Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 92
60 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
Þjóðverjinn Stephan Bodzin, sem er einn þekktasti
techno-plötusnúður heims, ætlar að gera allt vit-
laust á Nasa í kvöld. Bodzin spilaði síðast hér á landi
árið 2007 í einkapartíi CCP-tölvuleikjaframleiðand-
ans á Nasa og tók hann vel í að kom hingað aftur og
spila.
Í síðustu heimsókn sinni snæddi Bodzin á Fisk-
markaðinum og hefur hann óskað eftir því að borða
þar á nýjan leik ásamt konu sinni sem verður með
honum í för. Bodzin er sérlega hrifinn af íslenskum
fiski og ætlar greinilega að njóta hans út í ystu æsar
í heimsókn sinni. „Það er búið að panta borð fyrir
hann og konuna,“ staðfestir Helgi Már Bjarnason
hjá Party Zone sem skipuleggur tónleikana. Hann
lofar hörkutónleikum á Nasa. „Það má gera ráð
fyrir að það fjölmenni margir frá CCP til að endur-
upplifa dæmið. Hann er þekktur fyrir að vera með
öfluga sviðsframkomu og er með mikið af græjum
með sér,“ segir hann. Meðal annars verða þrjú risa-
stór breiðtjöld sett upp fyrir tónleikana þar sem
Bodzin sýnir myndband sitt.
Karíus & Baktus, Hjalti Casanova, Biggi Veira
(GusGus) og Oculus munu sjá um að hita dansþyrsta
Íslendinga upp áður en Bodzin stígur á svið. -fb
Plötusnúður vill íslenskan fisk
Nú um helgina verða Hjalta-
lín, Retro Stefson og Ólafur
Arnalds fulltrúar Íslands á By:
Larm tónlistarhátíðinni í Ósló.
Þarna koma fram um tvö hundr-
uð listamenn og hljómsveit-
ir frá öllum Norðurlöndunum.
Sum nöfnin eru meira að segja
orðin nokkuð þekkt alþjóðlega,
til dæmis norsku poppstelpurn-
ar Annie og Hanne Hukkelberg
og The Whitest Boy Alive sem
er aukaband Erlendar Øya úr
Kings of Convenience. Hátíðin
skiptist í tónleika og ráðstefnu.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni
er gítarleikari Bruce Springs-
teen, Steve Van Zandt, sem einn-
ig er þekktur sem útvarpsmað-
urinn Little Steven.
Þrennt íslenskt á By:Larm
ÓSLÓ UM HELGINA Högna í Hjaltalín
spilar á tvennum tónleikum á By:Larm.
„Ég hlakka meiriháttar til,“ segir
Herbert Guðmundsson, sem kemur
fram með sonum sínum tveimur á
kvöldvöku í Fella- og Hólakirkju
á sunnudagskvöld klukkan 20.
Tveir kórar verða þeim til halds og
trausts, eða kórar Fella- og Hóla-
kirkju og Grafarvogskirkju. Kór-
stjóri fyrrnefnda kórsins verður
Hilmar Agnarsson, fyrrverandi
meðlimur í hljómsveitinni Þeyr.
„Þetta er önnur nálgun. Lögin
fá öðruvísi fíling,“ segir Herbert
en spiluð verða fimm lög af nýj-
ustu plötu hans, Spegill sálarinn-
ar. „Við hvetjum alla til að mæta.
Það er frítt inn og síðan verður
boðið upp á kaffi og kökur á eftir,“
segir hann.
Herbert hefur verið dugleg-
ur að syngja í kirkjum að undan-
förnu og ætti því að kunna vel við
sig í Fella- og Hólakirkju. Meðal
annars söng hann í poppmessu í
Hafnarfirði og á fjáröflunartón-
leikum fyrir börn í Keníu í Njarð-
víkurkirkju. - fb
Með tveimur kórum
FEÐGAR Herbert ásamt Svani og Guð-
mundi. Þeir spila í Fella- og Hólakirkju á
sunnudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Næsta mynd leikstjórans Roberts
Rodriguez verður framtíðartryll-
irinn Nerverackers, sem verður
frumsýndur á næsta ári. Nerve-
rackers gerist árið 2085 og fjall-
ar um Joe Tezca sem er meðlim-
ur sérsveitar sem reynir að stöðva
glæpamenn í „fullkomnu“ framtíð-
arsamfélagi.
Rodriguez er þekktastur fyrir
Sin City, Spy Kids, From Dusk Till
Dawn og Desperado. Síðasta mynd
hans var Planet Terror, annar hlut-
inn af Grindehouse-verkinu. Hann
undirbýr einnig Sin City 2 og 3 sem
margir bíða spenntir eftir.
Rodriguez leikstýrir
NerverackersSTEPHAN BODZIN
Þýski plötusnúð-
urinn, sem spilar
á Nasa í kvöld, er
sérlega hrifinn af
íslenskum fiski.
Óskarsverðlaunin verða
afhent aðfaranótt mánu-
dags. Stöð 2 verður ekki
með beina útsendingu.
Íslendingar geta fylgst með
á þýsku stöðinni Pro Sieben.
„Í þessu árferði er útilokað að
halda úti margmilljóna útsendingu
um miðja nótt, það ætti að vera
flestum ljóst,“ segir Pálmi Guð-
mundsson, sjónvarpsstjóri Stöðv-
ar 2. Hann viðurkennir að honum
þyki þetta leitt enda eigi hátíðin
sér dygga aðdáendur hér á landi.
Þeir geta þó huggað sig við beina
útsendingu afþreyingarstöðvar-
innar E! frá rauða dreglinum en
hún sýnir ekki beint frá verðlauna-
afhendingunni sjálfri.
Eftir því sem Fréttablaðið kemst
næst mun þýska stöðin Pro Sieben
sýna beint frá hátíðinni um nótt-
ina en þá verða áhorfendur vænt-
anlega að sætta sig við þýskt tal
alla nóttina. Þeir sem eru þýsku-
mælandi Óskarsaðdáendur setja
það væntanlega ekki fyrir sig en
áskrifendur Skjásheims geta nálg-
ast Pro Sieben á sinni fjarstýr-
ingu. Aðrir verða bara að bíta í það
súra epli að nýta netið eða fylgjast
grannt með fréttastöðvum CNN og
Sky.
Óskarinn á þýsku
fyrir Íslendinga
LÍKLEGUR TIL AFREKA Mickey Rourke þykir nánast öruggur um verðlaun fyrir
frammistöðu sína í The Wrestler. Hinn látni Heath Ledger ætti að hljóta Óskarinn fyrir
Jókerinn.
Besta myndin:
Slumdog Millionaire
The Curios Case of Benjamin
Button
Milk
The Reader
Frost/Nixon
Besti leikstjóri:
Danny Boyle - Slumdog Milli-
onaire
Stephen Daldry-The Reader
David Fincher - The Curios Case of
Benjamin Button
Ron Howard - Frost/Nixon
Gus Van Sant - Milk
Besti leikari:
Richard Jenkins-The Visitor
Frank Langella - Frost/Nixon
Sean Penn - Milk
Brad Pitt - The Curious Case of
Benjamin Button
Mickey Rourke - The Wrestler
Besta leikkona:
Anne Hathaway- Rachel Getting
Married
Angelina Jolie - Changeling
Melissa Leo - Frozen River
Meryl Streep - Doubt
Kate Winslet - The Reader
HELSTU TILNEFNINGAR
ROBERT RODRIGUEZ Framtíðartryllir-
inn Nerverackers er næstur á dagskrá
hjá þessum vinsæla leikstjóra.