ætlar að syngja með félögum sínum til kvenna á konudaginn. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R Mansöngvar, ástarljóð og sprell- lifandi barnadagskrá er meðal þesss sem verður í boði í Borg- arbókasafninu á konudaginn. Skemmtileg dagskrá verður í aðal- safni Borgarbókasafnsins í Gróf- arhúsi á morgun frá klukkan 14 í tilefni af konudeginum. Lög- reglukórinn syngur mansöngva, ljóðskáldið Arngrímur Vídalín flytur konum ástarljóð og allar konur sem koma í safnið fá blóm. Sýning verður á ljósmyndum frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Árbæjarsafn sýnir nokkra muni sem tengjast ástarlífi þjóðarinnar um aldirnar. Ástarsögur af ólíku tagi verða í öndvegi og gestir geta fengið lánaðar innpakkaðar bækur sem starfsfólk safnsins hefur valið í tilefni dagsins. Dagskráin markar upphaf og er hluti af verkefninu Húmor&Amor sem er á vegum menningarstofn- ana Reykjavíkurborgar, Þjónustu- miðstöðvar Miðborgar og Hlíða, Ungmennaráðs Miðborgar og Hlíða, Alþjóðahúss og Hins húss- ins. Einnig verður hugsað vel um þau börn sem heimsækja safnið á morgun en klukkan 14.30 hefst listasmiðja þar sem búnar verða til grímur og föndrað með hjörtu undir leiðsögn Kristínar Arn- grímsdóttur myndlistarmanns. Jóakim sirkusdýr mætir svo á svæðið klukkan 15 og leikur ýmsar listir. - eö Húmor og Amor Rómantísk dagskrá verður í Borgarbóka- safninu á konudaginn. Nýttu tímann Skráning og nánari upplýsingar í síma 554 6626 eða á www.raudikrossinn.is/kopavogur Kópavogsdeild, Hamraborg 11, sími 554 6626, kopavogur@redcross.is námskeið fyrirlestrar samverur Viðburðirnir eru á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10 - 13 og eru fyrst og fremst ætlaðir atvinnulausum og þeim sem hafa þurft að minnka við sig vinnu, þeim að kostnaðarlausu. Dagskrá 02. mars Skapandi skrif 04. mars Opið hús - súpa og söngur 09. mars Skapandi skrif 11. mars Skattaskýrslugerð 16. mars Prjón og hekl 1 - tvö skipti 18. mars Prjón og hekl 2 23. mars Hreyfing 1 - Tai chi og jóga - fjögur skipti 25. mars Fatasaumur 1 - fjögur skipti 30. mars Hreyfing 2 - Tai chi og jóga 01. april Fatasaumur 2 06. apríl Hreyfing 3 - Tai chi og jóga 08. apríl Fatasaumur 3 15. apríl Hreyfing 4 - Tai chi og jóga 20. apríl Fatasaumur 4 22. apríl Opið hús - súpa og söngur 27. apríl Ræktun kryddjurta 29. apríl Nýsköpun 04. maí Taflkennsla 06. maí Briddskennsla 11. maí Ljósmyndakennsla 13. maí GPSkennsla - kennsla á GPS-tæki ´ Skoða skipti? Fallegt fjarkahús við Torrevija til sölu. Tvö svefnh. tvö baðh., þaksvalir, sundlaugagarður ofl . Bílastæði á lóð. Sjá, http://suninvestmentsl.com/ search.php?op=mi&id=291 Góð staðsetning. Skoða skiptiá eign á höfuðborgars- væðinu, annars gott staðgr. verð. Uppl. í síma 6975445. VÍNLANDSLEIÐ 6 - S: 533 3109 TOPPSKÓR Á RUGLVERÐI 40% afsláttur af öllum Ecco skóm OPIÐ MÁN.-FÖS. 11 - 18 · LAU. 11 - 16 · SUN. 12 - 16 Ancona E-8005400101 Litir: Svart og brúnt Neofusion Exprésso E-4890411192 Litir: Brúnt Afsláttur 40% Afsláttur 40% Afsláttur 40% Afsláttur 40% Afsláttur 40% Afsláttur 40% Livorino E-8051452569 Litir: Svart og brúnt Traverso E-1771400101 Litir: Svart Traverso E-1779451707 Litir: Svart og brúnt DownTown E-4430451375 Litir: Svart Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.